Morgunblaðið - 11.10.2013, Síða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013
✝ Paula AndreaJónsdóttir
fæddist í Álasundi,
Noregi 13. janúar
1920. Hún lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 2.
nóvember 2013.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jón
Bergþór Jónsson
leikfangasmiður
og sjómaður, f. á
Melum, Kjalarneshreppi, Kjós.,
23.2. 1889, d. 22.8. 1981, og
Elise Sivrine Eriksen Jónsson
húsmóðir, f. í Álasundi 12.7.
1884, d. 20.5. 1969.
Systkini Paulu voru Sig-
urður Jón Jónsson klæðskeri,
f. 1916, d. 2009. Kristbjörg
Margott Jónsdóttir húsmóðir,
f. 1918. Elise Kristine Jóns-
dóttir húsmóðir, f. 1922, d.
2011. Jón Jónsson ökukennari
og vagnstjóri, f. 1924. Sam-
mæðra Laurence Jóhanna
Helgason húsmóðir, f. 1908, d.
1993.
Eiginmaður Paulu var Páll
Guðnason bankafulltrúi, f. 22.
6. 1920, d. 20.2. 2000. Þau gift-
ust 28.3. 1945. Foreldrar Páls
voru Guðni Pálsson skipstjóri,
f. í Götu í Selvogi 29.4. 1891,
d. 9.6. 1967, og Jórunn Þórey
Björgúlfsdóttir, f. 1983. Egill
Björgúlfsson, f. 1990. Rann-
veig Pálsdóttir textílkennari
og hönnuður, f. 18.12. 1958,
eiginmaður Juan Carlos Pardo
félagsliði og stuðningsfulltrúi,
f. 1957. Börn: Stefán Úlfur
Brynjólfsson, f. 1979, Valdi-
mar Kristján Pardo, f. 1990,
Roberto Andrés Pardo, f.
1992.
Paula fæddist í Noregi 1920
og fluttist til Íslands 1929 með
fjölskyldu sinni. Þegar til Ís-
lands kom byggði faðir hennar
lítið hús vestur í Skjólum í
Reykjavík þar sem fjölskyldan
settist að. Paula stundaði nám
við Hússtjórnarskóla Íslands
og nokkru síðar nam hún
kjólasaum. Paula kynntist Páli
Guðnasyni 19 ára gömul og
gengu þau í hjónaband sex ár-
um síðar. Á tímabili rak Paula
litla saumastofu þar sem hún
saumaði kjóla. Páll og Paula
byggðu sína fyrstu íbúð á Bú-
staðavegi 55 og síðan að
Hagamel 35 með þremur sam-
starfsfélögum Páls í Útvegs-
bankanum, þar sem hann
starfaði lengst af. Þegar börn-
in flugu úr hreiðrinu starfaði
Paula í mötuneyti Mennta-
skólans við Hamrahlíð og síðar
um tíma við þrif hjá Flug-
félaginu SAS á Íslandi. Paula
var félagi í Kvenfélagi Hrings-
ins um 40 ára skeið.
Paula verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, 11. október 2013, og hefst
athöfnin kl. 15.
Magnúsdóttir hús-
móðir, f. í Reykja-
vík 16.7. 1897, d.
23.3. 1981.
Börn Paulu og
Páls: Guðni Berg-
þór Pálsson arki-
tekt, f. 29.12.
1946, eiginkona
Guðríður Tóm-
asdóttir skrif-
stofumaður, f.
1950. Fósturbarn:
Dagur Tómas Jónsson, f. 1978.
Börn: Ragnheiður Andrea
Guðnadóttir, f. 1995, d. 1995.
Andrea Guðrún Guðnadóttir, f.
1996, Ragnheiður Elísa Guðna-
dóttir, f. 1996. Hilmar Pálsson,
f. 1949, d. 1949. Páll Hilmar
Pálsson, f. 1950, d. 1951. Þór
Elís Pálsson, f. 23.9. 1952,
kvikmyndagerðarmaður og
kennari, eiginkona Jóhanna
Bernharðsdóttir hjúkr-
unarfræðingur og lektor við
HÍ, f. 1954. Börn: Harpa Elísa
Þórsdóttir, f. 1978, Tómas
Þórsson, f. 1986. Bernharð
Þórsson, f. 1990. Lísa Páls-
dóttir, f. 13.12. 1953, dag-
skrárgerðarmaður, eig-
inmaður Björgúlfur Egilsson
tónlistarmaður og málari, f.
1957. Börn: Páll Úlfar Júl-
íusson, f. 1973, Helga Dís
Nú þegar móðir mín er látin
í hárri elli þá koma upp margar
minningar um báða foreldra
mína.
Ég er þakklát fyrir að hafa
haft móður mína svona lengi í
mínu lífi, hún var alltaf til stað-
ar fyrir okkur systkinin, tilbúin
með aðstoð ef með þurfti, alveg
fram í það síðasta.
Þau voru bæði yndislegar
manneskjur, rausnarleg og
gjafmild á vináttu og umhyggju
fyrir okkur systkinunum, vinum
sínum og vandamönnum. Við
ferðuðumst mikið saman bæði
innanlands og erlendis. Fórum
á skíði á sunnudagsmorgnum,
mamma smurði nestið og allir
af stað. Á sumrin var farið í
tjaldferðalög oft margar fjöl-
skyldur saman og ekki ósjaldan
var Elín Bjarnadóttir æskuvin-
kona með.
Alltaf voru vinir okkar systk-
inanna velkomnir inn á heimilið
og oft glatt á hjalla. Faðir minn
Páll Guðnason féll frá í febrúar
árið 2000, þá 80 ára. Mamma
var mjög dugleg að halda áfram
með sitt líf eftir að pabbi féll
frá. Hún fór í ferðalög með
Hringskonum bauð heim vin-
konum, fór í veislur, stundaði
saumaklúbbinn sem var virkur í
70 ár, alltaf glæsilega til fara.
Mamma var heimavinnandi
húsmóðir þar til ég var 16 ára.
Ég man þegar kunningjakona
hringdi í hana og spurði hvort
hún þekkti einhverja konu sem
gæti unnið hálfan daginn og
smurt samlokur. Nei, en þú,
mamma, sagði ég. Mamma
vann í nemendaeldhúsi MH
fram að sjötugu, eignaðist þar
góðar vinkonur og hafði gaman
af að umgangast unga fólkið.
Mamma var í Kvenfélagi
Hringsins í 40 ár. Ransý, besta
vinkona mömmu, var formaður
Hringsins og vildi endilega hafa
hana með. Mamma saumaði
jólaskraut allan ársins hring
fyrir jólabasar Hringsins. Gaf
hún börnum og barnabörnum
handunnið jólaskraut á hverj-
um jólum. Við systkinin getum
skreytt jólatrén okkar ein-
göngu með hennar handverki.
Móðir mín var mikil hannyrða-
og saumakona, það hafði hún
frá móður sinni Elísu.
Við mamma áttum margar
samverstundir, ræddum um
hannyrðir, fórum á kaffihús og
tilheyrandi.
Mamma var listakokkur,
naut þess að bjóða heim og elda
dýrindis rétti.
Ég veit að bæði börn og
barnabörn höfum öll fengið
matarást á mömmu. Þegar ég
elda eitthvað af hennar góðu
uppskriftum segja börnin mín
þetta er næstum eins gott og
hjá ömmu Paulu.
Juan Carlos, ég og strák-
arnir fluttum heim frá Svíþjóð
1993. Þá myndaðist ótrúlega
gott samband milli foreldra
minna og Juans. Það varð strax
mikil og gagnkvæm væntum-
þykja. Það hjálpaði eiginmanni
mínum þar sem foreldrar hans
voru jú hinum megin á hnett-
inum, í Chile. Því miður gat
hann ekki komið og kvatt
mömmu en segir að hann sendi
henni góðar hugsanir.
Ég skipti um trú fyrir 13 ár-
um og varð SGI búddisti.
Mamma studdi mig í minni iðk-
un og í fyrra kenndi ég mömmu
að kyrja Nam-mjóhó-renge-kjó.
Hún sagði mér að hún kyrjaði á
hverjum degi og fannst henni
líða vel af því. Við fjölskyldan
fluttum aftur til Stokkhólms í
Svíþjóð fyrir 2 árum. Ég er
þakklát elskulegri móður minni
fyrir öll árin sem við nutum
saman, alla umhyggjusemina
sem hún sýndi mér, börnum
mínum og maka. Hún var sú
sem við söknuðum mest á Ís-
landi. Kveð þig með söknuði,
elsku mamma. Þín dóttir,
Rannveig Pálsdóttir.
Paula Andrea Jónsdóttir
fæddist í Álasundi í Noregi, átti
norska móður og íslenskan föð-
ur. Þar bjó fjölskyldan þar til
Paula var 9 ára er þau fluttu til
Íslands. Paula hafði alla tíð góð
tengsl við móðurland sitt og
átti þar ættingja og vini sem
hún átti ávallt gott samband
við. Hún hélt einnig ýmsum sið-
um og venjum í heimilishaldi
sínu sem rekja má til hins
norska uppruna hennar og fjöl-
skyldan fékk að njóta, ekki síst
um hátíðir. Þeirra stunda með
Paulu er nú saknað. Hún bjó
sér og fjölskyldu sinni fallegt
heimili, var frábær kokkur og
naut þess að elda bæði hollan
og góðan mat, allt til hins síð-
asta. Eins og gefur að skilja
breyttist líf Paulu umtalsvert
við fráfall Páls eiginmanns
hennar en hún hélt áfram sínu
reglusama lífi, hugsaði vel um
heilsuna og ræktaði fjölskyldu
og vini.
Paula var flink í höndum svo
af bar, smekkvís og hafði gott
fegurðarskyn. Þessir hæfileikar
nýttust vel í áratuga starfi
hennar fyrir Kvenfélagið
Hringinn þar sem hún saumaði
og heklaði fallega hluti sem síð-
an fóru til fjáröflunar. Hún
hafði mikinn metnað fyrir starfi
Hringsins og starfaði þar af lífi
og sál. Þar átti hún góðar vin-
konur og naut samvista og sam-
vinnu við þær um langt árabil.
Í starfi sínu með Hringskonum
átti Paula innihaldsríkar stund-
ir sem færðu henni bæði gleði
og stolt enda hafa Hringskonur
veitt málefnum veikra barna og
Barnaspítala Hringsins ómet-
anlegan stuðning í gegnum ár-
in. Það drjúga dagsverk, henn-
ar og þeirra, ber svo
sannarlega að þakka.
Paula var einstaklega fé-
lagslynd kona og naut sín vel í
hópi fólks, jafnt ungra sem ald-
inna. Hún átti ekki í neinum
vandræðum með að spjalla við
barnabörnin um daginn og veg-
inn. Hún var frjálsleg í fasi og
þau höfðu gaman af hve nýj-
ungagjörn amma gat verið
þrátt fyrir háan aldur. Hún var
ung í anda, minnug og fylgdist
vel með öllum afkomendum
sínum. Í vor og sumar tók hún
þátt í útskriftum ungmenna í
fjölskyldunni þar sem hún naut
sín vel og samgladdist unga
fólkinu. Þær stundir eru nú
sérstaklega varðveittar ásamt
öðrum góðum minningum með
þeim hjónum Paulu og Páli. Við
Paula áttum alla tíð góða vin-
áttu, hún sýndi mér ávallt hlýju
og fylgdist vel með því sem ég
fékkst við í mínu daglega lífi.
Hún tók mér fallega sem
tengdadóttur og hún kvaddi
mig líka fallega þegar hún vissi
hvert stefndi. Fyrir þá góðu
kveðju er ég þakklát eins og
fyrir allar stundirnar sem við
áttum saman.
Blessuð sé minning sóma-
konunnar Paulu Andreu Jóns-
dóttur.
Jóhanna.
Paulu kynntist ég fyrst í
sextugsafmæli tengdaföður
míns, Páls Guðnasonar heitins,
úti í Kaupmannahöfn. Ekki veit
ég hvernig henni leist á slán-
ann síðhærða, en eitt er víst, að
fordómalaus var hún ávallt og
dæmdi ekki fólk eftir lífsstíl
eða útliti. Hún var þessi klettur
sem sameinaði fjölskylduna,
hélt jólaboð fram á tíræðisald-
ur og elskaði „fest“. Í 40 ár
starfaði hún með Kvenfélaginu
Hringnum og mætti þar til
starfa nánast allt fram í andlát-
ið. Paula sá alfarið um sig
sjálfa og bjó á eigin heimili allt
sitt líf. Eldaði pínulítil lamba-
læri með bernaise sósu, og
stundum var einn lítill Vermo-
uth eftir matinn. Hún var einn
allra besti kokkur sem ég hef
kynnst, blómkálssúpan dásam-
leg og gerði fiskibollur sem
enginn leikur eftir. Ég kveð þig
með virðingu og þakklæti.
Undir klettunum í Álasundi
hún Paula oft sér undi
og seinna, seinna í fögrum lundi
hún Palla fann á ástarfundi.
(Björgúlfur Egilsson)
Þinn tengdasonur,
Björgúlfur (Böggi).
Ég var farin að halda að
amma væri ódauðleg. Hún var
búin að vera hérna svo lengi,
fannst eins og hún myndi bara
verða hérna alltaf. En það
kom að því og hún er farin til
afa, þau eru sennilega ein-
hversstaðar á dansleik. Þau
hittust nefnilega þannig, á ein-
hverjum dansleiknum. Fóru
oft á offiseraböllin á stríðs-
árunum því afi vann fyrir am-
erísku lögguna.
Ég mun sakna blómkálssúp-
unnar, fiskibollanna og íssins
(og þúsundkallanna sem hún
laumaði stundum að manni).
En ég held ég muni sakna litlu
jóla-dúllanna mest sem hún
saumaði, af öllum þeim hlutum
sem hún bjó til. Ég á samt
fullt af þeim, svo það er allt í
lagi.
Ég mun sakna þess að fara í
jólaboð til hennar, þó að þau
hafi ekki verið heima hjá henni
síðustu árin. Það var samt allt
í lagi, sami maturinn var á
boðstólnum og sama fólkið að
tala við. En núna verða jóla-
boðin án hennar, það verður
skrítið.
Ég mun líka sakna þess að
fara til hennar í kaffi með
mömmu. Maturinn heima hjá
ömmu var alltaf betri en
heima hjá mér. Þó ég væri að
borða það sama.
Ég man þegar amma hætti
að vinna og fór á ellilífeyri.
Hún hafði verið að vinna í
mötuneytinu í MH og öll
barnabörnin sem ætluðu þang-
að vildu að hún væri þar. En
hún hefði sennilega þurft að
hætta hvort sem er, þar sem
nemendur sjá um mötuneytið
núna. Hún var nefnilega mikill
kokkur og enginn skildi af
hverju hún hefði ekki unnið
við það á einhvern hátt. Ætli
hún hafi nokkuð viljað það,
hún var alltaf meiri sauma-
kona en kokkur. Hún sagði
mér einu sinni að á stríðs-
árunum hefði hún saumað föt
á allar flottustu konurnar í
bænum og þær þurftu ekki
einu sinni að koma að máta.
Fötin pössuðu alltaf.
Amma var svolítið þannig.
Það passaði alltaf allt. Mat-
urinn passaði, fötin pössuðu,
hún passaði börnin, börnin
lærðu af ömmu að passa ætti
dótið hennar. Hún passaði líka
vel í mitt líf. En nú vantar
hana. Það er ömmufar í hjart-
anu. Hún er auðvitað þar enn
en kannski ekki eins áþreif-
anleg. Ég mun þurfa að venj-
ast því, en hún verður alltaf
þar að einhverju leyti. En það
verður erfitt, það verður erfitt
að hitta ekki þessa virðulegu
konu sem hún var reglulega og
spjalla.
Helga Dís Björgúlfsdóttir.
Paula Andrea
Jónsdóttir
✝ Anne Bakfæddist á Fre-
deriksberg í Kaup-
mannahöfn 29.
ágúst 1966. Hún
lést 18. ágúst 2013.
Hún var dóttir
hjónanna dr. Chris-
ten og Karen Bak.
Christen kenndi um
langt árabil á DTU,
rak svínabú og eig-
ið fyrirtæki. Karen
starfaði sem tanntæknir svo
lengi sem heilsan entist. Bróðir
Anne er Peter Bak, giftur Marg-
areth ÓConnor, þau eiga þrjú
börn, Karen, Thomas og Ellen.
Anne giftist Magnúsi Lár-
ussyni, félagsfræðingi og áfeng-
isráðgjafa, börn þeirra eru
Freydís og Jakob. Dóttir Magn-
úsar af fyrra hjónabandi, Íris,
og hennar fjöl-
skylda áttu sífellt
stærra pláss í
hjarta Anne.
Anne og Peter
ólust upp í for-
eldrahúsum en
urðu fyrir þeirri
ógæfu að missa
móður sína úr
krabbameini. Anne
var rétt orðin 6 ára
þegar móðir henn-
ar dó. Seinni kona Christens
heitir Inge. Þau skildu, og eftir
það bjó Anne hjá föður sínum
þar til hún lagðist í ferðalög og
fluttist til Íslands.
Minningarstund um Anne
verður haldin í kapellunni í
kirkjugarðinum í Hafnarfirði í
dag, 11. október 2013, og hefst
athöfnin kl. 14.
Ég kynntist Anne fyrst
snemmsumars 1990 þegar við
dvöldum saman á sveitasetri
fyrir sunnan fjall okkur báðum
til mikillar gleði og heilsubótar.
Anne hafði verið þarna ári áður
og var því vel kunnug öllum
staðháttum, orðin forfrömuð í
fræðunum og vissi hvað okkur
var fyrir bestu. Það var nefni-
lega ekki ýkja hátt á okkur risið
sem dvöldum með henni þarna
enda komin til að takast á við
erfiðan og illskeyttan sjúkdóm.
Anne hafði það fram yfir okkur
hin að vera komin í verulega
góðan bata en var þarna komin
til að styrkja sjálfa sig í bar-
átunni. Það kom strax í ljós að
Anne var fæddur leiðtogi en hún
sagði okkur miskunnarlaust til
syndanna ef svo bar undir en
var þó alltaf ákaflega góður vin-
ur í raun og stutt í hlátur og
gleði. Það mynduðust sterk vin-
áttubönd meðal okkar sem
þarna dvöldu og höfum við mörg
verið í nánu sambandi síðan.
Sambandið hefur þó verið
misnáið eins og gengur en með
okkur dvaldi Magnús Lárusson
en Anne og Magnús felldu síðar
saman hugi.
Þau Magnús og Anne reistu
sér bú fyrst í Hafnarfirði, þar
sem þau bjuggu í nokkur ár þar
til þau fluttu vestur að Stað-
arfelli en þar hafði Magnús tek-
ið við stöðu staðarhaldara. Í
framhaldi af dvölinni fyrir vest-
an fluttu þau hjón síðan til Dan-
merkur þar sem Anne hóf nám í
dýralækningum sem hún lauk
með miklum sóma. Eftir að þau
hjón höfðu dvalið um stund í
Danmörku festu þau kaup á bú-
garði þar sem þau hafa búið síð-
an en þar gátu þau haldið hesta
og Anne reisti dýralæknastofu
sem hún sinnti af miklum eld-
móð þar til yfir lauk. Það er
misjafnt hvað á okkur er lagt í
þessu lífi en þau Anne og Magn-
ús fengu svo sannarlega sinn
skerf af mótlæti og erfiðum við-
fangsefnum sem þau tókust þó á
við í sameiningu af mikilli elju
og dugnaði. Þau misstu fyrsta
barnið sitt rétt við fæðingu en
slík reynsla er mörgum ofviða
og öllum ákaflega erfið. Eftir að
þau voru búin að búa í Dan-
mörku í fáein ár og Anne komin
áleiðs í sínu námi í dýralækn-
ingum skall enn ein ógæfan yfir
er Anne greindist með illvígan
sjúkdóm. Anne tókst á við sjúk-
dóminn af miklum styrk og í
mörg ár hafði hún betur þrátt
fyrir að læknar og aðrir í kerf-
inu teldu stöðuna vonlausa. Við
sem vorum heima á Íslandi og
fylgdumst með úr fjarlægð dáð-
umst að kjark og óstöðvandi
viljastyrk Anne í barátunni og
ávallt stóð Magnús við hlið
hennar eins og klettur. Oft voru
sigrar og vonin kviknaði um að
bjart væri framundan en að lok-
um hafði hinn illvígi sjúkdómur
þó yfirhöndina.
Við hjónin eru forsjóninni af-
ar þakklát fyrir að hafa fengið
að eiga Anne að vini. Elsku
Magnús, Freydís og Jakob,
megi guð gefa ykkur styrk á
þessari erfiðu stundu.
Kristberg og Guðrún.
Anne Kjeldahl Bak✝
Ástkær faðir okkar,
HALLGRÍMUR ÞÓRÐARSON
netagerðarmeistari,
Heiðarvegi 56,
Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja
þriðjudaginn 8. október.
Útförin verður auglýst síðar.
Þórður, Einar, Halldór,
Heimir og Jónína Hallgrímsbörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÓLÖF ÞÓRARINSDÓTTIR
íþrótta- og handavinnukennari,
sem lést miðvikudaginn 2. október, verður
jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn
15. október kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Íþróttafélag fatlaðra
í Reykjavík.
Ágúst Þór Árnason, Alma Oddgeirsdóttir,
Guðjón Trausti Árnason, Kerstin E. Andersson,
Guðbjörg Gígja Árnadóttir, Sigurður Már Jónsson,
Jóhanna Harpa Árnadóttir, Þorsteinn Páll Hængsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir ástvinir.