Morgunblaðið - 11.10.2013, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013
✝ Magnús Jón-asson fæddist í
Stardal, Kjal-
arnesi, 11. mars
1928. Hann lést á
heimili sínu að
Eirhömrum í Mos-
fellsbæ 1. október
2013.
Foreldrar hans
voru hjónin Jónas
Magnússon bóndi í
Stardal og verk-
stjóri hjá Vegagerðinni, fædd-
ur í Úthlíð í Biskupstungum
24. júlí 1890, d. 12. ágúst 1970
og Kristrún Eyvindsdóttir hús-
freyja, fædd í Úthlíð í Bisk-
upstungum 11. apríl 1895, d.
20. mars 1974. Systkini Magn-
úsar voru: Egill, f. 14. sept-
ember 1926, d. 23. júlí 2011,
Eyvindur, f. 30. desember
1930, d. 25. mars 2005 og hálf-
systir. Ágústa, f. 8. mars 1915,
og Magnús, f. 3. mars 2005.
Þórður er giftur Guðrúnu Arn-
björgu Sævarsdóttur, f. 3.
ágúst 1971. Börn þeirra eru
Unnur Lilja, f. 4. mars 1997,
Magnús Sævar, f. 4. mars 2000
og Sævar Jón, f. 24. maí 2004.
Magnús var uppalinn í Star-
dal. Hann gekk í barnaskóla á
Klébergi og í Héraðsskólann í
Reykholti. Einnig lauk hann
prófi frá Búnaðarskólanum á
Hvanneyri. Magnús var alla
sína starfsævi bóndi í Stardal
fyrir utan eins vetrar vinnu á
tveimur búnaðarskólum í Nor-
egi. Hann var virkur í fé-
lagsstörfum og var í stjórnum
ýmissa félaga, þar með talið í
stjórn hjá Mjólkurfélagi
Reykjavíkur og Sláturfélagi
Suðurlands. Einnig var hann
áhugasamur um skógrækt og
sat í stjórnum skógrækt-
arfélaga sveitar og sýslu.
Útför Magnúsar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 11. októ-
ber 2013, og hefst athöfnin kl.
13.
d. 25. maí 1972.
Magnús kvænt-
ist 24. október
1964 Þórdísi Jó-
hannesdóttur frá
Heiðarbæ í Þing-
vallasveit, f. 20.
febrúar 1934. For-
eldrar hennar
voru hjónin Jó-
hannes Svein-
björnsson, f. 22.
júní 1905, d. 19.
desember 1992 og Margrét
Þórðardóttir, f. 29. nóvember
1907, d. 31. desember 1974.
Magnús og Þórdís eignuðust
þrjú börn, Jónas, f. 8. ágúst
1965, d. 30. maí 1973, Jóhann-
es, f. 24. febrúar 1967 og Þórð,
f. 14. janúar 1971. Jóhannes er
giftur Tinnu Stefánsdóttur, f.
28. júlí 1971. Þau eiga þrjú
börn, Stefán f. 30. janúar 1996,
Þórdísi, f. 29. september 1997
Nú er elsku tengdafaðir minn,
Magnús Jónasson í Stardal, allur.
Ég kynntist honum og Þórdísi
tengdamóður minni fyrst fyrir
rúmum 20 árum þegar við Þórður
vorum að draga okkur saman. Það
var gott að koma í Stardal, enda
úrvalsfólk og skemmtilegt sem
þar bjó. Það hefur alltaf verið
gestkvæmt á því heimili, enda
margir sem hafa verið þar í sveit,
haft þar hesta eða tengjast þeim
hjónum með einhverjum hætti.
Fólk heldur tryggð við hjónin í
Stardal. Alltaf voru fjörugar um-
ræður við eldhúsborðið eða í fjós-
inu, þjóðmálin voru krufin til
mergjar og þau rædd ítarlega.
Varla voru margir sem dvöldu í
Stardal án þess að smitast af
sannfæringu Magnúsar, enda
skynsamur maður og rökfastur.
Komst ég líka fljótt að því að Star-
dalsbræður báðir voru vel þjálf-
aðir í að standa fyrir máli sínu.
Magnús var hagur og hafði mikið
verksvit. Hann var vanur að
starfa einn og kunni að vinna sér í
haginn þannig að hann gæti klár-
að verk sem flestir hefðu þurft
manninn með sér í. Hann fór líka
vel með tæki og tól svo gamlir
traktorar gengu endalaust, 56 ára
Farmallinn er til að mynda enn
nothæfur. Ef vantaði varahluti þá
voru þeir bara smíðaðir. Hann var
líka virkur í ýmsum félagsmálum,
sat til dæmis í stjórnum Mjólk-
urfélags Reykjavíkur og Slátur-
félags Suðurlands á miklum um-
brotatímum hjá síðarnefnda
félaginu. Okkur var líka alltaf
ljóst að það var ekkert vit að
kaupa kjöt af öðrum en SS.
Magnús var dugnaðarforkur,
ekkert annað í boði ef halda
skyldi myndarbú í Stardal, sem
liggur nokkuð hátt yfir sjávar-
máli. Þau Þórdís eignuðust þrjá
syni en misstu þann elsta í
hörmulegu bílslysi sem markaði
líf þeirra alla tíð síðan. Þau hafa
þó uppskorið sem til var sáð með
yngri sonum sínum en þeir eiga
hvor um sig þrjú börn sem eru
ákaflega hænd að afa og ömmu.
Hugurinn er nú hjá Þórdísi
sem stendur á tímamótum við
missi lífsförunautar til fimm ára-
tuga.
Elsku Magnús. Það voru for-
réttindi að fá að kynnast þér. Þú
varst maður sem sérhver yrði
bættari með að taka sér til fyr-
irmyndar, rólegur og drengur
góður með óskeikula dómgreind.
Það var aldrei neitt vesen, alltaf
hægt að treysta á að skynsamlega
væri tekið á hlutunum. Síðast en
ekki síst kunni ég að meta góða
kímnigáfu þína og lundarfar.
Þakka þér fyrir stundirnar
sem við áttum saman. Ég kann
enn betur að meta þær nú þegar
þú ert horfinn á braut. Þú getur
horft á lífsverk þitt og verið sátt-
ur við hvernig þú hagaðir þínum
málum. Góður orðstír lifir mann-
inn.
Guðrún.
Að koma að Stardal var ávallt
eins og koma á annað heimili ungs
barns eða unglings sem naut
þeirra forréttinda að geta gist hjá
Magnúsi frænda, sem jafnan var
reiðubúinn að umbera misgagn-
legan ungan bróðurson sinn,
hvort sem var að vetri eða sumri,
stundum fyrirvaralaust. Það voru
óneitanlega forréttindi að fá að
vera í Stardal í góðu yfirlæti, fá að
umgangast bústörfin og læra á hið
nána samspil manna og dýra,
náttúrunnar og mikilvægi þeirra
fyrir tilveru okkar sjálfra. Þegar
fram liðu stundir lengdist sumar-
dvölin og framlag til búverkanna
samhliða vaxandi. Það var því
verðugt að fá að endurgjalda fyrri
velgjörðir þó með öðrum hætti
væri.
Magnús var einstaklega sam-
viskusamur, hagsýnn og vand-
virkur sem og fjölhæfur maður.
Enda var það viðhorf hans að
bændur yrðu að geta bjargað sér í
sem flestu. Í störfum hvort sem
var með búfénaðinn, vélar eða
annað var lögð mikil alúð við öll
verk og umgengni var ætíð til fyr-
irmyndar. Þá sjaldan sem Magn-
úsi þótti ástæða til að bera sín
verk við árangur annarra var það
fyrst og síðast sem skilaboð um
það hverju vandvirkni og góð um-
hyggja skilaði. Þau voru ætíð næg
verkin, hvernig sem viðraði og
alltaf hægt að gera meira og bet-
ur.
Glaðlyndi og bjartsýni ein-
kenndu viðhorf Magnúsar til lífs-
ins. Oft var slegið á létta strengi,
jafnvel spaugað og horft á hliðar
hinar bjartari þótt dimmt væri yf-
ir eða lítil von um þurrk og góða
heyskapartíð. Þá voru þjóðmálin
oft rædd í Stardal, enda mörg
tækifæri til þess og návígið mikið
við bústörfin. Þó ljóst væri jafnan
hver hugur Magnúsar væri, sýndi
hann bæði öðrum lífs- og sjónar-
miðum þolinmæði og gat rætt þau
öfgalaust og umborið. En Magnús
bjó yfir þeirri náðargáfu að geta
sett sín sjónarmið fram á skýran
og einfaldan hátt, þannig að hann
kom oftast sínum skoðunum fyrir
í hugskoti viðmælenda sinna, jafn-
vel þótt ekki væri það viðurkennt
fyrst um sinn. Eins og fræjum
sem sáð er í upphafi í vel gerðan
akur er búinn langur og góður
vöxtur. Sama gildir um vel meitl-
aðar hugmyndir sem sáð er í huga
ungs manns. Þær geta lengi
þroskast og tekið á sig bætta
mynd. Þannig höfðu hugmyndir
Magnúsar víða og djúpa skírskot-
un, þó þær væru settar fram með
auðskiljanlegum hætti.
Það er óneitanlega sárt, eins og
að missa föður í annað sinn, að
kveðja Magnús frá Stardal. Við-
skilnaður er sannarlega áreynsla
fyrir þá sem eftir eru. Það er þess
vegna með smá eigingirni og mik-
illi eftirsjá sem Magnús frændi er
kvaddur nú. En lífið verður að
hafa sinn framgang, því verður
ekki viðsnúið.
Við Steinunn og strákarnir
sendum Þórdísi, Jóhannesi, Þórði
og fjölskyldum þeirra hugheilar
samúðarkveðjur okkar.
Jónas Egilsson.
Það er erfitt að ímynda sér til-
veruna án Magnúsar föðurbróður
míns í Stardal. Óneitanlega er
sárt að sjá á eftir honum yfir móð-
una miklu. Þó vissulega sé hugg-
un að hann er nú laus úr viðjum
elli og sjúkdóma, þá fannst manni
hann aldrei vera gamall. Hann var
lifandi ímynd hins íslenska karl-
manns, hár, myndarlegur og
hraustur. Sívinnandi og allt virtist
leika í höndunum á honum. Magn-
ús og Stardalur hafa alltaf verið
e.k. kjölfesta og þungamiðja föð-
urfjölskyldu minnar. Þar var
Magnús öxullinn sem hélt öllu
gangandi eftir að hann tók við af
afa og ömmu. Upp í Stardal sótti
öll stórfjölskyldan og þar var sí-
felldur gestagangur og oft þétt
setinn bekkurinn við borðstofu-
borðið sem venjulega svignaði
undan kræsingum Þórdísar. Ég
man varla eftir mér öðruvísi en
við fjölskyldan værum með annan
fótinn uppi í Stardal, ekki síst á
sumrin þegar bróðir minn var þar
öll sumur í sveit. Eins voru fáar
skíðaferðir í Skálafellinu sem ekki
enduðu „heima í Stardal“ eins og
pabbi var vanur að segja. Þangað
var alltaf gott að koma. Enda held
ég að Magnús og Þórdís hafi þurft
að sætta sig við að hálf ættin teldi
sig eiga heima þar líka. Þau tóku
þannig á móti fólki að sú tilfinning
kom auðveldlega. Ef það var
mjaltatími þá var bara farið í út
fjós og heilsað upp á þau þar. Það
var lærdómur út af fyrir sig. Ýms-
ir höfðu orð á því hvað það væri
fallegt að koma að Stardal, reisu-
leg hús, allt svo snyrtilegt og vel
hirt. Það lýsir þeim hjónum vel.
Magnús kenndi manni ótal-
margt, beint og óbeint við það eitt
að leyfa manni að fylgjast með og
jú stundum líka hjálpa til. Enda
var hann þolimóður að útskýra
hlutina fyrir forvitnum krakka
sem vildi vita af hverju þurfti að
gera hlutina svona eða hinsegin.
En það var líka viss lærdómur að
sitja við borðstofuborðið í Stardal
og hlusta á umræðurnar þar sem
oft voru líflegar yfir kaffinu.
Hvort sem það var um þjóðmálin,
bókmenntir eða rysjótt tíðarfarið.
Að ekki sé talað um bæina í kring,
sveitunga og örnefnin. Kímnigáfa
var heldur ekki langt undan hjá
frænda og hann átti til að lauma
bráðskemmtilegum tilsvörum að.
Hann hafði mikið jafnaðargeð, ég
man ekki til þess að hafa nokkurn
tíma heyrt hann æsa sig, þó oft
hefði hann sínar skoðanir á hlut-
unum, þá virtist hann alltaf jafn
rólegur, en ákveðinn samt. Það er
því með mikilli eftirsjá sem ég
kveð Magnús frænda en hugga
mig við ótal skemmtilegar og góð-
ar minningar. Ég sé hann enn
ljóslifandi fyrir mér í bláa stakkn-
um og með derhúfuna við vinnu í
Stardal. Eða í sætinu sínu við end-
ann á borðstofuborðinu. Því miður
urðu þau Þórdís fyrir því skelfi-
lega áfalli að missa elsta son sinn
Jónas, tæplega 8 ára gamlan í bíl-
slysi. Þá reyndi á styrk sem eng-
inn á að þurfa að hafa, en þau
höfðu hann og stóðu það áfall af
sér saman. Óneitanlega er sú
hugsun huggandi nú að þeir fegð-
ar séu nú saman á ný og það er sú
mynd sem ég kýs að hafa í huga.
Þórdísi, Jóhannesi, Þórði og
þeirra fjölskyldum sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur frá
Kaliforníu. Minningin um góðan
mann, pabba, afa og frænda mun
lifa.
Kristrún Þórdís.
Í dag kveð ég elskulegan
frænda minn, Magnús í Stardal.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að fá að vera hjá honum í sveit á
unga aldri. Minningarnar birtast
mér á tímum sem þessum í ýms-
um myndum og tímaröð. Það var
mikil upplifun fyrir unga stúlku
og ábyrgð að takast á við sveita-
lífið á þeim tíma. Í huga mér
standa alltaf uppúr ein jól sem ég
átti í Stardal, sérstaklega er það
skammel sem ég fékk í jólagjöf frá
Magnúsi sem hann hafði smíðað
sjálfur. Það var lítil stolt og mont-
in stúlka sem fór í fjósið með
frænda sínum það aðfangadags-
kvöldið með jólagjöfina undir
hendi. Þessi ár í Stardal voru ár
frelsis og þroska undir stjórn
þessa ljúfa manns sem alltaf var
svo góður og gefandi. Magnúsi
var mjög annt um íslenska tungu
og voru blótsyrði bönnuð á bæn-
um og við því ríktu oft góðlátleg
viðurlög. Þetta hefur alltaf fylgt
mér og vitna ég oft í hann ef ég
heyri einhvern blóta.
Magnús kenndi mér að bera
virðingu fyrir náttúrunni, dýrun-
um og öllu því sem jörðin gaf af
sér. Ég er þakklát fyrir að hafa
alltaf verið hluti af honum og hans
fjölskyldu og hafa gætt drengjana
hans fyrstu æviár þeirra. Þrátt
fyrir að hafa búið erlendis í ára-
tugi rofnuðu aldrei þessi nánu
fjölskyldubönd.
Ég kveð þennan mæta frænda
með þakklæti og virðingu. Þór-
dísi, Jóhannesi, Þórði og fjöl-
skyldum votta ég mína dýpstu
samúð.
Björg Sigurðardóttir
(Didda).
Ég var einn af strákunum hans
Magnúsar í Stardal. Núna þegar
ég minnist Magnúsar frænda
míns, sem fóstraði mig nánast á
hverju sumri frá sex ára aldri til
17 ára aldurs, er mér efst í huga
þakklæti fyrir alla þá umhyggju
og umburðarlyndi sem hann sýndi
mér öll þessi sumur. Ég var alltaf
kominn fyrir sauðburð á vorin og
fór ekki aftur fyrr en eftir réttir á
haustin. Núna þegar nákvæmlega
hálf öld er liðin síðan ég kvaddi
Stardal sem sumarmaður og
hugsa til baka um veru mína þar,
hellast yfir ótal fallegar og ljúfar
minningar um frænda minn sem
var sérstaklega barngóður, þolin-
móður og hafði alltaf nægan tíma
til að sinna okkur strákunum og
leiðbeina. Hann var einstakur
lærifaðir í öllum bústörfum þ.m.t.
að kenna okkur ungum á drátt-
arvélarnar sem stendur einna
hæst í minningunni, en Stardalur
var stórbýli og örugglega í farar-
broddi hvað varðaði vélakost á
þessum árum. Ég var herbergis-
félagi Magnúsar fyrstu sumrin í
Stardal. Í herberginu var ágætis
bókasafn íslenskra stórskálda og
hvatti Magnús mig óspart til að
lesa bækur þeirra. Það minnir
mig á að Magnúsi var ákaflega
annt um að við töluðum gott ís-
lenskt mál og var mjög iðinn við
leiðrétta okkur og leiðbeina okkur
til betri vegar og hef ég búið að
því síðan. Hver vinnudagur byrj-
aði í fjósinu og endaði oftast á
sama stað. Í fjósinu var oft glatt á
hjalla, þar fóru fram rökræður um
málefni líðandi stundar, einkum
pólitík, og oftar en ekki var rök-
ræðum ekki lokið þegar mjöltum
lauk. Því voru oft framhaldsfundir
í næstu mjöltum, a.m.k. skorti
okkur aldrei umræðuefni. Á
kvöldin fórum við oft út á Leir-
vogsvatn með Magnúsi að veiða
silung, fórum í reiðtúra, tefldum,
lásum og eða héldum áfram í hey-
skap ef með þurfti. Frá þessum
sumrum mínum í Stardal á ég ein-
göngu góðar minningar og sér-
staklega er ég þakklátur Magnúsi
fyrir okkar vináttu og virðingu
alla tíð.
Ári eftir að veru minni í Stardal
lauk kom Þórdís og nýr og ham-
ingjusamur kafli hófst í lífi
frænda.
Blessuð sé minning hans.
Guðmundur Friðrik
Sigurðsson.
Látinn er öðlingurinn Magnús
Jónasson, bóndi í Stardal.
Það var mitt lán að ég var send-
ur til sumardvalar í Stardal þegar
ég var 8 ára gamall og var þar við
störf næstu 6 sumrin. Á þessum
mikilvæga tíma í uppvexti ungs
manns naut ég handleiðslu og til-
sagnar Magnúsar við dagleg
störf. Á stóru og umsvifamiklu
býli, sem Stardalur var, voru
störfin margvísleg. Magnús var
mjög verklaginn maður og jafn-
vígur á tré sem járn, byggði flest
útihús sjálfur og gerði við vélar og
tæki og annað sem til féll. En
Magnús var ekki aðeins handlag-
inn heldur bar hann ómælda virð-
ingu fyrir skepnunum, jafnt
smáum sem stórum. Aldrei lét
hann okkur krakkana vera við-
stödd slátrun þó við kæmum að
verki strax á eftir og tækjum þátt
í frágangi. Eins og gefur að skilja
vörðum við „vinnuhjúin“ miklum
tíma með Magnúsi við hin ýmsu
störf og kom hann fram við okkur
eins og jafningja. Magnús var
mikill sjálfstæðismaður og hafði
sterkar skoðanir á þjóðmálum.
Hann var mjög rökfastur og hafði
unun af að rökræða alla hluti og
helst vildi hann ræða við þá sem
voru á öndverðri skoðun. Hann
hafði oft skemmtilegan vinkil þeg-
ar við vorum einir og kenndi mér
orðatiltæki og heilræðavísur sem
voru ekki á hvers manns vörum.
Mér er það minnisstætt að þegar
ég kom fyrst í Stardal hafði ég
fengið rauða peysu, ég var í henni
þegar ég kynnti mig fyrir Magn-
úsi og þegar ég sagðist heita
Sveinn Áki leit hann á peysuna og
sagði að ég væri eins rauður og
nafni minn Áki Jakobsson og var
ég aldrei kallaður annað en Áki
eftir það í Stardal.
Ekki fannst mér síður
skemmtilegt að vera í Stardal að
vetri til, hjálpa við tilhleypingar
og jafnvel að þurfa að fara með
mjólkina á hestasleða til móts við
mjólkurbílinn. Í Stardal fékk ég
ungur áhuga á hestum og hef ég
alla tíð haft hestana mína í sum-
arbeit þar, það er mín tenging við
sveitina.
Ég er sannfærður um að ef
Magnús hefði ekki orðið bóndi
hefði hann orðið góður lögfræð-
ingur. Magnús var mjög vandur
að virðingu sinni og sagði ekki
neitt í fljótheitum eða eitthvað
sem hann myndi sjá eftir.
Magnús var mjög bóngóður
maður enda alinn upp á þeim tím-
um þegar margir þurftu á aðstoð
að halda og fylgdi þeirri lífsstefnu
foreldra sinna að þeir sem ættu
eitthvað að gefa, ættu að deila
með öðrum. Ekki fékkst hann
heldur til að æsa sig yfir þeim sem
brutu á rétti hans, hvort sem um
veiðiþjófa væri að ræða eða þá
sem sýndu annan yfirgang.
Magnús sótti sér mikla kosta-
konu í næstu sveit, Þórdísi Jó-
hannesdóttur frá Heiðarbæ í
Þingvallasveit, og var mikill jöfn-
uður og samstaða með þeim hjón-
um alla tíð. Þau eignuðust þrjá
myndarsyni en urðu fyrir þeirri
miklu sorg að missa elsta soninn
af slysförum barn að aldri.
Okkar vináttu lauk ekki eftir
vinnumennsku mína heldur hélt
hún áfram til dagsins í dag og er
ég fullur þakklætis fyrir þann
tíma sem við áttum saman, þá
leiðsögn sem hann veitti mér og
þau áhrif sem hann hafði á veg-
ferð mína.
Ég vil votta Þórdísi, Jóhannesi
og Þórði, eiginkonum þeirra og
barnabörnunum sem hann var svo
stoltur af, samúð mína.
Sveinn Áki Lúðvíksson.
Vinur minn og nágranni, Kjal-
nesingurinn Magnús Jónasson
bóndi í Stardal lést nú fyrir
skömmu á heimili sínu að Hlað-
hömrum eftir veikindi og sjúkra-
húsvist um nokkurn tíma. Magn-
ús varð 85 ára gamall og er það nú
nokkur aldur en við viljum nú að
vinir manns verði lengur á meðal
okkar en öll förum við víst þessa
leið að lokum. Undirritaður vill
minnast Magnúsar hér með þakk-
læti og hlýju. Fyrstu kynni hófust
þegar ég fór með föður mínum
ríðandi upp í Stardal í árlegt fóð-
ureftirlit, mér fannst þetta ávallt
skemmtilegur dagur. Mikið var
faðir minn ánægður með alla um-
hirðu búfjár og gnægð heybirgða
fyrir veturinn. Ekki vorum við
feðgar látnir fara svangir heim frá
Magnús Jónasson
Elsku Stefanía mín, í dag er
komið að jarðneskum leiðarlok-
um hjá okkur eftir 20 ára ferða-
lag. Ég er endalaust þakklát fyrir
að hafa fengið að kynnast þér og
verið vinkona þín. Okkar vinskap
er best lýst með þessu ljóði.
Umhyggjusöm ertu, vinaleg og góð,
til þín vildi ég semja þennan óð.
Þín gleði og hlátur alltaf mig gleður.
Að heyra í þér aldrei mig tefur.
Sérstök, dugleg, traust og trú.
Vitur, hjálpsöm … það ert þú.
Hlý og bjartsýn, til í spjall.
Þú getur stoppað hið mesta fall.
Einstök, stríðin, líka feimin.
Hugrökk, djörf, stundum dreymin.
Stefanía
Þorgrímsdóttir
✝ Stefanía Þor-grímsdóttir
fæddist á Húsavík
11. apríl 1950. Hún
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
30. september
2013.
Útför Stefaníu
fór fram frá Foss-
vogskirkju 10.
október 2013.
Allt jákvætt get ég sagt
um þig,
alltaf áttu tíma fyrir
mig.
Vináttan okkar er mér
mikils virði.
Vinkonur verið frá
Reykjavík,
eitthvað sérstakt
höfum við átt,
huggað hvor aðra,
þegar eigum við bágt.
Alltaf er gott að leita til þín.
Þú ert besta vinkona mín.
Þakka vil þér af öllu hjarta.
Engu hef ég yfir að kvarta.
Alltaf munt þú eiga mig að.
Því í hjarta mínu áttu stað.
Því ég lofa um eilífð alla.
Ef einhvern tíma þarft́að kalla.
(Katrín Ruth)
Elsku Gunnar, Ása, Starri,
Guðrún, Hreggviður og barna-
börn, ykkur votta ég mína dýpstu
samúð og megi Guð og góðir
vættir styrkja ykkur á þessum
erfiða tíma.
Ólafía (Lóa).