Morgunblaðið - 11.10.2013, Síða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013
Stardal því þar var ávallt höfðing-
lega tekið á móti gestum. Þegar
smalamennskur í Þverárkots- og
Hrafnhólalöndum í Esjunni voru
urðu kynni okkar Magnúsar og
Stardalsheimilisins meiri. Ár eftir
ár minnist ég þess sem efsti
smalamaður í Þverárdal að þegar
maður var að missa féð austur í
Skálafell þá á hárréttum tíma stóð
þar maður með staf og hund í fyr-
irstöðu, snéri öllu safninu í fyrir-
fram ákveðinn farveg, maðurinn
var Magnús í Stardal. Allar
áhyggjur hurfu á braut og fagn-
aðarbylgja fór um mann örþreytt-
an. Safnið var rekið að í Hrafnhól-
um og smalarnir fengu gjarnan
kjötsúpu á Hrafnhólum eða í Star-
dal. Þessar góðu minningar eru
mér dýrmætar, svona gekk þetta í
áraraðir meðan þessar fjallajarðir
voru með sauðfjárbúskap. Þessa
smaladaga voru þessar jarðir höf-
uðból í eystri hluta sveitarinnar.
Magnús og eiginkona hans, Þór-
dís Jóhannesdóttir frá Heiðarbæ
voru mætir bændur í sinni sveit.
Magnús tók einnig nokkurn þátt í
sveitarstjórnarmálum og sat í
hreppsnefnd um skeið. En á
seinni árum er eins og Stardalur
hafi fjarlægst mið Kjalarnesið þó
allar samgöngur hafi batnað,
breyttar áherslur í sveitarstjórn-
armálum voru orðnar og Magnús
hvarf frá þeim þjóðfélagsskyldum
og helgaði búskapnum alla sína
krafta. Magnús sýndi félagsmál-
um ávallt mikinn áhuga og sat í
stjórnum félaga á vegum land-
búnaðarins, allstaðar vel metinn
og úrræðagóður. Með þessum
skrifum finnst mér við hæfi að ég
sem samferðarmaður, sveitungi
og nágranni sýni minningu hans
virðingu og beri fram þakklæti frá
Kjalnesningum fyrir störf hans
fyrir gömlu sveitina okkar.
Traustir skulu hornsteinar
hárra sala;
í kili skal kjörviður;
bóndi er bústólpi,
bú er landstólpi,
því skal hann virður vel.
(Jónas Hallgrímsson)
Kæra Þórdís, ég þakka þér ára-
tuga kynni þar sem heimili ykkar
var ávallt veitandi. Dýpstu samúð
við fráfall Magnúsar.
Jón Sverrir Jónsson,
Varmadal.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að þekkja Magnús Jónasson í
rúm 20 ár, þó er tilfinningin sú að
hann hafi alltaf verið til staðar.
E.t.v. hefur mér orðið starsýnt á
Stardal oftar en mig rekur minni
til á leið á Þingvelli með fjölskyld-
unni í æsku; vel má vera að ég hafi
veitt bæjarstæðinu athygli og velt
fyrir mér hvernig fólk byggi
þennan bæ, – það eru getgátur
einar. En staðreyndin er sú að ég
stóð dag einn fyrir framan hið
reisulega hús í Stardal og tók
þéttingsfast í höndina á Magnúsi.
Ég fékk vinnu hjá Þórdísi og
Magnúsi, þá fyrstu á minni ævi, á
kúabúinu Stardal á sextánda ári. Í
augum þessara yndislegu hjóna
var ég hinsvegar ekki sumar-
starfsmaður heldur kaupamaður
sem hafði fullorðinslega og fram-
andi merkingu í huga ungs
manns. Satt best að segja skildi ég
ekki merkingu orðsins þá en geri
það nú. Ég var fullgildur meðlim-
ur þeirrar starfsemi sem þar fór
fram og átti síðar eftir að upplifa
mig sem meðlim í fjölskyldunni
sem Stardalur óneitanlega inn-
rætti öllum þeim sem þangað
komu.
Dagarnir voru fastmótaðir,
eins og gengur og gerist á sveita-
bæjum, hver og einn hafði sínum
skyldum að gegna, en hver dagur
var engu að síður eins og tími í
kennslustofu þar sem þú leggst á
koddann að kveldi einhvers vísari
um lífið og tilveruna. Ef erfitt var
að festa svefn var ríkulegt bóka-
safn í næsta herbergi þar sem
kynni mín af Guðbergi og Lax-
ness hófust.
Auðsýnda virðingu Magnúsar
fyrir bæði mönnum og dýrum var
erfitt annað en að tileinka sér. Það
var, eins og vænta má af fleiri
bæjum, þungt yfir þegar kom að
sláturtíð og það er brennt í minnið
þegar ég í fyrsta skiptið sá Magn-
ús leiða dýr í átt að örlögum þess.
Það var auðsýnt að þessi skref
voru ekki stigin af neinni léttúð og
sá dagur var merktur því að eitt-
hvað nauðsynlegt en erfitt hafði
átt sér stað. En viskuna var alls
staðar að finna, hvort sem var í
heymennsku, girðingarvinnu eða
á göngu um landið hafði Magnús
ætíð frá einhverju að segja. Það
voru sagðar sögur af stöðum,
steinum og fólki, og virðing Magn-
úsar fyrir foreldrum sínum heitn-
um skein í gegnum margar af
þessum sögum.
Það eftirminnilegasta við kynni
mín af Magnúsi var þrátt fyrir allt
þetta ekki kynni af einum manni
heldur af ástföngnum og ham-
ingjusamlega giftum manni sem
deildi samveruleika með Þórdísi
konu sinni. Líkt og með svo mörg
okkar var það sú eining sem þú
upplifðir í návist beggja eða hvors
í sínu lagi. Og það er af þeirri
ástæðu sem ég kem til með að
upplifa þann mann sem Magnús
var áfram, í gegnum samskipti við
þá fróðu, sterku og hlýju konu
sem Þórdís er.
Við Ólína vottum Þórdísi, Jó-
hannesi og Þórði okkar innileg-
ustu samúð og hlökkum til að upp-
lifa minninguna um hávaxinn,
blíðan og vel meinandi mann í
fólkinu hans og í hverjum steini
og torfu í Stardal á göngu um land
sem syrgir velunnara sinn og upp-
alanda.
Alexander Stefánsson.
Kynni okkar af Magnúsi og
Þórdísi í Stardal hófust vorið
2000, þar sem okkur vantaði beit
fyrir hrossin okkar en okkur var
bent á að í Stardal væri kannski
beit að fá. Fór ég á þeirra fund og
af gömlum og góðum sveitasið tók
Magnús á móti mér á hlaðinu –
frekar hár maður, eilítið lotinn í
herðum með há kollvik og svip-
urinn skarpur og grá augu sem
horfðu rannsakandi á komumann,
sem gerði grein fyrir sér. Bauð
Magnús þá til eldhúss þar sem
Þórdís bauð upp á kaffi. Í þessu
eldhúsi í Stardal var yndislegt að
vera, húsráðendur ákaflega gest-
risin og skemmtileg. Um allt var
rætt – ættir manna og störf,
ferðalög um landið og stjórnmál
enda þau bæði mjög vel lesin og
fjölfróð. Ekki þurfti maður að
vera lengi með Magnúsi til að átta
sig á því af hverju bændur kusu
hann til að sitja stjórnir samtaka
þeirra, svo sem í Mjólkurfélagi
Reykjavíkur og Sláturfélagi Suð-
urlands en þar reyndi mikið á
stjórnarmenn þegar félagið var
næstum komið í þrot og skjótra
ákvarðana var þörf. Þá var hart
brugðist við og nauðsynlegt að
hafa hugrakka menn í stjórn eins
og Magnús. Miklar eignaskipting-
ar fóru fram og skipt var um for-
stjóra, sem situr enn og stýrir SS
vel. Ég hef oft hugsað um þá
bændur sem fæddir eru á fyrstu
áratugum síðustu aldar, sem urðu
að vinna nánast öll verk með
handverkfærum og hestum. Það
voru ekki allar ferðirnar með
mjólk frá Stardal auðveldar á
snjóþungum vetrum og mjólkin
flutt á hestasleðum annaðhvort í
Seljabrekku eða á Hraðastaði, til
áframflutnings til Rvk og allt í 50 l
brúsum. Það kom sér vel að
Magnús var hraustur og hræddist
hvorki válynd veður né ófærur.
Traktorar og tæki þeim tengd
komu ekki fyrr en eftir miðja öld-
ina með örri þróun á öllum sviðum
síðar.
Faðir Magnúsar var Jónas
bóndi í Stardal sem síðar tók við
sem vegavinnustjóri af Guðjóni á
Laxnesi, föður nóbelsskáldsins.
Lagði Jónas meðal annars Þing-
vallaveginn ásamt sínum flokki
meira og minna með handverk-
færum, hestvögnum og litlum
vörubifreiðum og gistu menn
hans í tjöldum í öllum veðrum.
Magnús og bræður hans unnu
með föður sínum í vegagerðinni
þegar færi gafst frá búskapnum.
Minntist Magnús oft á föður sinn
og hans menn með mikilli virð-
ingu. Foreldrar Magnúsar nutu
mikillar virðingar samferða-
manna sinna og var Stardalur
fjölsótt heimili af ættingjum og
vinum eins og var einnig í tíð
Magnúsar og Þórdísar og nutum
við Helga og börnin bæði mikillar
gestrisni og vináttu við þau sem
við munum aldrei gleyma og erum
þakklát fyrir. Hefðum við viljað
eiga þau saman mikið lengur. Þau
voru svo samrýmd og horfðu svo
fallega hvort á annað þegar þau
voru að rifja upp liðna tíð og pöss-
uðu upp á að allt stemmdi í frá-
sögninni.
Við kveðjum nú góðan vin og
höfðingja í alla staði, með miklum
söknuði og óskum honum og fjöl-
skyldu hans guðs blessunar um
alla tíð. Fylgir hér brot úr minn-
ingarljóði um föður Magnúsar
sem passar einnig vel við soninn.
Horfinn er einn af sjónarsviði sterkur
maður og stór í sniðum. Höfðingi sann-
ur, hetja í lund minnisstæður og af
mörgum dáður.
Ásgeir og Helga.
Magnús í Stardal kveður okkur
nú eftir langa og starfsama ævi.
Kynni Stardals- og Heiðarbæjar-
fólks ná yfir kynslóðir, enda bæ-
irnir hvor í sínum útjaðri Mos-
fellsheiðar. Þau kynni treystust
enn þegar Magnús og Þórdís Jó-
hannesdóttir frá Heiðarbæ hófu
saman búskap í Stardal, fyrir um
hálfri öld. Heimsóknir milli bæj-
anna voru tíðar, fjölskyldubönd
og vinátta mikil og traust. Það
voru ánægjulegar og uppbyggi-
legar stundir þegar Magnús, Þór-
dís, Jónas meðan hans naut við,
Jóhannes og Þórður komu í heim-
sókn að Heiðarbæ, og við að Star-
dal. Umræðuefnin voru margvís-
leg og mál rökstudd af þekkingu
og yfirvegun. Allir nutu áheyrnar
og athygli, ungir sem aldnir.
Þegar kúabúskap lauk í Star-
dal bauð Magnús okkur unga fólk-
inu á Heiðarbæ tún til slægna,
sem kom sér vel. Af þessu hlutust
margar og góðar samverustundir
með þeim hjónum. Heyskapur
getur stundum tekið á taugarnar,
einkum ef veður eru válynd eða
vélar bila, nema hvort tveggja sé.
Magnús hafði einstakt lag á að róa
mannskapinn ef á móti blés,
gjarnan með því að víkja um-
ræðunni að öðrum áhugaverðum
málefnum, eða með því að leiða
okkur inn í þær aðstæður sem
voru þegar lítil eða engin var vél-
tæknin, og afköstin eftir því.
Smám saman síaðist inn að það er
í raun til lítils að stressa sig yfir
óvæntum uppákomum í heyskap
eða yfirleitt, vandamálin eru til að
leysa þau. Magnús var laginn við
að leysa úr ýmsum smábilunum –
hann hafði jú séð þetta allt gerast
áður. Magnús var mjög áhuga-
samur um nýjar heyvinnuvélar
sem og aðrar tækninýjungar í
landbúnaði, skildi vel gildi þeirra
en vó þær og mat af sinni inn-
grónu skynsemi. Hann náði alltaf
í okkur út á tún á matmálstímum,
á hverju sem gekk. Næring og
stutt hvíld skyldi vera regla en
ekki afgangsstærð. Þetta voru
engin venjuleg matarhlé, góður
matur og nægileg næring. Ótelj-
andi frásagnir af fólki og málefn-
um er spönnuðu langt tímabil,
skemmtun og ómetanlegur fróð-
leikur sem setti hlutina í betra
samhengi. Það mátti treysta því
að ekki væri farið með fleipur og
ætíð talað af virðingu um allt.
Þessar stundir okkar í Stardal
voru einnig mikilvægar börnum
okkar, sem eiga margar góðar
minningar um þau hjónin í Star-
dal.
Magnús var afar hlýr í viðmóti
og glaðvær, skynsamur og yfir-
vegaður, strangheiðarlegur og
hreinskiptinn, traustsins verður.
Hann var afar vinnusamur og
ósérhlífinn. Búskapurinn var hans
ævistarf, hann var snjall, úrræða-
góður og framsýnn bóndi. Fram-
lag hans til félagslegrar hags-
munabaráttu bænda var líka
ómetanlegt, og viðhorfið til mik-
illar fyrirmyndar. Afrakstur verk-
efnanna skipti máli, persónulegur
frami ekki. Mestu höfðingjana er
oft að finna meðal alþýðunnar.
Magnús og Þórdís eiga einkar
fallegan og frambærilegan hóp af-
komenda sem ber þeim gott vitni,
enda hafa þeirra miklu mannkost-
ir flust tryggilega áfram og sam-
heldni fjölskyldunnar mikil.
Fyrir hönd fjölskyldu Bangsa
og Steinunnar á Heiðarbæ 1
þökkum við Magnúsi samfylgdina
og vottum fjölskyldu hans samúð
okkar við fráfall hans.
Steinunn, Jóhannes
og Björg, Heiðarbæ.
Kveðja frá skíðadeild KR
Við fráfall Magnúsar koma
fyrst í hug minningar frá áratuga
farsælu samstarfi ábúenda Star-
dals og skíðadeildar KR. Í frum-
bernsku skíðaíþróttarinnar
horfðu KR-ingar á þetta reisulega
fjall í austri, Skálafellið, sem
blasti við þeim frá höfuðborginni.
Þetta fjall virtist ávallt bjartara
og snjómeira en önnur. Þegar
KR-ingar hófu að leggja leið sína
þangað varð reyndin sú að ábú-
endur jarðarinnar Stardals urðu
strax vinir og velgjörðarmenn
hópsins er sótti í fjallið. Árið 1935
þegar ákveðið var að reisa skíða-
skála í fjallinu þurfti bæði áræðni
og kjark til að reisa skála í 576
metra hæð, fjóra kílómetra frá
þjóðvegi. Á þeim árum var lítil
sem engin tækni sem hægt var að
beita við slíkar aðstæður. Allt efni
borið á höndum en klyfjahestar
frá Stardal báru þyngstu hlutina.
Í 20 ár áttu KR-ingar sinn
draumastað í Skálafelli, litla nota-
lega skálann, sem því miður varð
eldi að bráð árið 1955. Við þau
vatnaskil var ákveðið að reisa nýj-
an skála á öðrum stað í fjallinu, þá
reyndi virkilega á þá þætti sem
tengdu KR-inga og ábúendur
Stardals saman. Ákveðið var að
byggja mun stærri skála og það
sem meira var að nú var ætlunin
að leggja veg að skálanum, sem
ekki var lítið mannvirki. Þetta var
rætt við feðgana Jónas og Magn-
ús. Á þessum tíma var Jónas yf-
irverkstjóri vegagerðar á svæðinu
en Magnús að taka við Stardals-
búinu. Eftir nokkurn tíma gerðist
hið ótrúlega, Jónas er búinn að
stika fyrir vegaslóða alla leið að
hinu nýja skálastæði. Þannig voru
öll þau samskipti er KR-ingar
áttu sameiginleg með Stardals
fólkinu. Eftir að Magnús og Þór-
dís tóku við búsforráðum í Star-
dal, deildu þau með okkur þeim
áhugamálum að gera aðstæður til
íþróttaiðkunnar í fjallinu sem
bestar. Þegar skálabyggingu lauk
og vegasamband var komið á við
nýja skálann árið 1959 hófst upp-
bygging með fyrstu alvöru skíða-
lyftunni sem vígð var í febrúar
1961. Í framhaldi af því voru
byggðar þrjár nýjar skíðalyftur á
árunum 1973-1983. Allar þessar
framkvæmdir voru unnar í fullu
samráði og sátt við ábúendur
Stardals, þau Magnús og Þórdísi.
Það þurfti mikið traust og áræðni
á milli aðila að breyta heilu fjalli
úr beitilandi í íþróttasvæði. Þar
mæddi mikið á velvild og vinsemd
eigenda jarðarinnar, en þegar
sest var niður með kaffibolla í
stofunni í Stardal virtist ágrein-
ingsmálum fækka með hverri
kleinunni sem Þórdís bar á borð.
Saga skíðaíþróttarinnar og saga
fjölskyldunnar í Stardal er órjúf-
anleg, þúsundir ungmenna hafa
átt sín fyrstu skíðaspor í Skála-
fellinu. Flestir ef ekki allir bestu
skíðamenn landsins hafa dásamað
tilveru þess.
Við fráfall Magnúsar Jónasson-
ar drjúpum við höfði og þökkum
þessum mannvini af alhug alla þá
gleði og gæfu er hann færði okkur
skíðafólkinu í KR. Hafðu þökk
fyrir allt.
Við færum Þórdísi og öðrum
ástvinum Magnúsar okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Þórir Jónsson.
Mig langar að segja nokkur orð
um ömmu mína. Hana ömmu
Skipó.
Hún tók á móti mér í þennan
heim með hlýjum og mjúkum
höndum og þannig ætla ég að
minnast hennar, mjúkrar og
hlýrrar. Ég man hvað það var allt-
af gaman að vera í Skipó, kósí
stund eftir leikskólann að horfa á
Strumpana með þykkt afateppi. Í
Skipó var nefnilega til vídeótæki
og það þótti mér merkilegt. Alltaf
var mest spennandi að vera uppi á
háalofti en ekki máttum við systur
gramsa undir súð. Samt gerðum
við það alltaf og fundum gamla
varasalva úr hernum eða annað
góss sem okkur fannst æðislegt.
Aldrei vorum við skammaðar fyr-
ir gramsið samt. Amma átti alltaf
kex eða nammi og oft bakaði hún
pönnsur með smákaffi í. Hún bjó
líka til ótrúlegan grjónagraut með
kringlóttum grjónum í og kallaði
hann sagógrjónagraut. Amma var
einstök og alltaf með húmorinn á
réttum stað.
Elsku amma mín, ég er þakklát
fyrir tímann sem ég fékk með þér
síðustu dagana og ég veit að þið
afi haldið áfram að passa upp á
okkur þó að við séum ekki lengur
uppi á lofti í Skipó.
Þín ömmustelpa,
Hildur Máney.
Elsku Erla frænka, mikið verð-
ur nú tómlegt við eldhúsborðið
hjá mömmu og pabba í Goðheim-
unum, en ef ég skaust þangað inn
í hádeginu sast þú oftar en ekki í
sætinu við vegginn og hafðir kom-
ið með nýbakað normalbrauð,
sem er í algeru uppáhaldi hjá mér,
eða nýbakað vínarbrauð sem var
það besta sem þú fékkst þér með
kaffinu. Aldrei var síminn þinn
langt undan enda varðst þú að
vita hvar fólkið þitt væri og varst
ávallt tilbúin að hlaupa af stað ef
einhver þurfti á hjálp þinni að
halda. Þú varst svona eins og
bjarnamamman okkar allra, vildir
að allir væru sáttir og að allir
hefðu það ávallt sem allra, allra
best. Gunni bróðir orðaði það ein-
mitt svo vel um daginn er hann
sagði: „Hún Erla frænka okkar
var svona eins og límið í fjölskyld-
unni.“ Ég man alltaf þegar hann
Hinni minn ákvað að flýta sér að-
eins í heiminn og þú komst hrein-
lega hlaupandi neðan úr bæ (úr
jólainnkaupunum) til að taka á
móti honum enda hafðir þú lofað
mér að vera hjá mér á þeirri stóru
stundu og við það skyldir þú
standa. Þú varst svo stolt af öllum
börnunum sem þú tókst á móti og
þá ekki síst þeim sem þú áttir svo
stóran part í. Það á eftir að taka
okkur öll langan tíma að sætta
okkur við að þú sért ekki lengur
hérna hjá okkur en við vitum að
þér líður vel með Sigfúsi frænda á
nýjum stað. Við elskum þig öll og
Erla
Sigurðardóttir
✝ Erla Sigurð-ardóttir ljós-
móðir fæddist í
Reykjavík 12. mars
1934. Hún lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi 19.
september 2013.
Útför Erlu fór
fram frá Háteigs-
kirkju 1. október
2013.
munum geyma
minningu um yndis-
lega konu og ljósuna
okkar allra.
Þitt starf var farsælt,
hönd þín hlý
og hógvær göfgi
svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt
hjarta milt
og hugardjúpið bjart
og stillt.
(Jóhannes úr Kötlum)
Ingibjörg, Hinrik og Aldís.
Elsku besta vinkona okkar,
Erla Sigfúsar, eins og hún var allt-
af kölluð í okkar fjölskyldu, er fall-
in frá úr krabbameini stuttu eftir
greiningu. Okkur setur hljóð.
Hvernig má það vera; hún sem var
svo sterk alltaf, á fullri ferð að
hjálpa öllum og vera til staðar fyr-
ir alla fjölskylduna og vini. Hjá öll-
um er missirinn mikill. Nokkrum
dögum fyrir andlát sitt var hún að
ákveða föt sem hún ætlaði að taka
með sér til Spánar. Ferð sem hún
var að fara með Ingu Dóru, Sím-
oni og Alöntu. Hún tók fram kjól
frá elsku Erlu frænku í Ameríku
og sagði: „Þessi er góður í heitu
veðri,“ og brosti blítt, falleg hugs-
un rann um huga hennar. En það
var víst önnur ferð sem beið þín,
elsku Erla mín. Við, sem áttum
þig að, bárum mikla virðingu og
elsku til þín. Þú varst sönn, við
gátum talað um alla hluti við þig,
leitað ráða og fengið ráð, sem
komu okkur vel eins og um börn
þín væri að ræða. Blíða brosið þitt,
góða skapið, glensið, alltaf tilbúin
að gera skemmtilega hluti.
Þú áttir góða og yndislega fjöl-
skyldu sem umvafði þig og var þér
allt. Systurnar þínar samrýndu og
fjölskyldur þeirra, góðar vinkonur
og fjöldann allan af fólki. Það er
sama hvar á er litið; af þessum
hópi varstu elskuð. Það er okkur
hjónunum ómetanlegt að hafa
fengið að kynnast öllu þessu góða
fólki og eiga hlutdeild í þeim
áfram. Mörg ferðalögin fórum við
saman. Þú, Erla mín, Sigfús þinn,
Erlingur minn og ég, Anna. Það
voru oft mikil ævintýri, farið með
stuttum fyrirvara. Stundum höfð-
um við fjórar klukkustundir til að
ákveða og fara til Lúxemborgar
og keyra til Mónakó eða ferðir til
Amsterdam og þaðan í óvissuferð-
ir til ótal landa. Sumarbústaður-
inn ykkar í Skorradal – þar var oft
dvalið og grillað og haft gaman.
Ótalmargar minningar eigum við,
ekki síst frá því er við sátum við
eldhúsborðið með gott kaffi og
flatbrauð, einlægt spjall um lífið
og tilveruna. Þú varst fölskvalaus,
Erla mín, og góð, fannst alltaf það
besta í öllu og öllum í kringum þig,
enda löðuðust allir að þér. Þar áttu
allir vísan stað og skjól. Þú varst
einhvern veginn svo eilíf, eins og
ég lít á móður mína. Það getur
ekkert hent ykkur, en það kom
eins og hendi væri veifað. Við
þökkum hvern dag, hverja stund,
hvert augnablik sem við áttum
saman, Erla mín, og áttum þig að,
það eru yfir fjörutíu ár. Þú ferð
eins og drottning að hitta Sigfús,
þinn heittelskaða. Biðjum að
heilsa. Við vottum öllum þeim sem
eiga um sárt að binda samúð.
Góða ferð, elsku vinkona,
Anna og Erlingur.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda
inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka
og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar