Morgunblaðið - 11.10.2013, Page 38

Morgunblaðið - 11.10.2013, Page 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013 ✝ IngólfurTryggvi Guð- björnsson fæddist á Rauðsgili, Hálsa- sveit í Borgarfirði, 18. nóvember 1925. Hann lést á Öldr- unarheimili Ak- ureyrar 27. sept- ember 2013. Foreldrar Tryggva voru Guð- björn Oddsson, bóndi og smiður á Rauðsgili, f. 8. nóvember 1880 í Gullberaseli, Lundarreykjadal, Borgarfirði, d. 28. apríl 1959 og kona hans Steinunn Þorsteinsdóttir hús- freyja á Rauðsgili, f. 23. júní Foreldrar hennar voru Friðrik K. Magnússon, f. 8. september 1891 í Keflavík, d. 7. ágúst 1971 og kona hans Margrét Emilía Þorsteinsdóttir, f. 4. febrúar 1896 í Reykjavík, d. 20. mars 1984. Tryggvi og Rannveig eignuðust eina dóttur, Höllu Margréti, f. 18. ágúst 1963, gift Elíasi Bj. Gíslasyni, f. 25. janúar 1962. Afadrengirnir eru tveir, Ingólfur Tryggvi, f. 4. nóv- ember 1993 og Friðrik Valur, f. 28. janúar 2000. Tryggvi og Rannveig bjuggu mestan hluta hjúskapar síns í Reykjavík og Garðabæ auk nokkurra ára sem þau dvöldu í Svíþjóð. Þegar Tryggvi hætti að vinna vegna aldurs fluttu þau hjón til Akureyrar til að dvelja nær sínum nánustu. Útför Tryggva verður gerð frá Fossvogskapellu í dag, 11. október 2013, og hefst athöfnin kl. 13. 1887 á Húsafelli, Hálsasveit, Borg- arfirði, d. 7. febr- úar 1973. Systkini Tryggva eru Þor- steinn, f. 6. apríl 1919, d. 25. október 1999, Ástríður, f. 26. október 1920, d. 3. maí 2012, Oddur, f. 20. desember 1922, d. 1. desem- ber 1990, Steinunn, f. 12. nóvember 1921, Kristín, f. 28. mars 1929, d. 5. febrúar 2013 og Ingibjörg, f. 14. apríl 1931. Tryggvi kvæntist Rannveigu Friðriksdóttur 11. ágúst 1956. Ingólfur Tryggvi Guðbjörns- son er af þeirri kynslóð sem hefur upplifað hvað mestar breytingar á íslensku samfélagi. Hann var fimm ára þegar fram- andi raddir fóru að berast um sveitir og bæi, útvarpið var að taka völdin sem afþreyingar- miðill á heimilum landsmanna. Tryggvi fluttist ungur úr Borg- arfirðinum til Reykjavíkur eftir að hafa stundað nám við Hér- aðsskólann í Reykholti. Í Reykjavík stundaði hann nám við Samvinnuskólann, Jónas Jónasson frá Hriflu sem þar réði ríkjum sá í Tryggva efni í góðan og gegnan kaupfélags- mann og hvatti Tryggva til að sækja sér frekari menntunar. Tryggvi flutti til Svíþjóðar og settist á skólabekk hjá sænsku samvinnuhreyfingunni ásamt því að starfa hjá COOP í Stokk- hólmi. Eftir heimkomu starfaði hann sumarlangt í útibúi Kaup- félags Svalbarðsstrandar í Vaglaskógi og síðan á aðalskrif- stofum Sambandsins í Reykja- vík. Eins og margir ungir menn um miðbik síðustu aldar réði Tryggvi sig til starfa hjá amer- íska hernum og starfaði hann þar óslitið í fjörutíu og þrjú ár, lengst af við verk- og fjárhags- áætlanir og eftirlit hjá stofnun verklegra framkvæmda (Public Works) hjá bandaríska sjóhern- um. Tryggvi var rólyndur, víð- sýnn og heiðarlegur einstak- lingur sem hafði ávallt nóg fyrir stafni. Hann var hagur í hönd- unum og áhugasamur um ný- sköpun. Í gegnum árin smíðaði Tryggi óteljandi módel t.d. af kúluhúsum, færanlegum göngu- stígum og ýmsu öðru forvitni- legu. Hann var ævinlega að velta fyrir sér betri lausnum eða aðferðum við byggingar og mannvirkjagerð. Afadrengirnir tveir fengu tilsögn í ýmiskonar föndri og fínsmíði og minnast þeir afa síns með hlýju og virð- ingu. Tryggva dugði ekki að velta veraldlegum hlutum fyrir sér, hann var alla sína tíð leit- andi og veltandi fyrir sér and- legum málefnum. Eftir að Tryggvi hætti vinnu flutti hann ásamt Rannveigu eiginkonu sinni til Akureyrar til að geta verið nálægt dóttur og barna- börnum. Þá gat Tryggvi snúið sér frekar að enn einu af sínum hugðarefnum, þ.e. mannslíkam- anum, 75 ára skráði Tryggvi sig í Háskólann á Akureyri og sótti tíma í heilbrigðisdeildinni. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Tryggvi velti fyrir sér leynd- ardómum mannslíkamans, en á árum áður var hann í bréfa- skriftum í nokkur ár við lungna- sérfræðinga hjá Heilbrigðis- stofnun Bandaríkjanna (NIH) og sérfræðinga í Boston. Þá var það stjórnun og áhrif öndunar og öndunarfæri okkar mann- anna sem vöktu áhuga hans. Römm er sú taug og átti það einnig við um þann sem hér er kvaddur, hálendið og heimahag- arnir toguðu ávallt í Tryggva og á hverju ári meðan heilsan leyfði sótti hann æskustöðvarn- ar í Borgarfirðinum heim, Ok eftirlætis fjall Tryggva var gjarnan gengið í þessum ferð- um. Spor Tryggva og Rannveig- ar lágu víða um óbyggðir á ár- um áður, löngu áður en slíkar ferðir urðu vinsælar meðal al- mennings. Tjaldferðirnar um land allt voru ófáar og ávallt gengið um náttúruna af mikilli virðingu. Með Tryggva er genginn hæglátur og góður drengur sem lifði í sátt við menn og málleys- ingja, blessuð sé minning hans. Elías Bj. Gíslason. Í dag, 11. október 2013, er til grafar borinn móðurbróðir minn og góður félagi, sem mig langar að minnast þótt í litlu sé. Hann fæddist á Rauðsgili í Borgarfirði, sá fimmti af sjö systkinum. Ein systir dó á þessu ári, tvær lifa enn. Tryggvi líktist föður sínum í útliti, grannur og spengilegur og ótrúlega sterkur, sem þótti mikilvægt af mönnum af Húsa- fellsætt. Hann var laginn við smíðar og líka góður á bókina. Hann var settur til náms á Samvinnuskólann: „Átti að læra til kaupfélagsstjóra.“ Hann vakti athygli Hriflu- Jónasar, sem tók upp þann hátt að nota millinafn hans, Ingólfur. Að loknu námi í Samvinnu- skólanum fór hann fyrir tilstilli Jónasar á samvinnuskólann í Saltsjöbaden í Svíþjóð. Þegar heim kom voru helstu atvinnu- tækifærin við uppbyggingu her- stöðvarinnar á Keflavíkurflug- velli. Hann réð sig þangað og starfaði hjá mannvirkjadeild hersins, mest við úttektir og gerð kostnaðaráætlana. Hann kallaðist ævinlega Ingólfur á vellinum, en Tryggvi innan fjöl- skyldunnar. Rannveigu konu sinni kynntist hann á Rauðsgili, þar sem hún var í sveit. Þau giftu sig í ágúst 1956 og eign- uðust dótturina Höllu Margréti 1963. Hún á ágætan mann og tvo mannvænlega syni. Tryggvi var áhugasamur um framgang minn í lífinu. Hann útvegaði mér mælingavinnu hjá hernum 1972. Þetta var sum- arvinna. Flestir sem þarna unnu voru Íslendingar og and- inn var góður. Hann sótti mig eldsnemma á morgnana og við byrjuðum ævinlega á ríflegum morgunverði í Messanum áður en tekið var til starfa. Þá var margt spjallað. Hugur hans var engan veginn bundinn við hin daglegu störf. Hann var sífellt að velta fyrir sér hönnun bygg- inga og lausnum því tengdum. Buckmeister Fuller, bandarísk- ur arkitekt og heimspekingur, vakti athygli og aðdáun hans. Fuller heimsótti Ísland og hélt erindi sem Tryggvi sótti. Þar hitti hann aðra með sama áhugasvið, sem síðan höfðu samband sín í milli. Tryggvi smíðaði módel og teiknaði ýms- ar lausnir er tengdust þessu áhugasviði hans. Og lærði tækniteiknun til að áferðin væri rétt. Hann var líka áhugasamur um heimspeki og andleg efni. Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöð- um var fylgismaður Helga Pjet- urss og vakti áhuga sveitunga sinna á hugmyndum hans um tilvist mannsins. Nýals-bækurn- ar voru allar ígrundaðar á Rauðsgili. Tryggvi var í stjórn Félags Nýalssinna um hríð, en hvarf frá þessari heimspeki er frá leið. Starfið á Keflavíkurvelli átti líklega ekki að endast alla starfsævina, en það fór þó svo. Að sumu leyti var það ágætt. Útlandaglugginn var opinn. Samskipti við kollega erlendis voru nokkur, og ferðalög því tengd. Ókostir voru helstir fjar- lægð frá heimili og að starfið nýttist ekki íslensku atvinnulífi. Þau hjónin fluttust til Ak- ureyrar þegar störfum lauk. Þar býr dóttir hans og þau vildu vera í nábýli við hana. Þegar hann þurfti að sinna er- indum fyrir sunnan gisti hann stundum hjá mér í Mosfells- sveitinni. Þá var tekið upp fyrra spjall og spáð í margt að fornu og nýju. Eins heimsótti ég þau hjónin þegar ég átti erindi á Akureyri. Nú er þessari samferð lokið. Hún var bæði til gagns og gam- ans. Ég votta fjölskyldunni samúð mína. Snorri Tómasson. Ingólfur Tryggvi Guðbjörnsson Það er sannkallaður sjónar- sviptir að öndvegiskonunni Guð- rúnu Jónsdóttur, eða Guðrúnu í Gerðubergi, eins og miklu fleiri þekkja hana. Guðrún dó í blóma lífsins og langt um aldur fram. Guðrún í Gerðubergi bjó yfir einstakri hlýju og bliki í auga. Hún var gjafmild og hjálpsöm og einstaklega ræktarsöm í öllum samskiptum. Guðrún tengdi saman kynslóðirnar í Breiðholt- inu og svo miklu víðar. Hún skapaði einstakt andrúmsloft, aðstöðu og athvarf fyrir fjöl- breytta starfsemi í félagsstarf- inu í Gerðubergi. Það var engin tilviljun að ég lét heimsókn í fé- lagsstarfið hennar Guðrúnar í Gerðbergi ganga fyrir á fyrsta degi mínum í embætti borgar- stjóra á sínum tíma. Guðrún var einstök og það er einstök gæfa fyrir borgina að eiga slíka brautryðjendur og eld- huga í röðum starfsfólksins í hverfunum. Reyndar barst orð- spor Guðrúnar miklu víðar. Það sést best á því að eldri borgarar sóttu í Gerðuberg af öllu höf- uðborgarsvæðinu til að taka þátt. Sama má segja um ótal verkefni og samstarfsverkefni í Breiðholti sem Guðrún var límið í og gjarnan frumkvöðull að. Kjarni þeirra var að samskipti og samstaða geri samfélagið rík- ara og betra. Henni varð allt að gulli í samskiptum við annað fólk. Ég heyrði í Guðrúnu síðast þegar hún afboðaði sig í vöfflu- kaffið hjá mér á mennningarnótt fyrir réttum mánuði. Hún ætlaði Guðrún Jónsdóttir ✝ Guðrún Jóns-dóttir fæddist 1. nóvember 1950 í Bjarghúsum í Vest- urhópi. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 23. september 2013. Útför Guðrúnar fór fram frá Fella- og Hólakirkju 30. september 2013. að sinna fjölskyld- unni. Og svo er hún farin. Það er mikill missir fyrir borg- ina, fjölskyldu Guð- rúnar sem ég votta mína innilegustu samúð og allt það fólk sem naut mannkosta Guðrún- ar í Gerðubergi. Blessuð sé minning hennar. Dagur B. Eggertsson. Það er harmur í huga mér þegar ég kveð kæra vinkonu sem átti svo ótalmargt ógjört, en stöðug elja hennar, hugkvæmni og umfram allt kærleikur til náungans varðaði öll hennar dýr- mætu verk á starfsævinni. Kynni okkar kær hófust þegar ég var starfsmaður Öryrkjabandalags- ins og hún vildi opna og opnaði Gerðubergsstarfið fyrir öryrkj- um þó að þeir hefðu ekki náð aldri þeirra sem félagsmiðstöðv- ar aldraðra áttu að vera fyrir. Það hlaut ekki náð fyrir augum allra. Þetta studdum við eftir megni og vöktum athygli á þessu góða framtaki sem bezt við gát- um. Þetta hafðist fyrir þraut- seigju og ýtni Guðrúnar sem ætíð hugsaði um annarra hag og lífsgæði þeirra allra helzt. Og þarna hafa svo margir öryrkjar eignast griðastað sem hefur ver- ið þeim dýrmætur, notið hinnar vermandi hlýju Guðrúnar og hennar fólks eins og allir aðrir sem hafa átt Gerðubergið henn- ar Guðrúnar að. Starfið hennar með heyrnarlausum ber henni einnig svo fagurt vitni og svo með skólanemendum, allt gott vildi hún veita og verma. Söng- starfið ómetanlegt svo mörgum. Hún kom ótrúlega mörgu í verk, vakin og sofin yfir velferð síns fólks, hún fór ekki fram með asa eða hávaða en hélt sínu striki og naut einstakrar væntumþykju svo ótalmargra. Við hana átti orðtakið: Hún var gull af manni. Við hjónin kveðjum hana Guðrúnu þakklátum huga fyrir kynnin, fyrir það sem hún var í starfi sínu í öllu og alls staðar. Þar fór góð kona á kærleikans vegum, kona sem hvarf okkur alltof fljótt, kona sem saknað verður af svo mörgum. Blessuð sé birturík minning Guðrúnar Jónsdóttur. Helgi Seljan. Guðrún var mér yndisleg stóra frænka, á þeim tíma sem við bjuggum í Breiðholtinu var ekki sjaldan farið upp í Gerðu- berg til stórufrænku að skoða það sem hún var þar að gera. Eftir erfiðan skóladag var gott að geta skellt sér aðeins til Guð- rúnar og fylgst með hvað hún var að gera. Hún tók mér alltaf opnum örmum og spurði hvort ég ætlaði ekki að „gefa frænku knús“. Þegar ég frétti svo fyrir stuttu að Guðrún væri mikið veik tók það mikið á. Fyrr á þessu ári misstum við öll ynd- islegu Tótu okkar, og núna 6 mánuðum seinna missum við Guðrúnu okkar. Guðrún var allra, tók öllum eins og þeir voru með jafnaðargeði. Þegar ég hitti Guðrúnu 14. september síðastliðinn í afmæli Urðar, þá datt mér ekki í hug að það yrði í seinasta sinn sem ég myndi gefa henni frænku minni knús. Nú fylgist hún með okkur úr fjar- lægð og við hugsum til hennar. Ég sendi Dóra, Árna, Kötu og prúðmennunum þrem inni- legar samúðarkveðjur frá okkur fjölskyldunni. Katrín Helga. Hinn mikli mannfjöldi sem fylgdi frænku minni Guðrúnu Jónsdóttur til grafar frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 30. september sýndi glöggt hversu mikils störf hennar í Gerðubergi og meðal fjölmargra félagasam- taka voru metin. Umhyggju- semi hennar og góðmennska náði til allra sem hún umgekkst, ungra sem aldinna, hárra sem lágra. Andlát hennar var eins ótíma- bært og mest má vera, því engan bilbug var að finna á hennar gef- andi störfum í Gerðubergi, þar sem fjölþætt starfsemi fann far- veg sinn meðal eldri borgara í Breiðholti. Samstarf okkar Guðrúnar og kynni hófust fyrir tæpum 20 ár- um þegar ég var nýtekinn við starfi skólastjóra í Reykjavík og var að hefja þar starfsemi heils- dagsskólans. Í heimsókn með yngstu nemendum í menningar- miðstöðina Gerðuberg runnu börnin fljótlega á hljóðið þar sem glaðværð barst frá neðri hæðinni við dans og söng eldri borgara. Guðrún og skjólstæð- ingar hennar tóku ungum og ókunnum gestum opnum örm- um. Handtak Guðrúnar var þétt og einlægt eins og ávallt síðan. Grunnskólabörnin heilluðu gamla fólkið og öfugt. Í fram- haldinu hófust ánægjuleg sam- skipti með heimsóknum til skipt- is í Rimaskóla og Gerðuberg. Þar undu börn og eldri borgarar sér vel saman við leik og störf. Guðrún var einstaklega frændrækin og þess fékk ég ríkulega að njóta. Mér þótti vænt um hversu mikils hún mat móður mína heitna, Ingu á Bakka, sem hún talaði svo hlý- lega um enda þótt hún hefði að- eins einu sinni hitt hana en oftar heyrt mannkosta hennar getið eins og hún orðaði það. Í mínum huga áttu þær margt sameig- inlegt. Langamma okkar Guð- rúnar var Jóhanna Björnsdóttir í Víðidalstungu, systir Guð- mundar landlæknis, en hún and- aðist nærri tíræðu. Við Guðrún náðum bæði að sjá og kynnast þeirri mektarkonu. Aldrei kom ég svo við í Gerðubergi að ég heilsaði ekki upp á frænku mína í starfstöð hennar og urðu það ætíð fagnaðarfundir. Á milli okkar ríkti einlæg væntum- þykja og traust. Skoðanir okkar á mönnum og málefnum voru undantekningarlaust samhljóða. Að kynnast Guðrúnu í Gerðu- bergi mun ég ætíð meta og þakka fyrir. Ástvinum hennar votta ég samúð mína og bið að þeim gefist styrkur til að takast á við sorgina og missinn. Helgi Árnason. Sú mæta kona, Guðrún, er horfin á braut. Er ég heyrði lát hennar komu í huga mér ljóð- línur Þórðar Njálssonar frá Auðkúlu í Arnarfirði. „Mjúk skal sængin lífs við ystu ósa, unaðs njótið bjartra meðal rósa.“ Ég kynntist Guðrúnu þegar ég var að syngja í Reykjavík og söng þá í nokkur skipti fyrir hana í Gerðubergi. Guðrún var mikil sómakona sem mannbæt- andi var að þekkja. Ég sendi manni hennar, móður og allri hennar fjölskyldu mínar dýpstu samúðarkveðjur og kveð hana með ljóði Jóns frá Ljáskógum. Kom vornótt og syng þitt barn í blund. Hve blítt þitt vögguljóð og hlý þín mund, ég þrái þig. Breið þú húmsins mjúku vernd- arvængi, væra nótt, yfir mig. Þú draumljúfa nótt, fær mér þinn frið, firr þú mig dagsins háreysti og klið, ó, kom þú fljótt! Elfur tímans áfram rennur, ennþá hjarta sárið brennur. Skapanorn, ó, gef mér stundargrið! Kom ljúfa nótt, sigra sorg og harm, svæf mig við þinn barm, svæf glaumsins klið og gef mér frið. Góða nótt! (Jón frá Ljárskógum) Jón Kr. Ólafsson, söngvari, Bíldudal. Okkur vinnufélaga Binna lang- ar að minnast góðs vinar. Binni múr, eins og við kölluð- um hann í daglegu tali, var góður múrari og mikill fagmaður. Hann Brynjar Björnsson ✝ BrynjarBjörnsson fæddist í Reykjavík 14. júlí 1961. Hann andaðist á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 27. september 2013. Brynjar Björns- son var jarðsung- inn frá Bústaða- kirkju 10. október 2013. var raddsterkur og hláturmildur og hló manna hæst. Allir vissu þegar Binni var nálægt. Hvasst orðafar einkenndi Binna og var hann ekki að liggja á skoðunum sínum. Í kaffitímum var Binni oftast fljótur að afgreiða og leysa vandamálin sem verið var að kryfja í það og það sinnið og átti hann oftast loka- orðin. Hann var til dæmis ekki að velta fyrir sér aðferðum ef hon- um fannst að þyrfti að þurrka af borðum eða ef bleyta þyrfti upp í einhverju. Ef það voru einhver vandamál í veginum voru þau bara leyst og var Binni ekki alltaf að nota hefðbundnar leiðir til þess. Binni var hamhleypa til verka, og þá sama hvort um væri að ræða múrverk eða flísalagnir, það kom strax í ljós hversu flink- ur og afkastamikill fagmaður hann var. Nú eftir erfið veikindi kveðjum við góðan vin og vinnu- félaga sem er sárt saknað héðan úr iðnaðarmannahópi Landspít- alans í Fossvogi en lifir í minn- ingu okkar. Við þökkum fyrir þann tíma sem við áttum með þér. Fjölskyldu þinni færum við samúðarkveðjur. F.h iðnaðarmanna Landspít- ala í Fossvogi, Gunnar Brynólfsson, Ásbjörn S. Snorrason, Þorbergur Á. Einarsson og Vilhjálmur Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.