Morgunblaðið - 11.10.2013, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013
✝ Vigfús SkíðdalGunnlaugsson
fæddist í Ólafsfirði
24. október 1937.
Hann lést á dval-
arheimilinu Horn-
brekku 22. sept-
ember 2013.
Foreldrar hans
voru Gunnlaugur
Frímann Rögn-
valdsson, f. 12.
apríl 1902, d. 20.
maí 1996 og Guðrún Sumarrós
Vigfúsdóttir, f. 23. apríl 1908,
d. 28. desember 1992. Systur
Vigfúsar eru þær Guðlaug
Rósa, f. 9. mars 1929, Soffía
Petrea, f. 14. desember 1930
og Ragnhildur, f. 9. janúar
1933.
Þann 16. nóvember 1963
kvæntist Vigfús eiginkonu
f. 18. júlí 1990. 3) Selma, f. 6.
apríl 1967, maki er Júlíus Geir
Guðmundsson, f. 22. apríl 1965.
Börn þeirra eru Heiðar Geir, f.
16. ágúst 1987, Vigfús Geir, f.
25. apríl 1989 og Jenný Júl-
íusdóttir, f. 8. febrúar 1999. 4)
Svala, f. 21. mars 1980, maki
er Sigurgeir Ólafsson, f. 3.
ágúst 1981, dóttir þeirra er
Heiðbrá Hekla, f. 25. febrúar
2011.
Eftir grunnmenntun lærði
Vigfús, eða Skíði eins og hann
var alltaf kallaður, trésmíði.
Að námi loknu byrjaði hann
sem lærlingur hjá mági sínum
Gunnlaugi Magnússyni og fé-
laga hans Klemens Jónssyni.
Síðar varð hann meðeigandi
fyrirtækis þeirra, Trévers, og
þegar fram liðu stundir fram-
kvæmdastjóri. Þeirri stöðu
gegndi hann megnið af starfs-
ævinni. Um aldamótin lenti
Skíði í slysi og varð aldrei sam-
ur eftir það.
Útför Vigfúsar fór fram frá
Ólafsfjarðarkirkju 28. sept-
ember 2013.
sinni, Hólmfríði
Rósu Jóhanns-
dóttur, f. 28. jan-
úar 1944. Dætur
þeirra eru: 1)
Anna Rósa, f. 1.
febrúar 1962, maki
er Geir Hörður
Ágústsson, f. 5.
október 1962, dótt-
ir þeirra er Sonja,
f. 30. ágúst 1991,
maki er Ottó Hólm
Reynisson, f. 11. febrúar 1991.
2) Elva Björg, f. 15. október
1964, maki er Jóhann Örlygs-
son, f. 1. júlí 1963. Börn þeirra
eru Hólmfríður Rósa, f. 5. sept-
ember 1984, maki er Egill Már
Arnarson, f. 6. desember 1984
og sonur þeirra er Tindur, f.
20. júní 2010. Daníel, f. 9. júlí
1990, maki er Anna Árnadóttir,
Elsku pabbi.
Nú hefur þú kvatt þennan
heim. Og eins sárt og það var að
kveðja þig, þá veit ég að nú líður
þér vel. Sú hugsun að nú hvílir þú
á friðsælum stað hefur veitt mér
huggun á þessum erfiðu tímum.
Barnið í mér sér fyrir sér fal-
lega mynd af þér í himnaríki þar
sem foreldrar þínir og fleiri ást-
vinir taka á móti þér með faðm-
lögum og bros á vör. Og ekki má
gleyma henni Birtu, litla hundin-
um sem þér þótti svo vænt um,
sem kemur fagnandi til eigandans
sem var henni svo góður.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
átt þig að, betri föður hefði ég
ekki getað óskað mér. Þú áttir
alltaf skemmtilegar sögur að
segja mér og aldrei mótmæltir þú
þegar ég dró þig eldsnemma á
fætur til að horfa með mér á
teiknimyndir. Man eftir að hafa
horft með þér á Þrumukettina,
sem voru í miklu uppáhaldi hjá
mér, og þú áttir meira að segja
þína uppáhaldspersónu sem var
köttur. Svo hermdir þú eftir hon-
um við mikinn fögnuð hjá mér. Í
návist þinni var aldrei langt í hlát-
urinn og á ég ófáar minningar þar
sem ég veltist um af hlátri yfir
fyndna pabba mínum. Að fara
með þér í búðir var einnig algjör
draumur fyrir litlu pabbastelp-
una, því að þú hafðir svo gaman af
því að dekra við mig.
Þú varst alltaf til í að fíflast og
segja brandara til að fá mig og
vinkonur mínar til að hlæja og
mun ég seint gleyma gælunöfn-
unum sem þú gafst okkur, en þau
voru: Silla Lús, Gósí Rolla, Tobba
Trunta og Jósefína Nautól. Einn-
ig áttir þú erfitt með að muna
strákanöfn og voru því vinir mínir
jafnt sem starfsmenn þínir á Tré-
veri yfirleitt nefndir Purri, Durri
og Lurri. Þetta vakti hvarvetna
mikla kátínu viðstaddra. Og ófá
voru skiptin sem sagt var: „Já,
hann Skíði á fáa sína líka.“ Og eru
þau orð vissulega sönn, þú varst
einstakur, elsku pabbi minn.
Frumsamin lög fengum við
einnig oft að heyra hjá þér og ætla
ég að leyfa mínu uppáhaldslagi að
fylgja hér með:
Jéjéjé,
rúrúrú,
sasasa,
lemolemolem,
það búa menn í Jeee-rúú-sa-lem.
Á unglingsárunum er það mér
minnisstæðast þegar þú kenndir
mér að spóla af stað í öðrum gír á
svelli og að þruma niður í fjórða
gír til að tæta fram úr hægfara
bílstjórum, þú varst jú yfirleitt að
flýta þér örlítið. Og þá fannst mér
ég auðvitað eiga langflottasta
pabbann, sem þú að sjálfsögðu
varst.
Hjá flestum börnum og dýrum
varst þú í algjöru uppáhaldi og
segir það ýmislegt um þann ynd-
islega mann sem þú hafðir að
geyma.
Umfram allt þá elskaðir þú mig
skilyrðislaust og hugsaðir ávallt
vel um mig. Ég sakna þín, elsku
pabbi, og sendi þér mína hinstu
kveðju með ást og hlýju í hjarta.
Svala.
Nú hefur það því miður gerst
að vond frétt til manns berst.
Kær vinur er horfinn okkur frá
því lífsklukkan hans hætti að slá.
Rita vil ég niður hvað hann var mér kær
afi minn góði sem guð nú fær.
Hann gerði svo mikið, hann gerði
svo margt
og því miður get ég ekki nefnt það allt.
Að tala við hann var svo gaman
á þeim stundum sem við eyddum
saman.
Hann var svo góður, hann var svo klár
æ, hvað þessi söknuður er svo sár.
En eitt er þó víst
og það á við mig ekki síst
að ég sakna hans svo mikið, ég sakna
hans svo sárt
hann var mér góður afi, það er klárt.
En alltaf í huga mínum verður hann
afi minn góði sem ég ann
í himnaríki fer hann nú
þar verður hann glaður, það er mín trú.
Því þar getur hann vakað yfir okkur
dag og nótt
svo við getum sofið vært og rótt
hann mun ávallt okkur vernda
vináttu og hlýju mun hann okkur senda.
Elsku afi, guð mun þig geyma
yfir okkur muntu sveima
en eitt vil ég þó að þú vitir nú
minn allra besti afi, það varst þú.
(Katrín Ruth)
Elsku afi, þetta ljóð er til þín
frá okkur afabörnunum.
Þín
Heiðbrá Hekla.
Elsku afi Skíði.
Ég á bágt með að trúa því að þú
sért farinn, en um leið gleðst ég
yfir þeim tíma sem ég fékk með
þér. Það var alveg sama hvað það
var mikið að gera hjá þér, alltaf
gafstu þér nægan tíma til þess að
gera allskonar kjánastrik með
mér.
Með þér hafði ég aldrei áhyggj-
ur og naut þess að vera barn.
Minningarnar um þig eru svo
ótal margar og skemmtilegar og
ég mun varðveita þær í hjarta
mér.
Margar bílferðirnar fórum við
saman og þá var sungið hátt og
snjallt, meðal annars:
Je-je-je
rú-rú-rú
sa-sa-sa
lem-og-lem-og-lem
það búa menn í Jerúsalem.
Birta hundurinn „okkar“, þú
sagðir við mig að ég ætti skottið
og smá í vinstri afturlöppinni á
henni, fór einnig oft með okkur á
rúntinn. Oftar en ekki var þá
komið við í sjoppunni og annað-
hvort keypt pylsa eða ís í vél
handa henni. Síðan fórum við með
hana að gömlu steypustöðinni þar
sem hún fékk að hlaupa góðgætið
af sér. Það sem þú dekraðir við
hana, betri eiganda hefði hún ekki
getað eignast.
Margar minningarnar tengjast
sumarbústaðnum okkar í Lunds-
skógi. Eitt sinn kom ég hlaupandi
til þín inn í bústaðinn því ég hafði
lent í geitungaárás. Að sjálfsögðu
tókst þú upp hanskann fyrir mig,
raukst út vopnaður tennisspaða
og lést þá finna fyrir því. Þetta
endaði þó ekki vel þar sem þú
fékkst stungu milli augnanna eftir
hetjulega baráttu.
Á hverju ári fórum við í hreið-
urleit og mesta fjörið var ef við
fundum rjúpuhreiður því þau
voru best falin. Eins fórum við
saman um allt og gróðursettum
tré og þú sagðir mér margar sög-
urnar á meðan. Næstu ár fylgd-
umst við svo með trjánum vaxa og
dafna og þú sagðir alltaf við mig
að þegar þú færir yfir móðuna
miklu þá skyldi ég halda áfram að
hugsa um þau. Ég man að þegar
þú sagðir þetta þá svaraði ég þér
því að þú værir ekki að fara neitt
og við myndum halda áfram að
hugsa um trén saman. Aldrei átti
ég von á að þurfa að kveðja þig
svona fljótt.
Elsku afi, þú varst mér svo
góður vinur, vildir alltaf allt fyrir
mig gera og hafðir áhuga á öllu
sem ég tók mér fyrir hendur. Ég
hugsa alla daga til þín með bros á
vör.
Elsku afi, ég kveiki á kerti fyrir
þig og trúi því að þú haldir áfram
að vernda mig.
Nú kveð ég þig og þakka fyrir
allar góðu stundirnar sem við átt-
um saman. Minning þín lifir í
hjörtum okkar. Ég elska þig, afi
Skíði.
Þín
Sonja.
Elsku afi minn.
Flestar minningar mínar um
þig á ég úr skóginum. Það var
kraftur í þér. Þú varst alltaf svo
iðinn, ef þú varst ekki að slá gras-
ið þá varst þú að saga niður ónýt
tré sem þú nýttir svo í eldivið fyrir
kamínuna. Þú áttir það til að vera
heldur duglegur að kynda og voru
þau ófá skiptin sem hitinn í bú-
staðnum náði góðum spánarhita
og fólk þurfti að flýja út til að
kæla sig. Áður en að kamínan
kom til sögunnar skelltir þú ónýtu
trjánum á pallbílinn, brunaðir
með þau niður á eyrina þar sem
þú fleygðir þeim í hrúgu sem síðar
myndaði hina árlegu brennu
skógarins. Ég man sérstaklega
vel eftir því hvað okkur krökkun-
um þótti gaman þegar þú leyfðir
okkur að sitja aftan á pallbílnum í
þessum ferðum þínum. Þú sagðir
okkur að halda okkur fast og
þeyttist með okkur niður á eyrina.
Þú sagaðir ekki einungis niður
ónýt tré í skóginum heldur varst
þú líka iðinn við að gróðursetja.
Ég man vel eftir því að hafa hjálp-
að þér við að gróðursetja pínulítil
barrtré á víð og dreif um Skíða-
staði. Þessi tré hafa stækkað mik-
ið með árunum og það var virki-
lega gaman að sjá hvað tréin
höfðu stækkað rosalega mikið
núna þegar ég sá þau núna síðast.
Ég kíkti einnig á „Bjórtréð“ sem
þú gafst mér og rifjaði upp þegar
við hengdum bjórinn handa
pabba upp í tréð. Þér datt svo
margt skemmtilegt í hug. Þú áttir
alltaf góðar sögur og er mér
minnisstætt þegar þú varst að
segja yngri krökkunum á ættar-
mótinu í Lundsskógi frá öpunum
sem bjuggu í skóginum. Það var
mikil skemmtun að fylgjast með
börnunum hlusta á þig og gapa.
Hófst svo mikil leit að öpunum og
brutust út mikil fagnaðarlæti þeg-
ar tveir apar komust í leitirnar,
einn var blár og annar bleikur.
Í skóginum var ekki bara leitað
að öpum heldur einnig hreiðrum.
Þú smíðaðir lítil hús og festir þau
upp í tré í þeirri von um að þrestir
myndu gera sér þar hreiður.
Þrestirnir voru nú heldur latir við
að nýta sér góðmennsku þína en
ég man vel eftir því þegar geit-
ungar bjuggu sér til bú í einu
húsanna. Þú áttir ráð við öllu. Þú
bjóst til risastóran kyndil og fór-
um við saman, þú og ég. Þú
kveiktir í búinu og svo tókum við
spretthlaup aftur inn í sumarbú-
stað. Við þurftum sko engan
meindýraeyði. Okkur varð þó að
ósk okkar að finna hreiður og
stendur þá upp úr rjúpnahreiðrið
sem hann Dymbill fann. Rjúpan
var svo gæf að hún leyfði okkur að
halda á ungunum. Það var mikið
ævintýri.
Á Ólafsfirði fórum við í vél-
sleðaferðir, í fjöruferðir eða
skruppum niður á Tréver þar sem
ég hjálpaði stundum til við að
sópa. Það voru ófá skiptin sem þú
hvíslaðir að mér: „Komdu hérna
aðeins og finndu mig“. Þú dróst
mig afsíðis og laumaðir einum,
tveimur þúsundköllum í vasann
minn og sagðir mér að kaupa mér
eitthvað fallegt.
Það var mjög erfitt að kveðja
þig afi. Ég sakna þín mikið, sér-
staklega þegar ég hugsa til þess
að næst þegar tekinn verður Kani
í sumarbústaðnum verður þú
ekki þar, sofandi í sófanum yfir
tíufréttunum, með einn eða jafn-
vel tvo hunda sofandi til fóta.
Hvíld þú í friði, afi minn, ég
elska þig.
Hólmfríður Rósa
Jóhannsdóttir.
Ég varð hugsi við að heyra að
vinur minn, hann Skíði, væri dá-
inn, þessi atorku- og dugmikli
maður. Hugurinn leitaði til baka
og ég sá hann fyrir mér að stjórna
strákunum á Tréver. Það var
byrjun sumars og verið að slá upp
fyrir grunni á nýju einbýlishúsi
eða steypa plötuna í parhúsi.
Skíði var allt í öllu á þeim vett-
vangi og fékk hópinn til að vinna
hratt og örugglega. Ofurseldur
kappi sínu gleymdi hann stund-
um hvað hver og einn hét og í flýti
sínum hafði hann ekki önnur ráð
en að kalla – þú þarna „durri“ eða
„purri“ – og hlutaðeigandi hlýddi.
Þegar leið að hausti, og einhver
húsanna voru orðin fokheld, var
að sjálfsögðu haldið upp á það
með tilheyrandi reisugilli. Mann-
skapurinn endaði stundum uppi á
lofti á bílaverkstæðinu hjá mér en
þar drukkum við strákarnir gos
og horfðum á góðar grínmyndir.
Flesta virka morgna kom Skíði
við í Skúlakaffi en þar voru mál-
efni bæjarins brotin til mergjar
og að sjálfsögðu sýndist sitt
hverjum. Skíði var oftar en ekki
höfuðpaurinn í samræðunum.
Það gat verið erfitt að hætta þeg-
ar leikurinn stóð sem hæst. Þá
sætti Skíði gjarnan lagi, stóð upp,
gekk að dyrunum, þrumaði nokk-
ur vel valin orð, snaraðist síðan út
og slengdi hurðinni á eftir sér.
Þannig átti hann alltaf síðasta
orðið.
Mér þykir afar vænt um að
hafa fyrir nokkru átt góða stund
með Skíða og getað þakkað hon-
um, þessum frumkvöðli sem hann
sannarlega var, alla þá hjálp og
mikla traust sem hann sýndi mér
alla tíð. Sjáumst síðar, kæri vin-
ur.
Ég færi Lillu, börnum þeirra
og fjölskyldum mínar dýpstu
samúðarkveðjur.
Skúli Pálsson.
Vigfús Skíðdal
Gunnlaugsson
Hjartans vinur minn, Siggi
Sigmunds, er horfinn á braut.
Heyrt hafði ég um manninn á
mínum yngri árum, séð hann til-
sýndar en svo fyrir mikla lukku
lánaðist mér að hafa Sigga til
trausts og halds í fjallaferð á
hestum árið 1983. 10-12 daga
ferð með góðum hópi félaga. Féll
hann inn í hópinn eins og flís við
rass strax á fyrsta degi.
Frábært var að hafa Sigga
með á fjöllum. Bæði var að af-
réttur Hruna- og Tungnamanna
var nýr til yfirreiðar fyrir mig.
Ég hafði verið þar á rjúpu en
ekki riðið um. Siggi þekkti þar
hverja þúfu og mér heyrðist sem
hann þekkti líka alla þá sem þar
Sigurður
Sigmundsson
✝ Sigurður Sig-mundsson
fæddist í Syðra-
Langholti í Hruna-
mannahreppi 16.
mars 1938. Hann
lést á heimili sínu á
Flúðum 24. sept-
ember 2013.
Útför Sigurðar
fór fram frá Skál-
holtsdómkirkju 4.
október 2013.
höfðu farið um.
Hann var hafsjór af
sögum og var með
endalausar tilvitn-
anir. Hann hafði
góðan húmor og allt
varð þetta að
skemmtisögum.
Jökulfallið og Sandá
voru farartálmar og
kofar á afrétti mér
óþekktir. Í þessari
ferð hófust okkar
kynni. Tími á baki er nægur til
spjalls og vangaveltna. Bara það
væru fleiri eins og Siggi. Í hvert
sinn sem við hittumst síðar á lífs-
leiðinni innti hann eftir líðan,
heilsu, framgangi barnanna og
högum mínum. Þetta gerði Siggi
öllum sínum vinum. Alltaf um-
hugað, með áhuga, mundi nöfn á
sonum og dætrum svo ekki sé
minnst á hrossin. „Er hann óhalt-
ur hann Hrókur?“, „Hvernig fór
með spattið í Högna?“ og „Er
Sörlasonurinn búinn að kristna
þig, Óli?“ Hrossafræðin upp á 10.
Ekki skemmdi fyrir að við átt-
um hesta sem voru bræður, báða
undan Gulltopp frá S-Reykjum.
Fákur hét hann hjá Sigga, Loft-
ur hjá mér. Á svoleiðis hrossum
eru allir vegir færir. Að eða frá
hestamannamótum, móti safni að
hausti eða einfaldlega á fögrum
sumarkvöldum. Hann var snill-
ingur hann Siggi gamli. Vin-
margur var hann og er mér til efs
að annað eins safn eigi nokkur
maður. Við allt þetta fólk hélt
hann sambandi, leit inn eða
hringdi.
Siggi hlaut gælunafnið
„gamli“ snemma á ævinni, reynd-
ar sem ungur maður. Mér fannst
það passa honum vel. Hann var
yfirvegaður, ráðagóður, reynslu-
mikill og miðlaði þekkingu sinni
eins og hinn „vitri öldungur“.
Fór því vel á með okkur frá
fyrstu tíð.
Siggi var minn lærifaðir þegar
ég stundaði ferðahestamennsku
af kappi og alltaf var hann
áhugasamur um gengi mitt og
hrossanna. „Hvar fórstu um,
hvern hittir þú, hvernig stóðu
hestarnir sig?“ Siggi bar hag
vina sinna fyrir brjósti, ekki
framhleypinn en traustur maður
og ráðagóður.
Í gegnum samband mitt við
Sigga kynntist ég þeim hluta
stórfjölskyldunnar sem býr í
Hrunamannahreppi og fann hvað
sterk og samheldin fjölskylda
getur áorkað og hversu dýrmætt
það er öllum að eiga trausta og
gegnheila vini í þessu lífi.
Mínar innilegustu samúðar-
óskir til þeirra allra.
Ólafur Schram.
Í morgunljómann er lagt af stað.
Allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð.
Sléttan, hún opnast sem óskrifað blað,
þar akur ei blettar, þar skyggir ei tréð.
– Menn og hestar á hásumardegi
í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi
með nesti við bogann og bikar með.
Betra á dauðlegi heimurinn eigi.
Sá drekkur hvern gleðinnar dropa
í grunn,
sem dansar á fákspori yfir grund.
Í mannsbarminn streymir sem
aðfallsunn
af afli hestsins og göfugu lund.
Maðurinn einn er ei nema hálfur,
með öðrum er hann meiri en hann
sjálfur. –
Og knapinn á hestbaki er kóngur
um stund,
kórónulaus á hann ríki og álfur.
Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og
hest
og hleyptu á burt undir loftsins þök.
Hýstu aldrei þinn harm. Það er best.
Að heiman, út, ef þú berst í vök.
Það finnst ekki mein, sem ei breytist
og bætist,
ei böl sem ei þaggast, ei lund sem ei
kætist
við fjörgammsins stoltu og sterku tök.
Lát hann stökkva, svo draumar þíns
hjarta rætist.
(Einar Benediktsson.)
Siggi í Syðra var hestamaður
af lífi og sál. Hann átti stóran
þátt í uppgangi hestamennsk-
unnar hér á landi og var ötull
blaðamaður og ljósmyndari,
sem ferðaðist innanlands og ut-
an vegna vinnu sinnar og
ástríðu fyrir íslenska hestinum.
Félagsmenn í Landssambandi
hestamannafélaga (LH) hring-
inn í kringum landið nutu skrifa
hans og ljósmynda af hestum og
hestamönnum um áratugaskeið
og sá menningararfur sem hann
skapaði á sínu æviskeiði er dýr-
mæt heimild um sögu hestsins í
menningu, íþróttum og lífsstíl
þjóðarinnar. Siggi lagði ávallt
sitt af mörkum og hnyttinn var
hann og góður vinur. Hann
hvatti unga fólkið áfram í hesta-
mennsku sinni og ungum ljós-
myndurum var hann stoð og
stytta. Siggi var fyrirmyndar-
félagi og hans starf í félagsmál-
um hestamanna var dýrmætt
og óeigingjarnt. Fyrir það hlaut
hann gullmerki LH og sérstök
heiðursverðlaun sambandsins
árið 2009.
Hestamenn kveðja Sigga
með mynd í huga, þar sem hann
stendur við hringvöll og tekur
myndir af hestum í keppni.
Bestu þakkir, Siggi, fyrir þitt
mikla starf til handa hesta-
mönnum og hestamennskunni í
landinu, menningararfsins
verður hægt að njóta um ókom-
in ár.
Fyrir hönd Landssambands
hestamannafélaga,
Hilda Karen Garðarsdóttir.