Morgunblaðið - 11.10.2013, Page 40

Morgunblaðið - 11.10.2013, Page 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013 Smáauglýsingar Dýrahald Gotti er 10 vikna gamall Shih Tzu strákur sem leitar að frábæru fram- tíðarheimili. Yndislegur og ljúfur, heilsufarsskoðaður og ættbókar- færður hjá HRFÍ. Foreldrar eru sýningameistarar, skapgóðir og heil- brigðir. Upplýsingar á Artelino.net og í síma 868 7448 (Anja). Húsgögn Barnahúsgögn Þið finnið okkur á Facebook undir Litla Trévinnustofan eða í síma 845-4096. Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Ýmislegt Munið kirkjukaffi Súgfirðingafélagsins eftir messu í Bústaðakirkju sunnudaginn 13. október. Tekið verður á móti meðlæti eftir kl. 13.00 sunnudag. Stjórn Vlsj. Hlýir og mjúkir dömuinniskór með góðum sóla. Stærðir: 36 - 42. Verð: 6.950. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán. - fös. 10 - 18, laugardaga 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílaþjónusta Hjólbarðar Kebek - Nama heilsársdekk 205/50 R 17 kr. 18.900. 235/45 R 17 kr. 21.390. 225/55 R 17 kr. 23.900. 225/65 R 17 kr. 24.290. Kaldasel ehf., Dalvegi 16 b, Kópavogi, sími 544 4333. Kebek neglanleg vetrardekk tilboð 185/65 R15 13.900 kr. 185/55 R 15 15.900 kr. 195/65 R 15 14.800 kr. 205/55 R 16 15.900 kr. 205/60 R 16 18.900 kr. 215/65 R 16 18.900 kr. 225/65 R 17 24.900 kr. Kaldasel ehf., dekkjaverkstæði, Dalvegi 16 b, Kópavogi, sími 5444 333. Húsviðhald Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga Hinn 11. október 2013 hefði faðir minn orðið 100 ára hefði hann fengið að lifa. Mig langar að minnast hans með nokkrum lín- um. Hann hét fullu nafni Hjálmar Ósk- ar Magnússon og var fæddur í Ak- urhúsum í Garði 11. október árið 1913. Foreldrar hans voru Magnea Ísaksdóttir og Magnús Sigurðsson sem lengst af bjuggu á Nýjalandi. Pabbi átti tvo bræður, Sigurð og Magnús, þeir áttu líka hálfbróður sem hét Ásgeir Magnússon en hann fórst með togaranum Jóni Ólafssyni RE í stríðinu. Ég er fæddur á Nýjalandi og ólst þar upp og kynntist því pabba vel þegar ég komst til vits og ára. Pabbi var fyrst og fremst sjó- maður, hann var lærður véla- maður og var mikið í burtu frá heimilinu á fyrstu búskaparár- um sínum með mömmu, þá að- allega þegar bátarnir voru á síldveiðum fyrir Norðurlandi. Mamma hét Sólveig Sigrún Oddsdóttir, heiðursborgari Garðs, og átti afmæli sama dag og pabbi og hefði því orðið 97 ára 11. okt. Minningar um pabba eru mjög góðar, það sem er mér er minnisstæðast frá fari hans er hvað hann bar mikla umhyggju fyrir heimilinu og okkur krökk- Hjálmar Óskar Magnússon unum alla tíð. Pabbi rak bíla- verkstæði í bragga við Nýjaland í ein- hver 14-15 ár það- an á maður marg- ar góðar minningar, frá því að ég fékk fyrsta hjólið mitt, þá þurfti oft að dytta að ýmsu og var ekki ónýtt að hafa heilt bílaverkstæði til þess. Ég man ekki eftir því að pabbi hafi nokkuð verið að argast í manni þótt maður væri að þvælast inni á verkstæðinu. Þannig var hann bara. Við pabbi unnum mikið saman alveg frá því ég byrjaði að vinna. Ég byrjaði til dæmis með honum til sjós árið 1957 á bát sem hann átti með Sigga bróður sínum. Síðan eignaðist hann sinn eigin bát sem við vorum saman á. Árið 1965 stofnuðum við pabbi og mágur minn Ólafur Ágústsson ásamt okkar mökum útgerðar- og fiskverkunarstöðina Ásgeir hf. sem var í rekstri í yfir 20 ár. Pabbi var mikill og gætinn sjómaður og lærði ég mikið af honum, sem varð til þess að mín sjómennska gekk áfalla- laust fyrir sig. Ég á margar og góðar minningar um pabba sem ég geymi með sjálfum mér. Blessuð sé minning foreldra minna. Ásgeir M. Hjálmarsson. Aldarminning Ég man enn þann dag þegar Brynja systir kom með Örnólf kærastann sinn heim á Háholt 32 í fyrsta sinn. þau leiddust svo falleg og ham- ingjusöm og þannig hef ég alltaf séð þau, samhent og falleg hjón. Addi mágur minn var fljótt orð- inn einn af okkar fjölskyldu svo traustur, glaðlyndur og hjálp- samur. Í gegnum lífið hefur hann ávallt verið til staðar, með opinn faðm í erfiðleikum, glað- legur og skemmtilegur á gleði- stundum. Hann sagði skemmti- lega hnyttnar sögur, var söngelskur, hann kunni og mundi til dæmis öll lögin hennar Brynju því ef hún hikaði við að rifja upp var hann samstundis kominn með lagið við textann svo allir tóku undir og mikið var gaman. Á svona stundum sá ég þau fyrir mér sitja saman tvö, Brynju að spila á gítarinn sinn og þau að æfa nýja lagið og text- ann sem hún var búin að semja. Hann Addi var góður og nær- gætinn maður og traustsins verður hvar sem var enda gegndi hann mikilli ábyrgðar- stöðu sem útibússtjóri banka og var vel liðinn af öllum. Sem mik- ill félagsmálamaður gegndi hann æðstu embættum sem hann innti af hendi með mikilli reisn með sína traustu konu sér við hlið. Það varð stórt skarð í fjölskyldu- röðinni okkar þegar Addi kvaddi þetta líf og hvað þá í hans nær- Örnólfur Grétar Þorleifsson ✝ Örnólfur Grét-ar Þorleifsson fæddist á Ísafirði 19. október 1942. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 20. september 2013. Útför Örnólfs fór fram frá Akra- neskirkju 27. sept- ember 2013. fjölskyldu sem samt er svo sterk og samhent eins og þeim er lagið. Kæri Addi minn, ég trúi því að þegar okkar tími kemur hitt- umst við öll hinum megin. Af öllum þeim gæðum sem okkur veitir vit- urleg forsjá til ánægju- auka er vináttan dýrmætust. Elsku Brynja systir mín, Þor- leifur, Árný og Þórunn, ég votta ykkur öllum, elsku börnunum ykkar og mökum mína dýpstu samúð og bið guð að umvefja ykkur með kærleiksljósi sínu. Fanney Lára. Hann Addi okkar er látinn. Fyrstu kynni okkar Örnólfs mágs míns voru um vetrartíma í vonskuveðri þegar Brynja systir mín hugðist kynna mannsefnið sitt fyrir fjölskyldunni. Sökum veðurofsans var ófært sjóleiðina til Akranes og illfært fyrir Hval- fjörð. Faðir okkar Einar brá því á það ráð að panta leigubifreið frá Reykjavík til Akraness undir þau hjónaefnin, því hann vildi ekki una því að máttarvöldin kæmu í veg fyrir, eða seinkuðu þessari fyrstu heimsókn vænt- anlegs tengdasonar. Mér er það afar minnisstætt þegar ég stóð 9 ára gömul á tröppunum heima í bláu peysusetti og skotapilsi og fylgdist með þeim Adda og Brynju stíga út úr bifreiðinni og ganga heim að húsinu okkar við Bjarkargrund 20. Mér varð star- sýnt á þennan verðandi mág minn, háan og myndarlegan. Það má með sanni segja að á því augnabliki hafi orðið til þau sterku tengsl, sem tengdu okkur ætíð síðan. Fáum árum eftir þetta flytja þau Addi og Brynja til Akraness frá Ísafirði með sitt fyrsta barn Þorleif, þá kornung- an. Íbúðin sem þau höfðu leigt var ekki tilbúin, og því bjuggu þau heima hjá okkur í nokkra mánuði. Þessi tími er ekki síður minnisstæður. Minn kæri mágur var óbilandi við að hjálpa mér með heimanámið og um leið að segja mér allskyns tröllasögur, sem ég meðtók opinmynnt og saklaus í hjarta. Þegar fullorð- insárunum var náð og ég sjálf búin að stofna fjölskyldu, héld- ust þessi góðu tengsl og áttum við Kjartan og börnin okkar margar samverustundir með þeim og þeirra börnum. Upp í hugann koma kosninganætur með fárra ára millibili, þegar þeir svilarnir enduðu með því að sofna öxl í öxl síðla nætur, þegar svefninn tók yfirhöndina af hin- um pólitíska eldmóði kosninga- vökunnar. Margt fleira mætti nefna, fjölmargar skemmtilegar helgar í sumarhúsinu á Arnar- stapa. Eitt sinn hugðum við á helgardvöl í Reykholti í Borg- arfirði með allan barnahópinn. Við Kjartan mættum til þeirra á Skagann síðla föstudags og var förinni heitið í Reykholt um há- degisbil á laugardegi. Eftir morgunverð á laugardag var áformað að leggja af stað. Addi og Kjartan pökkuðu farangri í bíla og tilkynntu að brottför yrði innan skamms. Þá vildi svo til að Brynja var að syngja og spila fyrir mig nýtt lag og texta,sem hún hafði samið. Þeir Addi og Kjartan sáu fljótt að við vorum ekki á faralds fæti akkúrat þá stundina, þannig að þeir fóru aft- ur út og ákváðu að þvo bílana, ég held að þeir hafi þvegið bílana þrisvar þennan dag. Þessi frá- sögn er til marks um þá einstöku léttu lund, sem einkenndi mág minn Örnólf og þá miklu þol- inmæði sem honum var í blóð borinn. Til hinstu stundar var hann mér sami ljúfi, káti og ein- lægi mágurinn og birtist mér óveðursdaginn forðum. Kæri mágur, nú á þessum tímamótum þegar maður finnur svo sárt fyrir söknuði og trega í brjósti, þá brjótast endurminn- ingarnar fram, endurminningar um svo ótal ótal margar ánægju- stundir. Þessar endurminningar duga best til að víkja þeim sama trega frá um stund og hugurinn fyllist þakklæti fyrir að hafa átt þína vináttu alla þessa áratugi. Við Kjartan og börnin okkar, sendum þér, kæra systir, börn- unum þínum og fjölskyldum þeirra, okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Sólveig. Á haustdögum árið 2002 hitti ég í fyrsta sinn Örnólf Grétar Þorleifsson er skömmu síðar varð svili minn. Komdu sæll sagði hann við mig og velkominn í hópinn, og það voru svo sann- arlega orð að sönnu, alltaf og ævinlega var maður velkominn til þeirra hjóna á heimili þeirra á Akranesi og eru ánægjustund- irnar orðnar margar sem við hjónin erum búin að eiga með þeim Adda og Brynju, bæði heima og heiman. Við ferðuð- umst mikið saman bæði hér á landi og erlendis, hér heima með okkar felli- og hjólhýsi og vorum þá gjarnan viku eða tvær á ferð- inni, það voru mjög skemmtileg- ar ferðir, og alltaf varst þú Addi minn hrókur alls fagnaðar. Ég minnist ferðar til Kanaríeyja, ég minnist ferðar til Lundúna, ég minnist ferðar upp á hálendi Ís- lands, ég minnist ferðanna um landið okkar og sér í lagi ferðar um Vestfirði þar sem þú þekktir svo vel til og leyfðir okkur að njóta þess með þér. Já, það var gaman dagana okkar og næturn- ar á Ísafirði þegar þú leiddir okkur um bæ bernsku þinnar og inn á sjálft bernskuheimilið. Brynja mín, þér og börnunum ykkar votta ég mína dýpstu sam- úð. Vertu sæll og verndi þig vættir góðar öllum stundum er heldur þú á hærri stig og hvílist þar á grænum grundum. Þórður. Bridsfélag eldri borgara í Hafnarfirði Föstudaginn 4. október var spilaður Mitchell tvímenning- ur með þátttöku 33 para. Meðalskor var 312 og best- um árangri í N/S náðu: Ragnar Björnsson - Óskar Ólafsson 371,9 Magnús Oddsson - Oliver Kristóferss. 351,4 Friðrik Jónss. - Jóhannes Guðmannss. 345,6 Sigtryggur Jónss. - Jón Hákon Jónss. 341,9 Jón Sigvaldas. - Katarínus Jónsson 338 A/V Svanh. Gunnarsd. - Magnús Láruss. 396 Ágúst Vilhelmss. - Kári Jónsson 377 Tómas Sigurjss.- Björn Svavarss. 364 Anton Jónsson - Ólafur Ólafsson 353,8 Ægir Hafsteinss. - Oddur Jónsson 339,3 Þriðjudaginn 8. október spiluðu 34 pör Mitchell tví- menning. Spilaðar voru 13 umferðir með 2 spilum á milli para. Meðalskor var 312 og efstu pör í N/S: Jón Sigvaldason - Katarínus Jónss. 364,6 Auðunn Guðmss. - Guðm. Sigursteinss. 353,3 Friðrik Hermannss. - uðl. Ellertss. 351,7 Albert Þorsteinss. - Kristófer Magnúss. 348 Gróa Þorgeirsd. - Kristín Óskarsd. 346 AV Óli Gíslason - Magnús Jónsson 374,3 Birgir Sigurðss. - Jóhann Benediktss. 366 Tómas Sigurjss. - Jóhannes Guðmanns. 358,4 Ágúst Vilhelmsson - Kári Jónsson. 343,8 Sveinn Snorras. - Þorvaldur Þorgrímss. 335 BFEH spilar á þriðjudög- um og föstudögum í Hraun- seli, Flatahrauni 3. Spila- mennska byrjar stundvíslega kl. 13 og spilaður er eins dags tvímenningur. Sextíu spilarar í Gullsmáranum Spilað var á 15 borðum í Gullsmára mánudaginn 7. október. Úrslit í N/S: Guðrún Hinriksd. – Haukur Hanness. 347 Sigurður Gunnlss. – Gunnar Sigurbjss. 315 Þórður Jörundss. – Jörundur Þórðars. 308 Jón Stefánsson – Viðar Valdimarss. 294 Örn Einarsson – Jens Karlsson 290 A/V Ernst Backman – Hermann Guðmss. 360 Birgir Ísleifss. – Jóhann Ólafsson 342 Gunnar Alexanderss. – Elís Helgas. 334 Ragnar Haraldsson – Davíð Sigurðss. 328 Rósmundur Jónss. – Bergur Þorleifss. 277 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.