Morgunblaðið - 11.10.2013, Síða 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013
Hún segist stundum vera utan við sig og eigi það til að sökkvasér í vinnu og gleyma þá stað og stund, jafnvel sjálfum af-mælisdeginum sínum. „Ætli það hafi ekki verið á 19 ára af-
mælisdaginn minn sem ég gleymdi því algjörlega að ég ætti afmæli.
Ég var í Menntaskólanum á Akureyri á þeim tíma og hef örugglega
verið upptekin í einhverju verkefni sem átti hug minn allan,“ segir
Svanhildur Hólm sem reyndar uppgötvaði það síðar þann dag að hún
væri orðin árinu eldri. Svanhildur segist ekki vera mikið fyrir það að
halda upp á eigið afmæli og það sé aðallega eiginmaðurinn sem fái
afmælisfiðringinn. „Logi er mjög mikið fyrir það að halda upp á af-
mæli og hann er fyrir löngu farinn að undirbúa fertugsafmælið mitt
á næsta ári. Ég hef reynt að stýra honum af þeirri braut að halda
stóra veislu og hef gefið til kynna að við ættum að gera eitthvað
huggulegt í staðinn, eins og að fara frekar saman til útlanda.“
Þrátt fyrir að gera ekki mikið úr eigin afmælum er ekki þar með
sagt að Svanhildur kunni ekki að halda góða afmælisveislu. „Móðir
mín tók barnaafmælin með trompi og átti til að setja upp kökuborð
eins og í fermingarveislu. Þetta blundar í mér líka og ég á það til að
slá upp glæsilegum afmælisveislum enda finnst mér fátt betra en
góðar kökur,“ segir Svanhildur.
vilhjalmur@mbl.is
Svanhildur Hólm Valsdóttir 39 ára
Brosmild Lögfræðingurinn Svanhildur Hólm birtist fyrir meira en
áratug á skjáum landsmanna með bros á vör og alltaf í góðu skapi.
Gleymdi einu sinni
eigin afmæli
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Hafnarfjörður Róbert Orri fæddist
29. janúar kl. 8.45. Hann vó 4.206 g
og var 53 cm langur. Foreldrar hans
eru Rannveig Lovísa Eiríksdóttir og
Einar Sigmundur Einarsson.
Nýir borgarar
Akureyri Ásgeir Örn fæddist 29.
mars. Hann var 3.735 g og 51 cm lang-
ur. Foreldrar hans eru Hugrún Ólafs-
dóttir og Ævar Geir Jónasson.
S
vavar Berg Magnússon,
fyrrverandi bygg-
ingameistari og fram-
kvæmdastjóri, fæddist 11.
október 1938 á Ólafsfirði.
Hann hefur alla tíð búið þar utan
þess tíma sem hann var við iðnnám á
Akureyri. Hann lauk sveinsprófi í
húsasmíði árið 1960 og fékk meist-
araréttindi í greininni árið 1963.
Svavar stundaði sjálfstæða verktaka-
starfsemi á Ólafsfirði til ársins 1980
en hvarf þá til starfa við fjölskyldu-
fyrirtækið, útgerð og fiskvinnslu
Magnúsar Gamalíelssonar hf. Þar var
hann framkvæmdastjóri ásamt bróð-
ur sínum, Sigurgeiri. Fyrirtæki
þeirra bræðra sameinaðist Þormóði
ramma – Sæbergi, sem nú heitir
Rammi hf., og situr Svavar í stjórn
Ramma.
Svavar hefur alla tíð tekið mikinn
þátt í félagsstörfum. Hann hefur setið
í fjölda nefnda og ráða fyrir Ólafs-
fjarðarbæ og verið í framboði til Al-
þingis fyrir Sjálfstæðisflokkinn í
Norðurlandskjördæmi eystra. Hann
hefur tekið virkan þátt í atvinnu-
uppbyggingu á Ólafsfirði og setið í
Svavar Berg Magnússon, fyrrv. framkvæmdastjóri – 75 ára
Í Kjarnaskógi Svavar og Anna María með barnabörnunum á Akureyri á gullbrúðkaupsdegi þeirra 7. október 2011.
Er mikill ljósmyndari
Í Ketildölum í Arnarfirði Svavar fyrir framan myndavélina í þetta sinn.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið
göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal
annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða
öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is