Morgunblaðið - 11.10.2013, Qupperneq 43
stjórn fjölda fyrirtækja, þ. á m. Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna og
Tryggingamiðstöðvarinnar. Þá var
hann formaður Vitanefndar um árabil
og sat í Siglingaráði.
Áhugamál
Svavar lætur sér annt um íþrótta-
starf á Ólafsfirði og var um árabil for-
maður íþróttafélagsins Leifturs.
Hann hefur stundað skíði ásamt konu
sinni, Önnu Maríu, bæði gönguskíði
og svigskíði, og fór Svavar Vasagöng-
una í Svíþjóð árið 2000 sem er 92 km
ganga. Börn þeirra eru öll keppnis-
fólk á skíðum og hafa Sigurgeir og
Hólmfríður Vala orðið Íslandsmeist-
arar á gönguskíðum. Svavar er einnig
áhugasamur um golf og stundar þá
íþrótt grimmt og fór holu í höggi fyrir
nokkrum árum.
Svavar er góður áhugaljósmyndari
og á mikið safn ljósmynda og kvik-
mynda sem hann hefur tekið sjálfur.
Hann hefur tekið ljósmyndir fyrir
Morgunblaðið um áratugaskeið.
Hann hefur sungið í kirkjukórnum
á Ólafsfirði í 30 ár og verið félagi í
Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar í 50 ár.
Afmælisdeginum verja hjónin hjá
dóttur sinni, Hólmfríði Völu, og henn-
ar fjölskyldu á Ísafirði.
Fjölskylda
Svavar er kvæntur Önnu Maríu
Sigurgeirsdóttur, f. 12.9. 1942, fyrr-
verandi gjaldkera hjá Magnúsi Gam-
alíelssyni hf. Hún er dóttir Margrétar
Tryggvadóttur, f. 10.1.1916, d. 12.1.
1996, frá Jórunnarstöðum í Eyjafirði
og Sigurgeirs Sigurðssonar, f. 10.10.
1908, d. 26.5. 1991, leigubílstjóra á
Akureyri, frá Syðra-Hóli í Eyjafirði.
Börn Svavars og Önnu Maríu eru
Margrét Hrönn, f. 20.3. 1965, hjúkr-
unarfræðingur og doktorsnemi í
hjúkrunarfræðum, gift Birni Gunn-
arssyni, svæfingalækni og dokt-
orsnema, búsett í Noregi. Þau eiga
þrjár stelpur; Sigurgeir, f. 20.5. 1967,
byggingameistari á Akureyri, kvænt-
ur Maríönnu Kristínu Ragnars-
dóttur, aðstoðarskólastjóra Lund-
arskóla á Akureyri. Þau eiga tvo
stráka og eina stelpu; Svanhildur, f.
19.9. 1968, námsráðgjafi í Framhalds-
skólanum í Mosfellsbæ, gift Gunnari
Haugen, atferlisfræðingi og fram-
kvæmdastjóra hjá Capacent. Þau
eiga þrjá stráka; Hólmfríður Vala, f.
24.1. 1974, hótelstjóri á Ísafirði og
fyrrverandi kennari, gift Daníel Jak-
obssyni, viðskiptafræðingi og bæj-
arstjóra á Ísafirði. Þau eiga tvær
stelpur og einn strák.
Systkini Svavars eru fjögur: Helga
Kristín, f. 13.11. 1929, var gift Erni
Steinþórssyni sem er látinn, þau
eignuðust fjögur börn; Ásdís Jónína,
f. 23.12. 1931, fyrrverandi kennari,
gift Gottfreð Árnasyni viðskiptafræð-
ingi, þau eiga þrjú börn; Gunnar, f.
4.8. 1933, húsgagnaarkitekt, kvæntur
Guðrúnu Hrönn Hilmarsdóttur, fyrr-
verandi kennara, þau eiga fimm börn;
Sigurgeir, f. 19.9. 1942, fyrrverandi
framkvæmdastjóri, kvæntur Katrínu
Sigurgeirsdóttur, fyrrverandi skrif-
stofumanni, þau eiga þrjú börn.
Foreldrar Svavars: Magnús Gam-
alíelsson útgerðarmaður, fæddur að
að Hraunum í Austur-Fljótum 7.10.
1899, d. 3.1. 1985, og Guðfinna Páls-
dóttir, fædd á Illugastöðum í Austur-
Fljótum f. 21.6. 1904, d. 18.10. 1987.
Þau fluttu ung til Ólafsfjarðar og hófu
búskap sinn 1928. Þar voru þau til
æviloka athafnasöm í útgerð og fisk-
vinnslu.
Úr frændgarði Svavars Berg Magnússonar
Svavar Berg
Magnússon
Sigurlaug Sæmundsdóttir
húsfreyja, frá Lambanesreykjum í Fljótum
Kristján Jóhann Jónsson
bóndi á Fjalli í Sléttuhlíð og víðar
Kristín Kristjánsdóttir
húsfreyja á Illugastöðum
Páll Jónsson
bóndi og sundkennari á Illugastöð-
um í Fljótum, síðar á Ólafsfirði
Guðfinna Pálsdóttir
húsfreyja á Ólafsfirði
Guðfinna Gunnlaugsdóttir
húsfreyja í Fljótum, frá Ólafsfirði
Jón Sigurðsson
bóndi á Knappastöðum og víðar í Fljótum
Ólöf Ólafsdóttir
húsfreyja í Fljótum
Grímur Magnússon
bóndi, silfur- og trésmiður,
Norðurlandspóstur og
smáskammtalæknir í Fljótum
Helga Sigurlaug Grímsdóttir
húsfreyja í Teigi
Gamalíel Friðfinnsson
bóndi í Teigi í Flókadal, síðar í Ameríku
Magnús Gamalíelsson
útgerðarmaður á Ólafsfirði
Hólmfríður Magnúsdóttir
húsfreyja, frá Bjarnastöðum í Blönduhlíð
Friðfinnur Bjarnason
bóndi á Hrappsstöðum, síðar í Hvammi í Hjaltadal
Afmælisbarnið Svavar Berg
Magnússon.
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013
Ólafur Tryggvason læknirfæddist á Víðivöllum fremri íFljótsdalshreppi fyrir rétt-
um hundrað árum. Foreldrar hans
voru Tryggvi Ólafsson, bóndi á Víði-
völlum fremri og síðar versl-
unarmaður í Reykjavík, og k.h., Sig-
ríður Þorsteinsdóttir húsfreyja.
Eftirlifandi eiginkona Ólafs er
Anna Sigríður, fyrrv. skrifstofu-
maður, dóttir Lúðvíks Norðdal Dav-
íðssonar, lengst af héraðslæknis á
Selfossi, og k.h., Ástu Jónsdóttur,
húsfreyju og skrifstofumanns.
Börn Ólafs og Önnu Sigríðar eru
Lúðvík Ólafsson, lækningaforstjóri
heilsugæslunnar í Reykjavík; Sigríð-
ur Ólafsdóttir, héraðsdómari í
Reykjavík, og Tryggvi Ólafsson,
bókasafnsfræðingur og bókavörður.
Ólafur lauk stúdentsprófi frá MR
1935, embættisprófi í læknisfræði
frá HÍ 1942, öðlaðist almennt lækn-
ingaleyfi 1943, stundaði framhalds-
nám í húðsjúkdóma- og ofnæm-
islækningum við Sabbatsberg
sjukhus í Stokkhólmi og víðar og
öðlaðist sérfræðileyfi í húð-
sjúkdómum 1947.
Ólafur var aðstoðarlæknir í
Eyrarbakkahéraði 1942, kandídat
við Landspítalann 1942-43 og starf-
andi sérfræðingur með eigin stofu í
Reykjavík 1947-90. Hann var próf-
dómari í húð- og kynsjúkdómafræði
við læknadeild HÍ og heiðursfélagi í
Félagi íslenskra húðlækna.
Ólafur var einn virtasti sérfræð-
ingur á sínu sviði, fylgdist vel með
öllum nýjungum og fór frá 1965
nærri árlega á þing húðsjúkdóma-
lækna og/eða í stutta námsdvöl við
erlendar húðsjúkdómastofnanir.
Ólafur var minnisstæður persónu-
leiki, skyldurækinn og nákvæmur í
störfum sínum, en jafnframt hrókur
alls fagnaðar í hópi fjölskyldu og
vina. Hann var hnyttinn og bráð-
fyndinn sögumaður, stálminnugur,
víðlesinn og prýðilega skáldmæltur.
Hann orti töluvert, fyrst tækifæris-
vísur, einkum fyrir skólafélaga, en
snéri sér síðar að alvarlegri ljóða-
gerð auk þess sem eftir hann liggja
afar vandaðar ljóðaþýðingar.
Ritið Ljóð, eftir Ólaf, kom út 1993.
Ólafur lést 20.6. 1993.
Merkir Íslendingar
Ólafur
Tryggvason
90 ára
Bjarnheiður S.
Þórarinsdóttir
Jóna Margrét
Halldórsdóttir
85 ára
Erla S. Jónsdóttir
Jón Gunnar Ásgeirsson
Svava Gunnlaugsdóttir
80 ára
Ester Úranía F
riðþjófsdóttir
Fjóla Jóhannsdóttir
Guðbjörg Stella
Ögmundsdóttir
Guðborg Aðalsteinsdóttir
Hjördís Guðbjartsdóttir
Sonja Albertsdóttir
Stefán Þór Haraldsson
75 ára
Ólafur Friðsteinsson
Sigrún Ingólfsdóttir
Svavar Berg Magnússon
Þorgrímur Eiríksson
70 ára
Birgir Rafn Jónsson
Bjarni Björnsson
Friðgerður Pétursdóttir
Jóhanna Sigtryggsdóttir
Jóna Heiðbjört
Valdimarsdóttir
Sigrún Gunnhildur
Stefánsdóttir
60 ára
Anna Margrét
Ingólfsdóttir
Grétar Baldursson
Gunnar Einarsson
Halldóra E.
Sveinbjörnsdóttir
Hildur Jóhannesdóttir
Jón Kristinn Kristinsson
Kolbeinn Pálsson
Margrét Þór
Ryszard Blaszkiewicz
Sigurlaug K. Bjarnadóttir
Svandís G. Sverrisdóttir
Tryggvi Ólafsson
Þorkatla Sigurgeirsdóttir
50 ára
Guðvarður B Hauksson
Kristbjörg Steinunn
Gísladóttir
Kristján Ólafsson
Magnús Á. Sigurgeirsson
Nadia Liza
Ashkenazy-Jones
Olga Björk Pétursdóttir
Roman Marcin Tetnowski
Sigrún Lára Jónsdóttir
Snædís Grace Canada
40 ára
Bjarki Örn Sævarsson
Guðmundur Steinar
Zebitz
Guðni Þór Guðjónsson
Kristinn Hallur
Einarsson
Oddný Kristín
Guðmundsdóttir
Sigrún Kristín
Jónsdóttir
Sigurjón Rúnarsson
Sylwia Wilinska
Þóra Katrín
Gunnarsdóttir
30 ára
Annemie J. M. Milissen
Ármann Jónsson
Berglind Óskarsdóttir
Íris Dögg Guðjónsdóttir
Karen Kuylen
Kolbrún Sara
Guðjónsdóttir
Krzysztof Gutowski
Marta María Hirst
Olivier Matthieu S.
Moschetta
Sigurður Kristján L.
Guðlaugsson
Þórarinn Sigurðsson
Til hamingju með daginn
40 ára Brynja Rós ólst
upp í Seljahverfi í Reykja-
vík, býr í Kópavogi og er
sérfræðingur hjá Fangels-
ismálastofnun ríkisins.
Maki: Guðmundur Birg-
isson, f. 1969, vinnur hjá
Tollstjóra.
Börn: Lydía Líf, f. 2000,
og Birgir, f. 2010.
Foreldrar: Bjarni Sigfús-
son, f. 1933, og Aðal-
heiður Margrét Haralds-
dóttir, f. 1938, d. 2002.
Brynja Rós
Bjarnadóttir
30 ára Elvar Þór er Mos-
fellingur og er íþrótta-
kennari í Norðlingaskóla í
Reykjavík.
Maki: Alda Andrésdóttir,
f. 1984, dagmóðir.
Börn: Elísa Ósk, f. 2010,
og Aron Örn, f. 2013.
Foreldrar: Friðrik Gunn-
arsson, f. 1950, vinnur hjá
Ölgerðinni, og Hulda R.
Magnúsdóttir, f. 1952,
læknaritari, búsett í
Mosfellsbæ.
Elvar Þór
Friðriksson
40 ára Gunnar býr í Þor-
lákshöfn og er verktaki.
Maki: Henný Björg Haf-
steinsdóttir, f. 1977, hús-
móðir.
Börn: Sveinn Hafsteinn, f.
1994, Adam Freyr, f.
2000, Matthías Geir, f.
2005, og Björgvin Ingi, f.
2007.
Foreldrar: Sveinn Lárus
Gunnarsson, f. 1951, og
Guðríður Sveinbjörns-
dóttir, f. 1954.
Gunnar Ingi
Sveinsson
Bíla- og vélavörur
...sem þola álagið!
Það borgar sig
að nota það besta!
Viftur
HjólalegusettKúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir
Stýrisendar
og spindilkúlurViftu- og tímareimar
Kúplingar- og höggdeyfar
th
or
ri@
12
og
3.
is
/3
1.
31
3
www.falkinn.is