Morgunblaðið - 11.10.2013, Page 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er einhver spenna á milli þín og
maka þíns í dag. Hugsun þín er skýr og því
geturðu komið miklu í verk á næstu vikum.
20. apríl - 20. maí
Naut Einhver gæti boðist til að hjálpa þér á
heimilinu. Einhver þér eldri getur miðlað þér
af reynslu sinni. Þiggðu það.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Hvaða þrjá hluti getur þú gert til
að bæta frammistöðuna í vinnunni? Fólk er
ósamvinnuþýtt. Ræktaðu fjölskyldu og vini
betur, þú hefur vanrækt þína nánustu und-
anfarið.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert með óþarflega miklar áhyggj-
ur af fjárhagnum en hann er ekki eins
slæmur og þú heldur. Treystu eðlisávís-
uninni því hún er traustari en nokkurt
bankayfirlit.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þér lætur vel að stjórna frá náttúrunn-
ar hendi, en ástvinur þarf að læra hvernig
hann á að bjarga sér í lífinu. Þú ert sér-
fræðingur í því að senda snaggaraleg sms.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Yfirmenn eru ekki alltaf þeir hæfi-
leikaríkustu eða réttlátustu. Þú vinnur vel í
hóp og ættir að einbeita þér að því. Pen-
ingar og ábyrgð tengjast alltaf.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú verður önnum kafin/n á næstu vik-
um. Láttu athugasemdir annarra um þig
eins og vind um eyru þjóta.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Stundum fær maður bestu ráð-
in hjá fólki sem maður hittir í strætó.
Fylgdu eðlisávísuninni varðandi ákveðið mál
í dag.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Hristu af þér allar efasemdir um
eigið ágæti. Tillögur þínar eru að öllum lík-
indum ekki góðar og gætu valdið vandræð-
um. Vinir heimta mikið af tíma þínum og í
starfsemi sem þú myndir aldrei sinna ef
ekki væri fyrir vinskap.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það sem þú hefur fram að bjóða
er vel þess virði að bíða eftir. Láttu ekki
deigan síga þótt menn sýni hugmyndum
þínum takmarkaðan áhuga. Leitaðu allra
leiða til að nýta hlutina betur.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Ekki er ólíklegt að samtal í dag
komi þér í uppnám eða í opna skjöldu.
Haltu ró þinni því öll mál leysast vel um síð-
ir.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú veist hvað í þér býr þó aðrir geri
það ef til vill ekki. Fyrstu pönnukökurnar
eru yfirleitt hálfmisheppnaðar.
Höskuldur Búi Jónsson lét tilsín heyra á mánudag:
Rennur látlaus, laus við baks,
lækur niður hlíðar.
En strax er ýmist alveg strax
eða miklu síðar.
Um nóttina snjóaði og Friðrik
Steingrímsson sendi Pétri Stef-
ánssyni stöku á Leirnum, en Pét-
ur hafði keypt sér Toyota-
jeppling í sumar til að vera við
öllu búinn, þar sem hann hafði
flutt upp í Breiðholt:
Slá mun Pétur ekkert af
ótíðar í bölinu,
hann mun láta reyna á Rav
í Reykjavíkur fölinu.
Pétur svaraði:
Hér í vondri vetrartíð
verð ég önnum kafinn.
– Yfir skafla í erg og gríð
ekur lipur Ravinn.
Þó spillist ferð í feiknasnjó
og frostatíð sé hafin
síst mér verður um og ó,
því ekkert stöðvar Ravinn.
Og síðan hnykkir Pétur á með
þessum orðum: „Ég er í góðum
málum, er kominn á nagladekk
og hef konuna með ef þarf að
ýta!“
Karl Ágúst Úlfsson brá sér í
brúðuleikhúsið og þakkaði fyrir
sig með „lítilli vísu handa Bernd
Ogrodnik í tilefni af glæsilegri
frumsýningu á Aladdín“:
samruni er, skilst mér, er sameinast
eindir í tvennd,
og svo geta eindir í tvenndinni æxl-
ast í þrennd,
en loks ef að þrenndinni að endingu
fjölgar í fernd,
þá fyrst er nú orðið til þokkalegt ljóð
handa bernd.
Og svo er „Landafræði fyrir
byrjendur“ eftir Bjarka Karlsson:
Pabbinn er alltaf í Paraguay
plottandi að fornu og nýju
en mamman er einatt í Uruguay
unir sér þar í hlýju.
Afinn er sestur í sælureit
suður í Brasilíu
en Amman er höfuðborg, að ég veit,
austur í Jórdaníu.
Hér kemur svo oddhenda eftir
Lárus Jónasson frá Húnsstöðum:
Eftir þjapp og stundar stapp,
strit og kapp í húmi
það var happ ég hrakinn slapp
holds úr krapparúmi
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Fyrsti vetrarsnjórinn og
flókin talnafræði
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HANN HEFUR GEFIÐ MÉR NÝTT LÍF.
LÍF VIÐ FÁTÆKRAMÖRKIN.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... góðlátleg stríðni.
AA
FUNDUR
ENN Í
AFNEITUN
VINSAM-
LEGAST
GEFIÐ.
ÉG NENNI EKKI AÐ
ELDA, GRETTIR.
VIÐ HLJÓTUM AÐ
EIGA DÓSAMAT?
„ENGI-
SPRETTUR.“
HEY Í
HARÐINDUM.
KONAN MÍN
SKILUR MIG
EKKI.
HÚN ÞYKIST BARA
EKKI GERA ÞAÐ.
ÞAÐ ER EIN-
FALDARA, MEÐ
MENN EINS OG
ÞIG.
Víkverji hefur hrifist af skutlum fráunga aldri. Hann hefur hugsað
um þær löngum stundum, snert og
strokið, farið með þeim í ímynduð
ferðalög og látið sig dreyma um fjör á
fjarlægum stöðum.
x x x
Víkverji hefur oft leikið sér meðskutlum, átt margar góðar
stundir með þeim. Hann hefur hrifist
af þeim vegna ýmissa eiginleika,
dáðst að gerð þeirra, sköpulagi, krafti
og flugi. Hann hefur reynt þær á
margvíslegan hátt, verið með þeim í
blíðu og stríðu og notið samvistanna.
x x x
Ekki er öllum gefið að vera skutla.Hún verður ekki til af sjálfu sér
og fellur fljótt í gleymskunnar dá sé
henni ekki viðhaldið. Hún þarf
umönnun. Nostur. Ekki er sama úr
hverju hún er gerð og hún má hvorki
vera of lítil né of stór. Ekki of þung og
ekki of létt. Skutlur eru eðlilega lit-
lausar ef þær eru ekki málaðar en
farðinn er samt ekki aðalatriðið held-
ur byggingin sjálf.
x x x
Víkverji hefur annast sínar skutlurí öllum heimshornum, verið þeim
trúr og virt þær vegna þess sem þær
standa fyrir. Hann hefur farið vel
með þær og kennt öðrum að meta
þær. Dýrkað þær og dáð.
x x x
Þrátt fyrir mikla umönnun og sér-staka væntumþykju hefur Vík-
verji aldrei ætlast til þess að skutl-
urnar gæfu annað af sér en vera bara
til. Vera til taks þegar á hefur þurft
að halda. Hann hefur að vísu viljað að
þær stæðu í stykkinu og hafi ein
brugðist vonum hefur henni hrein-
lega verið skipt út fyrir aðra. Það hef-
ur samt aldrei skapað vandamál og
ekki haft nein eftirmál heldur þvert á
móti verið til góðs.
x x x
Þessi mikla þörf fyrir skutlur skil-aði Víkverja óvænt stórum
glaðningi ekki alls fyrir löngu. Hann
tók þátt í skutlukeppni, útbjó sína
skutlu sjálfur, sigraði og fékk flugferð
að launum. Lengi býr að fyrstu gerð
og það er vert að hafa í huga á þess-
um góða degi. víkverji@mbl.is
Víkverji
Lofaður sé Guð er hvorki vísaði bæn
minni á bug né tók frá mér miskunn
sína. (Sálmarnir 66:20)