Morgunblaðið - 11.10.2013, Side 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Það var mér mikill heiður þegar
Lára [Stefánsdóttir, listrænn stjórn-
andi Íd] bað mig að semja verk í til-
efni af 40 ára afmæli flokksins. Sjálf
hef ég verið innan og utan landa-
mæra Íd í 33 ár,“ segir Helena Jóns-
dóttir, höfundur Tíma sem ásamt
verkinu Sentimental, again eftir Jo
Strømgren verður frumsýnt á Stóra
sviði Borgarleikhússins í kvöld kl. 20.
„Það er búið að vera virkilega gam-
an að skoða sögu flokksins og fékk ég
strax hugmyndina að láta dansara, ís-
lenska danshöfunda og minningar
koma saman í einu verki. Ég valdi að
að nota baksviðið sem sögusviðið.
Þannig fá áhorfendur að fylgjast með
dönsurum sem dvelja þar tímunum,
vikum saman til þess eins að deila 45
mínútum með áhorfendum,“ segir
Helena og tekur fram að gamli tíminn
sé kynntur í verkinu með aðstoð
myndbandstækninnar.
„Dansararnir í verkinu mínu eru
nýir meðlimir flokksins og sé ég þá
sem fulltrúa nútímans í handriti
mínu, gamli tíminn sveimar í kringum
þau í sporum og myndböndum úr 40
ára sögu Íd,“ segir Helena.
Getum gert mikið úr litlu
Í samtali viðurkennir Helena fús-
lega að sig hafi langað til að fá dans-
ara sem störfuðu í flokknum á upp-
hafsárum hans til að stíga aftur á svið
í eigin persónu. „En í þetta skipti
gekk það ekki upp og við leystum
þetta með myndböndunum auk þess
sem ég er með heiðurssæti á sviðinu
sem tileinkað er öllum þeim sem hafa
starfað með flokknum á einn eða ann-
an hátt. Við erum með gamla sem
nýja blómvendi á sviðinu sem tákn
fyrir þá listmenn flokksins sem hafa
unnið með honum í gegnum árin,“
segir Helena og bætir við: „Ef ein-
hvern af liðsmönnum flokksins langar
að fá sér betra sæti á sýningunni þá
er viðkomandi velkomið að koma upp
á svið og setjast í heiðurssætið.“
Aðspurð hver staða Íd sé í dag og
hvernig flokkurinn hafi þróast segir
Helena ekkert launungarmál að
flokkurinn sé mjög ungur þrátt fyrir
að fagna 40 ára afmæli sínu á þessu
ári. „Ég er mjög stolt af flokknum
okkar, en í mínum huga er hann enn á
sínum unglingsárum. Svigrúmið hér-
lendis hefur hins vegar verið mjög lít-
ið til þroska. Flokkurinn var á sínum
tíma stofnaður sem nútímadans-
flokkur. Þegar við mættum með ab-
strakt hreytingar með nútímatónlist
voru ekki margir í salnum. Þannig að
við breyttum okkur í klassískan dans-
flokk um tíma meðan við vorum að
koma undir okkur fótunum. Þrátt
fyrir að flokkurinn hafi ekki sýnt
klassískan ballett í fjölda ára tala
áhorfendur enn um að þeir séu að
fara á ballettinn. Það stafar líklega af
því að ævintýrið er þarna ennþá. Ég
sé mjög spennandi tíma framundan í
íslenska dansheiminum, enda mikil
gróska hjá sjálfstæðum danshöf-
undum og -flokkum, sem auðvitað
hefur áhrif á þá danssenu sem fyrir
er,“ segir Helena, en áréttar að að-
stöðumunurinn milli landa sé mikill.
„Áhorfendur geta haft í huga að við
Jo Strømgren, sem er fæddur og
uppalinn í Noregi, erum jafnaldrar.
Erlendis tíðkast að listamenn fái
a.m.k. þrjá og allt upp í sjö mánuði til
að vinna dansverk sín. Slíkt hefur
ekki verið mögulegt á Íslandi. Að
þessu leyti erum við að þróa okkar
rými og reynslu mjög hægt, á meðan
stærra samfélag á borð við Noreg
getur boðið upp á betri umgjörð,
vinnuaðstæður og fjárhagslegan
styrk. Ég hef hins vegar alltaf dáðst
að okkur Íslendingum fyrir hvað við
erum metnaðarfull og höfum getað
gert merkilega hluti úr nánast engu.“
Snýr sér aftur að kvikmyndum
Helena hefur unnið mikið erlendis
og býr sem kunnugt er í Antwerpen í
Belgíu. Spurð hvaða þýðingu það hafi
fyrir hana að koma heim og tala til ís-
lenskra áhorfenda svarar Helena um
hæl: „Maður fer í raun aldrei að
heiman. Þó ég búi núna í Belgíu á ég
heima hér ennþá. Þegar mér berast
verkefni þá hoppa ég upp í næstu
flugvél og tek þátt í uppbyggingar-
starfinu. En til þess að maður sé ekki
að berjast um lítið nesti þá er nauð-
synlegt fyrir hvaða íslenska lista-
mann sem er að vera með fleiri egg í
körfunni og þar kemur meginlandið
sterkt inn. Það er bara lífsnauðsyn-
legt,“ segir Helena og bendir á að
aðstæður hér feli bæði í sér styrk-
leika og veikleika.
„Styrkurinn sem felst í því að vera
frá Íslandi byggir að mörgu leyti á
því að maður er vanur að þurfa að
gera marga hluti sjálfur. Fyrir Tíma
hanna ég búningana, geri vídeóið með
kollegum mínum, raða saman tónlist-
inni, leikstýri og set saman handritið
auk þess að taka ljósmyndirnar fyrir
plakatið. Ég var þannig með puttann
í öllu. Og hentaði það þessu verkefni
þar sem allir þessir hlutir þurfa að
vinna vel saman.“
Ekki er hægt að kveðja Helenu án
þess að forvitnast um það hvaða verk-
efni séu framundan. „Ég er að klára
kvikmynd í samvinnu við Veru Sölva-
dóttur þar sem Ingvar E. Sigurðsson
fer með aðalhlutverkið. Myndin heitir
Gone eða Farinn og var tekin upp á
Gljúfrasteini,“ segir Helena sem
heldur af landi brott nk. sunnudag til
að taka þátt í sjónvarpshátíðinni
Golden Prague en þar bíða hennar
samningaviðræður við forsvarsmenn
erlendra sjónvarpsstöðva sem sýnt
hafa myndum Helenu áhuga. „Ég tók
mér hlé frá kvikmyndagerð í nokkur
ár, en er nú að snúa aftur og hef fund-
ið fyrir miklum meðbyr. Það verður
því gaman og spennandi að sjá hvert
„börnin“ fara.“
„Mjög stolt af flokknum okkar“
Íd frumsýnir í kvöld Tíma eftir Helenu Jónsdóttur sem hún samdi í tilefni af 40 ára afmæli flokksins
Morgunblaðið/Golli
Danshöfundur Helena Jónsdóttir semur afmælisverkið Tímar fyrir Íd.
Ástríða „Dansararnir í verkinu mínu eru nýir meðlimir flokksins og sé ég
þá sem fulltrúa nútímans í handriti mínu,“ segir Helena Jónsdóttir.
Menn – skemmti-
kvöld fer fram í
Þjóðleikhúskjall-
aranum í kvöld
og annað kvöld
kl. 20. Menn –
skemmtikvöld er
höfundarverk
sviðslistakon-
unnar Völu
Höskuldsdóttur,
sýning sem felst í því að tíu karl-
menn segja frá reynslu sinni af því
að vera karlmaður. Svara verður
leitað við spurningum á borð við
hvort femínistar hati karlmenn og
hvað það sé að vera alvöru karl-
maður. Í lokin verða umræður sem
gestir geta tekið þátt í. Meðal
þeirra sem fram koma eru Gunnar
Nelson bardagakappi.
Hvað er að vera
alvöru karlmaður?
Gunnar Nelson
Menningarhátíð Seltjarnarness
hófst í gær og er boðið upp á fjöl-
breytilega dagskrá allt til sunnu-
dagskvölds. Í dag eru þrír viðburðir
á dagskrá: Milli kl. 12 og 14 vinna
myndlistarkonur með eldri borg-
urum og grunnskólanemum að gerð
graffitíverks í undirgöngunum við
Björnsbakarí. Kl. 15.30-16.30 verður
leikinn djass fyrir framan Íslands-
banka á Nesinu og kl. 17.30 er dag-
skrá ungmennaráðs í nýju ung-
mennahúsi, Skelinu, við Selið.
Graffað, djass og
ungmennahús
Sýningin Samsæti heilagra verður
opnuð í Listasafni Íslands í kvöld kl.
20. Sýningin er samvinnuverk lista-
kvennanna Bryndísar Hrannar
Ragnarsdóttur og Gunnhildar
Hauksdóttur. Vorið 2012 dvöldu þær
í París og buðu til sín gestum sem
þær vildu eiga samræðu við um
tengsl hins kvenlega og dýrslega í
víðu samhengi, eins og segir í til-
kynningu. Var gestum boðið að
kasta af sér sinni eigin persónu að
hluta til eða algerlega og nálgast
samsætið á eigin forsendum og for-
sendum hlutverksins að svo miklu
leyti sem þeir kærðu sig um og á
þann hátt sem þeir kysu að túlka
það. Þeir sem mættu tóku einnig að
sér hlutverk einstaklinga sem sáu
sér ekki fært að mæta. Samræðuhóf-
in urðu fjögur og var í þeim tekist á
við málefni í spuna á mörkum veru-
leika og skáldskapar. Hófin má líta á
sem gjörninga og hafa þeir nú verið
skrásettir og verður miðlað í inn-
setningu í Listasafni Íslands í formi
myndbanda og handrita.
Verkið er langtímasamvinnuverk-
efni þeirra Bryndísar og Gunnhildar
og hver uppsetning á því felur í sér
viðbót sem markast af sögu og stað.
Sýningin stendur til 8. desember
og er safnið opið alla daga nema
mánudaga kl. 10 – 17.
Samsæti Kynningarmynd fyrir sýninguna Samsæti heilagra.
Samsæti heilagra í
Listasafni Íslands
Morgunblaðið
gefur út sérblaðið
Jólahlaðborð
föstudaginn
25. október
Jólahlaðborð
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA:
fyrir kl. 16 föstudaginn 18. október.
Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um jólahlaðborð,
tónleika og uppákomur í nóvember og desember.
Fjöldinn allur af veitingahúsum bjóða upp á jólahlaðborð
og sérrétti á aðventunni og mikið úrval í boði fyrir þá sem vilja
gera sér glaðan dag á þessum skemmtilega tíma ársins.
f
f
f
f
f
f
SÉRBLAÐ