Morgunblaðið - 13.12.2013, Qupperneq 11
Morgunblaðið/Kristinn
Hugmyndir Þórarinn Eldjárn segir að hugmyndir séu alls staðar á sveimi. Kúnstin sé bara að grípa þær á lofti.
„Hugmyndir eru alls staðar.
Málið er bara það að koma auga á
þær og vera tilbúinn og móttækilegur
þegar þær gera vart við sig. Það er
bara þannig sem það getur gerst. Það
er voðalega erfitt að ætla að setjast
niður og rembast við að fá hugmynd
því þær þurfa að koma svífandi,“ seg-
ir skáldið.
Þegar hann talar við grunn-
skólabörn líkir hann þessu stundum
við að maður sé með loftnet á höfðinu,
rétt eins og útvarpstæki. „Og svo er
bara að stilla sig inn á rétta bylgju-
lengd. Þá bara koma þær,“ segir
skáldið og rithöfundurinn Þórarinn
Eldjárn að lokum. Gera má ráð fyrir
að þau börn sem fá bókina góðu um
grannmeti og átvexti í gjöf þessi jólin,
eigi eftir að njóta þess lengi sem og
foreldrar þeirra. Endurútgáfa Bókin Grannmeti og átvextir kom út árið 2001 og seldist upp.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2013
Líf mitt væri að minnsta kosti 7%
betra ef vinnustaðurinn minn væri
ekki svo langt frá heimili mínu að
Peter Jackson þyrfti níu klukkutíma
þríleik til að gera ferðalaginu þang-
að almennilega skil. Þess vegna þarf
ég bíl.
Svo prófaði ég að taka strætó.
Skref afturábak í lífsgæðum um
hálfan áratug myndi einhver segja,
því ég hef átt í góðu sambandi við
Ford Focus frá því ég útskrifaðist úr
menntaskóla, en bíllinn er sjálfur að
nálgast menntaskólaaldurinn.
Hagsýni ég, sem elda aldrei heima
og læt selja mér síma og tölvur með
eplamerki fyrir morðfjár, reiknaði
mig að þeirri niðurstöðu að lúxusinn
að keyra kostar með öllu í kringum
700.000 krónur á ári.
Mér reiknast að með strætó sé ég
svona hálftíma lengur í og úr vinnu
á hverjum degi. Gefum okkur að
ég taki strætó 44 vinnuvikur
ársins, í og úr vinnu.
Þessa daga sem bílleysi mitt
hefur varað hefur það að vísu
ekki reynst rétt, því jólasveinn-
inn Farasníkir kom snemma til
óbyggða við Rauðavatn í ár,
og hefur verið duglegur
að hengja sig á akandi
vinnufélaga sína.
Farasníkir er góður
félagsskapur á lang-
ferðum, tilbúinn að
skafa rúður og ýta úr
skafli eftir þörfum.
En, ég afvegaleiði
sjálfan mig. Miðað við
þessa útreikninga er ég
110 klukkustundum, fjórum
og hálfum sólarhring leng-
ur til vinnu með strætó en
á bíl á hverju einasta ári.
Fokk, það er alveg fá-
ránlega mikið…eða
hvað?
Á þessum 110 tímum spara ég
mér, eða vinn mér inn, 700.000 krón-
ur, tæplega 6.400 krónur á tímann,
skattfrjálst. Það er næstum kippa af
sæmilegum bjór á hverjum degi árs-
ins - sem er kannski ekki svo hag-
sýnn eða heilsusamlegur mæli-
kvarði. Þar að auki liggur
leiðin fljótlega utan í skipti-
nám, sem gerir bíl á Íslandi
að fullkominni peningasóun.
Þetta fæ ég fyrir það eitt
að láta á móti mér að komast
ekki ferða minna hvert sem
ég vil öllum stundum,
og vera aðeins leng-
ur í vinnuna. Rétta
afstaðan í þeim
efnum er auðvitað
sú að staðir sem
eru ekki í göngu-
færi við heimili
mitt, eða þeim
mun auðveldara
að strætóast
þangað, eru ekki
þess virði að
heimsækja.
»Hagsýni ég, sem eldaaldrei heima og læt
selja mér síma og tölvur
með eplamerki fyrir morð-
fjár, reiknaði mig að þeirri
niðurstöðu að lúxusinn að
keyra kostar með öllu í
kringum 700.000 krónur á
ári.
Heimur Gunnars Dofra
Gunnar Dofri
Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Fagleg þjónusta í 60 ár
Kringlan 4-12 • Sími 533 4533 • Finndu HYGEA á facebook
Vesti,
kanína og refur
29.900
Leðurhanskar
verð frá 4.900
Kragi, ekta skinn
15.800
Leðurhanskar
verð frá 4.900
Hálsfestar
verð frá 5.500
Leðurtaska
36.460
Hálsfesti
4.900
Seðlaveski
8.250
Leðurtaska
28.800
Hálsfesti
4.900
100% silkislæða, margir litir
3.900
100% silkislæða, margir litir
3.900
Leðurtaska
14.900
Hálsfesti
4.900