Morgunblaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Skarphéðinn G. Þórisson Hamingja Þeir brosa breitt drengirnir tveir á fína bílnum enda á blússandi ferð í huganum um ævintýraakbrautir. svo það leki ekki,“ segir Skarphéð- inn. Ef menn eiga meiri pening er notast við annað efni, eins og herta steina og bárujárn. Gildismatið er ólíkt því sem hér þekkist en þó er markt sammerkt með íbúum Chirombo og eyjar- skeggjunum norður í Atlantshafi. Innan kristnu kirkjunnar í Malaví eru nokkrar deildir og þar eru líka múslimar. „Allt er þetta í sátt og samlyndi,“ segir Skarphéðinn sem lýsir íbúum sem mjög kristnum. Eft- ir sem áður er mikið um galdra og tengsl við andaheiminn. Sú trú hefur mikil áhrif á líf íbúanna enda eru þeir meðvitaðir um ummyndaðar aftur- göngur sem eru nornir sem fljúga um á kústum eða í körfum. Úr anda- heimum bera sérstakir sendiboðar fregnir til mannheima og sé þessi þjóðtrú sett í samhengi við íslenskan veruleika þarf ekki að hugsa svo langt til að muna eftir trú Íslendinga á álfa og huldufólk sem kemst í sam- band við mannfólkið og ber því tíð- indi. „Þetta er ekkert mikið öðruvísi en hjá okkur,“ segir Skarphéðinn og vísar til þess hvernig ímyndunaraflið fær byr undir báða vængi þegar eng- in er raflýsingin. Gaman veður að fylgjast með því þegar bókin kemur út því hún hefur að geyma ótal sögur af töfra- flugvélum sem hröpuðu á leið á nornaráðstefnu, lífríki, glaðværð, hugarflugi og síðast en ekki síst vin- áttunni. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Śögur Skarphéðinn G. Þórisson. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Bók rithöfundarins Einars Más Guð- mundssonar, Englar alheimsins, kom út árið 1993. Einar fékk bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs fyrir hana tveimur árum síðar. Sagan hefur hitt margan lesand- ann í hjartastað enda snertir hún streng í mörgum með einlægni sinni, hlýju og húmor. Árið 2000 var gerð bíómynd í leik- stjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar eft- ir sögunni og hefur sú mynd fengið fjölda verðlauna hér heima sem og erlendis. Þjóðleikhúsið kom sögunni á fjal- irnar í apríl á síðasta ári í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. Sýningin hefur fengið einróma lof gagnrýn- enda og hlaut Grímuverðlaunin sem leikrit ársins í fyrra. Englar alheimsins eru fyrsta sýn- ingin sem Þorleifur leikstýrir í Þjóð- leikhúsinu. Hann hefur leikstýrt fjölda sýninga bæði í Sviss og Þýskalandi en sjálfur útskrifaðist hann árið 2009 sem leik- stjóri úr Ernst Busch-leiklistarskól- anum í Berlín. Nú um helgina, dagana 10. og 11. janúar, verða leikarar Þjóðleikhússins á Akureyri og setja sýninguna upp í menningarhúsinu Hofi. Sýningarnar verða tvær, annars vegar á föstu- dagskvöld klukkan 20.00 og hins vegar á laugardaginn klukkan 15. Með aðalhlutverk fara Atli Rafn Sigurðarson, Ágústa Eva Erlends- dóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Egg- ert Þorleifsson, Högni Egilsson, Jó- hannes Haukur Jóhannesson, Ólafur Egill Egilsson, Rúnar Freyr Gíslason, Saga Garðarsdóttir, Snorri Eng- ilbertsson, Sólveig Arnarsdóttir og Ævar Þór Benediktsson. Þjóðleikhúsið á ferð um Norðurland Englar Þeir Jóhannes Haukur, Atli Rafn og Ólafur Egill í hlutverkum sínum Englar alheimsins sýndir í Hofi Páll Atli Rafn Sigurðarson í aðal- hlutverki Engla alheimsins. Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700 raestivorur.is Rétt magn af hreinlætisvörum sparar pening – láttu okkur sjá um það Hafðu samband og fáðu tilboð sími 520 7700 eða sendu línu á raestivorur@raestivorur.is Heildarlausnir í hreinlætisvörum Sjáum um að birgðastaða hreinlætis- og ræstingarvara sé rétt í þínu fyrirtæki. Hagræðing og þægindi fyrir stór og lítil fyrirtæki, skóla og stofnanir. Hafðu samband og fáðu tilboð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.