Morgunblaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Þá hefur hún fallega amma mín fallið frá. Amma var einstök kona, hún var þolinmóð, góð, gjafmild, fyndin og virtist sem hún ætti allan tímann í heiminum fyrir mann þegar kíkt var í heim- sókn. Við amma áttum margar ótrúlega góðar stundir saman sem ég er svo þakklát fyrir. Ég missti ekki bara ömmu mína heldur góðan vin. Amma var mér svo ótrúlega mikið. Ég var svo ótrúlega lánsöm að alast upp í sama bæjarfélagi og amma, svo sambandið hefur alltaf verið mjög mikið. „Amma er enn í eldhúsinu eitthvað að fást við mat, indæla steik hún er að færa upp á stærðar fat“ ef við breytum aðeins textanum þá á þetta mjög við hana ömmu mína, alltaf var hún að útbúa eitthvað gómsætt í eldhúsinu. Amma hefur alltaf verið mik- il fyrirmynd, hún er frum- kvöðull mikill, hún og afi unnu vel saman að ýmsum verkefn- um hérna í Borgarnesi. Afkom- endur ömmu og afa eru 57 manns, svo ríkidæmið er mikið. Hún hefur alla tíð verið svo stolt af sínum börnum og barnabörnum. Ömmu fannst ekkert skemmtilegra en að fá fólk í heimsókn í smáspjall. Amma hún var ein af þessum mann- eskjum sem öllum líkaði vel við, hún var með hjarta úr gulli. Ef einhvern vantaði ráðgjöf eða hjálp þá var hún sú fyrsta sem bauð fram aðstoð sína. Dætrum mínum, þá aðallega þeirri eldri sem er þriggja ára fannst gaman að fara í heim- sókn til langömmu, það var allt- af eittvað gott á borðstólum. Við keyrðum fram hjá Brák- arhlíð um daginn og varð hún döpur á svip og sagði að núna gæti hún aldrei aftur fengið ís hjá langömmu, það er eitthvað sem við öll barnabörnin þekkj- um, að þegar komið var í heim- sókn þá var manni gefinn ís og ef hann var ekki til, þá var oft- ast afi sendur út í búð til að kaupa meira. Afi dó fyrir nokkrum árum og þegar við vorum að kveðja hann lofaði ég honum því að ég myndi passa vel upp á ömmu, við höfum gert okkar besta að passa að amma hafi það gott, að vera alltaf til staðar en þetta var aldrei kvöð þetta var ynd- islegur tími sem við áttum sam- an. Ég elskaði hana. Ég var svo lánsöm að vera með ömmu síðustu nóttina hennar, ég læddist fram um miðnætti til að fá mér smá- kvöldkaffi, fékk mér skonsu, kex og heitt súkkulaði, kom ég aftur inn í herbergi og hló og sagði við ömmu að þetta væri bara alveg eins og ég væri orð- in 10 ára aftur en núna lofaði ég að hringja ekki í mömmu og segja henni að koma að sækja mig eins og ég var vön að gera á mínum yngri árum þegar ég ætlaði að gista á Kveldúlfsgöt- unni. Það var mér afskaplega dýr- mætt að hafa vaknað og fengið að halda í höndina á henni þeg- ar hún kvaddi þennan heim, það var svo mikil værð yfir henni, hún var greinilega tilbú- Sigríður Halldóra Guðmundsdóttir ✝ Sigríður Hall-dóra Guð- mundsdóttir fædd- ist í Súðavík 27. júlí 1922. Hún lést á hjúkrunar- og dval- arheimilinu Brák- arhlíð í Borgarnesi 23. desember 2013. Hún var jarðsungin frá Borgarnes- kirkju 4. janúar 2014. in að kveðja okkur og heilsa afa á sama tíma. Ég trúi því að hann hafi tekið vel á móti henni og þau hald- ið gleðileg jól sam- an. Amma hafði gaman af söng og að spila á gítar. Nýja uppáhalds- lagið var „Ég á líf“ og voru ófá skiptin sem það var sungið. En það á mjög við hérna því ég á líf, ég á líf vegna þín! Ég á eftir að sakna þín, amma. Þitt barnabarn og nafna Sigríður Dóra. Elsku amma okkar. Það er þungbært og skrítið að þurfa að kveðja, en svo mikil blessun að hafa átt þig að svona lengi. Fyrstu minningarnar um þig eru líklega af því þegar við komum í Borgarnesið og gist- um hjá ykkur afa í bakaraíbúð- inni góðu, þar sem þú stússaðir í kringum okkur barnabörnin. Seinna fluttuð þið á Kveldúlfs- götuna og þangað vöndum við komur okkar. Þú varst svo hraust og fjölhæf enda hafðirðu gaman af flestu og skoðun á öllu, en fjölskyldulífið var þér svo mikilvægt og okkur fannst þú svo mikil amma í orðsins fyllstu merkingu. Það var alltaf hægt að fá eitthvað gott hjá þér og við lærðum að best væri að sleppa því að borða þann daginn, svo við gætum með bestu lyst rað- að í okkur af hlaðborðinu sem beið okkar, þar sem þú stóðst og hvattir okkur áfram. Enda sinntir þú öllu sem þú tókst þér fyrir hendur af mikilli natni, má þar meðal annars nefna saumaskapinn. Kjólarnir sem voru saumaðir fyrir mennta- skólaböllin eru tryggilega geymdir auk annarra flíka eftir þig sem við hönnuðum og snið- um saman, enda mikil verð- mæti. Við eigum enn föt frá því við vorum sjálf ung börn og njóta okkar eigin börn nú góðs af því. Þó þú værir komin á dvalarheimilið varstu oft að búa til eitthvað. Síðast gafstu Ingi- björgu Sigríði hvíta prjónaða húfu sem hún notar í kuldan- um. Af ykkur afa fór gott orð og það virtust allir þekkja ykkur. Við vorum svo stolt af því að vera barnabörnin ykkar og enn stoltari að börnin okkar gátu átt með ykkur gæðastundir í svo langan tíma, það er ekkert sjálfgefið. Þú varst svo lífsglöð og elsk- aðir að vera umvafin fólki, enda áttirðu sæg af vinum og ætt- ingjum til að halda þér fé- lagsskap. Það hefur þó verið erfitt að þurfa skyndilega að kveðja afa, sem var kletturinn þinn í marga áratugi en var svo allt í einu farinn. Við það breyttist svo margt. Þú hafðir veikst áður en nú byrjaðir þú að veikjast illa. En það reynd- ist jafn lífsglaðri og sterkri konu erfitt að sleppa takinu á ástvinum sínum, enda sátum við sem fastast hjá þér og þú sigraðist á veikindunum í bili. Á þessu tímabili fæddust þér nokkrir erfingjar til viðbótar, þar á meðal barnabarnabarna- börn. Bráðum hættum við að geta talið allan þann fjölda barna sem bætast við stórfjölskyld- una, svo mikið er ríkidæmi ykkar afa. En þar kom að því að lík- aminn gat ekki meira og rétt fyrir jól komum við og kvödd- um þig. Við töluðum um að afi sæti örugglega með okkur í herberginu og biði eftir þér ró- legur, á meðan þú værir að kveðja alla. Það er falleg til- hugsun að nú séuð þið saman aftur. Takk fyrir allt, kæra amma, við munum sakna þín mikið. Fjóla og Kristján. Ég kallaði Siggu alltaf ömmu. Hún var amma stelpn- anna sem bjuggu á móti mér þegar ég var lítill. Þær kölluðu hana auðvitað ömmu og þá gerði ég það bara líka. Lengi vel fengum við systkinin jóla- gjafir frá Ömmu Siggu og Berta. Oft voru bækur í pökkunum og stundum kom það fyrir að pakkarnir höfðu víxlast. Ég fékk stelpubók og Herdís systir einhverja strákasögu. Þá var ekkert annað að gera en að skipta. Það komst þó í lag þeg- ar hún fór að merkja pakkana með nafni á einu horninu svo hún vissi hvaða miði átti að fara á hvaða pakka. Eftir að ég komst á ung- lingsár hitti ég ömmu Siggu ekki oft nema þá helst ef ég rakst á hana í búð eða í bak- aríinu. Hún tók alltaf svo vel á móti mér og mínum. Ég passaði þó upp á að heimsækja hana alltaf á aðfangadagsmorgun. Það var hefð sem ekki var í boði að sleppa. Ég held að ég hafi sleppt úr þremur eða fjór- um skiptum alveg síðan ég var krakki. Þá bara vegna þess að ég var ekki í Borgarnesi á að- fangadag. Það var alltaf gott að koma á Kveldúlfsgötuna. Með mandar- ínur og Quality Street á boð- stólum var mikið spjallað og auðvitað borðaði ég aldrei nóg þannig að ég fékk aðeins meira með mér í poka. Síðustu árin hefur Salka Snæbrá, dóttir mín, komið með mér og þá hefur hún fengið að njóta þess að fá gott í poka með frá ömmu. Það verður vitanlega öðruvísi að heimsækja ömmu Siggu héð- an í frá. En það stendur ekki til að breyta hefðinni. Við feðginin kveðjum ömmu Siggu með söknuði og sendum samúðarkveðjur til fjölskyld- unnar. Hrannar Traustason og Salka Snæbrá Hrannarsdóttir. Heiðurskonan Sigríður Guð- mundsdóttir hefur nú kvatt eft- ir langa og farsæla vegferð. Ég kynntist Siggu fljótlega eftir að ég flutti í Borgarnes haustið 1998 og með okkur tókst góð vinátta. Notalegi eldhúskrókurinn hjá þeim Berta í Kveldúlfsgöt- unni varð mér ljúfur samastað- ur, þar fann ég sömu umhyggju og hjá mínum kæru tengdafor- eldrum sem féllu frá um þetta leyti. Gestrisni Siggu var tak- markalaus og helst þurfti mað- ur að smakka tvisvar á öllum sortum. Allir voru velkomnir og hana munaði ekki um að gerast langamma barna í minni fjöl- skyldu. Hún fylgdist vel með öllu mínu ati í sjoppurekstri, á hótel Hamri eða í golfskálanum og sló sér á lær yfir ýmsum uppá- komum sem veitingakonan með athyglisbrestinn lenti í. Mér finnst ég ennþá heyra hana segja með andakt: „Ég trúi þessu ekki“ þegar ég sagði frá verkefnum mínum. Þau hjónin komu iðulega við á Shell og fengu sér ís og stundum hringdi Sigga og pantaði kótelettur í raspi, eink- um ef Kristján sonur þeirra var í heimsókn. Þegar þurfti að stytta buxur eða sauma gard- ínur í nýja húsið var Sigga boð- in og búin að aðstoða mig og vildi aldrei þiggja aðra borgun en ísinn eða tímarit úr sjopp- unni. Sigga var ættmóðir í orðsins fyllstu merkingu og fylgdist með afkomendum sínum af áhuga og naut þess að fá fólkið sitt í heimsókn. Ég get rétt ímyndað mér fjörið á jólunum þegar allir komu saman hjá afa og ömmu og spiluðu bingó og þá var mín kona sko búin að út- búa margar vinninga. Framlag þeirra hjónanna í þágu Golfklúbbs Borgarness verður seint fullþakkað en þar lögðu þau ásamt öðrum frum- herjum drjúga hönd á plóg. Sigga stóð vaktina í golfskál- anum og Albert átti ófá dags- verkin við endurbyggingu skál- ans og uppbyggingu vallarins. Það var oft mikið hlegið og grínast og félagar í golfklúbbn- um eiga ógleymanlegar minn- ingar frá samkomum þar sem Sigga tróð upp með gamanmál og skemmti sér og viðstöddum alveg konunglega. Þau hjónin voru afar sam- rýmd og því varð mikil breyt- ing á högum Siggu þegar Al- bert féll frá. Eftir að ég flutti suður fækkaði samverustund- um okkar en alltaf var gaman að heimsækja hana og skoða handavinnuna og myndir af af- komendunum. Við golfskvísurnar áttum glaða stund með Siggu á níræð- isafmælinu 2012, þegar við fylktum liði til hennar í Brák- arhlíð og sungum léttan brag, að sjálfsögðu við Síldarvalsinn, enda áttu þau Albert sína fyrstu fundi á Siglufirði. „Einn var svo sætur, af öðrum bar af aðdáun augun hún sperrti. Sinn lífstíðarförunaut fann hún þar því flottastur allra var Berti.“ Og nú er þessi elska örugg- lega komin í hlýja faðminn hans Berta. Ég veit að hann hefur beðið í óþreyju eftir henni og ekki yrði ég hissa þó englaskarinn sé farinn að skellihlæja með þeim Siggu á himneskum golfmótum á hinum sígrænu lendum eilífðarinnar. Við Hjörtur þökkum kærlega fyrir gefandi og glaðar sam- verustundir og biðjum Siggu blessunar í nýjum heimkynn- um. Önnubellu, Geira og allri fjölskyldunni sendum við inni- legar samúðarkveðjur, þau voru rík að eiga hana Siggu. Unnur Halldórsdóttir. Heiðursfélagi okkar hún Sig- ríður Halldóra Guðmundsdótt- ir. Hún Sigga okkar er fallin frá 91 árs að aldri, hún lést 23. desember 2013. Hún og Albert maður hennar voru frumkvöðl- ar í Golfklúbbi Borgarness. Al- bert lést 12. febrúar 2008. Við félagar í Golfklúbbi Borgarness eigum þeim hjón- um margt að þakka, allar ynd- islegu samverustundirnar. Ekki var haldin uppskeruhátíð án þess að Sigga kæmi þar að, fór hún með vísur sögur og brand- ara fékk hún alla til að hlæja með sér, hún var hrókur alls fagnaðar, alltaf gott og gaman að vera í návist hennar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við félagar í Golfklúbbi Borgarness kveðjum hana með virðingu og söknuði og þökkum henni allar góðar samveru- stundir. Megi algóður Guð blessa fjölskyldu hennar. Minn- ingin um yndislega konu lifir. Hvíl í friði, elsku Sigga. Fyrir hönd félaga í Golf- klúbbi Borgarness, Þóra Björgvinsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, UNNUR GUÐMUNDSDÓTTIR, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudaginn 5. janúar. Sigurþór Jóhannesson, Kristrún Jóhannesdóttir. ✝ Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, HANNES JÓHANNSSON frá Steinum, Sambýlinu Laugarbraut 8, Akranesi, lést föstudaginn 31. desember. Útför hans fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 11. janúar kl. 14.00. Þeir sem vilja minnast hans láti Þroskahjálp á Vesturlandi (0354-26-002067, kt 420283-0169) eða Sambýlið Laugarbraut 8, Akranesi (186-26-006910, kt. 691099-3779), njóta þess. Jóhann Oddsson, Valgerður Björnsdóttir og fjölskyldan á Steinum. ✝ Elskulegur faðir okkar, afi og langafi, KRISTINN EÐVARÐ GUÐJÓNSSON, Hrafnistu í Hafnarfirði, áður Tjarnarbraut 17, Hafnarfirði, lést sunnudaginn 5. janúar. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 17. janúar kl. 13.00. Tryggvi Anton Kristinsson, Snorri Lorentz Kristinsson, Anna Gréta Arngrímsdóttir, Reynir Kristinsson, Lilja Guðmundsdóttir, Ingvi Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og systir, PETRÍNA KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR, Grandahvarfi 8, Kópavogi, lést á Landspítala, deild 11G, þriðjudaginn 7. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Aðalsteinn Blöndal, Guðrún Blöndal, Gunnar Leifur Jónasson, Dagmar Blöndal, Arnar Þór Guðmundsson, Ásdís Blöndal, Gunnar Ingólfsson, barnabörn og systkini hinnar látnu. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR, Lilla frá Stað, Vestmannaeyjum, lést föstudaginn 3. janúar á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ. Útförin fer fram í kyrrþey að hennar ósk. Sigurbjörg Pétursdóttir, Jón Markússon, Ágúst Pétursson, Kolbrún Halldórsdóttir, Kristján Pétursson, Þórdís Oddsdóttir, Elí Pétursson, Lára Pétursdóttir, Bergþór Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA STEFÁNSDÓTTIR frá Hauganesi, lést á Dvalarheimilinu Dalbæ föstudaginn 3. janúar. Útförin fer fram frá Stærra-Árskógskirkju föstudaginn 10. janúar og hefst kl. 14.00. Anna Soffía Haraldsdóttir, Bragi Guðmundsson, Helga Níelsdóttir, Björn Friðþjófsson, Rósa Kristín Níelsdóttir, Benjamín Valgarðsson, Stefán Garðar Níelsson, Hulda Marín Njálsdóttir, Eyrún Níelsdóttir, Ómar Steindórsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.