Morgunblaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Hún sveif yfir hægt og hljótt, eins og hún hefði sjálf orðað það, án þess að trufla nokkurn mann. Hélt reisn fram á síðasta dag og hvarf á braut eftir skamma sjúkralegu allt eins og hún hafði sjálf óskað sér. Henn- ar verður sárt saknað enda var hún fasti punkturinn í lífi okk- ar. Hún var hraust og dugleg til allra verka og stundaði sund fram á síðustu ár. Lét sig ekki muna um að fara fótgangandi í sundlaugarnar eða til að heim- sækja okkur í Kópavoginn svo lengi sem kraftar hennar leyfðu. Eftir hana liggur mikið handverk af ýmsu tagi en hún saknaði þess mest hin síðari ár að geta ekki sinnt þeirri iðju. Það var alla tíð gestkvæmt hjá henni og flestir sem kynnt- ust henni héldu tryggð við hana. Eldhúsið var hennar fé- lagsheimili og margir eiga góð- ar minningar frá því að hafa setið við eldhúsborðið hjá henni, notið samverunnar, þegið veitingar og tíu dropa af kaffi. Hún hlustaði af athygli, gaf góð ráð, sýndi vinum og vanda- mönnum umhyggju og fylgdist jafnframt með lífshlaupi þeirra. Ekki er hægt að hugsa sér betri ömmu. Vakin og sofin yfir velferð okkar barnabarnanna, glettin og góð og sá það já- kvæða í fari fólks. Kenndi okk- ur gömlu íslensku dægurlögin sem við söngluðum samhliða máltökunni. Ólík tungumál komu ekki í veg fyrir góð sam- skipti. Fræg eru kynni hennar af hollenskum hjónum og símtöl hennar við þau þar sem hver talaði með sínu nefi. Hún sýndi vinum okkar áhuga, spurðist fyrir um þá og tók vel á móti Ágústa Guðjónsdóttir ✝ Ágústa Guð-jónsdóttir fæddist á Eiríks- bakka í Bisk- upstungum 1. nóv- ember 1921. Hún lést á Landspít- alanum 17. desem- ber 2013 og fór út- förin fram frá Fossvogskirkju 7. janúar 2014. þeim í kaffi og pönnukökur. Það var einstaklega gott andrúmsloft við eldhúsborðið hennar og allir fóru glaðir frá fundi við hana. Líf hennar snerist meira um umhyggju fyrir öðrum en eigin hag. Hún var hress í anda allt fram á síðasta dag, pírði augun og sá spaugilegu hliðar tilverunnar. Á síðustu árum upplifði hún bernskuslóðirnar á nýja hátt þegar hún dvaldi með okkur á Eiríksbakka um helgar og á sumrin. Í sumar sem leið var hún hrókur alls fagnaðar á harmonikkudansleik sem við héldum þar fyrir vini okkar og sveitunga. Gleðiglampi skein úr augum hennar og ekki ólíklegt að löngu liðnir dansleikir ung- lingsáranna hafi rifjast upp. Alla tíð naut hún þess að segja okkur frá lífinu eins og það var í Tungunum og við urðum margs vísari um lífsbaráttu fólks í sveitinni á þeim tíma þegar hún var að vaxa úr grasi. Að leiðarlokum viljum við þakka móður, tengdamóður og ömmu fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum með henni. Við þökkum jafnframt öllum þeim sem sýndu henni ástúð og vináttu og endurguldu henni þá tryggð sem var hennar aðals- merki í lífinu. Blessuð sé minn- ing hennar. Kristján, Guðrún, Skarphéðinn, Einar og Margrét Anna. Það er bjart yfir minningunni úr Sólheimum þegar ég hugsa til tengdamóður minnar, Ágústu Guðjónsdóttur. Þar bjuggu þau Skarphéðinn og Ágústa þegar við Lóa fundum hvort annað. Heimilið var bjart- ur heimur eins og heiti göt- unnar ber með sér enda réð þar ríkjum vinátta, góðvild og mikil glaðværð. Heimilisbragurinn var með þeim hætti að það hafði áhrif á alla sem þangað komu. Við fórum ríkari frá hverri heimsókn og það er ein- mitt það sem einkennir minn- ingar mínar um mæta tengda- móður. Frá henni fór ég ætíð með gott veganesti út í dagsins önn. Og núna, þegar hún er fall- in frá eftir liðlega fjörutíu ára samfylgd, langar mig að orða það þannig að þessi einstaka kona hefur sannarlega nestað mig til allra ferða sem ég á ófarnar í framtíðinni. Það er stórt skarð fyrir skildi enda skipaði hún stóran sess í hjarta mér. Svarið mitt við því er að heiðra minningu hennar sem var alltaf ljúf, alltaf hlýleg, alltaf þess albúin að hlusta og spjalla. Hún hafði einhvern sér- stakan skilning á reynslu ann- arra og var einstaklega fær um að setja sig í spor annarra. Þannig opnaði hún spjallið, en það var í fullu samræmi við áhuga hennar á líðan og skoðun annarra. Hún virti skoðanir en var hreint ekki alltaf sammála. Það var þó á þann einstaka hátt að hún var jákvæð og opin. Og það var ekki bara þannig að hún sæi ekki neikvæðni heldur hafði hún einstaka gáfu til að breyta neikvæðu í jákvætt. Einhvern veginn held ég að við getum lengi lært af lífs- viðhorfi Ágústu hvernig hægt er að mæta hverju sem er. Það sýndi hún vel í veikindum Skarphéðins og þegar Guðjón sonur þeirra féll frá á besta aldri. Heimilið var henni allt og yfir það breiddi hún yndisleik og ástúð. Fyrir það erum við þakklát og þakka ég góðum Guði fyrir vinskapinn og tryggðina en líka fyrir ómet- anlegt atlæti í garð barna okkar og barnabarna þessara einstöku hjóna. Baklandið hefur sannar- lega verið gott á Eiríksbakka og átthagar hennar ríkir að hafa alið slíka konu. Þeim fjár- sjóði sem henni var falinn skil- aði hún ríkulega til næstu kyn- slóða. Á þessum tíma eftir jól og áramót kemur eitt sálmavers öðru fremur upp í huga, en það hefst á orðunum „Kynslóðir koma, kynslóðir fara.“ Minning- in verði gleði okkar. Það er kveðja mín og hjartans þökk fyrir sólargeislana í kringum Ágústu Guðjónsdóttur. Magnús Kristinsson. Það er með miklum söknuði sem ég kveð ömmu Ágústu. Amma var líklega allra ömmu- legasta amma sem hægt er að hugsa sér. Hún bakaði pönnu- kökur, prjónaði peysur, eldaði grjónagraut og gerði þetta allt saman skellihlæjandi. Hlýjan frá henni gat hitað upp heilu húsin og það var ekki hægt annað en að komast í gott skap þegar hún hló. Ég var svo heppinn að fá að búa hjá ömmu í tæplega tvö ár. Ég hafði fengið inni í Verzl- unarskólanum og foreldrum mínum fannst ekki koma til greina að ég færi að flytja frá Eyjum og búa einn í Reykjavík. Amma tók mér opnum örmum og er ég afar þakklátur fyrir tímann sem ég bjó hjá henni. Amma var lítið að skipta sér af náminu hjá mér og treysti mér fyllilega til þess að sjá um það sjálfur. Hún hafði öllu meiri áhyggjur af því hvort ég nærð- ist nóg og passaði vel upp á að alltaf væru kökur á borðum með kaffinu og góður matur á kvöldin. Ef eitthvað var eftir á fatinu horfði hún á mig og sagði: „Magnús, við skulum nú ekki fara að leifa.“ Það kom því ekkert annað til greina en að klára matinn og var ég því í góðum holdum eftir fyrsta vet- urinn hjá ömmu. Húmor skorti hana ekki og við gátum hlegið og grínast svo tímunum skipti. Sama hvað ég reyndi náði ég aldrei að fá hana til að tala um pólitík. Jákvæðni og virðing fyr- ir fólki voru alltaf í fyrirrúmi. Á síðustu árum þegar heilsunni var farið að hraka kvartaði hún aldrei og sagðist alltaf hafa það „bara svipað“. Svo setti hún kaffikönnuna í gang, bauð mér upp á malt og dró fram að minnsta kosti tvær tegundir af kökum. Það er nú líkast til. Amma hafði lifað tímana tvenna og þess vegna gat mað- ur stundum fengið upp úr henni ótrúlegar sögur. Við Skarphéð- inn spurðum hana á ferming- ardegi Margrétar Önnu hvernig fermingardagurinn hennar sjálfrar hefði eiginlega verið. Hófst þá löng frásögn af ferða- laginu í kirkjuna þar sem riðið var á hestum yfir ár og vötn. Fyrir okkur hljómaði þetta auð- vitað ótrúlega og ég get rétt ímyndað mér hvernig það hljómaði í hennar eyrum þegar við sögðum henni frá einhverju sem var að gerast á facebook eða instagram. Minningin um Ágústu Guð- jónsdóttur mun lifa. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt hana að og tek mér lífsgleði og já- kvæðni hennar til fyrirmyndar. Takk fyrir allt, amma mín. Magnús Berg. Elsku amma mín, mikið fannst mér sárt að fá símtalið um að þú hefðir kvatt okkur. En nú veit ég að þér líður vel. Þú varst alltaf svo góð og glöð, já glöð, nú veit ég líka að hlát- urinn lengir lífið, amma! Níutíu og tveggja ára – þvílík hetja, gerðir nánast allt sjálf en marg- ir hlutir voru orðnir þér erfiðir. Þegar við fluttum til Reykjavík- ur árið 2000 fórum við með krakkana í sunnudagaskólann á hverjum sunnudagsmorgni og eftir það komum við til þín. Þú varst búin að elda handa okkur grjónagraut og eftir það kölluðu krakkarnir þig „Ömmu grjónó“. Það þurfti svo lítið til að gleðja þig, smáinnlit stytti daginn mikið fyrir þig og við vorum dugleg að renna við hjá þér í einn kaffi og hjónabandssælu, stundum malt og stundum bara vatn, sem þér fannst nú frekar leiðinlegt vildir gera svo vel við alla. Elsku amma, ég hugsa til þín á hverjum degi og hverja mín- útu og fannst mjög erfitt að fara til Reykjavíkur og koma ekki við í Ofanleitinu. Ég veit að afi Skarphéðinn og Guðjón frændi hafa tekið vel á móti þér. Elska þig endalaust. Hvíl í friði, elsku amma mín. Þín Elfa Ágústa. Hvort sem var í Sólheimum eða í Ofanleiti heyrðist stundum raulað úr eldhúsinu „hæ, hæ, hæ“. Þetta var notaleg vísa og margoft hef ég vísað í hana þó maður hafi sem unglingur kannski flissað yfir söngnum. Það er óraunverulegt að vita ekki af ömmu í sínu sæti í eld- húsinu enda var maður ekki viðbúinn því að hún kveddi svo fljótt sem raun bar vitni. Fyrir nokkru þegar ég heim- sótti hana með dóttur mína, þá innan við ársgamla, sagði hún mér frá því hvað hún hefði verið heppin á sínum tíma að hafa eignast barnavagn. Hún hefði getað farið með barnið í rútu eða strætó og svo gengið dágóð- an spöl að mér skildist til að heimsækja afa sem var á sjúkrahúsi á Vífilsstöðum. Í raun er ekki svo langur tími síðan þetta var en manni finnst aðstæður hafa nokkuð breyst síðan þá. Það var atriði hjá krökkunum mínum þegar að komið var til ömmu að komast í nuddið í la- zyboy-stólnum. Þegar þau voru minni voru það sessurnar á eld- hússtólunum sem voru notaðar sem leikfang. Amma naut þess mjög að fá langömmubörnin heim til sín og fylgjast með uppátækjum þeirra. Blessuð sé minning ömmu Ágústu. Selma Hafliðadóttir. Um hádegisbilið 17. desem- ber sl. hringdi Sigfinna Lóa og tjáði okkur að móðir hennar, hún Ágústa, hefði látist þá um nóttina. Manni bregður alltaf við slíkar fréttir þrátt fyrir að aldurinn sem slíkur bankaði á dyrnar. Ágústa blessunin lenti í því að detta og lærbrotna og fór hún í aðgerð í kjölfarið, sem lík- aminn ekki þoldi. Kallið var komið. Við hjónin kynntumst Ágústu í gegnum Lóu dóttur hennar þegar gaus í Eyjum. Þau kynni urðu hreint frábær. Jafnan var kíkt í kaffi er við vorum á ferð- inni og eftir að við eignuðumst íbúð í næsta húsi við hana í Sól- heimunum varð kaffisopinn daglegur er dvalið var í bænum. Ágústa var ein af þessum ljúfu og góðu konum. Hún var alltaf hress og vildi allt fyrir alla gera. Eldri sonur okkar naut góðs af góðvild hennar, þegar hann hélt í skóla til Reykjavíkur. Þá var hún Ágústa svo sannarlega betri en engin og urðu þau góðir vinir og ræddu málin oft og lengi yfir tebolla. Ágústa, við þökkum þér vin- samlegheitin og vinskapinn í gegnum tíðina. Alla ferða- og komukaffibollana, eins og við kölluðum þá okkar í millum og spjallið er þeim fylgdi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þér hefur örugglega verið vel tekið hand- an móðunnar miklu. Kæru systkin og fjölskyldur, við sendum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur og megi algóður Guð styrkja ykkur í sorginni. Sverrir og Kolbrún. Ágústa, kær vinkona mín, er nú látin í hárri elli. Ég kynntist henni fyrir allmörgum árum. Tildrög þess voru að tengdason- ur hennar, Magnús, og dóttir, Lóa, sem búa í Vestmannaeyj- um höfðu miklar áhyggjur af henni. Hún bjó ein í góðri íbúð við Ofanleiti, sá alveg um sig sjálf en leiddist einveran. Hún var mjög mannblendin, elskaði að hafa fólk í kringum sig. Sem dæmi um það leigði hún t.d. tveimur hollenskum stúlkum herbergi þegar hún var með stóra íbúð í Sólheimum. Þessar tvær hafa alltaf haft samband við hana, heimsótt hana og fjöl- skyldu hennar síðan. Þær meira að segja skírðu syni sína annan Ágúst og hinn Magnús henni til heiðurs. Fjöldi unglinga fékk að búa hjá henni meðan á skólagöngu þeirra stóð í Reykjavík. Ég fór að venja komur mínar til henn- ar, mætti í gegnum árin á mið- vikudögum, lengi vel fórum við í góða bíltúra t.d. til Hvera- gerðis, Selfoss og suður með sjó. Við heimsóttum oft vinkon- ur hennar og mágkonu, svil- konu. Hún veitti mér góða sýn á líf- ið í sveitinni á Eiríksstöðum. Móðurmissi og hvernig fólk komst af á árum áður. Hvernig fólk skemmti sér og hvað það var gaman að vera til. Hún fór tvisvar til þrisvar á ári í hvíldarinnlögn á Hrafnistu, hún elskaði að vera þar, hitta fólk og vera í öryggi. Flestir vilja vera heima hjá sér eins lengi og hægt er. Þegar fólki finnst tími til kominn að fara á dvalarheimili á að sjálf- sögðu að vera pláss til staðar. Af því að hún átti íbúð og var ekki heilaskert kom hún ekki til greina. Það var þrifið hjá henni tvisvar í mánuði. Hjúkrunar- konur komu kvölds og morgna að sinna henni sl. ár sem hún mat mikils. Það er dapurlegt að fólki sé meinað að njóta ellinnar eins og það vill. Hún sem var svo félagslynd hefði gjarnan viljað komast á dvalarheimili. Ágústa á yndislega fjölskyldu sem allt vildi fyrir hana gera, sem hún var afskaplega þakklát fyrir. Lóa t.d. var í viku hjá henni um daginn sem hún var himinlifandi yfir. Öll börnin komu eða létu heyra í sér daglega, þar var Guðrún tengdadóttir hennar ekki undanskilin. Það er dásam- legt að eiga svona góða að enda kunni hún að meta það. Ég vil þakka henni allar ánægjustundirnar sem við átt- um saman. Það er mannbæt- andi að þekkja fólk eins og Ágústu. Að leiðarlokum bið ég henni blessunar og öllu hennar fólki. Guð gefi öllum birtu og yl, gleði, hreki úr brjóstum hryggð. Að leiðarlokum ég þakka vil langa vináttu, hlýju og tryggð. (sa) Sigurbjörg Axelsdóttir. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir) Það fór margt í gegnum hug- ann þegar mamma sagði mér á sunnudagsmorgni að Dúddi frændi hefði kvatt fyrr um nótt- ina. Tárin streymdu ósjálfrátt. Ég mun alltaf vera þakklát fyrir þá heppni að hafa farið og heim- sótt hann daginn áður og fengið að smella einum kossi á kinn hans og kveðja hann í hinsta sinn. Dúddi frændi er sá maður sem manni þótti svo hrikalega vænt um – hann var eitthvern- veginn ekki bara Dúddi frændi, hann var svo miklu miklu meira. Dúddi var fyrirmyndar maður, Þorvarður Þorvarðarson ✝ Þorvarður Þor-varðarson fæddist 24. júlí 1927 í Hafnarfirði. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eir sunudaginn 29. des- ember 2013 og fór útförin fram frá Grensáskirkju 7. janúar 2014. skemmtilegur, góð- hjartaður og alveg einstaklega dugleg- ur. Það sem kemur upp í hugann núna er að hann sagði alltaf „halló halló“ en ekki bara „halló“, ég pældi mikið í þessu sem barn, afhverju að segja halló tvisvar en ekki einu sinni, þetta fannst mér einkenna Dúdda ásamt því að hafa verið svo einstaklega góðhjartaður – hann vildi öllum vel. Ég mun minnast Dúdda alla mína tíð. Minning um góðan mann mun lifa. Hvíldu í friði, elsku frændi. Þín frænka. Þóra Björg Abigael. Mikið var ég fegin að hafa heimsótt þig, elsku Dúddi minn, hinn 28. desember. Að þú mynd- ir kveðja nokkrum tímum seinna kom mér ekki á óvart. Eitthvað fannst mér við andardrátt þinn og húðlit og svo mjög af þér dregið. Þegar ég sá þig var verið að leiða þig fram í göngugrind- inni til að gera þig fínan. Þú hefðir nú miklu frekar viljað fá að lifa Erlu, þú barst hana alltaf á höndum þér, en þessu fáum við víst ekki ráðið. Hugurinn reikar aftur í tím- ann þar sem ég skottast með mömmu í heimsókn til ykkar í Brekkugerðið og í bíóið. Þegar talað var um Dúdda þá var það Dúddi og Erla í sama orðinu enda voru þið svo samrýmd og ástfangin hjón. Erla svo mikill töffari, akandi um á Mustang, þú með áhyggjur af hvað hún keyrði greitt, ljúf og góð kona. Stundum varð maður að snúa til baka og hringja í símann þegar maður stóð fyrir utan, því Erla var með kántríið í botni. Fallega húsið ykkar var ævintýraheimur fyrir unga að heimsækja, þar var sundlaug og garður á þak- inu. Þið svo þægileg heim að sækja. Allar samverustundirnar með stórfjölskyldunni sem voru aldeilis skemmtilegar og jóla- boðin alveg frábær á árum áður. Þið voruð sex systkinin og öll með börn á svipuðu reki, svo það var mikið fjör. Þú réðst mig, 12 ára stelpuskott, í sætavísustarf í bíóið og var ég hjá þér í vinnu í nokkur ár með skóla og einnig var Þórður frændi þar við störf. Þið bræður voru miklir öðlingar og miklir vinir og þú saknaðir hans alltaf sárt eftir fráfall hans. Það var líka mikið fjör í sveitinni þinni á Fellsströnd í „den“ þar sem þið nutuð ykkar svo sann- arlega, þú, Erla og fjölskyldan ykkar. Það var svo sannarlega alltaf mikill samgangur hjá okk- ur, Dúddi minn, og eftir að mamma heitin dó þá hringdi ég ekki bara í þig, heldur þú líka í mig og það þótti mér svo vænt um. Það er svo sannarlega mikið vinarþel í því. Á öllum gleði- og sorgarstundum voru þið Erla með okkur og við með ykkur. Elsku Dúddi minn, áfram fylgist ég með Erlu og heimsæki hana á morgun. Þá er afmælisdag- urinn hennar og verð ég með pönnsur í farteskinu þar sem það er hennar uppáhald. Nú ertu kominn til uppáhalds- frænku og -frænda, mömmu og pabba og hafa þau örugglega tekið fagnandi á móti þér ásamt fleirum. Þú berð þeim kveðju mína. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum.) Við Garðar og fjölskyldan okkar öll, minnumst góðs frænda sem var okkur svo kær. Samúðarkveðjur sendum við Hjalta og Ernu, Erni og Karitas og fjölskyldum þeirra. Hafdís.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.