Morgunblaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014
Ein með öllu Jólaskreytingarnar voru teknar niður í Borgarpylsum í Skeifunni í gær en þó skreytingarnar séu ekki lengur til staðar stendur pylsan í brauðinu áfram fyrir sínu.
Golli
Ríkið og sveitarfélög
hafa á undanförnum
árum verið dugleg við
að leggja steina í götur
einkafyrirtækja. Lög
hafa verið sett og regl-
ur hertar sem þrengja
að einstaklingum í
rekstri, auka kostnað
og fækka möguleikum
þeirra.
Það hefur andað
köldu í garð einkafyrirtækja allt frá
hruni fjármálakerfisins. Í hugar-
heimi ríkisstjórnar Samfylkingar og
Vinstri grænna var sjálfstæði at-
vinnurekandinn litinn hornauga.
Meirihluti Samfylkingar og Besta
flokksins í borgarstjórn hefur fylgt
hugmyndafræði vinstri stjórn-
arinnar dyggilega allt frá byrjun.
Frekar skal urðað
Einkafyrirtæki hefur óskað eftir
leyfi til að safna lífrænum úrgangi
frá heimilum í Reykjavík, en fær
ekki. Borgarráð hafnaði beiðninni á
þeirri forsendu að um „grunnþjón-
ustu“ sé að ræða sem sveitarfélag
eigi að veita. Engu skiptir þótt
Reykjavíkurborg sinni ekki þessari
þjónustu. Einkafyrirtæki skal ekki
fá leyfið.
Í athyglisverðri frétt
Björns Malmquist,
fréttamanns Ríkis-
útvarpsins, síðastliðinn
sunnudag kom fram að
borgin muni ekki geta
boðið borgarbúum
„grunnþjónustuna“ að
minnsta kosti næstu
tvö árin. Sorpa, sem er
byggðasamlag sveitar-
félaga á höfuðborg-
arsvæðinu, áformar að
reisa endurvinnslustöð
fyrir lífrænan úrgang.
Kostnaðurinn er a.m.k. 2,5 millj-
arðar króna og endurvinnslan verð-
ur ekki tilbúin fyrr en 2016 ef áætl-
anir ganga eftir. Á sama tíma geta
heimili á höfuðborgarsvæðinu ekki
skilað frá sér lífrænum úrgangi
ólíkt íbúum Akureyrar og Dalvíkur
sem hafa undanfarin ár flokkað líf-
rænt sorp sem nýtt er til moltu-
gerðar. Þessa þjónustu veitir Gáma-
þjónustan í samstarfi við
sveitarfélögin. Sama fyrirtæki fær
ekki að bjóða sína þjónustu í
Reykjavík.
Merkilegt er að meirihluti borg-
arstjórnar, sem í orði segist hafa
gildi umhverfisverndar í hávegum,
komi í veg fyrir að einkafyrirtæki
geti stundað endurvinnslu sem hið
opinbera sinnir ekki og mun ekki
sinna a.m.k. næstu árin. Það er talið
betra að urða lífrænan úrgang í
nokkur ár í viðbót en að gefa einka-
fyrirtæki tækifæri til að endurvinna
hann og nýta til moltugerðar. Engu
er líkara en að einstaklingar og fyr-
irtæki þeirra megi ekki koma að
náttúruvernd og endurvinnslu.
Ekki í fyrsta skipti
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
borgarstjórn hefur lagt steina í göt-
ur einkafyrirtækisins. Fyrir sex ár-
um hóf Gámaþjónustan að bjóða
borgarbúum upp á Endurvinnslu-
tunnuna. Fyrir þjónustuna er greitt
fast gjald auk virðisaukaskatts. En
borgaryfirvöld töldu nauðsynlegt að
bregðast við uppgangi einkafyrir-
tækis, enda í anda hugmyndafræð-
innar sem fylgt er. Elías Ólafsson,
stjórnarformaður Gámaþjónust-
unnar, sagði í grein sem birtist í
Fréttablaðinu 14. desember síðast-
liðinn:
„Nokkrum misserum síðar hóf
Reykjavíkurborg að bjóða upp á
bláa tunnu fyrir pappír og fleira og
innheimti fyrir þjónustuna með
hækkuðum fasteignagjöldum og var
enginn virðisaukaskattur lagður á.
Gámaþjónustan benti yfirvöldum
samkeppnismála á þetta en ekkert
var aðhafst á þeim tíma.“
Elías benti á að árið 2012 hefði al-
mennt sorphirðugjald Reykjavík-
urborgar hækkað um 14% en þjón-
ustugjald fyrir blátunnu lækkað um
12%. Samkvæmt fjárhagsáætlun er
ætlunin að hækka almenna gjaldið
enn frekar en lækka gjaldið fyrir
blátunnuna um 2%. Þannig er reynt
að drepa einkafyrirtækið og bola
því út af markaðinum. Yfirvöld sam-
keppnismála sitja þögul hjá og að-
hafast ekkert.
Verkefni ríkis og sveitarfélaga
Fyrir hrun bankakerfisins glímdi
sjálfstæði atvinnurekandinn við
stórfyrirtæki sem höfðu, að því er
virtist, ótakmarkaðan aðgang að
láns- og áhættufé. Staðan var ójöfn
og varð verri undir stjórn Samfylk-
ingar og Vinstri grænna. Þeir sem
höfðu rekið fyrirtæki sín af skyn-
semi og forðast skuldsetningu voru
látnir axla þungar byrðar í formi
hærri skatta, aukins eftirlits og
flóknara regluverks.
Ég hef bent á það áður í greinum
hér í Morgunblaðinu að eftir hrun
var innleidd ný vinnuregla: Stór og
skuldsett fyrirtæki voru sett í gjör-
gæslu, þeim stungið í súrefnisvélar
banka og lífeyrissjóða, skuldir af-
skrifaðar og þeim gert kleift að
halda rekstri áfram. Eigendur ann-
arra fyrirtækja sátu eftir og urðu að
sætta sig við að aftur væri vitlaust
gefið. Sjálfstæði atvinnurekandinn
hefur því þurft að berjast við stórar
fyrirtækjasamsteypur sem fengu
nýtt líf samhliða því að verjast
ágangi hins opinbera líkt og varn-
arbarátta Gámaþjónustunnar sýnir.
Það er verkefni ríkisstjórnar
Framsóknarflokks og Sjálfstæð-
isflokks að snúa þessari þróun við.
Það verður gert með einfaldara
regluverki, lægri opinberum gjöld-
um og jákvæðu viðhorfi til atvinnu-
rekstrar.
Með öðrum orðum: Ríkisstjórnin
á að taka þá steina sem lagðir hafa
verið í götu einkaframtaksins. En
sveitarfélög verða einnig að koma
að verkefninu. Á kosningaári væri
ekki úr vegi að kjósendur hugi að
stefnu og hugmyndafræði þeirra
sem sækjast eftir að setjast í sveit-
arstjórnir. Höfuðborgarbúar ættu
a.m.k. að hugleiða hvort þeir vilji að
meirihluti borgarstjórnar fái umboð
til að halda baráttunni gegn einka-
framtakinu áfram.
Eftir Óla Björn
Kárason »Engu er líkara en að
einstaklingar og fyr-
irtæki þeirra megi ekki
koma að náttúruvernd
og endurvinnslu.
Óli Björn Kárason
Höfundur er varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokksins.
Barist gegn einkaframtakinu