Morgunblaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Margvíslegmeið-yrði hafa löngum ver- ið fylgifiskur op- inberrar umræðu og verða án efa á meðan fólk hefur frelsi til að tjá sig. Sumir sjást ekki fyrir í umræðunni og meiða aðra með ummæl- um sínum án þess að það sé ætlunin. Aðrir eru síbrota- menn á þessu sviði og fara skipulega og vísvitandi yfir þau mörk sem almennt eru viðurkennd í opinberri um- ræðu. Hér á landi er meðal ann- ars dæmi um fjölmiðil sem hegðar sér með þessum hætti og fjöldi dæma um þá sem á vefnum, ýmist á eigin vefsíðum eða í athuga- semdakerfum annarra, gera sig seka um síendurtekin brot. Vegna framkomu af þessu tagi hefur verið nauðsynlegt að hafa meiðyrðalöggjöf til að reyna að verja almenning fyrir slíkum skrifum og þess háttar löggjöf þekkist bæði hér á landi og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Englendingar hafa þar til nýlega gengið lengra en aðr- ar þjóðir í þessum efnum og af þeim sökum hefur orðið til þar í landi það sem kallað hefur verið meiðyrðatúrismi og hafa Íslendingar nýtt sér hann, eða kannski frekar misnotað, og líka orðið fyrir barðinu á honum. Kröfur um sönnunarbyrði voru lægri en eru í þeirri löggjöf sem ný- lega tók gildi og gamla lög- gjöfin var gjarnan nýtt af efnamönnum sem vildu koma höggi á gagnrýnendur sína og hindra gagnrýnina. Lítið annað þurfti til en að gagnrýnin væri á ensku og þá töldu enskir dómstólar málin eiga erindi til sín og felldu hiklaust þunga dóma. Nú hefur lögunum verið breytt þannig að sýna þarf fram á að augljóst sé að England, eða Wales þar sem löggjöfin gildir einnig, sé mest viðeigandi staðurinn fyrir lögsóknina. Þar með mundu mörg þeirra mála sem hingað til hafa lent fyrir þessum dómstólum falla um sjálf sig. Þá munu kærendur frekar en áður þurfa að sýna fram á að þeir hafi orðið fyr- ir alvarlegum skaða og í til- viki fyrirtækja felur það í sér að þau sýni fram á að þau hafi orðið fyrir eða séu lík- leg til að verða fyrir umtals- verðu fjárhags- legu tjóni vegna tiltekinna ummæla. Dómsmálaráherra Breta segir að löggjöfin nýja muni veita „sterkari vernd gegn ranglátum og ósanngjörnum hótunum um lögsókn gagn- vart þeim sem taka þátt í op- inberri umræðu“ og „gera efnamönnum eða fyr- irtækjum erfiðara um vik að vera með yfirgang eða þagga niður í þeim sem kunni að hafa réttilega gagnrýnt þau eða fram- leiðslu þeirra.“ „Þessi lagasetning mark- ar endalok langra og harðra átaka um að tryggja sann- gjarnt jafnvægi á milli rétt- arins sem felst í tjáning- arfrelsinu og möguleika fólks til að verja mannorð sitt,“ sagði ráðherrann. Meiðyrðalöggjöfin snýst einmitt um þennan línudans og að finna þetta mikilvæga jafnvægi. Tjáningarfrelsið er sjálfsagður réttur en hið sama gildir um rétt manna til að þurfa ekki að þola meiðandi ummæli um sig. Ensk löggjöf gekk of langt í aðra áttina og sumir efna- menn kusu að misnota hana í glímunni við þá sem minna máttu sín. Þetta hefur nú verið leiðrétt en um leið er sjálfsagt að hafa í huga að löggjöf verður að vernda þá sem verða fyrir ósannindum og meiðandi ummælum. Þetta er sérstaklega um- hugsunarvert og á vissan hátt vandasamara en áður á tímum þar sem allir sem vilja geta haft beinan að- gang að almenningi. Þetta er einnig vandasamt þegar til eru óvandaðir fjöl- miðlar sem víla ekki fyrir sér að reyna að níða af mönnum skóinn án þess að þeir hafi nokkuð til saka unnið nema ef til vill að fara í taugarnar á þeim sem ráða viðkomandi miðlum eða að þeir telji að miðillinn geti haft fjárhagslegan hag af sí- felldum árásum. Um leið og löggjöfin verður að tryggja tjáningarfrelsið þarf hún að ráða við að verja almenning gegn slíkum vinnubrögðum. Enskir dómstólar eru ekki lengur leik- völlur efnamanna sem vilja þagga nið- ur í gagnrýnendum} Meiðyrðalöggjöf endurskoðuð Þ að er sjaldgæft nú á dögum að skáld séu fengin til að yrkja kvæði fyrir samsæti, hátíðarfundi eða merk- isviðburði. Þetta var hins vegar regla fyrr á tíð. Það þóttu lítilfjör- legar samkomur sem ekki gáfu tilefni til að fá skáld til að semja brag sem sunginn var eða lesinn upp. Og þegar afi og amma voru ung var alsiða að blöðin birtu ljóð á forsíðu. Skáld- skapur þótti ekki ómerkilegra efni en fréttir eða meiningar um stjórnmál. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Þegar það gerist stöku sinnum nú á dögum að skáld eru kvödd til að yrkja af einhverju til- efni er mjög sjaldgæft að gerðar séu athuga- semdir við kveðskapinn. Hann er talinn á ábyrgð skáldsins. Sá sem pantar reynir ekki með neinu móti að hafa vit fyrir skáldinu eða þykjast geta verið dómbær um það hvort vel er ort eða ekki. Þetta er raunar, held ég, einkenni á afstöðu til lista almennt. Ef fyrirtæki til dæmis ræður listamann til að vinna eitthvert verk, segjum mála andlitsmynd eða móta brjóstmynd, þykir ekki annað við hæfi en að taka við verkinu án athugasemda. Listamenn eru orðnir að sér- fræðingum svona eins og verið sé að kalla til lögmann eða iðnaðarmann. Ritdómar um bækur og umsagnir um sýningar í fjölmiðlum geyma að sönnu aðfinnslur við skáldskap og listaverk, en það efni er utan þess sviðs sem ég er með í huga. Svo ég haldi mig við ljóðlistina: Meðan hún skipaði veglegri sess í þjóðfélaginu en nú er var þessu öðru vísi farið. Þá leyfðu menn sem pöntuðu ljóð sér að hafa skoðun á verki skáldsins. Hrósuðu eða höfnuðu eftir atvikum. Þeim stóð ekki á sama um verkið. Göptu ekki bara upp í skáldin. Menn höfðu tilfinningu fyrir ljóðlist af því að hún var partur af hversdagslegri tilveru þeirra. Mér kom þetta í hug þegar ég um daginn fletti fyrir tilviljun Þyrnum Þorsteins skálds Erlingssonar. Hann orti gjarnan tækifæris- kvæði eftir pöntun, en þau voru ekki alltaf samþykkt. Dæmi: Við kvæðið „Til minníngar um aftöku Jóns biskups Arasonar og sona hans“ skrifar Þorsteinn: „Kvæði þetta var ort fyrir samsæti það, er haldið var til minníngar um Jón Arason og sonu hans, en það fann ekki náð fyrir augliti forstöðunefndarinnar, er í voru biskup og landritari, og var vísað heim.“ Við kvæðið „Minni konúngs“ skrifar Þorsteinn: „Ort eftir beiðni Jóhannesar Jóhannessonar sýslumanns á Seyðisfirði til saungs við komu Friðriks 8. þángað, en Hannesi Hafstein þótti það ekki sæma.“ Og við kvæðið „Safnahúsið á Arnarhólstúni“ skrifar Þorsteinn: „Jeg gerði fyrst þessar vísur, en Hannesi Hafstein líkaði þær ekki og vildi jeg breytti þeim, það fjekst ekki, en jeg gerði þó hinar [„Höllin nýja“] um kvöldið.“ Ljóðskáldunum gömlu þótti sjálfsagt að menn hefðu sterkar skoðanir á verkum þeirra og létu þær í ljós. Ann- ars hefðu ljóðin ekki verið sá lifandi þáttur í tilverunni sem þau voru. Gaman væri að þessi tími kæmi aftur. gudmundur@mbl.is Pistill Guðmundur Magnússon STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is V axandi áhugi er á því víða um heim að tryggja betri vatnsbúskap í byggðu umhverfi, bæði til að nýta vatnið betur en ekki síður til að draga úr flóða- hættu sem aukist hefur vegna lofts- lagsbreytinga og þess hve mikið svæði í grennd við vötn og fljót fer nú undir malbik og steypu. Vatnið leitar því meira í ár og vötn. Fljótsdalshérað og fleiri sveitar- félög hyggjast nú fá ráðgjafarfyr- irtækið Alta í Reykjavík til að kynna tillögur um sjálfbært vatnafar, svo- nefndar „blágrænar ofanvatns- lausnir“ sem snúast einkum um að- ferðir til að nýta „blátt“ regnvatn sem næst staðnum þar sem það fellur og efla um leið grænan gróður í byggð. Slá menn þannig tvær flugur í einu höggi: losna við að leiða allt vatnið langar leiðir með dýrum frá- veitum en bæta samtímis umhverfið. Hjá Alta starfa um 10 sérfræð- ingar á ýmsum sviðum, þ.á m. lög- fræðingar og verkfræðingar. Fram- kvæmdastjórinn, Halldóra Hregg- viðsdóttir, er menntuð í jarðfræði og hagverkfræði og hafði umsjón með skipulagi vatnsbúskapar í Urriða- holtshverfinu í Garðabæ á sínum tíma. Hún flutti nýlega fyrirlestur um blágrænar lausnir á ráðstefnu í Reykjavík en hún hefur unnið að þessum málum um árabil. „Í Urriðaholti þurfti að innleiða þessar blágrænu lausnir vegna þess að hætta var á að vatnsborð Urriða- vatns, sem er fyrir neðan holtið, myndi lækka til muna ef allt regn- vatn hefði verið veitt í þessi venju- legu veitukerfi,“ segir Halldóra. „Við hefðum fjarlægt af vatnasviðinu vatn sem að hluta rann ella í Urriðavatn.“ Reynt að hægja á vatninu Hún segir að í grannlöndunum sé verið að leggja aukna áherslu á lausnir af þessu tagi en þar hafi verið meiri sveiflur í veðurfari en áður og mikil flóð valdið tjóni, m.a. í Kaup- mannahöfn fyrir skömmu. Fráveitu- kerfið anni því ekki að taka við öllu regnvatninu og sums staðar blandist saman skolp og regnvatn í lögnunum og flæði upp úr niðurföllum á göt- urnar í gömlu hverfunum. „Regnvatn rennur hratt niður í lagnakerfin, það gerist t.d. á hús- þökum og bílastæðum. Reynt er núna að draga úr hraðanum, hægja á vatninu. Notuð eru gróðurþök, einnig er reynt að láta vatn af húsum renna í garðana eða í púkk undir þeim og hannað hefur verið gegndræpt mal- bik sem hleypir vatninu niður í jarð- veginn. Einnig leika menn sér með að búa til svonefnd regnbeð þar sem vatnið getur setið í einn eða tvo daga. Það er þarna en sígur loks niður. Markmiðið er að hafa yfirborðið eins gegndræpt og kostur er.“ Halldóra segir að flóð vegna manngerða umhverfisins séu að sjálf- sögðu ekki jafnmikil hætta hérlendis og í þéttbýlli löndum. En umræddar lausnir leiði til minni stofn- og rekstr- arkostnaðar. Ekki sé þá verið að taka allt regnvatn og finna því farveg með lögnum neðanjarðar heldur sé reynt að nýta það ofanjarðar og þá með mun minni tilkostnaði. Hún bendir á að mengun stafi venjulega af því að of mikið safn- ist saman af ákveðnum efnum sem séu ekki endilega skaðleg í litlu magni. Vatn sé á sama hátt ekki til vandræða fyrr en búið sé að safna því saman, lykil- atriðið sé að dreifa því. Reynt að stöðva flökkulíf regnvatnsins Vatnsbúskapur Frá Urriðaholti í Garðabæ, aftar sést í Urriðavatn. Tryggja þurfti að hluti regnvatns rynni áfram í vatnið svo að það tæmdist ekki. Halldóra segir hugsunarháttinn þurfa að breytast. Ljóst sé að fagfólk á mörgum sviðum, ekki síst garðyrkjumenn, verði að koma að þessum málum. Í ljós hafi komið í Stokkhólmi að ís- lenskur vikur, sem er gljúpur, henti vel sem íblöndunarefni í mold þegar menn vilja fá regn- vatn til að sjatna í trjábeðum. Hún segir að í Noregi sé einnig mikið fjallað um blá- grænar lausnir. Óslóborg stefni að því að gras eða annar gróð- ur verði kominn á öll þök í gömlu borginni eftir nokkur ár. Sama er rætt í Bergen sem er víðfræg fyrir úrkomu, þar skipti líka miklu að að- greina betur holræsi, sem þurfa oft öflugar hreinsi- stöðvar og fráveitur fyrir regnvatn. Og í Bandaríkj- unum er vaxandi um- ræða um grasþök og kosti þeirra. Íslenskur vik- ur hentar vel AÐ FÁ VATN TIL AÐ SJATNA Halldóra Hreggviðsdóttir Þegar ljóðið skipti máli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.