Morgunblaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Tilboð/útboð Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka. Umsækjendur um húsaleigubætur í Reykjavík eru minntir á að skila umsókn fyrir árið 2014 til Þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar í síðasta lagi 16. janúar 2014. Þeir sem eiga lögheimili í Vesturbæ hafi samband við Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Hjarðarhaga 45-47, sími 411 1700. Þeir sem eiga lögheimili í Miðbæ eða Hlíðum hafi samband við Þjónustumiðstöð Miðborgar / Hlíða, Skúlagötu 21, sími 411 1600. Þeir sem eiga lögheimili í Laugardal eða Háaleiti hafi samband við Þjónustumiðstöð Laugardals / Háaleitis, Síðumúla 39, sími 411 1500. Þeir sem eiga lögheimili í Breiðholti hafi samband við Þjónustumiðstöð Breiðholts, Álfabakka 12, sími 411 1300. Þeir sem eiga lögheimili í Árbæ, Grafarholti eða Norðlingaholti hafi samband við Þjónustumiðstöð Árbæjar / Grafarholts, Hraunbæ 115, sími 411 1200. Þeir sem eiga lögheimili í Grafarvogi eða Kjalarnesi hafi samband við Þjónustumiðstöð Grafarvogs, Gylfaflöt 5, sími 411-1400. Sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar Velferðarsvið Húsaleigubætur Tilkynningar Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2013/2014, sbr. reglu- gerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 665, 10. júlí 2013 Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðar- lögum sbr. auglýsingu nr. 2/2014 í Stjórnar- tíðindum. Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög: Sveitarfélagið Skagafjörður (Sauðárkrókur og Hofsós) Umsóknum skal skilað til Fiskistofu ásamt samningi við vinnsluaðila, á eyðublöðum sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar (fiskistofa.is), og þar eru ofangreindar reglur einnig aðgengilegar. Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2014. Fiskistofa, 7. janúar 2014. Félagsstarf eldri borgara                             !  "   #   $   % & '&      (  %#   %)    *      ++, '& %!  + -! .   #   ++,      /.   .   %   ! ')   # .   (  0  1.  2 !   -  !      3    ! '&   ,     ! "#  (   1 #   ,  $ %   & '  * .     % !  4+,    45,   .  + %&   )%%  "+,  $ %   & %' (  /#   4    , . %   + !     $+,  %  )  * " (  2 %      *  6 .  +, * .   + 7       +,    #+,      &-  -.     4, ,  3! &  ! *      8   +, ! %  1 & ! &. 9   :)  (   $ ;& )  ,< 1      ! )       -  *   (  / ) &   4=+ >  1 & %  4 ' ! !?&)  , -   ! &   ,+, -# !     5 * .  1 & %  + @% / ) &   <+,6 3       +,   &  A &      46"+, B  = %    46"+, 1       , 1    + &#    9  %#        +,  . ) 9       1 ! ( & #   (! C %   &    > .!  . .     8  <,, .-  /  * . =)   4 * )   8   4 '   + .   A) *   ,6+, '&   )%%  ,  < 54  ) >!      ( ==% &  + '    * )  + (  &  " C % & 5<  ) ."  /0/  ;&   +, 4+, '? &   46+  6  . &    #  3    4  1 )  1.  ,+,     #     1 )  7   ++,   . &          +, .- (  D  "<, .  %   <, . 6    4    , .    + !      +, 1+,   &,  *   ! -&.  &   <+, >! 6   ! (    $+, %#   E  ! ! <<6+$$ FFF  23 &"  9   ++,    - )         &    .  4    -    ++, * ! A  /  7 6  & 1  0  C&      A! 6      !    - .  4   /      +, /      4< ( 6 &  ,< * )   8   ,65 '&  &     .   '& %!  , 5   6  1  =    4 18   G  H  4< 18   G%#  H  ,< *  .  +, /#   5 3    ! '&   5, @)   + - .  +, 5    %  )  '& %  4  .   4+,  ! '&   55,     5+, !  .      3  %     Félagslíf I.O.O.F. 7.  194080171/2 Á.S.  HELGAFELL 6014010819 VI  GLITNIR 6014010819 I H&V. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Háaleitisbraut 58–60 Samkoma í kvöld kl. 20. Ferðasaga frá Eþíópíu. Ræðumaður Kristján Sverrisson. Allir velkomnir. Smáauglýsingar Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Múrarameistari vanur flísalögn- um. Þarf að endurnýja baðherbergið? Farga gömlu flísunum og flísalegg. Verð frá 2.000 kr./fm. Almenn múr- vinna. Tilboð/tímavinna. S. 867 0952, www.murverk.weebly.com Til sölu Útsala - Útsala - Útsala Úrval af handskornum kristals- glösum. Matarósin, halastjarnan og fleiri gerðir. – Handskornir tré- munir og kristalsljósakrónur. Gjafavara á góðu verði. Slóvak Kristall, Dalvegi 16 b, 201 Kópavogi, s. 544 4333. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bílaþjónusta Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Húsviðhald Tek að mér ýmis smærri verk. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Húsaviðgerðir www.husco.is Sími 555-1947 | Gsm 894-0217 Hinn 19. desember lést amma mín Þórdís. Hún var mér bæði uppalandi og leiðbeinandi á lífsins leið. Traust og trú, dugleg með eindæmum. Konan á bak við ótal marga aðstand- endur sem lærðu af henni að lífið er meira en bara leikur. Hún var fram á síðasta dag baráttukona – en varð að láta undan og hverfa á æðra til- verustig. Þiggja nauðsynlega hvíld. Við amma vorum vinkonur. Hún var góð en ströng. Ég vandaði mig við það að gera henni til hæfis. Lærði lítil að fara út með gulu fötuna sem hún notaði fyrir þvottabala og hengja út þvott. Lærði að „slá úr lopasokkum“ á steini. Gera veislu úr litlu sem til var. Mér lærðist fljótt að fyrir allt þetta fengi ég líka verðlaun. Göngu með ömmu upp á kletta þar sem hún sagði mér sögu af álf- um og tröllum, blómum og grösum – ættinni okkar og upp- eldi sínu og annarra. Við fórum líka oft saman á hestum. Yfirleitt alla tilefnis- daga að sumri, ef við vorum duglegar að klára verkin okkar. Oft með nesti og amma reið brúnskjóttum klár sem aðrir áttu erfitt með að láta tölta. Hún sat yfirleitt teinrétt með bláa hársjalið sitt vafið um höf- uð sér, svo undan stóð aðeins grái toppurinn hennar blakt- andi í golunni við tölttaktinn sem henni var svo lagið að finna. Minningar um þessar stundir eru mér ómetanlegar. Þetta lagði hún á sig, þrátt fyr- ir annir – gegn góðri hegðun og örlítilli aðstoð. Þórdís Oddsdóttir ✝ Þórdís Odds-dóttir fæddist að Hvarfsdal á Skarðsströnd í Dalasýslu 22. októ- ber 1924. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 19. desember 2013 og var jarð- sungin frá Snóks- dalskirkju 4. janúar 2014. Þarna lærði ég gildin í lífinu. Með hjálpinni hefst þetta allt. Með ást- inni á fólki í kring má gera svo ótal margt annað en að strita og stríða. Ánægja manna birtist í félagsskap þeirra hvers við annan og það má alltaf bæta einum við. Bæði til vinnu, vinskapar eða í fjölskylduna okkar – sem telur svo miklu fleira fólk en bara ættingjana sem blóðtengd- ir eru. Ömmu þótti vænt um alla. Enda var oft gestkvæmt á Ketilsstöðum. Þegar ég óx úr grasi fór ég í bændaskóla. Sumarið sem ég var í verknámi fór ég í fyrsta sinn á ævi minni ekkert heim í Dali. Ég þurfti að ná tíma til að halda áfram náminu. Um mitt sumar fékk ég símtal frá ömmu sem spurði mig frétta af nám- inu og mér og fleiru. Samtali okkar í þetta sinn lauk á þess- um orðum: „Ég er bara svo ein- mana.“ Þann dag staðhæfði ég, að ég mundi klára skólann og flytja svo vestur í Dali. Þráði að vera nær ömmu og afa. En ég útskrifaðist, kynntist manni og flutti í Landeyjar. Fór aldrei „heim“. Við amma höfum oft rætt það í síma í gegnum árin hvernig hlutir sem börn dreymir um í æsku breyt- ast og snúast í höndunum á fólki. Ömmu sá ég þó með nokkurri reglu í gegnum árin en aldrei eins og í barnæsku minni. Við vorum ágætar saman, ég og hún. Blessuð sé hún og hennar gjörðir fyrir mig í gegn- um tíðina. Amma mín, ég veit þú ert hér yfir og allt um kring. „Ég var bara svo einmana“ – að ég settist hér niður til að rifja vináttu okkar upp á blaði. Megi almáttugur Guð geyma þig og ég vona að afi sé þarna hjá þér og allir hinir sem á undan fóru. Það var gott að eiga þig að. Ég vildi bara segja þér það. Sæunn, Lágafelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.