Morgunblaðið - 10.01.2014, Síða 20

Morgunblaðið - 10.01.2014, Síða 20
FRÉTTASKÝRING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Að óbreyttu rústar þettagreininni. Sérstaklegaeru það rýmri heimildir ífrumvarpinu, sem felast í nýrri grein sem ber nafnið ferða- þjónustuleyfi. Grein þessi er að okkar mati sérsniðin fyrir leið- sögumenn og það erum við leigu- bílstjórar ósáttir við. Í dag miðast leyfi til hópferðaaksturs við bíla fyrir níu farþega eða fleiri og leigubílar taka farþega upp að þeim fjölda. Teljist hópferð að taka fjóra í bíl eru leigubílstjórar illa staddir,“ segir Ástgeir Þor- steinsson, formaður Frama – fé- lags leigubílstjóra. Rammi utan um reglur Mikil óánægja – og raun þétt samstaða – er meðal leigubílstjóra gegn frumvarpi um fólksflutninga sem innanríkisráðuneytið vinnur að. „Með frumvarpinu er lagt til að ein lög gildi um alla fólksflutninga á landi í atvinnuskyni og taki til reksturs leigubifreiða, almennings- samgangna, ferðaþjónustu og hóp- ferða,“ segir í kynningu ráðuneyt- isins. Þar segir að setja eigi ramma utan um alla fólksflutninga í atvinnuskyni og eigi slík lög að fanga heildstætt þá þróun sem orðið hefur á þessu sviði síðustu ár. Frumvarpsdrögin voru kynnt á vef innanríkisráðuneytisins í októ- ber 2012. Voru um það leyti lögð fram á Alþingi og umsagna óskað en komust aldrei til umræðu. Mál- ið var því lagt til hliðar en hefur nú verið tekið aftur upp. Í yfirstandandi vinnu segir Ást- geir að drögin að frumvarpinu hafi ekki verið aðgengileg á vefsíðu ráðuneytisins. Leigubílstjórar hafi fyrst um áramótin frétt af því hvað væri í gangi og þá óskað eftir að koma sínum sjónarmiðum á fram- færi og hafi fengið frest til þess fram í næstu viku. Sitjum ekki við sama borð Almennt mat leigubílstjóra er, að sögn Ástgeirs, að þeir sitji ekki við sama borð og aðrir við vinnslu þessa máls í ráðuneytinu. Í ráðu- neytinu njóti leiðsögumenn og þeirra hagsmunir velvildar en leigubílstjórar ekki. „Það er dap- urt að horfa upp á svona vinnu- brögð.“ Látið fyrirspurnum rigna Menn hjá leigubílastöðinni City Taxa ehf. hafa nokkuð látið til sín taka í baráttu gegn umræddu frumvarpi um fólksflutninga. Björgvin Kristinsson, stjórn- arformaður stöðvarinnar, kemst svo að orði að þetta sé uppvakn- ingur úr fyrri ríkisstjórn. Hafi bíl- stjórar staðið í þeirri trú að Ög- mundur Jónasson hefði komið málinu út úr heiminum í ráðherra- tíð sinni. „Virðist sem embættis- menn innan ráðuneytisins hafi tek- ið málið upp að eigin frumkvæði og vísar hver á annan og alltaf svarar nýr og nýr starfsmaður fyr- irspurnum okkar, sem við höfum látið rigna yfir ráðuneytið,“ út- skýrir Björgvin. Hann segir málið horfa þannig við sér og sínum mönnum að leikið sé tveimur skjöldum. „Opinberlega segist ráðuneytisfólk hafa óskað eftir til- lögum frá okkur en í tölvupóstum segist það ekki sjá ástæðu til að ræða við okkur nema kannski um einhver allt önnur mál sem snúa þá helst að leigubifreiðastöðva- málum og öðru sem okkur finnst vera aukaatriði miðað við þessa fjögurra farþega hópferðabíla, sem eru þyrnir í okkar augum.“ Sérsniðið frumvarp gegn leigubílstjórum Morgunblaðið/Þórður Taxi „Teljist hópferð að taka fjóra í bíl eru leigubílstjórar illa staddir,“ segir Ástgeir Þorsteinsson sem er formaður Frama – félags leigubílstjóra. 20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kjarasamn-ingarnirsem náð- ust skömmu fyrir jól í samvinnu Samtaka atvinnu- lífsins, Alþýðu- sambands Íslands og stjórn- valda geta skipt sköpum um þróun efnahagslífsins hér á landi á næstu misserum og árum. Þar með geta þeir haft mikið um það að segja hvern- ig kjör almennings þróast og hvort hann fái raunverulegar kjarabætur á næstunni eða lítið annað en krónutölu- hækkanir og jafnvel kaup- máttarrýrnun. Úrvinnsla þess sem samið var um í desember snýst um þetta og þess vegna er afar mikið í húfi að hún verði far- sæl og að allir leggist á eitt um að efnahagslífið og kjör almennings þokist skref fyr- ir skref í rétta átt. Þetta kallar á þolinmæði og stefnu- festu og stundum fórnir til skamms tíma, en til lengri tíma litið er hagur alls al- mennings best tryggður með því að stöðugleiki haldist samhliða batnandi kjörum. Í þessum efnum eins og ýms- um öðrum er sígandi lukka best. Samtök atvinnulífsins hafa réttilega minnt félagsmenn sína á að ábyrgðin á að halda aftur af verðbólgunni sé einnig þeirra. Náðst hafi kjarasamningur sem sam- rýmist verðstöðugleika og gengisþróunin hafi verið með þeim hætti að hún styðji við stöðugt verðlag. „Fyrirtækin hafa því enga forsendu fyrir miklum verðhækkunum á þessum tíma- punkti. Það er á ábyrgð fyrirtækj- anna að við náum að fylgja þessum kjarasamningum eftir svo þeir skili raunverulegri kaupmátt- araukningu á samningstím- anum. Það er afar mikilvægt að okkur takist vel upp við það,“ sagði Þorsteinn Víg- lundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Morgunblaðið. Hið sama á við um álögur ríkis og sveitarfélaga, hækk- unum á þeim þarf að stilla mjög í hóf og æskilegast væri ef þær gætu staðið í stað og helst lækkað. Dæmi um mögulega lækkun væri ef horfið væri frá óþörfum reglum ríkisins um íblönd- unarefni í eldsneyti og það fyrirsjáanlega tekjutap sem þær fela í sér væri notað til að lækka allt of há eldsneyt- isgjöldin. En ábyrgðin er einnig þeirra sem eru með opna kjarasamninga og eru að undirbúa samningaviðræður. Þeir hafa sumir talað með þeim hætti að ef gengið yrði að kröfum þeirra þyrfti ekki að ræða um mögulegan verð- stöðugleika í landinu á næst- unni, aðeins hversu mikill óstöðugleikinn yrði. Mikilvægt er, á meðan stöðugleikanum er náð, að allir leggist á eitt. Takist það er tiltölulega stutt í að al- menningur fari að finna fyrir auknum kaupmætti og bætt- um hag. Mistakist það getur þess verið langt að bíða að tækifæri bjóðist á nýjan leik. Allir þurfa að leggja sig fram svo árangur náist í að bæta hag landsmanna} Mikið í húfi Ekkert byggð-arlag á land- inu ætti að vera betur í stakk búið til að veita íbúun- um skikkanlega þjónustu en Reykjavík- urborg. Þó bregður svo kyn- lega við að í þjónustukönnun, sem Capacent Gallup gerði og rædd var í borgarráði í gær, rekur höfuðborgin lestina. Könnunin náði til sextán sveitarfélaga á landinu og lentu Garðabær og Seltjarn- arnes oftast í efsta sætinu. Reykjavík lenti í tíunda sæti þegar spurt var hversu ánægðir íbúar þar væru, en hafnaði í því neðsta þegar spurt var um þjónustu við barnafjölskyldur, grunn- skóla, leikskóla, við eldri borgara og við fatlaða. Á öllum þessum sviðum ætti Reykjavík í krafti stærð- arinnar að hafa burði til þess að veita góða þjónustu og ætti í raun að skara fram úr. Það segir sína sögu að óánægjan með þjónustuna í borginni nær til allra helstu málaflokka. Niðurstaða könn- unarinnar hlýtur að vekja ugg með þeim, sem fara með völd- in í borginni, því að skammt er til kosninga. Borgar- stjórnarmeirihlutinn getur ekki látið þessa könnun sem vind um eyru þjóta. Niður- staða hennar er til skammar fyrir borgina og ljóst að ekki verður við unað. Reykjavíkurborg rekur lestina í þjónustukönnun} Óviðunandi einkunn Þ egar talað er um kynjakvóta er það yfirleitt í því samhengi að ein- hverjum þyki ástæða til að fjölga konum á einhverju tilteknu sviði þar sem þær hafa verið í minni- hluta. Þetta hefur t.d. stundum verið gert á framboðslistum, við einstaka opinberar ráðn- ingar og fyrir nokkrum mánuðum tóku gildi lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða. Kynjakvóta er líka stundum beitt þegar ljóst er að þrátt fyrir einlægan ásetning kvenna fá þær ekki sömu tækifæri og karlar. Þessi tegund kynjakvóta er í raun og veru af- ar sjaldan notuð, þó af umræðunni mætti stundum helst ráða annað. Helstu rök andstæðinga kynjakvóta eru að hann sé niðurlægjandi fyrir konur. Að með því að beita honum sé verið að skapa aðstæður þar sem einn er tekinn fram fyrir annan eingöngu vegna kyns en ekki vegna hæfileika eða annarra verðleika. Er það eitthvað nýtt? Kynjakvótar eru nefnilega síður en svo síðari tíma uppfinning, þó að þetta hugtak sé tiltölulega nýtilkomið. Mismunun á grundvelli kyns, körlum í hag, hefur tíðkast í mörg þúsund ár og var lengi vel fest í lög. Þó að fyrir löngu sé búið að afnema öll lög hér á landi sem kveða á um kynbundna mismunun af þessu tagi virðist þessi teg- und kynjakvóta enn vera mörgum inngróin og með ólík- indum lífseig á mörgum sviðum samfélagsins. Sumir hafa kallað þetta karlakvóta. En burtséð frá því hvaða nafn fólk kýs að velja fyrirbærinu má finna það á ýmsum stöð- um. T.d. í íþróttaumfjöllun ljósvakamiðils þar sem í hverjum íþróttafréttatímanum á fætur öðrum er nánast eingöngu fjallað um íþróttir karla, þrátt fyrir að íþróttaiðkun kvenna sé líklega álíka algeng. Það er líka jafnalgengt að íþróttakonur vinni glæsta sigra og íþrótta- karlar. En það er bara ekkert fjallað um það, heldur er fjálglega greint frá nýrri hár- greiðslu útlensks knattspyrnukarls í löngu máli og úrslitum gærdagsins og dagsins þar áður í boltaíþrótt karla gerð ítarleg skil. Reyndar hefur þessi gagnrýni margoft heyrst á ýmsum vettvangi. Svörin eru yfir- leitt eitthvað á þá vegu að þetta sé það sem fólk hafi áhuga á að horfa á. Það er einmitt það. Undirrituð leyfir sér að efast um að margir hafi áhuga á því að konum og körlum sé mismunað með þessum hætti. Þessari fullyrðingu til stuðnings er bent á nýleg viðbrögð við valinu á íþróttamanni ársins 2013. Þar var frábær íþróttakarl valinn úr hópi tíu frábærra íþrótta- manna sem allir hafa náð langt í sínum greinum með því að etja kappi við jafningja sína. Í hópnum voru átta karlar og tvær konur. Það skyldi þó aldrei vera vegna áðurnefnds karla- kvóta. Eða er einhver önnur skýring á þessum mun? annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Kynjakvóti eða eitthvað svoleiðis … STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Ástgeir Þorsteinsson segir að harðnað hafi á dalnum hjá leigubílstjórum með hruninu, rétt eins og öðrum. Færri panti bíla en áður og sé samdrátt- urinn 25-30%. Þar við bætist að kostnaður sem fylgir útgerð hafi aukist, svo sem verð á bíl- um, olíu, viðgerðum og svo framvegis. „Fyrir hrun var nokkuð um að menn hefðu dregið úr almenn- um leiguakstri og væru í föstum verkefnum fyrir umsvifamikil fyrirtæki, sem svo fóru í þrot. Þá sneru menn aftur í þetta venjulega hark úti á mark- aðnum þar sem nú er minna að gera. Kakan er minni og þegar fleiri bílstjórar eru um hituna verða sneiðarnar þynnri. Menn hafa ekki viljað hækka start- gjaldið og almenna taxtann heldur tekið þetta á sig og frá hruni hafa tekjur okkar dregist saman um 25-30%,“ segir Ást- geir. Lífeyrir vandi eldri bílstjóra BÍLSTJÓRAR HÆTTI 70 ÁRA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.