Morgunblaðið - 10.01.2014, Side 23

Morgunblaðið - 10.01.2014, Side 23
lengst af sem skipstjóri. Það var eftirsótt að komast í skips- rúm hjá Dadda. Hann var fisk- inn, hafði góða yfirsýn, var ró- legur og talaði vel til sinna manna. Mér er það minnisstætt að fyrr á árum töluðu allir skip- stjórnarmenn sem voru á sjó saman í talstöð. Umræðuefnið var oftar en ekki hvað hver var að fiska, hvernig veðrið væri og hvenær viðkomandi kæmi í land. Eitt skiptið er við bræð- urnir vorum að hlusta á skip- stjórana spjalla saman á báta- bylgjunni kom Gunna systir heim í Þórsmörk, sem var æskuheimili okkar á Skaga- strönd, og fór að hlusta með okkur. Eftir skamma stund segir hún: „Hlustið á hann Dadda – hann hefur langfalleg- ustu röddina.“ Dadda var margt til lista lagt, hann málaði meðal annars fallegar landslagsmyndir sem farið hafa víða. Alltaf stóð heimili þeirra hjóna opið fyrir okkur yngri bræðurna ef svo illa vildi til að við þyrftum að yfirgefa Þórsmörk vegna veik- inda foreldra okkar. Fyrir það viljum við þakka. Missir Gunnu systur og fjölskyldu er mikill en eftir stendur minning um mann sem þið getið verið stolt af. Daddi var vel gefinn og prúður, góður faðir og afi og síðast en ekki síst skemmtileg- ur samferðamaður. Guð blessi ykkur. Reynir Sigurðsson. Látinn er minn elskulegi mágur, hann Daddi hennar Gunnu systur. Ég var bara lítill strákur þegar Daddi kom inn í fjöl- skylduna. Mér er alltaf minn- isstætt þegar Gunna systir fór að tala um Dadda heima í Þórs- mörk. Daddi var þá orðinn skipstjóri á Auðbjörgu HU-6. Í þá daga tíðkaðist að fylgst var með bátum í gegnum ákveðna bátabylgju í útvarpinu og var það mitt áhugamál að hlusta og fylgjast með á ákveðnum tím- um. Ég man þegar Gunna syst- ir sagði við pabba, sem lá uppi í sófa og var að hlusta á Auð- björgina: „Pabbi, finnst þér þetta ekki dásamleg rödd?“ Pabbi svaraði með sínum stríðnistón: „Ja, sérhver er nú dásemdin, Gunna mín.“ Pabbi og Daddi áttu eftir að verða miklir vinir, pabbi kokkur og landformaður hjá honum í nokkur ár. Á mínum fyrstu sjómanns- árum var ég á sjó með Dadda. Hann var alla tíð mikill afla- maður og sérlega útsjónarsam- ur svo að eftir var tekið. Hon- um var margt til lista lagt og man ég hversu oft hann hjálp- aði öðrum skipstjórum þegar bilanir urðu í dýptarmælum og rödurum í öðrum bátum. Hann var svo einstaklega lunkinn við þetta. Enda kom á daginn þeg- ar Daddi hætti sinni sjó- mennsku hversu mikill lista- maður hann var og á ég þar við alla þá myndlist sem hann vann. Ég sem ungur maður varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að búa hjá þeim í nokkur ár. Fyrir þá góðvild verð ég þeim ævinlega þakklátur. Elsku Gunna systir, Þórey, Hallbjörg, Sigrún, Ingvar og fjölskyldur, hugur okkar hjóna er hjá ykkur. Árni og Hlíf. Jón Ólafur Ívarsson eða Daddi skipstjóri eins og hann var jafnan kallaður var maður sem ég ólst upp við að bera virðingu fyrir. Hann var ekki bara mágur mömmu heldur líka farsæll skipstjóri á stærsta skipinu á Skagaströnd, Helgu Björgu HU-7. Í sjávarþorpun- um alast menn upp við að bera mikla virðingu fyrir sjómönn- unum, það gilti sannarlega um okkur börnin á Skagaströnd. Ég minnist þess þegar Helga Björg stundaði síldveiðar við Jan Mayen á sjöunda áratug síðustu aldar. Það þótti manni merkilegt þar sem heimsmynd okkar barnanna var ekki stór og allt sem tengdist útlöndum hlaut að vera óralangt í burtu. Víst var að þarna var langt sótt fyrir skip sem var aðeins um 100 tonn að stærð. Síðan liðu árin og ég fékk að fara mína fyrstu alvörusjóferð með Dadda, Gylfa frænda og Hallgrími á þeirra bát sem bar líka Helgu Bjargar nafnið. Því miður kom sjóveikin í veg fyrir að sjómennskuferill minn yrði miklu lengri. Þegar löngum ferli lauk við sjómennsku höfðu margir áhyggjur af Dadda, hvað tæki hann sér fyrir hendur? En það voru óþarfa áhyggjur, hann sneri sér að golfi og dundaði sér við að mála myndir. Við átt- um eftir að eiga margar góðar stundir á golfvellinum þar sem hann var mjög áhugasamur og stundaði íþróttina af krafti og með árangri. Hann hafði mik- inn áhuga á uppbyggingu og velferð golfklúbbsins og var gerður að heiðursfélaga þar. Málaralistin var ekki síður vel heppnuð iðja, þar átti hann eftir að koma mönnum á óvart með ágætum hæfileikum. Hann hélt sýningar og seldi mikið af myndum. Eru hans fallegu myndir til á mörgum heimilum hér í bæ sem og víðar. Daddi var einstaklega laghentur mað- ur, sem nýttist honum til margra verka. Hann var líka góður matreiðslumaður. Fyrir tveimur til þremur ár- um fór heilsan að gefa sig. Maður skynjaði að þessar breytingar voru honum erfiðar. Með Dadda er genginn mað- ur sem gott er að hafa kynnst og átt vináttu hans og stuðning. Hann var alltaf áhugasamur um samfélagið og fylgdist vel með. Hann unni Skagaströnd og var maður framfara og sóknar. Hann var ríkur maður að eiga Gunnu sína og stóran hóp afkomenda, votta ég þeim mína dýpstu samúð. Minningin um Dadda mun lifa með okkur. Adolf H. Berndsen. Skagaströnd syrgir nú einn af sonum sínum sem búinn er að standa sína vakt, einn af fengsælustu skipstjórunum í plássinu. Hann Daddi, eins og hann var alltaf kallaður, var okkur systkinum tengdur á svo margan hátt. Hann var mað- urinn hennar Gunnu frænku, pabbi vina okkar og frænd- systkina, næsti nágranni til margra ára og var í útgerð með pabba okkar. Daddi var rólegur og traustur maður með góða nærveru sem gott var að vita af í næsta húsi. Þeir félagarnir, Daddi, Hall- grímur heitinn og pabbi okkar, Gylfi, áttu saman Helgu Björgu HU-7 og ráku saman útgerð í 23 ár með miklum sóma. Þeir voru mjög skemmtilegt tríó, þótt þeim hafi eflaust ekki fundist það sjálfum. Ólíkir menn með sameiginleg mark- mið. Félagarnir voru ekki menn orða, frekar aðgerða, og ekki voru þeir menn neyslunn- ar, frekar hagsýninnar. Daddi var skipstjórinn og sá um elda- mennskuna, Hallgrímur sá um vélina og pabbi var stýrimað- urinn og bókarinn. Í landi óku þeir um á farartækjum sem vöktu eftirtekt og báru fjöl- breytt höfuðföt. Á grásleppunni keyrðu þeir stundum um á traktor, það var dásamleg sjón að sjá þegar þeir komu fyrir víkina, Daddi við stýrið, pabbi og Hallgrímur stóðu aftan á. Klæðaburðurinn var ekki alveg samkvæmt nýjustu tísku- straumum en aldrei munum við eftir að það hafi truflað okkur krakkana nokkurn hlut þótt ekki væri allt nýtt og flott í kringum þá, þeir voru stólp- arnir okkar. Eitthvað kvörtuðu ungu mennirnir sem fóru til sjós með þeim undan reykjar- kófi, en niðri í lúkar áttu þeir það til að sitja og reykja pípur og sígarettur svo að stundum sá varla handa skil. Daddi var mikill matmaður og honum þótti ekki verra að elda lamba- kjöt, kjötsúpan hans var veislu- matur sem var hituð upp í marga daga til sjós uns ekkert var eftir. Í landlegum var hlustað á kvöldveðurfréttir klukkan tíu. Ef spáin var sæmi- leg brást ekki að Daddi hringdi um leið og fréttum lauk. Símtal upp á hámark hálfa mínútu. Hann var ekkert að orðlengja hlutina. Eftir að Daddi fór í land gældi hann við listagyðjuna og byrjaði að mála, einnig fór hann að æfa golf af kappi og hafði gaman af. Hann hélt sýn- ingar á verkum sínum og var hógværðin uppmáluð. Daddi var stoltur af afkomendum sín- um, sem eru glæsilegur hópur, og þau Gunna hafa notið þess að hafa þau flest nálægt sér öll þessi ár. Við kveðjum kæran vin og vitum að ylurinn af fal- legum minningum mun umvefja ykkur og styrkja, elsku fjöl- skylda. Hafþór, Guðbjörg og Jóney Gylfabörn. Elskulegur bróðir minn, Jón Ólafur Ívarsson (Daddi), varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 29.12., en hann hefði orðið 80 ára þann 10. janúar nk. Daddi var fæddur 1934 og var elstur okkar systkina. Daddi giftist yndislegri konu, Guð- rúnu Sigurðardóttur, og eign- uðust þau fjögur myndarleg börn, sem hafa gefið þeim hóp af barnabörnum og barna- barnabörnum. Afkomendur Dadda og Gunnu eru orðin 19 talsins. Þrátt fyrir mikinn ald- ursmun á okkur bræðrum var ætíð gott samband á milli okk- ar. Ég heimsótti þau eins oft og við varð komið en það var gott að koma á heimili þeirra á Skagaströnd og þiggja kaffi- sopa, kökur og eiga við þau notalegt spjall. Slíkar stundir hefðu mátt vera mikið fleiri í gegnum árin. Ég kom við hjá Dadda og Gunnu rétt fyrir jólin og áttum við góða stund í eld- húsinu yfir kaffi og kökum eins og svo oft áður. Það var slegið á létta strengi og mikið hlegið. Við Daddi ræddum margt þeg- ar við höfðum tækifæri til og það var gaman að spjalla við hann um ýmis málefni því hann hafði skoðun á flestu. Gjarnan barst talið að sjósókn (bátum og útgerð) en þar var Daddi á heimavelli, því hann stundaði sjómennsku nær allan sinn starfsaldur. Hann átti bát, sem hét Helga Björg Hu 7, og var hann skipstjóri á þeim báti. Hann gerði bátinn út frá Skagaströnd og stundaði m.a. rækjuveiðar í mörg ár. Þegar Daddi hætti útgerð um 1995, fór hann að sinna áhugamálum sínum. Hann fór m.a. að spila golf og mála landslagsmyndir. Snyrti- mennska einkenndi Dadda og mátti sjá það á málverkum hans en þau voru mjög vel gerð, allt fínt og fágað og frá- gangur allur til fyrirmyndar. Er ég kom í heimsókn til Dadda og Gunnu fór Daddi gjarnan með mig fram í bílskúr (meðan þau bjuggu á Boga- brautinni) og sýndi mér það nýjasta sem hann var að mála. Í mínum huga voru þetta hrein listaverk sem hann málaði á strigann. Þegar þau hjónin fluttu síðan á Ránarbrautina, en þar var enginn bílskúr, kom hann sér upp aðstöðu í litlum „skansi“ framan við húsið og þar hélt hann áfram að skapa hvert listaverkið á fætur öðru. Ég öfundaði Dadda af þessum hæfileika og lét hann vita af því að mér þætti hann mjög góður í þessari list. Ég held að honum hafi þótt nokkuð vænt um þetta hól en sagði með sinni hægð, þetta er svo sem ágætt. Eitt sinn fór ég með Dadda út á golfvöll og hafði ég mjög gam- an að fylgjast með honum spila einn hring á vellinum. Daddi spurði hvort ég vildi ekki reyna mig á vellinum, en ég sagðist ekkert kunna á þessar græjur en reyndi samt. Ég var eitt- hvað klaufskur við þetta, en Daddi sagði að þetta kæmi allt með kalda vatninu. Eftir góða útiveru, í sól og norðanvindi, ég búinn að rölta einn hring en Daddi fór akandi um á golf- bílnum sínum, var sest inn í eldhús á heimili þeirra hjóna. Þar beið okkar rjúkandi heitt kaffi, kleinur og hjónabands- sæla, að hætti Gunnu. Þannig minningar vil ég eiga og varð- veita. Elsku Gunna, Þórey, Hall- björg, Ingvar og fjölskyldur. Við Dagga og fjölskylda vott- um ykkur öllum innilega samúð á þessum erfiðu stundum. Hermann Jónas Ívarsson. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2014 koma og jafnvel á meðan hann Bangsi var á lífi en hann er senni- lega einn verst uppaldi hundur sögunnar. Stína var mikill gest- gjafi og lagði mikið upp úr því að taka vel á móti gestum, hún var alltaf fín og flott til fara. Fyrir okkur eru það jólaboðin á jóladag sem standa upp úr í minningunni. Þar kom fjölskyldan okkar sam- an, borðaði hangikjöt og uppstúf og spilaði vist. Stína lét ekki sitt eftir liggja og kom ávallt með sítrónufrómas. Eitt sinn gerði Stína þó þau mistök að setja sjö sítrónur í frómasinn í stað einnar sem vakti slík viðbrögð hjá syni hennar Eggerti að hann hefur ekki hætt að tala um það. Eggert hefur haldið því lengi fram að móðir sín hafi verið með þessu að reyna að eitra fyrir sér og í hverju einasta jólaboði eftir þetta þá rifjaði Eggert upp þetta mikla sítrónufrómas-fíaskó, Stínu til mikillar gleði. Stína gerði líka eina bestu samloku sem hægt var að fá, samloka með skinku og osti sem steikt var upp úr smjöri. Algjört lostæti. Eitt sinn á Víkurbraut- inni í Vík vorum við frænkurnar Svala og Hulda með mikið partí, þá ca. 12 ára gamlar. Notaður var gamli plötuspilarinn frá afa og ömmu og lagið „Á skíðum skemmti ég mér“ fékk að óma um allt hús. Ekki leið á löngu þar til Stína kom æðandi inn alls ekki sátt með hávaðann þar sem hún væri með gesti í heimsókn. Eftir þetta atvik voru engar ostasam- lokur í boði. Þegar haldin var veisla eða einhver álíka gleðskapur var Stínu frænku alltaf boðið og hún mætti að sjálfsögðu alltaf. Það þurfti samt alltaf að bjóða Stínu með formlegum hætti og alls ekki í gegnum þriðja aðila. Ef það gleymdist að bjóða henni þá fékkstu að heyra það og þú gleymdir því ekki aftur. Eitt sinn bauð Fanney henni Stínu í barna- afmæli í gegnum facebook. Þó svo að Stína hafi verið með fa- cebook-síðu þá tók hún það ekki í mál að vera boðin með svo óform- legum hætti. Það þurfti því alltaf að vanda til verks þegar Stínu var boðið í veislur eða aðrar uppákomur. Þeir bræður og feður okkar, Magnús og Finnur, voru ötulir við að stríða frænku sinni og hringdu alla vega einu sinni á dag til að gera at í henni. Þrátt fyrir það voru þeir í miklu uppáhaldi. Stína sá ekki sólina fyrir Finni og það var alveg á hreinu að hann gæti ekki gert neitt rangt. Í sex- tugsafmæli Magnúsar fyrir nokkrum árum gerðist smávægi- legt atvik og þegar fólk fór að ræða um hver bæri ábyrgð á at- vikinu voru flestir sammála um að Finnur gerði það, en Stína tók það ekki í mál. Finnur gæti ekki gert neitt þessu líkt og væri það alveg á hreinu að einhver allt annar bæri ábyrgðina. Það eru margar sögur til af henni Stínu og það var ekkert sem hún gat ekki lent í, eins og að fara til augnlæknis og koma það- an handleggsbrotin. Hún Stína frænka var umfram allt mjög hjartahlý manneskja sem okkur þótti ótrúlega vænt um og minn- umst við hennar með söknuði en jafnframt gleði vegna þess að við fengum að kynnast henni og eiga hana fyrir frænku. Hvíl í friði, elsku frænka. Fanney, Hulda, Ingi Þór og Svala. Það er alltaf erfitt að missa góða vinkonu, en það er einmitt það sem við í saumaklúbbnum okkar erum að upplifa núna er við kveðjum okkar ástkæru vinkonu, Kristínu Eggertsdóttur. Kynni okkar hófust þegar við byrjuðum upp úr 1960 að vinna hver á fætur annarri í Samvinnusparisjóðnum, sem síðar varð Samvinnubank- inn. Stína var einbirni, hún missti föður sinn ung og bjó hjá móður sinni, Huldu, sem við kynntumst vel því hún sá um kaffið í bank- anum og gat vel fylgst með hvað við vorum að bralla. Samvinnu- bankinn var góður vinnustaður og við ungar og ólofaðar, unnum saman og skemmtum okkur sam- an. Þá voru aðalskemmtistaðirnir Glaumbær og Klúbburinn þar sem Stína kynntist svo Óskari sínum, sem þá var þjónn í Klúbbnum. Þau giftust og eign- uðust tvö börn, fyrir átti hún einn son. Stína fór líka að vinna í Klúbbnum og fórst henni það vel úr hendi að vinna á þessum flotta skemmtistað sem barþjónn. Stína var ekki margmál kona, það var ekki hennar stíll, en þegar hún hafði orðið var það venjulega um eitthvað sem skipti máli. Hún hélt vel utan um fjölskyldu sína og frændgarðurinn skipti hana miklu máli. Við stofnuðum saumaklúbb sem hefur haldist öll þessi ár og alltaf var gaman að koma í klúbb til Stínu, því til við- bótar krásum á borðum var al- vöru þjónn sem þjónaði okkur til borðs. Margs er að minnast frá löngu æviskeiði og margt skemmtilegt höfum við gert sam- an. Þegar við vorum enn í Sam- vinnubankanum var árlega farið saman í eina helgarútilegu, síðar voru það makakvöld, sumarbú- staðaferðir og utanlandsferðir. Sú síðasta var farin í október síð- astliðnum, til Edinborgar. Var mjög ánægjulegt að Stína gat komið með okkur, þótt hún væri ekki frísk. Hún bar veikindi sín með reisn. Hún naut þessarar ferðar vel, keypti jólagjafir á frændsystkinin og fleiri. Já, sann- arlega var hún með hugann við jólin og gjafir til sinna. Það er ómetanlegt að geta haldið svona góðum vinskap öll þessi ár og verður Stínu okkar sárt saknað. Óskar og börnin studdu Stínu sem best þau máttu í veikindum hennar. Við vottum þeim og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúð og þökkum Kristínu ára- tuga vináttu og samfylgd. Guðrún, Hulda, Ingunn, Kristín, Lilja, Rósa, Steinunn, Þórunn. Ég á mér draum um betra líf. Ég á mér draum um betri heim. Þar sem allir eru virtir, hver á sínum stað, í sinni stétt og stöðu. Þar sem allir eru mettir gæðum sannleikans. Þar sem allir fá að lifa í réttlæti og friði. Þar sem sjúkdómar, áhyggjur og sorgir eru ekki til. Og dauðinn aðeins upphaf að betri tíð. (Sigurbjörn Þorkelsson) Hafðu þökk fyrir samfylgdina, Stína mín, og hvíldu í friði. Anna Þórisdóttir. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, LEIFUR ÞORSTEINSSON ljósmyndari, lést á krabbameinsdeild Landspítalans laugardaginn 28. desember. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 13. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg. Friðrika G. Geirsdóttir, Björn Geir Leifsson, Sigrún Hjartardóttir, Þorsteinn Páll Leifsson, Hjörtur Geir Björnsson, Ólafur Hrafn Björnsson, Friðrika Hanna Björnsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, ANNA ÓLÍNA ANNELSDÓTTIR, Framnesvegi 15, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 21. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Guðmundur Sigurvinsson, Kristín Dagný Magnúsdóttir, Agnar B. Þorkelsson, Sólveig Karlotta Andrésdóttir, Halldór R. Þorkelsson, Ólöf Sigurvinsdóttir, Aðalsteinn Þorkelsson, Jón Á. Þorkelsson, Edda Bergmannsdóttir, Hansborg Þorkelsdóttir, Bjarni Á. Sigurðsson, Annel J. Þorkelsson, Dóra F. Gunnarsdóttir, Guðlaug Á. Þorkelsdóttir, Hafsteinn A. Hafsteinsson, Steinunn Þorkelsdóttir, Jón P. Baldursson, Björg Þorkelsdóttir, Björg E. Ægisdóttir, Huldís G. Annelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.