Morgunblaðið - 24.01.2014, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ | 15
E
ins og gefur að skilja svífur þjóðlegur
andi yfir lögunum sem oftast eru
sungin á mannfögnuðum sem efnt er
til í tilefni af þorra, enda siðurinn jú
séríslenskur. Hér eru textar að
nokkrum af vinsælli þorralögunum sem oftar
en ekki rata á raddbönd þeirra sem blóta
þorra. jonagnar@mbl.is
Minni kvenna
Fósturlandsins Freyja
fagra vanadís
móðir, kona, meyja
meðtak lof og prís.
Blessað sé þitt blíða
bros og gullið tár.
Þú ert lands og lýða
ljós í þúsund ár
(Matthías Jochumsson)
Táp og fjör og frískir menn
Táp og fjör og frískir menn
finnast hér á landi enn,
þéttir á velli og þéttir í lund,
þrautgóðir á raunastund.
Djúp og blá blíðum hjá
brosa drósum hvarmaljós.
Norðurstranda stuðlaberg
stendur enn á gömlum merg.
Aldnar róma raddir þar,
reika svipir fornaldar
hljótt um láð og svalan sæ,
sefur hetja’ á hverjum bæ.
Því er úr doðadúr,
drengir, mál að hrífa sál,
feðra vorra’ og feta’ í spor
fyrr en lífs er gengið vor.
(Grímur Thomsen)
Þorramatur (Lag: A-ram-sasa)
Ó hangikjöt, ó hangikjöt
og rófustappa, grænar baunir og súrhvalur,
ó hangikjöt, ó hangikjöt
og sviðasulta, hrútspungar og harðfiskur
:/: Og hákarl og flatbrauð
mér finnst svo gott að borða allan þennan mat.
Og hákarl og flatbrauð,
mér finnst svo gott að borða allan þennan mat:/:
Þorrablót
Ég fór eitt sinn um Frakkland þvert
og fagnaðar naut þar með ýmsu móti.
Viðlag:
Mér finnst þó vera meir um vert fjörið á þessu
þorrablóti.
Jiddíjaddíjei, jiddíjaddíjei,
fjöriðá þessu þorrablóti,
jiddíjaddíjaei, jiddíjaddíjei,
mér finnst þó meir um vert.
Það er víst rétt að sæl þú sért
er siglirðu uppeftir Rínarfljóti
Mér finnst þó ...
Á Mallorka fólk sig baðar bert
og brátt verður hörund þess líkast sóti.
Mér finnst þó ...
Þó danska ölið sé æði sterkt
og ýmsir í Kaupinhöfn vel þess njóti
Mér finnst þó ...
Já - margt er sér víða til gamans gert
á glitrandi mannlífsins ölduróti.
Mér finnst þó ...
Þorraþrællinn 1866
Nú er frost á Fróni,
frýs í æðum blóð,
kveður kuldaljóð
Kári í jötunmóð.
Yfir laxalóni
liggur klakaþil,
hlær við hríðarbyl
hamragil.
Mararbára blá
brotnar þung og há
unnarsteinum á,
yggld og grett á brá.
Yfir aflatjóni
æðrast skipstjórinn,
harmar hlutinn sinn
hásetinn.
Horfir á heyjaforðann
hryggur búandinn:
,,Minnkar stabbinn minn,
magnast harðindin. -
Nú er hann enn á norðan,
næðir kuldaél,
yfir móa og mel
myrkt sem hel.
Bóndans býli á
björtum þeytir snjá,
hjúin döpur hjá
honum sitja þá.
Hvítleit hringaskorðan
huggar manninn trautt;
Brátt er búrið autt,
búið snautt.
Þögull Þorri heyrir
þetta harmakvein
gefur grið ei nein,
glíkur hörðum stein,
engri skepnu eirir,
alla fjær og nær
kuldaklónum slær
og kalt við hlær:
,,Bóndi minn, þitt bú
betur stunda þú.
Hugarhrelling sú,
er hart þér þjakar nú,
þá mun hverfa, en fleiri
höpp þér falla í skaut.
Senn er sigruð þraut,
ég svíf á braut.
(Kristján Jónsson)
Sungið af þrótt á þorra
Mörgum þykir hópsöngur jafn ómissandi á þorra og maturinn
sjálfur, og rétt eins og maturinn byggir á sterkri hefð hafa sum
lög áunnið sér sterkan hefðarrétt til hópsöngs á þorrablótum.
Þegar talið er í hópsöng þarf ekki að segja landanum það tvisvar. Á myndinni sjást Íslendingar erlendis
á þorrablóti og ekki fer á milli mála að hér lætur enginn sitt eftir liggja heldur er sungið af innlifun.
ÞORRAMATUR
Skútan Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Í LOKJANÚARBLÓTUMVIÐÞORRANNEINSO
GSÖNNUMÍSLENDINGUMSÆMIR.
Súrmatinn útbúum við sjálfir frá grunni og
byrjar undirbúningur þessa
skemmtilega tíma strax að hausti. Þorrama
tinn er hægt að fá senda í sali,
heimahús og panta í veislusal okkar.
ÞJÓÐLEG
ÞORRAHLAÐBORÐ
FRÁVEISLULIST
Súrmatur
Hrútspungar, súr sviðasulta,
lundabaggar, bringukollar, lifra-
pylsa og blóðmör.
Þorrakonfekt
Hákarl, harðfiskur, hvalrengi,
marineruð síld og kryddsíld.
Kjötmeti og nýmeti
Hangikjöt, pressuð svið, lifrapylsa
og blóðmör.
Heitir réttir
Sviðakjammi, saltkjöt, rófu-
stappa, kartöflur og jafningur.
Meðlæti
Rúgbrauð, flatbrauð, smjör,
grænmetissalat, grænar baunir
og grænmeti
Fari fjöldi yfir 40 manns bjóðum
við Stroganoff pottrétt með hrís-
grjónum og steiktum kartöflum,
sé þess óskað.
Matreislumenn fylgja veislu eftir
fari fjöldi yfir 60 manns.
www.veislulist.is
3.000.-
Verð f
rá
fyrir s
tærri
hópa
3.500.-
Verð f
rá
fyrir s
tærri h
ópa í
(heim
ahús/
sali.)
Allt um þorramatinn, verð, veislur
og veislusal á heimasíðu okkar
BE
TR
IS
TO
FA
N