Morgunblaðið - 05.02.2014, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.02.2014, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 5. F E B R Ú A R 2 0 1 4 Stofnað 1913  30. tölublað  102. árgangur  VEIÐISTJÓRNUN, REYNSLA OG ÞEKKING MEÐ MEIRI- HLUTA Á FIMM STÖÐUM EINSTÖK SAGA HJÁ FAULKNER OG FRÁBÆRLEGA ÞÝDD SKOÐANAKANNANIR 16-17 FIMM STJÖRNUR 38REFA- OG MINKAVEIÐI 22 Morgunblaðið/Ómar Kindur Féð var frjósamt síðastliðið vor.  Sauðfjárbú Eiríks Jónssonar í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum skilaði mestum afurðum á síðasta ári. Ærnar skiluðu 39,5 kg kjöts að meðaltali. Er þetta annað skiptið í röð sem búið er í efsta sæti í skýrsluhaldi í sauðfjárrækt. Náði Eiríkur þessum árangri þrátt fyrir óhagstætt tíðarfar sem dró úr fallþunga. Þrátt fyrir að fall- þungi dilka hafi verið rúmum 300 grömmum minni sl. haust en árið áður er útlit fyrir að heildarafurðir verði síst minni. Góð frjósemi ræð- ur miklu um þá niðurstöðu. »14 Óhagstætt tíðarfar dró úr fallþunga Bílaleigur vaxa hratt » Velta erlendra greiðslukorta á bílaleigum var 4,3 milljarðar 2012 en 5,8 milljarðar 2013 á virði hvers árs. » Aukningin er 34% án tillits til verðbólgu á tímabilinu. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sala á vöru og þjónustu í ýmsum greinum til erlendra ferðamanna hleypur orðið á milljörðum króna og nemur aukningin jafnvel tugum pró- senta milli áranna 2012 og 2013. Fyr- ir vikið hafa ýmsar þjónustugreinar vaxið langt umfram hagvöxt. Þetta má lesa út úr greiningu Rannsóknaseturs verslunarinnar á gögnum frá kortafyrirtækjum. Ríflega 90 milljarðar Um er að ræða sundurliðun á greiðslum með erlendum greiðslu- kortum á sölustað en þær námu alls 79,5 milljörðum í fyrra. Við það bæt- ast úttektir úr hraðbönkum og bönk- um fyrir 11,8 milljarða í fyrra, en alls eru þetta 91,3 milljarðar króna. Leiðir sundurliðunin m.a. í ljós að erlendir ferðamenn greiddu með kortum sínum 9,6 milljarða fyrir veitingar í fyrra en höfðu greitt 7,6 milljarða árið 2012. Er það 26% aukning, án tillits til verðbólgu. Við þetta bætist sala fyrir reiðufé. Tölur Hagstofunnar benda til að velta veit- ingageirans hafi aldrei verið meiri. MTugprósenta vöxtur »4 Veitingasala jókst um 26%  Hraður vöxtur er í mörgum atvinnugreinum sem þjónusta erlenda ferðamenn  Velta erlendra greiðslukorta á veitingahúsum var 9,6 milljarðar króna í fyrra Morgunblaðið/Eva Björk Tveir góðir Guðjón Valur og Aron eru á meðal þeirra allra bestu. Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson, landsliðsmenn Íslands í handbolta, eru í átta manna byrj- unarliði Norðurlandaúrvalsins í handbolta sem Morgunblaðið stóð fyrir kosningu á. Báðir fengu góða kosningu hjá þeim átta sérfræð- ingum sem leitað var til. Alexander Petersson er svo á meðal varamanna en hann var nær einróma kjörinn næstbestur á Norðurlöndum á eftir Svíanum Kim Andersson. Sverre Jakobsson missir naumlega af sæti á varamannabekk Norðurlandaúr- valsins sem varnarmaður og þá fengu þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Þórir Ólafsson einnig atkvæði. Danski landsliðsmarkvörðurinn Niklas Landin og stórskyttan Mikk- el Hansen voru þeir einu sem fengu fullt hús í kosningunni en þeir þykja langbestir í sinni stöðu á Norður- löndum og þótt víðar væri leitað. Þeir átta sem kusu voru nokkuð sammála um flestar stöður nema þegar kom að vali á línumanni og varnarmanni. » Íþróttir Guðjón og Aron í úrvalsliðinu  Þrír Íslendingar alls í Norðurlandaúrvalinu í handbolta Þjóðarleikvangurinn í Laugardal er ekki nema svipur hjá sjón núna. Klaki liggur yfir öllum vell- inum og líkist hann meira skautasvelli en íþróttaleikvangi. Að sögn Jóhanns Kristinssonar, vallarvarðar á Laugardalsvelli, hefur verið gripið til aðgerða í von um að grasið á vellinum kali ekki. Meðal annars var völlurinn skafinn til þess að reyna að koma súrefni að grassverðinum. „Ef völlur lend- ir í því að það verður aldauði í grasinu, þá þarf að sá að vori og bíða eftir að völlurinn komi upp,“ segir Jóhannes. »6 Laugardalsvöllurinn eins og skautasvell Morgunblaðið/Þórður Klakahella liggur yfir íþróttaleikvanginum í Laugardal og menn hafa áhyggjur af kali  Kolbeinn Árnason, framkvæmda- stjóri LÍÚ, segir að margir í útgerð séu að hugsa sinn gang og minni út- gerðir með eitt skip eigi t.d. ekki sömu möguleika á hagræðingu og stærri útgerðirnar hafi. „Stöðugt auknar álögur og minni veiðiheimildir auka á erfiðleika í rekstri, útgerðarform kann einnig að hafa þarna áhrif sem og samsetn- ing veiðiheimilda,“ segir Kolbeinn. Ennfremur segir hann að það stand- ist enga skoðun að leggja á ofur- skatta án tillits til afkomu. »12 Minni útgerðir hafa ekki sömu mögu- leika til hagræðingar Gamli Landsbankinn (LBI) sendi inn beiðni til Seðlabanka Íslands sl. haust um undanþágu frá höftum til að greiða umtalsverða fjárhæð í er- lendum gjaldeyri til forgangskröfu- hafa. Sú beiðni hefur enn ekki verið afgreidd og samkvæmt heimildum er afar ólíklegt að slík heimild fáist á meðan ekki hefur tekist að semja um að lengja í 240 milljarða erlendum skuldum Landsbankans við LBI. Þær upplýsingar fengust frá LBI að búið væri að greiða út allan þann gjaldeyri sem bankinn átti og var undanþeginn höftum. Frekari greiðslur til kröfuhafa verða því ekki inntar af hendi nema með sérstöku samþykki Seðlabankans. LBI á nú um 280 milljarða í gjaldeyri í reiðufé. Erlendir fjárfestingabankar hafa sýnt áhuga á að koma að kaupum á skuldabréfum Landsbankans og um leið að lengt verði í bréfunum – hugs- anlega til 15 ára. hordur@mbl.is »18 LBI óskar eftir und- anþágu frá höftum  Óvíst um næstu greiðslu til kröfuhafa Erlendur ferðamaður á sextugs- aldri lést af slysförum í íshelli í Breiðamerkurjökli í gær. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins var maðurinn þar við ljósmyndun í fylgd íslensks leið- sögumanns. Hann mun hafa fallið í á sem rennur eftir hellisbotninum. Lífgunartilraunir báru ekki árang- ur. »2 Banaslys varð í Breiðamerkurjökli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.