Morgunblaðið - 05.02.2014, Qupperneq 2
Morgunblaðið/RAX
Íshellirinn Myndin var tekin fyrr í vetur í hellinum þar sem slysið varð. Áin sést í forgrunni myndarinnar.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Erlendur ferðamaður á sextugsaldri
lést af slysförum í íshelli í Breiða-
merkurjökli í gær, samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglu. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins var mað-
urinn þar við ljósmyndun og var í
fylgd íslensks leiðsögumanns. Hann
mun hafa verið vanur jöklaferðum og
hafa farið áður í íshella hér á landi.
Annar íslenskur leiðsögumaður var í
ísklifri í nágrenninu á jöklinum með
tveimur ferðamönnum.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hneig maðurinn skyndilega
niður þar sem hann stóð á auðri
klöpp og féll í á sem rennur eftir
hellisgólfinu. Vatnið hreif manninn
með sér því áin var talsvert vatns-
mikil eftir rigningar. Maðurinn náð-
ist úr ánni en lífgunartilraunir báru
ekki árangur.
Kallað var eftir hjálp og kom ís-
klifurhópurinn þegar til aðstoðar.
Björgunarsveitarmenn Slysavarna-
félagsins Landsbjargar komu frá
Höfn í Hornafirði og úr Öræfum og
komu þeir fyrstu þeirra á staðinn,
sem er við mynni Veðurárdals, laust
fyrir klukkan fimm síðdegis. Læknir
og sjúkrabíll komu einnig. Slysið
varð um 150-200 metra inni í íshell-
inum. Björgunaraðgerðirnar tóku
töluverðan tíma og þurftu björgun-
arsveitarmenn að vaða í mittisdjúpu
vatni til að ná manninum. Þeir komu
út úr hellinum um sjöleytið. Ferðin
niður af jöklinum gekk áfallalaust.
Alls tóku 30-40 björgunarsveitar-
menn þátt í aðgerðinni, samkvæmt
upplýsingum Slysavarnafélagsins
Landsbjargar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar
(LHG) lagði af stað úr Reykjavík á
slysstaðinn um klukkan 15.30. Þyrl-
an var afboðuð og var henni snúið við
á leiðinni, samkvæmt upplýsingum
frá stjórnstöð LHG.
Lést af slysförum í íshelli
Erlendur ferðamaður á sextugsaldri sem var að taka ljósmyndir í íshelli í
Breiðamerkurjökli féll af klöpp í á og lést Lífgunartilraunir báru ekki árangur
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Mikið misræmi er milli kunnáttu ís-
lenskra ungmenna þegar kemur að
dönsku ritmáli annars vegar og
dönsku talmáli hins vegar. Þetta má
m.a. rekja til áherslna í dönsku-
kennslu í íslenskum grunn- og fram-
haldsskólum en afleiðingin er sú að
Íslendingar upplifa vankunnáttu
þegar þeir reyna að tjá sig á dönsku.
Þetta var meðal þess sem kom
fram í máli Auðar Hauksdóttur, for-
stöðumanns Stofnunar Vigdísar
Finnbogadóttur og dósents í dönsku,
á ráðstefnu um nytsemi skóladönsk-
unnar, sem Norræna félagið efndi til
í gær. Auður hefur m.a. rannsakað
reynslu íslenskra háskólanema í
Danmörku, en þeir voru tæplega
2.000 talsins skólaveturinn 2010-
2011.
„Það sem er óheppilegt við þetta er
að þetta þýðir að þegar menn koma
til Danmerkur þá skilja þeir ekki tal-
málið í byrjun og finnst þeir ekki
kunna neitt, sem er algjört vanmat,
því þeir kunna helling en kannski
ekki akkúrat þetta talmál sem þeir
hitta fyrir þegar þeir koma fyrst til
landsins,“ segir Auður. Hún segir að
þeir námsmenn sem hún hafi rætt við
hafi þó iðulega náð skilningi á talmál-
inu á tveimur til þremur mánuðum en
það hafi tekið þá aðeins lengri tíma að
verða talandi á dönsku. Nær undan-
tekningalaust nái þeir færni til að
stunda háskólanám á dönsku.
Norðurlöndin bakland
Auður segir rannsóknir sýna að
þessu sé öfugt farið með enskuna,
þar sem Íslendingar telja kunnáttu
sína mun meiri en hún raunverulega
er, og bendir á að þeir hafi haft mik-
inn ávinning af því að læra dönsku,
sem enskan skilar þeim ekki.
„Norðurlöndin hafa verið okkar
bakland í sambandi við vinnu og ann-
að þegar eitthvað hefur bjátað á,“
segir Auður og vísar til flutninga Ís-
lendinga til Svíþjóðar á 7. og 8. ára-
tugnum og til Noregs á síðastliðnum
árum. Þeir hafi auk þess notið for-
gangs í skólakerfum Norður-
landanna. „Það er fullt af erlendum
námsmönnum sem vilja komast inn í
norrænu háskólana en Íslendingar
hafa verið undanþegnir kröfum um
dönskukunnáttu, sem erlendir stúd-
entar hafa þurft að uppfylla, af því að
þeir hafa stúdentspróf í dönsku,“
bendir hún á. Án þess væri óvíst að
Íslendingar hefðu jafn greiðan að-
gang að þeim þúsundum námsplássa
sem þeir hafa fyllt síðustu ár.
Auður segir afar mikilvægt að efla
og standa vörð um gæði dönsku-
kennslu í grunnskólunum og þar
skipti fagmennska kennara og við-
horf almennings höfuðmáli. Hún seg-
ir miklu skipta að þjóðfélagið standi
með því sem er gert í skólakerfinu en
geri ekki lítið úr því.
Dönskukunnáttan kom sér vel
Marta Mirjam Kristinsdóttir, laga-
nemi við Háskóla Íslands, starfaði
þrjú sumur í Noregi og segir dönsku-
kunnáttuna hafa komið sér vel. Með
því að henda sér út í djúpu laugina og
tala dönsku hafi hún lært norsku.
„Fólk talar svolítið um að það hafi
tekið það langan tíma að ná tökum á
dönskunni í Danmörku,“ segir hún.
„En um leið og ég fór að tala kom
norskan mjög fljótt. Þannig að maður
fór að velta þessu fyrir sér: ef það
tekur svona gífurlega langan tíma að
læra dönsku, hvort það sé þá skyn-
samlegra að við lærum norsku?“ seg-
ir hún. Hún segir að eftir sex ára
dönskunám og alls níu mánuði í Nor-
egi, skilji hún norskuna mun betur en
dönskuna í dag.
Vegna þess hvernig dönskukennslu er háttað skilja íslensk ungmenni ritaða dönsku mun betur en tal-
aða Upplifa vankunnáttu þegar út er komið Var fljót að læra norsku með því að bjarga sér á dönsku
Mikill munur á ritmáli og talmáli
Morgunblaðið/Ernir
Danska Auður segir viðhorf skipta
sköpum um gæði kennslunnar.
Leit var hætt í gær að manni sem grunur lék á að
hefði fallið í sjóinn af nyrðri hafnargarði
Reykjavíkurhafnar í fyrrakvöld.
„Við erum að skoða upptökur úr öryggismynda-
vélum og fleira, hvort við sjáum einhvern á ferðinni á
þessum tíma,“ sagði Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri
Lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Hann sagði ekki vit-
að hvort einhver hefði í raun og veru fallið í sjóinn af
hafnargarðinum. „Við erum búnir að leita þar sem
hægt er. Nú er biðstaða þar til eitthvað nýtt kemur í
ljós.“
Hvasst var í fyrrakvöld við höfnina og pusaði sjór
yfir hafnargarðinn. Erlendur ferðamaður sem var
þar staddur um klukkan 21.00 kvaðst hafa séð mann
fara út á hafnargarðinn og ganga út að vitanum.
Sjónarvotturinn var svo eitthvað upptekinn við annað
um stund en þegar hann leit aftur út á garðinn sá
hann engan. Hann taldi að ef til vill hefði maðurinn
fallið í sjóinn og gerði lögreglunni viðvart.
Björgunarsveitir, Landhelgisgæslan og lögreglan
hófu þegar leit án þess að finna neitt. Landhelg-
isgæslan leitaði áfram í gær og fór um svæðið án ár-
angurs.
Ekki er vitað hver fór út á garðinn en talið er að
hann sé útlendingur því hann talaði við sjónarvottinn.
Ekki tekur nema þrjár til fjórar mínútur fyrir full-
frískan mann að fara eftir garðinum. Engin tilkynn-
ing hafði komið um að manns væri saknað. Eft-
irgrennslan á gististöðum bar ekki heldur árangur.
gudni@mbl.is
Ljósmynd/Faxaflóahafnir
Reykjavíkurhöfn Grunur lék á að maður hefði farið í sjóinn.
Leit hætt í Reykjavíkurhöfn
Óttast var að maður hefði
dottið í sjóinn í fyrrakvöld
„Þetta er snúin
staða. Það er ljóst
að svigrúmið í
samningunum var
klárað. Það eru
þessi 3,5-4% sem
Seðlabankinn tel-
ur hægt að semja
um sem launa-
breytingar án
þess að ógna verð-
lagsstöðugleika.
Sú staða er óbreytt þrátt fyrir nið-
urstöður atkvæðagreiðslna,“ sagði
Þorsteinn Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
(SA), eftir samningafundi gærdags-
ins í Karphúsinu.
Fram kom í gær að vantrúar gætti
hjá félagsmönnum viðsemjenda SA
um að ná mætti sambærilegri kaup-
máttaraukningu með lægri nafn-
launabreytingu og minni verðbólgu.
„Við höfum bent á að þróunin í jan-
úarmælingu verðbólgu hafi verið tals-
vert betri en menn gerðu sér vonir
um. Hún er ótvíræð vísbending um að
við séum á réttri leið. Við teljum fulla
ástæðu til að ætla að við verðum kom-
in niður fyrir 2,5% verðbólgu eftir
febrúarmælinguna,“ sagði Þorsteinn.
gudni@mbl.is »4
Svigrúmið
í samning-
um klárað
Þorsteinn
Víglundsson