Morgunblaðið - 05.02.2014, Side 4

Morgunblaðið - 05.02.2014, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Mörg dæmi eru um tugprósenta vöxt í veltu erlendra greiðslukorta innan einstakra greina sem þjónusta ferða- menn, milli áranna 2012 og 2013. Þetta kemur fram í nýjum tölum Rannsóknaseturs verslunarinnar. Velta erlendra greiðslukorta í fyrra var 91,3 milljarðar króna, borið saman við 74,5 milljarða 2012 og 62 milljarða 2011 á virði hvers árs. Hef- ur metið fallið ár hvert síðustu ár. Rannsóknasetur verslunarinnar hefur sundurgreint kortaveltuna eft- ir því hvar viðskiptin eiga sér stað og koma gögnin frá kortafyrirtækjum. Undirstrikar sú sundurgreining hversu mikilvæg ferðaþjónustan er orðin fyrir íslenskt atvinnulíf. Skýrir sundurgreiningin jafnframt af hverju færð hafa verið rök fyrir því að vöxt- ur ferðaþjónustu hafi skýrt hagvöxt umfram væntingar í fyrra. Skal tekið fram að tölur Rann- sóknaseturs verslunarinnar miðast við greiðslur af kortum á sölustað, sem voru 79,5 milljarðar í fyrra, en ná ekki til úttekta í hraðbanka og bönk- um, sem voru þá 11,8 milljarðar. Sem fyrr segir eru tölur settar fram á virði hvers árs, án tillits til verðbólgu sem var 4,2% í des. sl., á 12 mán. grund- velli. Aukningin milli 2012 og 2013 er iðulega langt umfram verðbólgu. Velti ríflega 18 milljörðum Veltan í gistiþjónustu 2012 var 14,4 milljarðar en rúmir 18 milljarðar í fyrra og óx um 25% á einu ári. Veltan í veitingaþjónustu var 7,6 milljarðar 2012 en 9,6 milljarðar í fyrra og óx um 26%. Umsvif bílaleiga jukust enn þá hraðar. Þar fór veltan úr 4,3 milljörðum 2012 í 5,8 milljarða í fyrra og er það aukning um 34%. Skyldar greinar undir liðnum sala bensíns, viðgerðir og viðhald bifreiða uxu líka hratt vegna erlendra ferða- manna. Þar fór velta erlendra korta úr 3,8 milljörðum 2012 í 4,4 milljarða í fyrra og er aukningin ríflega 16%. Veltan af erlendum kortum í fata- verslun vex líka hratt. Hún var 2,7 milljarðar 2012 og rúmir 3 milljarðar í fyrra og er aukningin rúmlega 14%. Gjafa- og minjagripaverslanir njóta einnig góðs af stöðugri fjölgun erlendra ferðamanna. Þar fór veltan úr 1,8 milljörðum 2012 í 1,9 milljarða króna 2013 og er það aukning um 6,5%. Loks óx veltan í farþegaflutn- ingum úr 3,2 milljörðum króna 2012 í 3,7 milljarða 2013 og er það um 15% aukning milli ára. Að sögn Emils B. Karlssonar, for- stöðumanns Rannsóknaseturs versl- unarinnar, eru t.d. kaup á flugmiðum ekki meðtalin í þessari samantekt. Innanlandsflugið í vexti Flugmiðar keyptir erlendis eru því ekki hluti af veltutölum fyrir farþega- flutninga. Séu þær tölur sundur- liðaðar kemur í ljós að erlendir ferða- menn keyptu flugmiða í innan- landsflugi fyrir 2.639 milljónir í fyrra, borið saman við 2.418 milljónir 2012. Er það ríflega 9% aukning. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var velta fyrirtækja í flokknum veit- ingasala og þjónusta 52,7 milljarðar 2008 og 53,6 ma. 2012, á núvirði, að innlendri veltu meðtalinni. Hún var 44 ma. á fyrstu tíu mánuðum ársins 2012 en 48,8 ma. sömu mánuði í fyrra, m.t.t. þróunar vísitölu frá október hvort ár til janúar 2014. Árstölur fyr- ir 2013 liggja ekki fyrir, enda á eftir að gera upp vsk-skýrslur fyrir nóvember og desember sl. Þróunin fyrstu tíu mánuðina 2012 og 2013 bendir hins vegar til að veltan í fyrra hafi verið um 60 ma. og er það lík- lega met. Ný at- vinnugreinaflokk- un var tekin upp 2008 og eru veltu- tölur 2007 því ekki fyllilega samanburðarhæf- ar. Tugprósenta vöxtur milli ára  Velta erlendra greiðslukorta á veitingahúsum var 9,6 milljarðar króna í fyrra og óx um 26% frá 2012  Greining Rannsóknaseturs verslunarinnar sýnir mikla veltuaukningu í mörgum öðrum greinum Það vekur athygli að velta er- lendra korta í flokknum menn- ing, afþreying og tómstundir skuli hafa verið 2.035 milljónir króna í fyrra, borið saman við 1.712 milljónir króna 2012. Er það 19% aukning milli ára, án tillits til verðbólguþróunar. Þar af var veltan hjá söfnum, galleríum og dýragörðum 985 milljónir í fyrra en 837 milljónir 2012. Veltan vegna tónleika, leikhúsferða, kvikmyndasýn- inga og annarra viðburða var 205 milljónir króna í fyrra en 176 milljónir króna 2012. Þessar tölur eru ekki tæm- andi og má nefna að fjöldi miða á Airwaves-tónlistarhátíð- ina er keyptur erlendis, sam- kvæmt upplýsingum frá Ice- landair. Icelandair endurselur þannig út stóran hluta aðgangspassa sem eru síðan seldir samhliða flugi og gistingu til landsins vegna hinnar vinsælu hátíðar. Bent er á það í skýrslu Bost- on Consulting Group um ís- lenska ferðaþjónustu frá því í haust, að á Íslandi séu mikil sóknarfæri í sölu á menningar- tengdri upplifun til ferða- manna. Er „einstæð menn- ing“ sögð meðal þess helsta sem laði ferða- menn til Íslands, en náttúra landsins er þar jafnan efst á blaði í könn- unum. Milljarðar í menninguna LISTIN LAÐAR AÐ Björk Guðmundsdóttir Kortavelta erlendra ferðamanna í milljónum króna Gistiþjónusta Veitingaþjónusta Bílaleigur Fataverslun Gjafa- og minjagripa- verslun Farþega- flutningar 20.000 18.000 16.000 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 14 .43 1 18 .07 4 7.6 32 9.6 01 4.3 01 5 .77 3 2.6 89 3.0 69 1.7 89 1.9 06 3 .24 5 3.7 26 *Kortavelta erlendra ferðamanna eftir flokkum. Upplýsingar um veltu eru fengnar frá innlendum færsluhirðingaraðilum eftir MCC-kóðum. RSV flokkar gögnin í þá flokka sem birt er eftir. Allar upphæðir eru í íslenskum krónum. Gögnin innihalda alla greiðslukortanotkun, debet- og kreditkort, að undanskildum peningaúttektum. Sundurgreint eftir útgjaldaliðum* Heimild: Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV). 2012 2013 VR er ekkert að vanbúnaði að hefja viðræður við viðsemjendur félagsins um endurnýjun kjara- samninga sem taki gildi þegar að- fararsamning- urinn frá 21. desember renn- ur út í lok árs- ins. Félagið hef- ur þegar mótað og lagt fram kröfur vegna viðræðnanna. Meirihluti þeirra fé- lagsmanna í VR sem greiddi at- kvæði samþykkti nýgerða kjara- samninga en þeir byggjast á þeirri forsendu að hafin verði vinna skv. viðræðuáætlun um gerð kjara- samninga til lengri tíma sem taki gildi að ári. Áttu aðildarfélög ASÍ sem samþykktu samningana að hafa lagt fram kröfur fyrir 1. febr- úar. „VR hefur skilað þeim og við erum í sjálfu sér tilbúin,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. Einhver stéttarfélög óskuðu hins vegar eftir fresti á skilum kröfu- gerðar fram í miðjan febrúar. Þó kröfugerðir liggi fyrir fljót- lega verður launahluti þeirra þó ekki tilbúinn skv viðræðuáætlunum fyrr en í september. Í nýju kjarasamningunum er m.a. gengið út frá því að reynt verði að gera svonefnda atvinnu- greinasamninga með breiðri sam- stöðu á vinnumarkaði í þeim við- ræðum sem framundan eru og eiga samningsaðilar að hafa skilgreint fyrir lok þessa mánaðar í hvaða greinum atvinnugreinasamningar gætu hentað í byrjun. Óvissa er um þessi áform þar sem um helm- ingur ASÍ félaga felldi kjarasamn- ingana. Launþegar í sömu atvinnu- grein eru ýmist í stéttarfélögum sem samþykktu samningana eða félögum sem felldu þá. Ólafía segir atvinnugreinasamn- inga mjög heillandi verkefni en eins og staðan sé í dag sé líklegra að einhver bið verði á að gerðir verði slíkir samningar. Í byrjun verði væntanlega fjallað um al- mennar kröfur í viðræðunum. „Mér finnst óraunhæft að við náum utan um atvinnugreinahlut- ann í þessari lotu enda er gert ráð fyrir því að menn þurfi að komast að samkomulagi um hvaða atvinnu- grein verði byrjað á en það er ekki sagt að það eigi að ljúka þeim inn- an tímabilsins.“ omfr@mbl.is VR tilbúið að hefja viðræður við viðsemjendur Ólafía B. Rafnsdóttir  Kröfugerð vegna samninganna 2015 tilbúin Alls óvíst er hvert framhaldið verður á viðræðum stéttarfélaga sem felldu kjarasamningana og Samtaka at- vinnulífsins og óvissa er um hvort þau fjórtán aðildarfélög Starfs- greinasambandsins sem felldu munu leitast við að vera í samfloti í kjara- viðræðunum eða reyna að ná samn- ingum hvert fyrir sig. Mikil fundahöld voru hjá Ríkis- sáttasemjara í gær þegar fulltrúar aðildarfélaganna innan SGS sem felldu voru boðaðir hver í sínu lagi á samningafundi hjá ríkissáttasemjara, þá fyrstu eftir að samningarnir voru felldir. Samningsumboðið er nú hjá hverju félagi fyrir sig og eru ellefu ný mál komin til sáttameðferðar hjá embættinu. Samninganefnd Flóafélaganna kom fyrst til fundar í gærmorgun og síðan komu samninganefndir félaga hver á fætur annarri og funduðu með SA undir stjórn ríkissáttasemjara og stóðu fundahöld framundir kvöldmat. Framsýn lagði fram tillögur Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar og SGS, sagði eftir viðræð- urnar að á þessum fyrstu fundum hefðu menn farið yfir stöðu mála og rætt ástæður þess að samningarnir voru felldir svo víða. Björn segir ekki liggja fyrir hvort félögin verða í samfloti í viðræðunum sem framundan eru. Menn þurfi að sjá hvernig mál þróast, sem gæti skýrst undir vikulokin. Staðan sé mjög óvenjuleg og flókin. Aðalsteinn Á. Baldursson, formað- ur Framsýnar, tekur í sama streng og Björn. Menn hafi fyrst og fremst farið yfir stöðuna og hvaða ástæður væru fyrir því að félagsmenn felldu samningana. Forsvarsmenn Framsýnar lögðu á fundinum fram tillögur að lausn kjaradeilunnar að sögn Aðalsteins. Þar er m.a. lagt til að lægstu laun hækki sérstaklega og að svigrúm í launatöxtum verði notað til hækkana og tilfærslna hópa, samningarnir gildi til 1. febrúar 2015 og samið verði um kjarabætur í sérmálum. Þá sé þýðingarmikið ef ríkisstjórnin gefi loforð um skattalækkun til hinna tekjulægstu fyrir gerð næsta fjár- lagafrumvarps. „Ég held að við séum eina félagið sem leggur fram sáttaplagg til lausn- ar,“ segir hann. Aðalsteinn segir ekki ljóst enn sem komið er hver næstu skref verða. „Það þarf að fara að plægja akurinn og sá en það eru bara engin verkfæri til þess.“ omfr@mbl.is „Það þarf að fara að plægja akurinn“  Óvíst hvort SGS-félögin semja saman eða hvert fyrir sig Morgunblaðið/Golli Annríki Anna Júlíusdóttir, varaformaður Einingar, Björn Snæbjörnsson formaður og Magnús Pétursson ríkissáttasemjari á fundi í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.