Morgunblaðið - 05.02.2014, Side 6

Morgunblaðið - 05.02.2014, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 SVIÐSLJÓS Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Golfklúbbar og knattspyrnufélög á höfuðborgarsvæðinu standa þessa dagana flest í aðgerðum til þess að koma í veg fyrir kal í grasi vegna klakabanda sem tún og grasvellir eru víða í. Að sögn Jóhanns Krist- inssonar, vallarvarðar á Laugardals- velli, getur gras kalið eftir um tvo mánuði ef súrefni kemst ekki að því. Ólafur Þór Ágústsson, golfvalla- sérfræðingur og framkvæmdastjóri golfklúbbsins Keilis, segir golf- klúbba á höfuðborgarsvæðinu sem og víðar vel í stakk búna til þess að forða grasinu frá kali. Það helgist af því að þeir hafi gjarnan starfsfólk til að sinna völlunum árið um kring. „Stærstu klúbbarnir á höfuðborgar- svæðinu eru kannski með fjóra eða fimm starfsmenn. Þeir eru núna bún- ir að vera í mánuð að afísa og brjóta klakann af flötunum,“ segir Ólafur. Völlurinn klár í júlí Gripið hefur verið til svipaðra að- gerða á Laugardalsvelli þar sem starfsmenn eru búnir að skafa völl- inn. „Ef völlur lendir í því að það verður aldauði í grasinu, þá þarf að sá að vori og bíða eftir að völlurinn komi upp. Þeir gerðu það á Sauðár- króki í fyrra og völlurinn var orðinn klár um miðjan júlí,“ segir Jóhannes. Að sögn hans eru nær öll knatt- spyrnufélög á höfuðborgarsvæðinu í svipuðum aðgerðum og gripið hefur verið til á Laugardalsvelli. Jóhannes segir gott samstarf á milli starfs- manna golf- og knattspyrnuvalla. Til marks um það var t.a.m. haldinn 60 manna fundur í síðustu viku þar sem grasáhugamenn skiptust á þekk- ingu. Bændur víða um land hafa undan- farin þrjú ár lent í því að tún hefur kalið. María Svanþrúður Jónsdóttir, ráðgjafi hjá Ráðgjafarmiðstöð land- búnaðarins, segir að veður í febrúar og mars hafi mikið að segja um afdrif túna næsta sumar. „Nú fer í hönd mikilvægasti tími ársins fyrir bænd- ur sem vonast að sjálfsögðu til þess að klaki verði minni á túnum en hann var í fyrra,“ segir María og bætir við: „Ef ekkert hlánar, þá verður staðan alvarleg.“ Kostnaðarsamar aðgerðir Til þessa hafa bændur að mestu notast við sand og salt en í sumum tilfellum dugir það ekki til. Þá hafa verið gerðar tilraunir að undanförnu með þungavinnuvélar sem ætlað er að gera loftgöt í klakann. „Þetta eru kostnaðarsamar aðgerðir, en stóra málið í þessu er að reyna að rjúfa þessa lofthulu,“ segir María. Hún segir að bændur hafi þurft að leita allt til ársins 2010 til að finna síðasta eðlilega heyskaparár. „Árin í kring- um 2000 voru erfið kalár. En svo fengu menn frið nokkur ár á eftir. Nú er þetta aftur erfitt,“ segir María. Hún segir bændur vart ræða annað þegar þeir hittast og að eðlilega hafi menn áhyggjur. Ólafur Ágústsson segir að vissu- lega séu menn meðvitaðir um það að í ár sé meiri kalhætta en síðustu tólf til fimmtán ár. „Það hefur ekki sést kal á golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu síðustu fimmtán árin, en því er ekki að neita að kalhættan er meiri nú en oft áður,“ segir Ólafur. Harðgerari grastegundir Hann segir að gras á golfvöllum þoli um sextíu daga undir klaka. Þær grastegundir séu þó gjarnan harð- gerari en gengur og gerist. „Eftir þessa sextíu daga aukast líkur á kali en með því að lofta um klakann eins og við höfum verið að gera síðasta mánuð minnka líkurnar mikið,“ segir Ólafur. Túnin verr sett en vellirnir  Unnið að því að koma súrefni að grasinu á golf- og knattspyrnuvöllum  Bændur hafa ekki sömu tök á að forða grasinu frá kali  Mikilvægasti tími ársins að fara í gang  Alvarleg staða ef ekki hlánar Morgunblaðið/Þórður Þakinn klaka Laugardalsvöllur var skafinn til þess að reyna að koma súrefni að grassverðinum. Líkt og gefur að skilja hafa bændur ekki sömu kosti til aðgerða og golfklúbbar og íþróttafélög. Innflutningur ísbrjóta stendur til. Fyrirtækið Frístundahús ehf. hyggst hefja innflutning á ís- brjóti sem hannaður er til þess að mylja klaka. Slíkur ísbrjótur hefur að sögn Einars Þóris- sonar, ráðgjafa hjá Frístunda- húsum ehf., ekki sést áður hér á landi. „Við höfum fengið miklar fyrirspurnir vegna þessa, bæði frá KSÍ og verk- tökum. Við erum ekki búnir að tala við bændurna,“ segir Ein- ar. Um er að ræða fjórtán teg- undir ísbrjóta sem fyrirtækið selur og kosta þeir frá fjórum til sex milljóna króna með virðisaukaskatti. Ísbrjóturinn er festur framan á dráttarvélar, lyftara, vörubíla og veghefla. Slíkir ísbrjótar hafa verið notaðir í Skotlandi til þess brjóta ís á vegum. Samkvæmt frétt BBC hefur tækið í sumum tilfellum nýst vegamálayfirvöldum betur en salt í baráttu við ísingu á veg- um. Ísbrjótar við- bót á Íslandi NÝ ÚRRÆÐI GEGN KLAKA Ísbrjótur Ekki hefur áður verið not- ast við ísbrjóta á Íslandi. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Ekki er endanlega búið að taka ákvörðun um hvort verk- ið verður sýnt hér á landi. Stutt er síðan Büchel var valinn og ekki er hægt að ræða það á þessu stigi málsins,“ segir Kristín G. Guðnadóttir, stjórn- arformaður Kynningarmiðstöðvar ís- lenskrar myndlistar, KÍM, spurð hvort listaverk Christoph Büchel, sem var valinn fulltrúi Íslands á Fen- eyjatvíæringi í myndlist sumarið 2015, yrðu sýnd hér á landi. Fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæring- inn var valinn úr innsendum tillögum, var það í fyrsta skipti sem KÍM hafði þann háttinn á. Listamaðurinn Chri- stoph Büchel varð fyrir valinu og er það í fyrsta skipti sem erlendur listamaður fer sem fulltrúi Íslands á tvíæringinn. Sýningarstjórinn er hins vegar ís- lenskur, Nína Magnúsdóttir sem er kona Büchel. Büchel er fæddur í Sviss og hefur verið búsettur hér á landi frá 2007. Hann er virtur og þekktur í myndlist- arheiminum en ekki eins þekktur innan íslensks listalífs. „List er í eðli sínu alþjóðleg. Ef við horfum til Fen- eyjatvíæringsins er það að færast í vöxt að lönd velji sér fulltrúa, sem ekki endilega er þeirra landsmaður,“ segir Kristín. Umsóknin uppfyllti öll skilyrði Þegar augýst var eftir umsóknum voru gefnar vissar forsendur. Hún opnaði fyrir það að bæði íslenskir og er- lendir listamenn gætu sótt um að uppfylltum vissum skil- yrðum. Valnefnd fór yfir tillögur og allar tillögur uppfylltu skilyrði auglýsingarinnar. „Það var því ekki nefndarinnar að taka afstöðu til þjóðernis umsækjenda ef umsóknin uppfyllti öll skilyrði auglýsingarinnar. Ef útiloka ætti þátttöku annarra listamanna en þeirra sem fæddir eru á Íslandi, þó svo að þeir séu búsettir hér á landi, þyrfti það að koma fram í auglýsingunni með skýrum hætti. En þá værum við líka að útiloka mjög mikilvægan hóp lista- manna. Hér á landi er nú starfandi stór hópur listamanna sem eru af erlendu bergi brotnir og auðga listalíf okkar og það væri að mínu mati mjög þröngsýnt viðhorf að þessir listamenn ætti ekki jafna möguleika á við þá sem hér eru fæddir.“ Tólf milljónir í Feneyjatvíæringinn Spurð hvort réttlætanlegt sé að háar upphæðir renni til listamanns sem hefur ekki verið virkur í íslensku listalífi, svarar hún þessu til: „Ég get ekki svarað því öðruvísi en að vísa til þess að þessi listamaður uppfyllti öll skilyrði.“ Christoph Büchel var úthlutað listamannalaunum í tvö ár, mánaðarlaunin eru 310.913 krónur. Menntamálaráðu- neytið leggur 12 milljónir króna í verkefnið. Sú fjárhæð skiptist, fer m.a. í leigu á húsnæði í Feneyjum, laun sýn- ingarstjóra o.fl. Fjárhagsáætlun verkefnisins liggur ekki fyrir. Ekki nefndarinnar að taka afstöðu til þjóðernis Kristín G. Guðnadóttir Morgunblaðið/Anna Sigríður Feneyjar Ragnar Kjartansson var fulltrúi Íslands 2009.  Þröngsýnt viðhorf að útiloka einn hóp listamannaÁ fundi borgarstjórnar í gær fór fram umræða um hlutverk Reykjavíkur í björgunarstarfi. Málið var tekið upp að undirlagi borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokks, sem vilja að Reykjavíkur- borg leggist ekki gegn komu er- lendra varðskipa til borgarinnar, enda séu þau í margvíslegu sam- starfi við Land- helgisgæsluna. Kjartan Magn- ússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir borg- arstjóra setja sig upp á móti komu erlendra herskipa til Reykjavíkur en þó sé afstaða hans að sumu leyti óljós, t.d. hvað varðar greinarmuninn milli varðskipa og herskipa. „Varðskipið okkar er í freigátustærð og með al- mennilegar byssur en er samt bara varðskip. Og á sínum tíma, þegar hann [Jón Gnarr] lýsti yfir andstöðu gegn heimsóknum þýskra skipa til Reykjavíkur, þá var eitt af þeim óvopnað spítalaskip,“ segir Kjartan. Hann segir að dönsku varðskipin, sem hafa reglulega viðkomu í Reykja- víkurhöfn þrátt fyrir andstöðu meiri- hlutans, séu hluti af danska flotanum, þau séu mönnuð sjóliðum og Danir geri ekki greinarmun á varðskipi og herskipi. „Við erum ekki með her, við erum með björgunarsveitir, en Danir eru ekki með björgunarsveitir, þeir eru með her,“ segir hann. Í ályktunartillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem vísað var til borgarráðs, fagnar borgarstjórn þeim árangri sem Landhelgisgæslan hefur náð við að efla samstarf sitt við björg- unaraðila erlendra þjóða. „Einn af- rakstur umrædds samstarfs var Reykvíkingum vel sýnilegur um liðna helgi þegar finnskar björgunarþyrlur tóku þátt í umfangsmikilli aðgerð á Faxaflóa, þar sem leitað var að ís- lenskum sjómönnum er taldir voru í sjávarháska,“ segir í tillögunni. Kjartan segir ályktunartillögunni ætlað að koma afstöðu meirihlutans til björgunarsamstarfsins á hreint en hann segir að á fundinum hafi komið fram að borgin hafi í raun ekki vald til að neita varðskipum um viðdvöl í höfninni. „Hildur Sverrisdóttir, borgar- fulltrúi og lögfræðingur, fór aðeins í gegnum það að þar sem Íslendingar eru aðilar að Atlantshafsbandalaginu þá væru ákveðnar þjóðréttarlegar skuldbindingar í gildi, sem fela það í sér að við getum ekki vísað skipum bandalagsþjóða úr höfnum okkar. Fyrir nú utan hvað það er óviðeigandi að gera það þegar slíkir aðilar eru í nánu samstarfi við íslensku Landhelg- isgæsluna í björgunarmálum og hafa hvað eftir annað sent tæki og menn á vettvang til björgunarstarfa í þágu okkar Íslendinga,“ segir Kjartan. Hvorki náðist í S. Björn Blöndal, varaborgarfulltrúa Besta flokksins, né Dag B. Eggertsson, borgarfulltrúa Samfylkingar, í gærkvöldi. Vilja fá björgun- armálin á hreint  Segir afstöðu borgarstjóra óljósa Kjartan Magnússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.