Morgunblaðið - 05.02.2014, Side 8

Morgunblaðið - 05.02.2014, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 UPPGJÖR & BÓKHALD Fast verð í launavinnslu Meðhöndlun launaupplýsinga er viðkvæmt mál og flækjurnar við útreikninga geta verið miklar. Settu launavinnsluna í traustar hendur fagfólks. Hafðu samband við Olgeir í síma 545 6106 og fáðu fast verð í þína launaútreikninga. kpmg.is Þingmaður spurði nýlega um ut-anfarir forseta Íslands og kostnað við þær.    Einhvers staðarvar því fleygt að það væri þó ann- að uppgjör en pen- ingalegt sem vekti fyrir Svandísi Svav- arsdóttur þegar hún forvitnaðist um þann kostnað sem þjóðfélagið hefði nú af gamla formanni gamla flokksins hennar.    En ekki varðneitt sérstakt hneyksli úr. Því þótt forsetinn héldi úr landi að meðaltali í þriðju hverri viku allan ársins hring, þá dró það úr kostnaði að hann virtist iðulega gista á kostnað annarra en íslenskra skattgreið- enda. Það er viðtekin venja að í op- inberri heimsókn til ríkis stendur gestgjafinn undir gistingu og flest- um öðrum viðurgerningi. En ýmsir aðrir höfðu sýnt sömu gestrisni.    Fyrrverandi forseti Þýskalandshrökklaðist úr embætti af því að hann hafði sem forsætisráðherra fylkis þegið fría gistingu í EINA nótt af góðkunningja sínum. En auðvitað eru ekki sömu viðmið í öll- um löndum.    En Svandísi Svavarsdóttur yf-irsást að svörin við spurn- ingum hennar gætu leitt til þess að kjósendur vildu að Ólafur Ragnar sæti enn eitt kjörtímabil eftir að þessu lýkur. Því miðað við fram- reiknaðar tölur frá 2012 þá hefur Ólafur dvalið samtals rúmlega heilt kjörtímabil erlendis í forsetatíð sinni. Hann hafði því ekki verið for- seti á Íslandi nema tæp 3 kjör- tímabil þegar hann var kosinn síð- ast en ekki 4. Ólafur Ragnar Grímsson Ferðasaga til næsta bæjar STAKSTEINAR Svandís Svavarsdóttir Veður víða um heim 4.2., kl. 18.00 Reykjavík 3 rigning Bolungarvík 3 alskýjað Akureyri 4 skýjað Nuuk -7 snjókoma Þórshöfn 5 skúrir Ósló 0 frostrigning Kaupmannahöfn 1 skýjað Stokkhólmur 1 skýjað Helsinki -1 þoka Lúxemborg 6 léttskýjað Brussel 7 skýjað Dublin 6 skýjað Glasgow 5 skýjað London 7 léttskýjað París 7 alskýjað Amsterdam 8 léttskýjað Hamborg 5 heiðskírt Berlín 5 heiðskírt Vín 0 alskýjað Moskva -2 skýjað Algarve 15 skýjað Madríd 7 skýjað Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 11 léttskýjað Aþena 8 skýjað Winnipeg -22 alskýjað Montreal -10 skýjað New York -3 þoka Chicago -6 alskýjað Orlando 26 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:56 17:29 ÍSAFJÖRÐUR 10:15 17:19 SIGLUFJÖRÐUR 9:59 17:02 DJÚPIVOGUR 9:29 16:55 Kostnaður við byggðasögu Hellu er kominn í 32 milljónir króna. Unnið hefur verið við ritun hennar frá árinu 2008. „Mér virðist af fréttum að dæma, að verkefni um ritun byggða- sögu standi oft lengi yfir og kosti tals- vert. Ég átta mig ekki á hvað er eðli- legt og hvað óeðlilegt í því samhengi,“ segir Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti hreppsnefndar Rangárþings- Ytra, spurður út í kostnaðinn við sögu- ritunina. Hann bendir á að áður en farið er af stað í slíka ritun er oft ekki endilega vitað hversu mikið er til af gögnum eða hve djúpt sé á þeim. Það geti verið tímafrekt að tína þessa þekkingu saman. Núverandi sveitarstjórn tók við verkefninu árið 2010 þegar hún tók við taumunum. Guðmundur Ingi segir að ekkert annað hafi verið í stöðunni þá en að halda áfram með verkið. „Það er mikill fengur í að eiga þessa sögu. Það er alltaf spurning hvers virði það er. Stærsti þátturinn er að þetta er liður í menningu og sögu staðarins og mik- ilvægt að gera því fólki skil sem byggði upp staðinn á sínum tíma.“ Ingibjörg Ólafsdóttir er söguritari. Gengið hefur verið frá skriflegum samningi við hana um lok verkefn- isins. Stefnt er á útgáfu 2014. thorunn@mbl.is Byggðasaga Hellu í ritun Morgunblaðið/Árni Sæberg Hella Byggðasagan kemur út í ár.  Kostnaðurinn kominn í 32 milljónir króna  Unnið að ritun frá 2008  Mikill fengur að sögunni, segir oddviti Stytta þarf tíma málsmeðferðar hjá yfirskattanefnd. Eins þarf að koma í veg fyrir endurtekna rannsókn meiriháttar skattamála, sem nú eru fyrst rannsökuð hjá skattrann- sóknastjóra og síðan hjá lög- reglu, að mati nefndar sem at- hugaði stjórn- sýslu skattamála. Skýrsla nefnd- arinnar er aðgengileg á vef fjár- málaráðuneytisins. Nefndina skip- uðu Ragnhildur Helgadóttir, prófessor, sem var formaður, Garð- ar G. Gíslason hdl. og Guðrún Þor- leifsdóttir lögfræðingur. Starfs- maður var Rakel Jensdóttir. Skýrslan er fyrsti áfangi í athug- un á stofnanakerfi skattamála. Fjár- málaráðherra hefur rætt efni skýrsl- unnar við forstöðumenn stofnana skattkerfisins sem í hlut eiga. Við endurskoðun á stofnanakerfi skatta- mála á að athuga hvernig ráðuneytið geti betur sinnt eftirlits og stefnu- mótunarhlutverki sínu. M.a. á að kanna aðstæður sjálfstæðra úr- skurðarnefnda, innheimtu opinberra gjalda og fyrirkomulag skatteftirlits og skattrannsókna. gudni@mbl.is Stjórnsýsla skattamála skoðuð Ragnhildur Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.