Morgunblaðið - 05.02.2014, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þ
etta er fyrir foreldra og
alla þá sem vinna með
börnum, til dæmis kenn-
ara og heilbrigðisstarfs-
fólk,“ segir Sigríður
Dögg Arnardóttir, kynfræðingur,
BA í sálfræði og MA í kynfræði, en
hún verður með námskeið hjá End-
urmenntun Háskóla Íslands núna í
febrúar sem heitir Kjöftum um kyn-
líf við börn og unglinga. „Þörfin fyrir
svona námskeið er mikil. Undan-
farin tvö ár hef ég verið með fyrir-
lestra fyrir foreldra og unglinga um
þessi mál og þar kemur vel fram að
fólk veit ekkert hvernig það á að
ræða kynlíf við börnin sín, hvað sé í
lagi og hvað ekki. Ég fer á þessu
námskeiði í gegnum það hvað sé
eðlilegt og hvað ekki, frá aldrinum 0-
18 ára, skoða hvað er ástæða til að
staldra við og svo framvegis. Heil-
brigðisstarfsfólk og íþróttakennarar
lenda til dæmis oft í vanda þegar
krakkar leita til þeirra með þessi
mál, því þeir vita ekki hvað er eðli-
legt.“
Hvað er viðeigandi?
Sigríður Dögg segir að mikil gjá
sé oft á milli unglinga og foreldra í
þessum málum, en viljinn sé þó mik-
ill til að ræða málin. „Foreldrar átta
sig ekki á hvað má og hvað ekki, um
hvað á að tala, hvað er viðeigandi og
hvað ekki. Kynfræðslan hefur held-
ur ekki haldist í takt við tækni-
samfélagið og þá staðreynd að fólk
sækir sér upplýsingar á netinu en er
kannski ekki í stakk búið til að
greina hvort þær upplýsingar eru
réttar eða góðar. Alls konar mýtum
Að tala ekki um kyn-
líf eru aðalmistökin
Virk kynfræðsla seinkar kynferðislegri hegðun barna og gerir hana ábyrgari og
öruggari þegar hún hefst. Þess vegna er mikilvægt að foreldrar tali um kynlíf við
börn sín. En foreldrar vita oft ekki hvernig þeir eiga að bera sig að. Sigríður Dögg
segir algengustu mistökin að forðast það að opna á þessar samræður. Hún verður
nú í febrúar með námskeiðið Kjöftum um kynlíf við börn og unglinga.
Sigríður Dögg Segir foreldra mikla fyrir sér að ræða kynlíf við unglingana.
Á vefsíðunni lesvefurinn.hi.is má m.a.
finna eftirfarandi: „Hvers vegna
skiptir máli að börn öðlist áhuga á að
lesa bækur þegar nóg er af öðru les-
efni út um allt? Einfalda svarið er að
áhugi á bóklestri tengist betri les-
skilningi sem er undirstaða alls
náms. Langa svarið er að bóklestur
eykur víðsýni og umburðarlyndi,
kennir börnum að setja sig í spor
annarra og átta sig á skráðum og
óskráðum reglum samfélagsins, lest-
ur eflir málþroska, sköpunargáfu,
ímyndunarafl og orðaforða. Svo er
bóklestur líka svo skemmtilegur,
kærkomið athvarf frá amstri dags-
ins.“ Lesvefurinn er áhugaverð síða
um læsi og lestrarerfiðleika, þar eru
t.d. ráð fyrir foreldra, kennara og
nemendur um hvernig hægt er að
efla læsi. Á vefsíðunni er auk þess
heilmikið um læsi, um lestrarörðug-
leika og margt fleira.
Vefsíðan www.lesvefurinn.hi.is
Morgunblaðið/Ómar
Bók er best vina Að sökkva sér í aðra heima með því að lesa bók er gott.
Bóklestur eykur víðsýni
Í tilefni af Degi leikskólans á morgun
verður opnað Álfakaffi, lítið kaffihús í
leikskólanum Álfaborg í Reykholti í
Biskupstungum. Þar verður hlaðborð,
kökur og brauð, kaffi og djús. Börnin
á Krummaklettum fá að taka þátt í
starfsemi kaffihússins og þar verða
líka til sýnis fallegar fuglamyndir eft-
ir nemendur leikskólans. Nú er um að
gera að skella sér í kósístund, gæða
sér á góðgæti og styrkja í leiðinni
námsferð starfsfólksins, en allur
ágóði rennur í námsferðasjóð.
Í tilefni dagsins ætla öll leikskóla-
börnin líka að heimsækja eldri borg-
ara í Reykholti og syngja fyrir þá.
Endilega …
… kíkið í Álfa-
kaffi á morgun
Börn Gott er að vera í návist barna.
Á Handverkskaffi í Gerðubergi í
kvöld kl. 20 kynnir Jón Adólf Stein-
ólfsson feril sinn í hörðum efnum
fyrir gestum, en hann hefur gert
listaverk í íslenskt grjót jafnt sem
ítalskan marmara. Hann ætlar að
kynna listsköpun sína, sýna nokkur
verk og verkfæri, útskýra vinnu í
grjót og sýna ljósmyndir. Aðgangur
er ókeypis og allir eru velkomnir.
Jón Adólf hefur lengi unnið lista-
verk sín í tré en fyrir fáum árum
ákvað hann að taka nýrri áskorun og
gera verk sín í grjót. Hann hefur
lært að allt sem hægt er að gera í tré
er hægt að gera í stein en hann hef-
ur meðal annars sótt sér þekkingu á
þessu listformi til Ítalíu. Smærri
höggmyndir sínar gerir Jón Adólf
ýmist úr íslensku grjóti, innlendu
holta- eða fjörugrjóti eða innfluttum
marmara.
Handverkskaffi í kvöld í Gerðubergi
Hvað býr í grjótinu?
Grjót Sum verk Jóns Adólfs eru mjög stór, hér er hann við eitt verka sinna.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Vatnagörðum 12 - 104 Reykjavík - Sími: 588 5151 - Fax: 588 5152 - glerslipun.is
Glerslípun & Speglagerð ehf.
Speglar Flotgler Öryggisgler Hert gler Bílspeglar Sandblástur
Álprófílar Máltöku- og uppsetningaþjónusta
Sjáðu sjálfan þig
í nýju ljósi
Við leggjum metnað okkar
í að bjóða sérhæfðar og
vandaðar lausnir á
baðherbergi. Við bjóðum
upp á sérsmíðaða spegla,
sturtuklefa og sturtuskilrúm.
Þá erum við komnir með
nýja útgáfu af ljósaspeglunum
okkar vinsælu.
Á nýrri heimasíðu okkar
glerslipun.is er gott yfirlit yfir
það sem er í boði. Auk þess
bjóðum við alla velkomna
í Vatnagarða 12 þar sem
fagfólk veitir góða þjónustu
og allar þær upplýsingar sem
þarf.