Morgunblaðið - 05.02.2014, Side 11

Morgunblaðið - 05.02.2014, Side 11
Morgunblaðið/Golli Uglingaástir Hún getur verið heit ástin sem kviknar á unglingsárunum og þá er gott að vita eitthvað um kynlífið. og ósannindum er viðhaldið, eins og t.d. að hægt sé að sjá á kynfærum hverslags kynlíf viðkomandi hafi stundað, að kynfærin mótist af kyn- lífshegðuninni. Önnur mýta er að sæði hafi ofureiginleika fyrir kven- líkamann og því beri að innbyrða það. Þar sem ég vinn við þessa fræðslu hef ég komist að því að ótrú- lega margar mýtur lifa góðu lífi.“ Mikilvægt að vera fordómalaus og opin Sigríður Dögg er fljót til svars þegar spurt er hver séu helstu mis- tök foreldra þegar kemur að kynlífi unglinganna þeirra. „Að ræða þetta ekki, það eru mestu mistökin. Að forðast það að opna á þessar sam- ræður eru langalgengustu mistök- in.“ En hvað er til ráða, ef ungling- arnir eru tregir til að ræða þessi mál? „Foreldrar þurfa að vera til- búnir, undirbúa sig áður en farið er af stað, vera tilbúnir til að vera for- dómalausir og opnir, ræða þessi mál af opnum hug. Þetta er í raun spurn- ing um að foreldrar láti barn sitt vita að þeir séu til staðar, að þeir geti rætt þessi mál og að þeir geti hjálp- að barninu við að leita svara við spurningum sem vakna, það er ekki nauðsynlegt að vita öll svörin.“ Hafa litla trú á sér Sigríður Dögg segir að niður- stöður alþjóðlegra rannsókna sýni að virk kynfræðsla seinki kynferðis- legri hegðun barna og geri hana ábyrgari og öruggari þegar hún hefst. „Þess vegna er svo mikilvægt að tala um þessi mál. Margir for- eldrar mikla fyrir sér að ræða kynlíf við unglingana sína, hafa litla trú á sér í því, finnst það flókið og halda að þeir þurfi að vera einhverjir sér- fræðingar, en það er fjarri því að svo þurfi að vera. Foreldrar þurfa fyrst og fremst að vera opnir fyrir þessu og vera til staðar til að aðstoða börn- in við að finna svör við spurningum. Margir foreldrar halda líka að það að ræða þessi mál við börnin virki hvetjandi á þau til að fara að stunda kynlíf, óttast að setja börnum sínum óheppileg fordæmi með einhverju sem þeir segja. Við förum í það á námskeiðinu hvað felst í því að að- greina sína eigin kynlífsreynslu og gildi frá kynhegðun barnanna.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 GJÖRIÐ SVO VEL!Hafðu það hollt í hádeginu HAFÐU SAMBAND OG FÁÐU TILBOÐ! HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is HEITT OG KALT býður starfsfólki fyrirtækja hollan og næringaríkan mat í hádegi. Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta matreiðslukeppni heims. Það verður heilmikið um að vera á Safnanótt á Bókasafni Kópavogs, en næstkomandi föstudag kl. 19 hefst fjölbreytt dagskrá safnsins. Töframaðurinn Einar einstaki ætlar að koma þrisvar það kvöld og galdra fyrir börnin í barnadeildinni og hægt verður að panta tíma hjá spákonunni Sirrý frá kl. 19.30 en hún ætlar að spá fyrir gestum á milli klukkan átta og tíu um kvöldið. Hljómsveitin Bad Days kemur og spilar í hálftíma frá klukkan ellefu til hálftólf, en hljómsveitarmeðlimir skilgreina tónlist sína sem „indie- folk“. Ótalmargt fleira verður í boði, meðal annars sýning á draugamynd- um Karls Jóhanns, sýning á mynd- unum Ör-ævi eftir Önnu Maríu og sýning á dýrum úr myrkrinu. Öll fjölskyldan ætti að geta farið saman á bókasafnið og skemmt sér vel því ratleikur verður um allt hús. Í Kórnum verða fyrirlestrar og uppákomur: Ljóðahatturinn, þar sem Tryggvi V. Líndal verður heiðraður, Gunnlaugur Guðmundsson stjörnu- spekingur ætlar að fjalla um stjörn- urnar og dagskrárliðurinn Hrekkir og róbótar, sem er dagskrá frá Skemu. Þá mun Haraldur Rafn Ingvason segja frá ratvísi dýra í myrkri og und- ir stiganum á 1. hæð verður leikin upptaka af upplestri um reimleika í Reykjavík. Í dag eins og alla miðvikudaga er prjóna- og handavinnuklúbburinn op- in í bókasafninu kl. 17-19 í Listvangi á 3. hæð. Byrjendur jafnt sem lengra komnir velkomnir. Heitt á könnunni. Reimleikar og fleira á Bókasafni Kópavogs Töframaður Einar einstaki er ungur og upprennandi töframaður. Einar einstaki galdrar fyrir börn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.