Morgunblaðið - 05.02.2014, Page 12
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Útgerðin hefur lýst því yfir að hún sé reiðu-
búin að greiða veiðigjöld sem eru hófleg og
skiptast af sanngirni á milli útgerða. Hættan
er sú að við aukna skattlagningu, í hvaða
grein sem það er, þrengist
um í rekstrinum og þeir
sem eru viðkvæmastir fyr-
ir munu þá hugsa sinn
gang,“ segir Kolbeinn
Árnason, framkvæmda-
stjóri LÍÚ, um fréttir sem
berast af því þessa dagana
að minni útgerðarfyrir-
tæki séu að hætta eða
draga saman seglin. Út-
gerð Aðalbjargar II RE
hefur ákveðið að selja skip
og kvóta og það hefur útgerð Dala-Rafns VE
þegar gert.
Margir að hugsa sinn gang
„Ég tók við starfi framkvæmdastjóra LÍÚ
í september og fór þá á flesta útgerðarstaði
hringinn í kringum landið og heyrði í fólki,“
segir Kolbeinn. „Mér brá við að heyra að við-
kvæðið var þannig hjá mörgum í útgerð að
þeir væru að hugsa sinn gang. Kannski ekki
endilega að hætta á þessu ári, en vegna
veiðigjalda og fleiri þátta væri bara tíma-
spursmál hvenær þeir hættu.
Veiðigjöldin snerta flestar útgerðir, þó
ýmis atriði kunni að hafa áhrif á hversu
harkalega þau komi niður á einstaka útgerð-
um. Minni útgerðir með eitt skip eiga t.d.
ekki sömu möguleika á hagræðingu sem
stærri útgerðirnar hafa með mörg skip í
rekstri. Stöðugt auknar álögur og minni
veiðiheimildir auka á erfiðleika í rekstri, út-
gerðarform kann einnig að hafa þarna áhrif
sem og samsetning veiðiheimilda.“
Kolbeinn segir að það standist enga skoð-
un að leggja á ofurskatta án tillits til af-
komu. „Þessi háu veiðigjöld ýta klárlega
undir erfiðleika útgerða og hjá einhverjum
af þeim sem eru að hætta eða að hugleiða
það eru há veiðigjöld ástæða þeirrar ákvörð-
unar,“ segir Kolbeinn.
Hann segir að viðmiðun við sérstaka
þorskígildisstuðla þurfi að endurskoða og
finna þurfi aðra stuðla til að leggja á al-
mennt veiðigjald. Útdeiling á grunni sér-
stakra þorskígildisstuðla hafi skekkt mynd-
ina og m.a. gert útgerð frystitogara erfiða.
Þar hafi orðið mikil breyting síðustu mánuði
og margar útgerðir leggi nú meiri áherslu á
ísfisktogara. Þennan þátt þurfi að endur-
skoða og taka m.a. tillit til kostnaðar við
veiðarnar.
Virðisauki í vinnslu verður
að veiðigjöldum í útgerð
Þá sé fráleitt að virðisauki sem verði til í
vinnslu skuli verða að veiðigjöldum í útgerð-
inni, þó svo að viðkomandi útgerð komi ekki
nálægt vinnslu afurðanna. Slíkt geti dregið
úr þeirri þróttmiklu nýsköpun sem hafi
myndast í sjávarútvegi undanfarin ár, sem
svo hafi myndað fjölda áhugaverðra starfa,
ekki síst á landsbyggðinni.
Útvegsmenn hafi komið sjónarmiðum
þessa efnis á framfæri við stjórnvöld og von-
andi verði tekið tillit til þeirra í vinnu við
nýtt frumvarp um veiðigjald. Það sé engum
til góðs að afgreiða slíka gagnrýni sem grát
eins og oft sé viðkvæðið þegar sjávarútveg-
urinn eigi í hlut. Það sé samfélaginu til góða
að eiga þróttmikla atvinnugrein og engum til
góðs að draga úr mætti hennar og sam-
keppnishæfni með óhóflegri skattlagningu.
Allt að 60% í tekjuskatt
„Tenging veiða og vinnslu í veiðigjöldum
skekkir myndina svakalega,“ segir Kolbeinn.
„Við reiknuðum þetta út á nokkur fyrirtæki,
meðal annars fyrirtæki sem eru ekki með
vinnslu heldur eingöngu útgerð. Við um-
reiknuðum veiðigjöldin sem útgerðin greiðir
yfir í tekjuskatt og bættum ofan á tekjuskatt
fyrirtækjanna. Þá kom í ljós að þau voru að
borga allt upp í 60% tekjuskatt, en ekki 20%
eins og í öðrum greinum. Fyrirtæki sem eru
eingöngu í útgerð sitja klárlega verst í súp-
unni.
Helgi Áss Grétarsson, dósent í auðlinda-
rétti við Háskóla Íslands, bar þetta saman
við aukna skattlagningu í ferðaþjónustu í
fyrirlestri nýlega. Hann líkti þessu við það ef
fyrirtæki í flutningum á fólki ættu öll að
borga sérstakan skatt, miðað við meðaltals-
tekjur í greininni allri, af hverjum farþega.
Gegndi einu hvort um væri að ræða lítinn
leigubíl, rútu eða stóra Flugleiðaþotu. Svo
hélt hann áfram og lét þessa aðila líka borga
skatt af gistingu farþeganna, þó það komi
þeim ekkert við,“ segir Kolbeinn.
Í stjórnarsáttmála
Hann segir að útvegsmenn hafi rætt um
að skipta gjöldunum. Annars vegar greiddu
allir jafnt, hóflegt veiðigjald fyrir aðgang að
auðlindinni. Hins vegar yrði tekjutengt gjald
eða viðbótar-tekjuskattur í samræmi við af-
komu. Kolbeinn segir að þessi atriði séu til-
tekin í stjórnarsáttmála núverandi ríkis-
stjórnarflokka.
Há veiðigjöld auka erfiðleika
Minni útgerðir eiga ekki sömu möguleika á hagræðingu og stærri útgerðarfyrirtæki Stenst enga
skoðun að leggja á ofurskatta án tillits til afkomu, segir framkvæmdastjóri LÍÚ Allt að 60% skattur
Morgunblaðið/Sigurgeir
Dala-Rafn VE Útgerðin í Vestmannaeyjum hefur selt skip og kvóta.
Kolbeinn
Árnason
Morgunblaðið/Kristinn
Aðalbjörg II RE Unnið er að sölu skips og kvóta frá Reykjavík til Tálknafjarðar.
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014
PAPPÍR • POKAR • RÚLLUR
Sérprentanir í minni eða stærri upplögum!
PAPPÍR HF • Kaplahrauni 13 • 220 Hafnarfirði • Sími 565 2217 • pappir@pappir.is • www.pappir.is
Íslensk
framleiðsla
Vinna starfshóps
um breytingar á
fiskveiðistjórn-
unarkerfinu er
langt komin og
er stefnt að því
að ljúka henni á
næstu vikum svo
leggja megi fram
frumvörp á
grunni hennar á
þessu þingi.
Meðal annars mun í þeirri vinnu
vera talað um nýtingarsamninga
til 20 ára. Þá er gert ráð fyrir at-
vinnu- og byggðaúrræðum eða
pottum eins og eru í núverandi
kerfi. Gildandi lög um veiðigjöld
eru til eins árs og þarf nýtt frum-
varp um veiðigjöld því að hafa
tekið gildi nokkru áður en nýtt
fiskveiðiár hefst 1. september nk.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjáv-
arútvegsráðherra fjallaði um
vinnu við frumvarp að nýjum
veiðigjöldum í ræðu á ársfundi
Farmanna- og fiskimanna-
sambands Íslands í lok nóvember.
Hann sagðist sjá margt gildandi
lögum til foráttu, „en þó helst það
að þau byggja ekki á bestu mögu-
legu upplýsingum, gjaldið er lagt
á á grundvelli gamalla gagna. Það
er, eins og lögin lögðu upp með,
allt of hátt auk þess sem mér
finnst ósanngjarnt og nánast
flónslegt að taka gjald af þeim
virðisauka sem verður í vinnsl-
unni,“ sagði ráðherrann.
Girða tilfærslu af
Hann vék síðan talinu að teng-
ingu veiða, vinnslu og veiðigjalda:
„Mér finnst æskilegt að það reglu-
verk sem við mótum feli í sér
hvata til nýsköpunar og vöruþró-
unar. Þetta gjald af rentu í
vinnslu er ekki til þess fallið. Fyr-
ir utan, hversu gríðarlega ósann-
gjarnt það er, að það leggist jafnt
á aðila hvort sem þeir eru í
vinnslu eða ekki.
Við vitum að það verður verð-
tilfærsla frá veiðum og í vinnslu
hjá samþættum fyrirtækjum. Eigi
sérstaka veiðigjaldið, í hvaða
formi sem það er, að leggjast á
veiðiþáttinn eingöngu þá þarf að
finna leið til að girða þessa til-
færslu af,“ sagði Sigurður Ingi Jó-
hannsson meðal annars á þingi
FFSÍ í haust.
Nýtt regluverk feli í
sér hvata til nýsköp-
unar og þróunar
Sigurður Ingi
Jóhannsson