Morgunblaðið - 05.02.2014, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 05.02.2014, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 STUTT Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson, framkvæmdastjóri Lágafellskirkju og varabæjar- fulltrúi, gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Mosfellsbæ 8. febrúar. „Árum saman hef ég starfað í mikilli samvinnu við fólk sem vinn- ur náið með og fyrir börn og ung- linga. Sú reynsla hefur gefið og kennt mér mikið og í ljósi þeirrar reynslu veit ég að ég get unnið bænum mínum gagn, og til þess er ég reiðubúinn ef ég fæ stuðning til þess,“ segir m.a. í tilkynningu frá Hreiðari Erni. Hann er kvæntur Sólveigu Ragn- arsdóttur og þau eiga þrjú börn. Framboð í 5. sæti Stjórnmálaflokkarnir munu á næst- unni velja frambjóðendur á lista fyrir komandi sveitarstjórnarkosn- ingar. Morgunblaðið mun birta fréttir af þeim sem gefa kost á sér. Prófkjör árið 2014 Kjartan Sigur- geirsson, varabæj- arfulltrúi, sækist eftir 4. sæti í próf- kjöri Sjálfstæðis- flokksins í Kópa- vogi þann 8. febrúar. Fram kemur í tilkynningu að Kjartan hefur verið 3. varabæj- arfulltrúi á því kjörtímabili sem er að líða og setið í félagsmálaráði mest af kjörtímabilinu. Helstu áhersluatriði Kjartans eru umferð- armál, félagsmál, skólamál og ábyrg fjármálastjórn bæjarins. Kjartan er fæddur í Reykjavík árið 1948 en hefur búið í Kópavogi með hléum frá 1956. Hann er kvæntur Þórdísi Guðrúnu Bjarna- dóttur, viðurkenndum bókara, og eiga þau 3 börn. Framboð í 4. sæti Kjartan Björns- son, bæjarfulltrúi, gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Árborg, sem fer fram 22. mars. „Það er stór ákvörðun að starfa í pólitík en eft- ir síðustu ár í bæjarstjórninni hef ég sannfærst um að ég get látið gott af mér leiða í þágu sam- félagsins og einnig hef ég öðlast dýrmæta reynslu. Ég hef starfað á vettvangi íþrótta og menningar og hef á þeim sviðum brennandi áhuga sem og bæjarmálum al- mennt og vil starfa áfram í ykkar þágu ef þið treystið mér til þess,“ segir m.a. í tilkynningu frá Kjart- ani. Framboð í 3. sæti Sigurður Borgar Guðmundsson, sölustjóri, býður sig fram í 3. sætið í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Mosfellsbæ. „Ég vona að reynsla mín úr flokksstörfum og atvinnulífinu verði metin að verð- leikum og muni nýtast sjálfstæðis- mönnum og öllum bæjarbúum vel. Að okkur takist að gera góðan bæ enn betri,“ segir m.a. í tilkynn- ingu frá Sigurði Borgari. Helstu áherslumál hans eru fjölskyldu- og húsnæðismál, íþrótta- og æskulýðsstörf, menntamál, atvinnumál og ferða- þjónusta. Sigurður Borgar er kvæntur Gerði Gísladóttur tónlistarkenn- ara og eiga þau tvö börn. Framboð í 3. sæti Nýliðinn janúar var óvenjuhlýr, sér- staklega um landið austanvert þar sem hann var sums staðar sá næst- hlýjasti frá upphafi mælinga, að því er fram kemur í yfirliti Trausta Jóns- sonar á vef Veðurstofunnar. Það bar til tíðinda að frostlaust var allan mánuðinn á Vattarnesi við Reyðarfjörð, lægsta lágmark var 0,4 stig. Þetta hefur aldrei gerst áður hér á landi í janúar svo vitað sé, segir Trausti. Í Seley fór hiti aldrei niður fyrir frostmark (lægsta lágmark 0,0 stig). Á Höfn í Hornafirði var meðalhit- inn 4,1 stig og hefur aldrei orðið svo hár á Höfn – en mælingar þar hafa ekki verið samfelldar. Þetta er samt trúlega hlýjasti janúar í Hornafirði frá 1947 að telja, segir Trausti. Hiti hefur verið mældur samfellt frá 1873 við Berufjörð, eða í 141 ár, lengst af á Teigarhorni. Hefur janúar aðeins einu sinni orðið þar hlýrri en nú. Það var 1947. Meðalhitinn á Teigarhorni var 3,7 stig í janúar og er það heilum 3,9 stigum ofan meðallags. Janúar á Egilsstöðum var sá næst- hlýjasti í 60 ár og á Stórhöfða í Vestmannaeyjum var mánuðurinn sá sjöundi í röð- inni af þeim 117 árum sem mælt hefur verið þar. Hæsti hiti mán- aðarins mældist í Skaftafelli hinn 24., 10,1 stig. Á mannaðri stöð mæld- ist hann hæstur 8,4 stig á Sauðanes- vita hinn 31. Lægsti hiti á landinu mældist þann 12., -19,0 stig á Brúar- jökli. Í byggð mældist lægsti hitinn -16,4 stig á Kálfhóli á Skeiðum hinn 11. Á mannaðri stöð mældist hitinn lægstur í Stafholtsey, -11,2 stig, hinn 12. Samfara hitum á Austurlandi var sérlega snjólétt. Á Dalatanga var eng- inn dagur alhvítur og er það einstakt í janúar. Snjóhuluathuganir hófust á Dalatanga 1939. Hins vegar var jörð alhvít allan mánuðinn á Akureyri. Janúar hefur ekki verið alhvítur á Ak- ureyri síðan 1999. sisi@mbl.is Frostlaust í fyrsta skipti  Hitinn fór aldrei undir frostmark á Vattarnesi við Reyðarfjörð í janúar Veðurathuganir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.