Morgunblaðið - 05.02.2014, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 05.02.2014, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 Fáðu þetta heyrnartæki lánað í 7 daga - án skuldbindinga Bókaðutímaí fríaheyrnarmælingu ogfáðuAltatilprufu ívikutíma Sími5686880 PrófaðuALTAfráOticon Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880 | www.heyrnartækni.is | Góðheyrnerokkuröllummikilvæg.ALTAeruný hágæðaheyrnartæki fráOticonsemgeraþér kleift aðheyra skýrt ogáreynslulaust í öllumaðstæðum. ALTAheyrnartækinerualvegsjálfvirkoghægter að fáþau ímörgumútfærslum. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Engin lestrarkennsluaðferð hefur verið raunprófuð hér á landi, en með því er átt við vísindalegar prófanir með viðurkenndum aðferðum. Það á bæði við um hljóðaaðferðina, sem notuð hefur verið við lestr- arkennslu í ára- tugi, og nýrri að- ferðir, eins og byrjendalæsi, sem nú er notuð í um helmingi ís- lenskra skóla. Í viðtali í Morg- unblaðinu í gær sagði Hermundur Sigurmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálarfræði við Háskólann í Þrándheimi í Noregi, að rannsóknir sýndu að svokölluð hljóðaaðferð kæmi best út í upphafi lestrarkennslu. Hann gagnrýnir þar að notuð sé lestrarkennsluaðferðin byrjendalæsi, þar sem hún sé ekki raunprófuð og segir slakan árangur íslenskra grunnskólanemenda í síð- ustu Pisa-könnun benda til þess að bæta þurfi lestrarkennsluna. Litið til fjölda rannsókna Jenný Guðbjörnsdóttir er sérfræð- ingur í skólaþróun hjá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Ak- ureyri og starfar m.a. við innleiðingu byrjendalæsis. Hún segir að litið hafi verið til fjölda rannsókna á læsi og lestrarkennslu þegar byrjendalæsi var sett saman. Engar rannsóknir hafi verið gerðar á notkun aðferð- arinnar hér á landi, en nú sé í gangi viðamikil rannsókn á aðferðinni sem er samstarfsverkefni Háskóla Ís- lands og Háskólans á Akureyri, auk fleiri aðila. Hún bendir á að hér á landi hafi ekki verið gerðar rann- sóknir á öðrum lestrarkennslu- aðferðum. „Við erum lítið samfélag og inn- lendar rannsóknir eru af skornum skammti. Það hafa því ekki verið gerðar miklar rannsóknir á árangri nemenda eða gæðum hljóðaaðferð- arinnar sem Hermundur heldur á lofti,“ segir Jenný og spyr: „Hvernig veit hann að sú aðferð skili okkur mestu? Ef slakt gengi okkar á Pisa er rætt þá er það hljóðaaðferðin sem líklega hefur verið notuð við kennslu þeirra nemenda sem nú tóku prófið. Þeir nemendur sem læra eftir að- ferðum byrjendalæsis hafa ekki náð svo hátt í skólakerfinu ennþá.“ Gæta þarf að kynjamismun Hermundur bendir á að þegar nýj- ar aðferðir á borð við byrjendalæsi séu teknar upp þurfi að bera þær saman við þær aðferðir sem þegar hafi verið notaðar og gefist vel. Hann segir fjölmargar rannsóknir sýna að hljóðaaðferðin sé sú aðferð sem henti flestum börnum í upphafi lestrar- náms, hún sé sú viðurkenndasta og að auki ýti hún ekki undir kynja- mismun í lestrarárangri. „Við verð- um að nota aðferðafræði sem ekki ýt- ir undir kynjamismun,“ segir hann. „Það getur ekki verið ásættanlegt að það sé svona mikill munur á lestr- arfærni stráka og stelpna. Það sem ég set spurningarmerki við er: Af hverju notum við ekki þær aðferðir sem bæði reynslan og rannsóknir hafa sýnt að gefist best,“ segir hann. „Að læra bókstafi og hljóð þeirra er mikilvægasti þátturinn í lestrar- færni. Það sem ég er að biðja um er að við skoðum nákvæmlega það sem við erum að gera.“ Hvernig á að kenna lestur?  Engar rannsóknir gerðar hér á landi Jenný Gunnbjörnsdóttir Í byrjendalæsi er unnið með tal, hlustun, lestur og ritun í einni heild og hugmyndin á bak við aðferðina er að þessir þættir séu samofnir. Þetta hefur verið kallað samvirk nálgun. Aðferðin var þróuð í Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og var byrjað að nota hana við kennslu árið 2005. Í hljóðaaðferðinni eru nem- endum kenndar myndir staf- anna og hljóð þeirra og smám saman tengja þeir saman fleiri stafi og hljóð þeirra. Þetta er sú aðferð sem lengst af hefur verið notið við lestr- arkennslu hér á landi. Önnur er ný, hin gömul TVÆR ÓLÍKAR AÐFERÐIR Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Gagnapakkar sem Vodafone býður nú upp á eru ríflegir en þeir munu örugglega ekki fullnægja þörf not- enda til margra ára. Þetta segir Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Vodafone. Fyrirtækið tilkynnti í lok janúar að það myndi auka gagnamagn sem fylgir netáskriftarleiðum og eru þeir nú þeir stærstu á markaðnum. Minnsti gagnapakkinn hjá Vodafone er nú 50 gígabæt (GB) og sá stærsti 500 GB. Hjá hinum fjarskiptafyr- irtækjunum er minnsti pakkinn yf- irleitt 10 GB og sá stærsti 200-250 GB. Fleiri tæki tengd beinum Hrannar segir að netnotkun hafi tekið miklum breytingum á und- anförnum árum og talað hafi verið um 60-80% aukningu á milli ára. Í ár sé búist við um tvöföldun, meðal annars vegna þess að fólk sé að sækja meira af myndefni í háskerpu eins og í gegnum Youtube og Net- flix. Þá eru líka mun fleiri tæki tengd netbeinum heimila nú en fyrir aðeins nokkrum árum. Nú segir Hrannar að sé algengt að allt að tíu tæki teng- ist netinu í heimahúsum þegar allt er talið; fartölvur, spjaldtölvur og snjallsímar. „Pakkarnir eru stórir og ríflegir en þeir munu örugglega ekki full- nægja þörf notenda til margra ára þegar við horfum bara til tveggja eða þriggja ára og lengur. Pakkarnir munu bara stækka,“ segir Hrannar. Þurfa ekki svo mikið Síminn stækkaði áskriftarpakka sína í september og var þá stærsti gagnapakkinn stækkaður úr 140 GB í 200 GB. Minnsti gagnapakkinn sem er í boði þar er 1 GB Samkvæmt upplýsingum frá Sím- anum er aðeins einn af hverjum þús- und viðskiptavinum fyrirtækisins sem fer yfir 250 GB í notkun á mán- uði. Meðalnotkun viðskiptavina sé um 22 GB á mánuði. Í svari við fyr- irspurn Morgunblaðsins kemur fram að fyrirtækið telji langt í að meðalheimili þurfi mörg hundruð gígabæt til þess að dekka netnotkun sína. Svo nokkur önnur dæmi séu nefnd er stærsti gagnapakkinn sem Tal býður upp á 200 GB en sá minnsti 10 GB. Hjá 365 og Hringdu er stærsti pakkinn 250 GB en sá minnsti 10 GB. Hjá netþjónustunni Hring- iðunni er stærsti mögulegi áskrift- arpakkinn 400 GB í gegnum ljósleið- aratengingu. Annar ekki þörfinni í langan tíma  Vodafone með stærstu gagnapakka eftir breytingar  Síminn telur langt í að þörf verði svo mikil Morgunblaðið/Rósa Braga Snjallsímar Mun fleiri tæki tengjast nú netinu á heimilum en áður. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) fer nú yfir kvörtun þess efnis að Vodafone hafi brotið fjarskiptalög þegar það byrjaði að rukka niðurhal sem fer í gegnum speglun hér á landi sem erlent niðurhal í nóvember. Fyrirtækinu hafi borið að til- kynna það með mánaðarfyr- irvara skv. lögum. „Á þeim tíma sem þetta var gert töldu menn ekki að um skilmála- eða verðbreytingu væri að ræða og því væri ekki skylt að tilkynna það. Ýmsir eru á annarri skoðun og þar við sit- ur í rauninni,“ segir Hrannar. Ekki talin breyting KVÖRTUN TIL PFS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.