Morgunblaðið - 05.02.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014
-VOTTUÐ FRAMLEIÐSLA
Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 www.ispan.is - ispan@ispan.is
Sérhæfum
okkur í gleri
og speglum
Síðan 1969
Opið alla virka daga
08:00-17:00
Sendum um allt land
● Hlutabréf í kínverska tæknifyrirtæk-
inu Lenovo lækkuðu um rúm 14% í
kauphöllinni í Hong Kong í gær. Lækk-
unin er rakin til kaupa fyrirtækisins á
Motorola af Google.
Á miðvikudag var greint frá kaupum
Lenovo á Motorola-farsímaframleiðand-
anum á 2,91 milljarð Bandaríkjadala og
lækkaði verð hlutabréfa Lenovo um 8%
í kjölfarið á fimmtudeginum. Lokað var
fyrir viðskipti á föstudag og mánudag
vegna kínverska nýársins en þegar þau
hófust á ný í gær hélt lækkunin áfram.
Hlutabréf í Lenovo
hafa hríðfallið í verði
AFP
Hong Kong Kaup Lenovo á Motorola af
Google eru talin hafa valdið verðhruninu.
FRÉTTASKÝRING
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Gamli Landsbankinn (LBI) sendi
inn beiðni til Seðlabanka Íslands síð-
astliðið haust um undanþágu frá
fjármagnshöftum svo hægt yrði að
greiða umtalsverða fjárhæð í erlend-
um gjaldeyri til forgangskröfuhafa.
Seðlabankinn hefur hins vegar enn
ekki afgreitt undanþágubeiðnina.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er talið afar ólíklegt að LBI
fái heimild til að halda áfram út-
greiðslum til kröfuhafa á meðan ekki
liggur fyrir niðurstaða í viðræðum
um að endursemja um skilmála á 240
milljarða erlendum skuldum Lands-
bankans við LBI. Að óbreyttu þarf
bankinn að greiða þá skuld upp að
fullu á næstu fjórum árum.
Í árslok 2013 má áætla að Lands-
bankinn hafi átt um 318 milljarða
króna í reiðufé og hefur það ekki ver-
ið hærra síðan bankinn greiddi
fyrstu hlutagreiðslu sína að fjárhæð
410 milljarðar í desember 2011.
Langstærstur hluti fjárhæðarinnar
sem LBI á nú í reiðufé – um 280
milljarðar – er í erlendri mynt.
Ekki til „frjáls gjaldeyrir“
Samkvæmt upplýsingum frá slit-
astjórn LBI er í undirbúningi að
senda inn fljótlega viðbótarundan-
þágubeiðni frá fjármagnshöftum til
Seðlabankans. LBI hefur nú þegar
greitt hlutagreiðslur til forgangs-
kröfuhafa að jafnvirði um 716 millj-
arða króna – síðast 67 milljarða í
desember 2013 – og þar af nema
greiðslur í erlendri mynt 706 millj-
örðum.
Þær greiðslur hafa hins vegar all-
ar verið inntar af hendi með reiðufé
sem var á erlendum innlánsreikning-
um fyrir 12. mars 2012 og því und-
anþegnar fjármagnshöftum. En sem
kunnugt er var þann dag gerð sú
veigamikla breyting á lögum um
gjaldeyrismál að almennar undan-
þágur fjármálafyrirtækja í slitameð-
ferð frá höftum voru felldar úr gildi.
Þannig væri ekki lengur hægt að
greiða út gjaldeyri sem féll til eftir
12. mars 2012 nema með samþykki
Seðlabankans.
Þau svör fengust frá LBI að búið
væri að greiða út allan „frjálsan
gjaldeyri“ sem hlutagreiðslur til for-
gangskröfuhafa. Slitastjórn LBI er
því nú í þeirri stöðu, rétt eins og bú
Glitnis og Kaupþings, að aðeins
verður hægt að halda áfram út-
greiðslum til kröfuhafa, sem eru
einkum tryggingasjóðir innstæðu-
eigenda í Hollandi og Bretlandi, að
því gefnu að Seðlabankinn veiti LBI
sérstaka undanþágu frá höftum. Fá-
ist slík undanþága ekki er ljóst að
reiðufé bankans mun halda áfram að
aukast umtalsvert. Miðað við sjóðs-
streymisáætlanir munu endurheimt-
ur LBI í reiðufé nema 70 milljörðum
króna á þessu ári – nánast að öllu
leyti í erlendum gjaldeyri.
„Óþarflega rúm“
Mikla aukningu í reiðufé LBI und-
ir lok síðasta árs má fyrst og fremst
rekja til þeirrar ákvörðunar Lands-
bankans að greiða að eigin frum-
kvæði hinn 23. desember síðastliðinn
samtals 50 milljarða í gjaldeyri inn á
skuld bankans við LBI. Þetta var í
annað skipti sem bankinn fyrirfram-
greiddi inn á skuldina en frá því í
júní 2012 hefur Landsbankinn greitt
um 124 milljarða í gjaldeyri til slit-
astjórnar LBI.
Sú ákvörðun Landsbankans að
fyrirframgreiða inn á erlenda skuld
bankans í desember á liðnu ári kom
ekki á óvart. Allt frá því um sumarið
2012 höfðu lausafjáreignir bankans
aukist gríðarlega – úr 70 milljörðum
í um 160 milljarða í lok september
2013 – og viðurkenndi Hreiðar
Bjarnason, framkvæmdastjóri fjár-
mála hjá Landsbankanum, að lausa-
fjárstaðan væri hugsanlega „óþarf-
lega rúm“.
Vaxtaálag hækkaði verulega
Erlendar lausafjáreignir Lands-
bankans eru ríkisskuldabréf með
hæstu lánshæfiseinkunn og innlán í
erlendum bönkum. Við núverandi
aðstæður á fjármálamörkuðum hafa
þær eignir borið litla sem enga
ávöxtun. Landsbankinn hafði því
óneitanlega fjárhagslega hagsmuni
af því að fyrirframgreiða aftur inn á
skuld sína við LBI, einkum og sér í
lagi eftir að álagið ofan á libor-vexti
bréfanna hækkaði úr 1,75% í 2,9% í
október 2013. Miðað við að eftir-
stöðvar skuldabréfanna standa nú í
um 240 milljörðum króna er árleg
vaxtabyrði Landsbankans tæplega
þremur milljörðum hærri en ella.
300 milljarða reiðufé fast í höftum
LBI ekki átt meira reiðufé síðan í árslok 2011
Heimild: Árshlutareikningur LBI fyrir 3. fjórðung 2013. *Tekið er tillit til 50 milljarða fyrirframgreiðslu Landsbankans í
desember 2013 og áætluðu sjóðsflæði LBI að fjárhæð 37 milljörðum á fjórða ársfjórðungi 2013.
Reiðufé (í milljörðum króna)
500
450
400
350
300
250
200
150
100
50
0
3F
2011
4F
2011
1F
2012
2F
2012
3F
2012
4F
2012
1F
2013
2F
2013
3F
2013
4F
2013*
484
109
294
193
227
194
256
272
231
318
409,9
milljarðar
í desember
2011
172,3
milljarðar
í maí
2012
80,0
milljarðar
í október
2012
67,2
milljarðar
í september
2013
Hlutagreiðslur til
forgangskröfuhafa
LBI óskar eftir undanþágu frá höftum til að halda áfram greiðslum til kröfuhafa Búið að greiða út
allan „frjálsan gjaldeyri“ Fjárfestingabankar sýnt áhuga á erlendum skuldabréfum Landsbankans
● Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis-
flokksins, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sænska fjár-
málafyrirtækisins ScandCap á Íslandi. Jónmundur greindi
frá ákvörðun sinni á fundi miðstjórnar í Valhöll í gær, en
hann mun þegar hefja störf á nýjum vettvangi. Nýr fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hefur ekki verið ráðinn,
en Jónmundur mun starfa með þeim sem verður ráðinn um
nokkurra mánaða skeið og sem ráðgjafi Sjálfstæðisflokks-
ins.
Ráðinn framkvæmdastjóri hjá ScandCap
Jónmundur
Guðmarsson
● Hagnaður japanska bílaframleiðand-
ans Toyota tvöfaldaðist á fyrstu níu
mánuðum rekstrarársins samanborið
við síðasta rekstrarár. Nam hagnaður-
inn 15 milljörðum Bandaríkjadala, eða
sem nemur 1.735 milljörðum íslenskra
króna, og skýrist aukningin einkum af
falli jensins á tímabilinu.
Hagnaðist á falli jensins
! !
"# $ # %
"&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Alþjóðlegir fjárfestingabankar
hafa sýnt því áhuga að koma að
kaupum á 240 milljarða erlendum
skuldabréfum milli gamla og nýja
Landsbankans. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins væri þann-
ig hugsanlega hægt að lengja
verulega í endurgreiðsluferli bréf-
anna – kannski í allt að 15 ár – en
á móti kemur að vaxtakjörin sem
um hefur verið rætt eru talsvert
há og ekki víst að sú niðurstaða
geti talist ásættanleg af hálfu
Landsbankans.
Fjórir mánuðir eru liðnir frá því
að slitastjórn LBI tilkynnti að hún
hefði fallist á beiðni Landsbank-
ans um að hefja formlegar við-
ræður um endurskoðun á skil-
málum erlendra skulda bankans
við LBI. Þær viðræður standa enn
yfir. Frá því var greint í Morg-
unblaðinu í júní 2013 að Steinþór
Pálsson, bankastjóri Landsbank-
ans, hefði farið þess á leit í bréfi
til LBI að greiðslutími skuldabréf-
anna yrði lengdur um tólf ár –
lokagjalddagi 2030 í stað 2018 –
og að þáverandi vextir (1,75%
álag ofan á libor) héldust óbreytt-
ir næstu fimm árin.
Í sama bréfi benti Steinþór á að
tækist ekki að semja um að lengja
í skuldum bankans mætti teljast
sennilegt, vegna afstöðu Seðla-
bankans, að kröfuhafar LBI
myndu sitja fastir með reiðufé
sitt innan hafta á Íslandi um
„ófyrirsjáanlega framtíð“.
Landsbankinn hefur því sagt að
báðir aðilar hafi „sameiginlega
hagsmuni“ af því að leita leiða
svo hægt verði að ráðast í afnám
fjármagnshafta á Íslandi.
Erlendir fjárfestingabankar
sýna áhuga á skuldabréfum
ÁHUGI Á SKULDABRÉFUM LANDSBANKANS EN ÓVÍST UM VEXTI