Morgunblaðið - 05.02.2014, Page 19

Morgunblaðið - 05.02.2014, Page 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 Brammer Ísland ehf | Steinhella 17a | 221 Hafnarfjörður | Sími: 522 6262 | www.brammer.is Heimsþekkt vörumerki frá öllum helstu framleiðendum í iðnaðarvörum og þetta er aðeins brot af þeim merkjum sem við bjóðum upp á Glussa-, vökva- og loftkerfi Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur Hringdu og fáðu frían prufutíma síma 566 6161 … Heilsurækt fyrir konur Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is Settu heilsuna í fyrsta sæti! Við tökum vel á móti ykkur og bjóðum upp á notalegt andrúmsloft og skemmtilegan félagsskap. Þýska viðskiptaráðið (DIHK) hefur endurskoðað hagvaxtarspá sína fyrir Þýskaland á þessu ári og byggist nýja spáin á könnun sem gerð var meðal 27 þúsund forstjóra og framkvæmda- stjóra þýskra fyrirtækja. Nýja spáin hljóðar upp á 2% hagvöxt í Þýska- landi á þessu ári, en sambærileg spá frá því síðastliðið haust gerði ráð fyrir 1,7% hagvexti á árinu 2014. Bjartsýnni nú en fyrir örfáum mánuðum Samkvæmt frétt á heimasíðu Deutsche Welle í gær, þá greindi Þýska viðskiptaráðið frá niðurstöðum sínum í gær. Þar kom fram að stjórn- endur þýskra fyrirtækja eru mun bjartsýnni á vöxt og viðgang fyrir- tækja sinna en þeir voru fyrir aðeins örfáum mánuðum og samkvæmt könnuninni hafa þeir ekki verið jafn bjartsýnir og nú um tveggja og hálfs árs skeið. Bjartsýni þeirra virðist einkum byggð á væntingum um auk- inn útflutning frá Þýskalandi á þessu ári. Mikill meirihluti aðspurðra stjórn- enda þýskra fyrirtækja, eða 89%, kvaðst samkvæmt könnuninni trúa því að rekstur fyrirtækja þeirra á þessu ári yrði stöðugur, eða myndi vaxa. Í síðustu könnun svöruðu 87% aðspurðra á sama veg. 91% aðspurðra sögðu rekstur fyrirtækja sinna vera á góðu róli og innan við 10% sögðust ekki vera að ná nógu góðum árangri. Aðeins 0,4% hagvöxtur í Þýskalandi í fyrra Þýskaland, stærsta hagkerfi Evr- ópu, náði aðeins að auka þjóðarfram- leiðslu sína um 0,4%. Þýsk stjórnvöld gáfu nýverið út hagvaxtarspá sína fyrir þetta ár og spáðu 1,7% hagvexti. Spá þýskra stjórnvalda grundvallað- ist á tvennu: aukinni neyslu og eft- irspurn innanlands og aukinni alþjóð- legri eftirspurn eftir þýskum vörum og þjónustu. Hin nýja spá Þýska viðskiptaráðs- ins virðist, að hluta til að minnsta kosti, styðja við hagvaxtarspá þýskra stjórnvalda, því 37% aðspurðra stjórnenda í könnun ráðsins, kváðust búast við að fyrirtæki þeirra myndu auka útflutning sinn á árinu. Aðeins 7% aðspurðra sögðust svartsýn á auk- inn útflutning. Fram kemur í könnuninni að um fjórðungur þýskra fyrirtækja hyggur á frekari fjárfestingar á árinu og um 17% fyrirtækjanna eru staðráðin í því að bæta við sig mannskap. Eru afar gagnrýnir á orku- stefnu þýskra stjórnvalda Neikvæðu hliðarnar í svörum þýskra stjórnenda í þessari könnun voru þær, að margir stjórnendur kvörtuðu undan auknum raforku- kostnaði og hækkun á verði aðfanga. Þýskir stjórnendur virðast vera sér- staklega óánægðir með stefnu stjórn- valda, hvað varðar lagasetningu um græna, endurnýjanlega orku, sem þeir segja að hafi orðið til þess að hækka rafmagnskostnað fyrirtækj- anna. Erik Schweitzer, formaður Þýska viðskiptaráðsins, skrifaði Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, bréf í fyrradag, þar sem hann varaði við því að stefna þýskra stjórnvalda í orku- málum og lagasetningu um lága- markslaun væri til þess fallin að grafa undan styrkleika þýska hagkerfisins á komandi árum. Í síðustu viku voru fréttir í þýskum fjölmiðlum um að átökin í Þýskalandi um grænu orkustefnuna væru rétt að hefjast og að Sigmar Gambriel, efna- hagsráðherra Þýskalands, ætti erfitt og vandasamt verk fyrir höndum. agnes@mbl.is Þjóðverjar hækka hagvaxtarspá sína  Þýska viðskiptaráðið spáir 2% hagvexti á þessu ári AFP Höfuðstöðvar Deutsche Bank, stærsti lánveitandi í Þýskalandi, er með höf- uðstöðvar sínar í Frankfurt. Bankinn á mikið undir því að hagvöxtur aukist. Þýskaland » Aukinnar bjartsýni gætir nú hjá þýskum stjórnendum fyr- irtækja og mælist hún hin mesta í tvö og hálft ár. » Þýska viðskiptaráðið hefur ritað Angelu Merkel bréf og varað við áhrifum af orku- stefnu þýskra stjórnvalda. » Fjórðungur stjórnenda hyggst fjárfesta meira á þessu ári og 17% hyggjast ráða fleira starfsfólk. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands voru vöruskiptin við útlönd hagstæð um 69,4 millj- arða árið 2013. Í desembermánuði voru fluttar út vörur fyrir tæpa 45,7 milljarða króna og inn fyrir rúma 41,2 milljarða króna fob (44,5 millj- arða króna cif). Vöruskiptin í des- ember, reiknuð á fob-verðmæti, voru því hagstæð um 4,4 milljarða króna. Í desember 2012 voru vöruskiptin hagstæð um 3,8 millj- arða króna á gengi hvors árs. Allt árið 2013 voru fluttar út vörur fyrir 610,7 milljarða króna en inn fyrir 541,3 milljarða króna fob (583,9 milljarða króna cif). Afgangur var því á vöruskiptum við útlönd sem nam 69,4 millj- örðum króna, reiknað á fob- verðmæti, en árið 2012 voru þau hagstæð um 77,3 milljarða á gengi hvors árs. Vöruskiptajöfn- uðurinn var því 7,9 milljörðum króna lakari árið 2013 en árið 2012 samkvæmt bráðabirgðatöl- um. Árið 2013 var verðmæti vöruút- flutnings 22,3 milljörðum eða 3,5% lægra á gengi hvors árs en á árinu 2012. Nánar á mbl.is Morgunblaðið/Ómar Útflutningur Sjávarafurðir voru 44,6% útflutnings 2013 og var verðmæti þeirra 1,4% hærra en árið áður. Iðnaðarvörur voru 50,6% alls útflutnings. Afgangur 69,4 milljarðar 2013

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.