Morgunblaðið - 05.02.2014, Side 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014
Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646
Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga 11-15
Skoski þjóðarflokkurinn vill að Englandsbanki verði seðlabanki Skot-
lands ef það verður sjálfstætt ríki eftir þjóðaratkvæðið í sept-
ember. Seðlabankastjórinn Mark Carney sagði í ræðu í vikunni
sem leið að ef sjálfstætt Skotlandi vildi halda pundinu þyrftu
Skotar að sætta sig við „nokkurt valdaframsal“.
Alex Salmond, forsætisráðherra heimastjórnar Skot-
lands, hefur skorað á David Cameron, forsætisráðherra
Bretlands, að fallast á sjónvarpskappræður á milli
þeirra tveggja um sjálfstæði Skotlands fyrir at-
kvæðagreiðsluna. Cameron hefur neitað að
taka þátt í slíkum kappræðum og sagt að
skoskir stjórnmálamenn eigi að gera út um
málið.
Fæli í sér valdaframsal
VILL AÐ ENGLANDSBANKI VERÐI SEÐLABANKI SKOTA
skilnaði frá Bretlandi. Andstæðing-
ar sjálfstæðis hafa stofnað samtök,
sem nefnast Better Together og eru
undir forystu Alistairs Darlings,
fyrrverandi fjármála-
ráðherra Bretlands.
Skoski þjóðar-
flokkurinn vill halda
pundinu og að Elísabet
2. Bretadrottning verði
áfram þjóðhöfðingi
Skotlands. Flokkurinn
vill einnig að Skotlandi
verði í Evrópusambandinu
og Atlantshafsbandalaginu.
Íbúar Skotlands eru um 5,2
milljónir og Skoski þjóðar-
flokkurinn leggur áherslu á að
sjálfstæði verði til þess að lífs-
kjör þeirra batni. Þeir benda
m.a. á að um 90% af tekjum
Bretlands af olíu- og gasvinnslu í
Norðursjó komi frá vinnslu á svæð-
um í lögsögu Skotlands.
Forystumenn Skoska þjóðar-
flokksins hafa horft til Norður-
landanna og lofað „auðugra og sann-
gjarnara“ Skotlandi ef það verður
að sjálfstæðu ríki. Þeir boða aukinn
félagslegan jöfnuð og betra vel-
ferðarkerfi og hafa meðal annars
lofað ókeypis dagvistun í 30 klukku-
stundir á viku fyrir börn á aldrinum
þriggja til fjögurra ára.
Skoski þjóðarflokkurinn hefur
lagt fram 670 síðna áætlun um fram-
tíð sjálfstæðs Skotlands en Alistair
Darling lýsir henni sem innan-
tómum loforðum og marklausum yf-
irlýsingum. „Í stað þess að leggja
fram trúverðuga áætlun höfum við
fengið óskalista yfir pólitísk loforð
án svara við því hvernig Alex Sal-
mond myndi greiða fyrir þau.“
Líklegt þykir að úrslit þjóðar-
atkvæðisins ráðist að miklu leyti af
því hvort þjóðernissinnum tekst að
sannfæra Skota um að lífskjör
þeirra batni ef þeir samþykkja sjálf-
stæði. Könnun sem gerð var fyrir
tveimur árum bendir til þess að
meirihluti Skota myndi greiða at-
kvæði með sjálfstæði ef það yrði til
þess að ráðstöfunartekjur þeirra
ykjust um 500 pund eða meira á ári,
eða sem svarar 95.000 krónum.
Stuðningur við sjálfstæði eykst
Sjálfstæðissinnar í Skotlandi sækja í sig veðrið Andstæðingar sjálfstæðis eru enn með forskot en
um 29% hafa ekki gert upp hug sinn Pyngjan gæti ráðið úrslitum í þjóðaratkvæðinu í september
AFP
Deilt um sjálfstæði Skoti í kröfugöngu sjálfstæðissinna í Edinborg. Þeir vilja að Skotland fái sjálfstæði árið 2016.
Sameinað Bretlandi 1707
» Skotland var sjálfstætt kon-
ungsríki þar til það gekk í kon-
ungssamband við England árið
1603. Skoska þingið var lagt
niður 1707 þegar Skotland var
sameinað Bretlandi og Breska
konungdæmið var stofnað með
eitt þing í London.
» Skoska þingið var endur-
reist eftir þjóðaratkvæða-
greiðslu árið 1999. Það hefur
þó takmörkuð völd.
Stjórnvöld á Spáni óttast að ef Skot-
land verður sjálfstætt ríki verði það
vatn á myllu þjóðernissinna í Kata-
lóníu sem krefjast aðskilnaðar frá
Spáni. Utanríkisráðherra Spánar,
José-Manuel García-Margallo, sagði
á dögunum að spænska stjórnin léði
máls á því að sjálfstætt Skotland
fengi aðild að Evrópusambandinu.
Ekki væri þó sjálfgefið að aðildar-
umsókn þeirra yrði samþykkt. „Þeir
þyrftu að leysa fjölmörg vandamál,“
sagði hann. „Þeir þyrftu að fá stöðu
umsóknarríkis. Þeir þyrftu að semja
um 35 kafla. Stofnanir ESB þyrftu
að staðfesta samninginn. Þjóðþing
28 landa þyrftu síðan að staðfesta
hann,“ sagði hann.
Alex Salmond hefur hins vegar
boðað að Skotland fái aðild að ESB
um leið og það verði sjálfstætt ríki.
Hann segir að engar líkur séu á því
að landið verði „skilið eftir úti í kuld-
anum“ vegna þess að það þjóni ekki
aðeins hagsmunum Skota, heldur
einnig ESB, að landið fengi strax að-
ild að sambandinu. Hann telur að
það myndi til að mynda valda
„glundroða“ í sjávarútvegi ESB-
ríkja ef fiskimið í lögsögu Skotlands
yrðu ekki lengur hluti af sameig-
inlegri sjávarútvegsstefnu ESB.
The Scotsman hefur eftir Graham
Avery, fyrrverandi samningamanni
ESB í aðildarviðræðum, að það
myndi leiða til „lagalegrar mar-
traðar“ fyrir íbúa Bretlands ef sjálf-
stætt Skotland fengi ekki strax aðild
að sambandinu.
Geta ekki gengið
að ESB-aðild vísri
Leysa þyrfti „fjölmörg vandamál“
AFP
Þjóðrækni Börn með skoska fánann
á fundi sjálfstæðissinna í Edinborg.
Alex Salmond
BAKSVIÐ
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Ný skoðanakönnun bendir til þess
að stuðningsmenn þess að Skotland
verði sjálfstætt ríki séu að sækja í
sig veðrið þótt þeir séu enn í minni-
hluta.
Skotar halda þjóðaratkvæða-
greiðslu 18. september um hvort
Skotland eigi að vera sjálfstætt ríki
eftir að hafa verið hluti af Bretlandi
í 307 ár. Kannanir hafa bent til þess
að um 42% Skota vilji halda sam-
bandinu við Bretland óbreyttu en
samkvæmt nýjustu könnuninni hef-
ur sjálfstæðissinnum fjölgað úr 26%
í 29% síðustu daga. Skoskir þjóð-
ernissinnar telja sig eiga raunhæfan
möguleika á að vinna upp forskot
andstæðinga sjálfstæðis og benda á
að um 29% Skota hafa ekki enn gert
upp hug sinn.
Vikuritið The Economist telur lík-
legt að stuðningurinn við sjálfstæði
Skotlands aukist þegar nær dregur
þjóðaratkvæðinu. Þegar þjóðarat-
kvæðagreiðslur séu haldnar hneigist
óákveðnir kjósendur oft til þess að
snúast á sveif með íhaldssamari
fylkingunni síðustu dagana áður en
gengið er til atkvæða, en á því geti
orðið breyting nú. „Óákveðnu kjós-
endurnir eru vinstrisinnaðri en með-
al-Skotinn, óvinveittari stjórn
Íhaldsflokksins í London og hallast
meira að því að Skotland geti spjar-
að sig upp á eigin spýtur,“ segir The
Economist. „Þeir eru næstum tví-
mælalaust hlynntari sjálfstæði,“
hefur blaðið eftir John Curtice,
skoskum prófessor í stjórnmála-
fræði.
Batna lífskjörin?
Skoski þjóðarflokkurinn (SNP),
undir forystu Alex Salmonds, for-
sætisráðherra heimastjórnar Skot-
lands, er sá eini af fjórum stærstu
flokkum landsins sem styður sjálf-
stæði. Verkamannaflokkurinn,
Íhaldsflokkurinn og Frjálsir demó-
kratar í Skotlandi eru andvígir að-