Morgunblaðið - 05.02.2014, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.02.2014, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) spáir mikilli fjölgun krabbameins- tilfella í heiminum á næstu áratugum og hvetur yfirvöld til að grípa til að- gerða til að fyrirbyggja sjúkdóminn, meðal annars ráðstafana til að draga úr reykingum og áfengisdrykkju. Vísindamenn Alþjóðlegu krabba- meinsrannsóknastofnunarinnar (IARC) segja að nýjum krabba- meinstilfellum hafi fjölgað í 14 millj- ónir árið 2012 og þeir spá því að inn- an tveggja áratuga greinist 24 milljónir manna á ári með krabba- mein. Hægt væri að fyrirbyggja helming þessara krabbameins- tilfella, að sögn vísindamanna IARC, sem heyrir undir Alþjóðaheilbrigðis- stofnunina. Lungnakrabbamein skæðast Gert er ráð fyrir því að dauðsföll- um af völdum krabbameins fjölgi úr 8,2 milljónum á ári í 13 milljónir á ári innan næstu tveggja áratuga. Algengasta krabbameinið árið 2012 var lungnakrabbamein (1,8 milljónir nýrra tilfella, 13% allra krabbeinstilfella). Næst kom brjóstakrabbamein (1,7 milljónir til- fella, 11,9%). Algengasta dánar- orsökin meðal krabbameinssjúkl- inga var lungnakrabbamein sem olli 1,6 milljónum dauðsfalla á árinu 2012, eða 19,4% allra dauðsfalla af völdum krabbameins. WHO segir að meðal þeirra þátta sem geti valdið fyrirbyggjanlegu krabbameini séu reykingar, veiru- sýkingar, áfengisdrykkja, offita og hreyfingarleysi, geislun (frá sólinni eða tækjum) og loftmengun. bogi@mbl.is EPA Skæður sjúkdómur Krabbameins- sjúk börn í Mumbai á Indlandi. Spá holskeflu krabbameins  Hægt að fyrirbyggja helming tilfella Karl Bretaprins skoðaði í gær flóðasvæði í Somerset-sýslu á suð- vestanverðu Englandi og ræddi við íbúa þorpa sem hafa verið einangr- uð vikum saman vegna flóða sem hafa valdið miklu tjóni síðustu vik- ur. Prinsinn fór meðal annars með báti til þorpsins Muchelny sem varð að eyju inni í miðju landi vegna flóðanna. Janúarmánuður var sá blautasti á Suður-Englandi frá því að mæl- ingar hófust árið 1910. Stjórn Dav- ids Camerons, forsætisráðherra Bretlands, hefur sætt harðri gagn- rýni fyrir að hafa ekki brugðist nógu skjótt við flóðunum og gert ráðstafanir til að bæta flóðavarn- irnar. Mörg sveitarfélög á svæðunum hafa óskað eftir fjárhagsaðstoð frá ríkinu vegna flóðanna. Vatn hefur flætt inn í 7.500 fasteignir frá því i byrjun desember, að sögn frétta- vefjar breska ríkisútvarpsins. Breskir veðurfræðingar spáðu áframhaldandi rigningu og roki víða í Bretlandi næstu daga, m.a. á flóðasvæðunum. Varað var við hættu af völdum flóða á 40 svæð- um, einkum á sunnanverðu Eng- landi og á Mið-Englandi. Flóð valda miklu tjóni AFP Allt á floti Karl Bretaprins stígur úr báti sem flutti hann til þorpsins Muchelney sem varð að eyju í flóðunum. EPA Heimsókn Karl Bretaprins ræðir við íbúa þorpsins Stoke St Gregory.  Karl Bretaprins heimsækir þorp á flóðasvæðunum MultiMaster fjölnotavél slípar - sagar - skefur raspar - brýnir - o.fl. F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is - örugg bifreiðaskoðun um allt land Þú gætir eignast nýjan Citigo ef þú drífur bílinn í skoðun! Þeir sem koma með bílinn í skoðun hjá Frumherja eiga möguleika að eignast stórglæsilegan Skoda Citigo sem verður dreginn út þ. 1. júlí 2014. Happdrætti Aðalvinningur er splunkunýr Skoda Citigo árg. 2014

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.