Morgunblaðið - 05.02.2014, Side 22
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Starfshópur umhverfis-ráðherra telur að brotalömsé í skipulagi og fram-kvæmd refa- og minka-
veiða, ekki síst í samhæfingu ríkis og
sveitarfélaga. Leggur hann til að
komið verði á fót samstarfsvettvangi
til að bæta úr.
Starfshópurinn telur að ekki
þurfi að gera breytingar á villi-
dýralögunum vegna refa- og minka-
veiða. Brýnna sé að bæta fram-
kvæmd mála. Það geti kallað á
breytingar á reglugerð. Fulltrúi úr
starfshópnum, Guðrún María Val-
geirsdóttir, sveitarstjóri Skútu-
staðahrepps, nefnir í samtali við
Morgunblaðið að Umhverfisstofnun
og Náttúrufræðistofnun Íslands hafi
ákveðnu hlutverki að gegna sam-
kvæmt lögunum.
Setja þarf markmið
Umhverfisstofnun á að hafa
með höndum stjórnun refa- og
minkaveiða og sjá um aðgerðir til að
koma í veg fyrir tjón af völdum
villtra dýra. Stofnunin hefur verið
gagnrýnd fyrir að sinna ekki þessu
hlutverki.
Stefnubreytingar hefur orðið
vart hjá ríkinu. Dregið var verulega
úr endurgreiðslu kostnaðar sveitar-
félaganna vegna grenjavinnslu og í
tíð síðustu ríkisstjórnar féllu endur-
greiðslurnar alveg niður í tvö ár.
Guðrún bendir á að í því felist sú
stefna að ríkisvaldið hafi þá ekki litið
á refinn sem vandamál í lífríkinu.
Öðruvísi sé litið á málið hjá mörgum
sveitarfélögum sem hafi haldið sínu
striki. Það sé þó misjafnt því sum
hafi skorið þennan kostnaðarlið nið-
ur enda séu refa- og minkaveiðar
ekki lögbundið hlutverk sveitar-
félaga. Niðurstaðan er sú, eins og
Snorri Jóhannesson, formaður
Bjarmalands sem er félag atvinnu-
manna í veiðum á ref og mink, bend-
ir á, að oft beri fámenn en víðlend
sveitarfélög mesta kostnaðinn af
veiðunum en hin sleppi. Refurinn
virðir ekki sveitarfélagamörk og
getur flætt úr sveitarfélögum sem
ekki sinna grenjavinnslu og ekki síð-
ur úr friðlöndum.
Starfshópurinn dregur fram
þann mun sem þurfi að vera á veið-
um á ref og mink og tilgangi þeirra.
Vakin er athygli á því að minkur sé
skilgreindur sem meindýr í íslenskri
náttúru og hann njóti ekki friðunar
af neinu tagi. Hægt sé að ná góðum
árangri við að halda stofnstærð hans
í lágmarki með skipulögðum og sam-
ræmdum veiðum. Setja þurfi tíma-
bundin markmið og leita leiða til að
fjármagna verkefnið.
Refaveiðar eru annars eðlis og
miðast við að draga úr tjóni af völd-
um refa og er þá fyrst og fremst litið
til fjárhagstjóns í sauðfjárrækt og
æðarrækt. Starfshópurinn telur að
það tjón eigi að vera hægt að meta
og það sé nauðsynlegt til að unnt
verði að setja svæðisbundin mark-
mið um að draga úr eða koma í veg
fyrir tjón. Á síðustu árum hefur at-
hyglin einnig beinst að þeim áhrifum
sem refurinn hefur á lífríki landsins,
einkum fuglalíf, og þá horft til veru-
legrar stækkunar refastofnsins síð-
ustu áratugi.
Starfshópurinn telur að setja
þurfi markmið um skipulag refa-
veiða til að lágmarka tjónið og
halda því innan ákveðinna skil-
greindra marka. Bent er á að
heildarstofnstærð sé ekki full-
nægjandi mælikvarði, þar sem
fá dýr geti valdið miklu tjóni,
heldur verði að líta til svæðis-
bundinna áhrifa og skipu-
leggja veiðarnar út frá
svæðisbundnum hags-
munum.
Vantar vettvang til
að fylgja málum eftir
Refa- og minkaveiði
Heimild: Skýrsla umhverfisráðuneytis
8.000
7.000
6.000
5.000
4.000
3.000
2.000
1.000
0
19
40
19
60
20
12
Drepnir minkar 1940-2012 Veiddir refir 2000-2012
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Athyglisverðstaða erkomin upp í
dönskum stjórn-
málum eftir að
Sósíalíski þjóð-
arflokkurinn, SF,
sagði sig úr ríkisstjórninni
vegna fyrirætlana um að selja
um fimmtungshlut í orkufyr-
irtækinu DONG til Goldman
Sachs fjárfestingarbankans.
Bæði formaður og varafor-
maður flokksins tóku hatt sinn
og staf í kjölfarið og Helle
Thorning-Schmidt forsætis-
ráðherra stendur veikari eftir
að flestra mati. Skiptir þá litlu
að SF mun ekki draga til baka
stuðning sinn við stjórnina þó
að flokkurinn eigi ekki sæti
lengur í henni.
Þeir sem vilja horfa á björtu
hliðarnar fyrir ríkisstjórnina
segja að flokkarnir tveir sem
eftir eru, jafnaðarmenn og
Radikale Venstre, standi nú
eftir samhentari en áður, enda
hafi Thorning-Schmidt þurft
að eyða drjúgum tíma í katta-
smölun, eins og íslensk flokks-
systir hennar orðaði það. Fáir
innan stjórnarliðsins munu því
sakna þeirra, og gekk Politi-
ken svo langt að segja SF vera
orðinn að brandara sem erfitt
yrði að taka mark á lengur.
Frá hinni hliðinni séð er
þessi skipan mála hugsanlega
einnig betri til lengri tíma litið
fyrir Sósíalíska þjóðarflokk-
inn. Hann hafði fjarlægst kjós-
endur sína með því
að styðja ýmis mál
ríkisstjórnarinnar,
sem þóttu of langt
til hægri. Fylgið
hafði færst niður á
við og þráseta á
ráðherrastólunum fram að
kosningum hefði vel getað
endað með því að flokkurinn
hefði fengið sögulegan skell,
en fyrir því eru ýmis fordæmi
eins og kunnugt er. Hugs-
anlega færist skellurinn nú á
jafnaðarmenn, en þeir hafa nú
þegar tekið dýfu í könnunum,
og SF lyft sér upp að sama
skapi.
Því hefur verið haldið fram í
hálfkæringi, meðal annars af
Lars Løkke Rasmussen, for-
manni Venstre, að handrits-
höfundar Borgen þurfi vart að
mæta í vinnuna eftir þessa síð-
ustu atburði. Ekkert sem þeim
geti dottið í hug muni taka
raunveruleikanum fram. Og
ekki er því að neita að það
verður áhugavert að fylgjast
með framvindu mála.
Mun minnihlutastjórnin
sækja stuðning sinn frekar til
Venstre heldur en að treysta á
Sósíalíska þjóðarflokkinn, og
hætta þannig á að fæla burtu
enn fleiri af kjósendum sínum?
Eða mun stjórnin fara frá áður
en kjörtímabilið er á enda?
Hvernig sem fer, þá er ljóst að
Helle Thorning-Schmidt er
ekki öfundsverð af stöðu sinni
í dag.
Helle Thorning-
Schmidt þarf ekki
lengur að smala
köttum}
Meira drama
en í Borgen
Ísland er eitt aförfáum sjálf-
stæðum ríkjum
sem eru herlaus, og
síðustu árin án
beinna varna gegn
utanaðkomandi
ógn. Samningar við önnur ríki
um að æfa loftrýmisvarnir hér
öðru hverju, aðildin að Nató og
varnarsamningur við Bandarík-
in, sem er veiklaðri nú en áður
var, eru haldreipið.
Herleysið leggur auknar
kröfur á annan viðbúnað í land-
inu, Landhelgisgæslu, lögreglu
og slökkvilið og fjölmennar
björgunarsveitir sjálfboðaliða
um allt land. Allir þessir aðilar
eru að verðleikum í miklu áliti
hjá landsmönnum, því dæmi um
snör viðbrögð, hæfni og fórn-
arlund eru fjölmörg. Því bera
Íslendingar mikið traust til
þessara sveita allra og þeim
hefur tekist að rísa undir þeim,
og það þótt niðurskurður síð-
ustu ára hafi gert það erfitt.
Þessu frækna liði barst á dög-
unum ákall um að bátur væri að
sökkva á Faxaflóa
og bátsverjar væru
komnir í flotgalla.
Brugðist var við af
sömu ábyrgð og
jafnan. Leitin bar
ekki árangur og
hefur verið hætt.
Fljótlega eftir að leit hófst
læddist sá grunur að stjórn-
endum hennar að björgunar-
beiðnin kynni að vera gabb.
Engu að síður var umfangsmik-
illi leit haldið áfram, enda ekki
völ á öðru. Fjöldi þyrlna, báta
og skipa fínkembdi svæðið og
mannskapur var í viðbragðs-
stöðu að ganga fjörur. Slíku
fylgir ekki aðeins mikill kostn-
aður heldur einnig ákveðin
áhætta. Augljóst er að komi
annað áfall (raunverulegt) til
annars staðar á sama tíma eru
afl og tæki til að bregðast við
verulega skert.
Hafi neyðarkallið verið gabb,
eins og margt bendir til, er um
svívirðilegan atburð að ræða,
sem rannsaka verður með öll-
um tiltækum ráðum.
Það er svívirðilegt
athæfi að gabba
öryggissveitir
landsins í útkall}
Glæfralegt gabb?
Þ
að er alkunna að ensk-indverski rit-
höfundurinn V.S. Naipaul er hrotti;
drykkfelldur ofbeldismaður og kyn-
þáttaníðingur í þokkabót. Það kom
þó ekki í veg fyrir það að hann fékk
Nóbelsverðlaunin og margir kunna að meta
bækur hans. Skítseiði geta nefnilega verið snill-
ingar og snillingar skítseiði. Að því sögðu er þó
erfitt að gera sér grein fyrir því af hverju menn
sjá í gegnum fingur sér með hegðun sem þeir
eru fljótir að fordæma þegar ófrægir eiga í hlut.
Sjáum til að mynda hve margir hafa borið
blak af leikstjóranum Roman Polanski sem byrl-
aði barni eiturlyf, nauðgaði svo og var dæmdur
fyrir. Af máli margra dánumanna og -kvenna á
að fyrirgefa Polanski, sem flúði til Frakklands,
af því hann hefur gert svo merkilegar bíómynd-
ir.
Á þarsíðasta ári fór áþekk umræða af stað með Ástralann
Julian Assange, sem sakaður var um kynferðislega misbeit-
ingu og nauðgun en kom sér undan með því að flýja í sendi-
ráð Ekvador í Lundúnum. Í hans tilfelli tóku verjendur
hans til við að gera lítið úr konunum sem báru hann sökum,
þær væru lauslátar druslur og leiguþý bandarískra stjórn-
valda eða þaðan af verra.
Konur sem segja frá kynferðislegu ofbeldi þurfa nefni-
lega oftar en ekki að þola aðkast fyrir hugrekki sitt. Þær
eru þannig áminntar fyrir að vera einar á ferli í skugga-
hverfi, fyrir að hafa verið drukknar, fyrir að vera of djarf-
lega klæddar, fyrir að vera of vinsamlegar við ofbeldis-
manninn, fyrir að hafa dansað við hann á balli
eða farið með honum í leigubíl.
Þegar konur segja frá kynferðislegu ofbeldi
sem þær urðu fyrir sem börn þá er sama upp á
teningnum; það er eiginlega óþarfi að vera að
rifja slíkt og þvílíkt upp, þetta var bara saklaust
káf, eða misskilningur, ekki má spilla virðingu
gamals manns (eða föðurlegs fræðimanns) og
svo má telja. Algengt er að skella skuldinni á
barnið og enn algengara að skella henni á móð-
ur þess, sem var ekki að fylgjast nógu vel með,
eða var lauslát sjálf eða kannski drykkfelld og
lauslát í senn, og gott ef þetta var ekki lygi frá
móðurinni.
Ég veit ekki með þig, virðulegi lesandi, en nú
þegar upp hefur blossað umræða um hugs-
anlegt kynferðislegt ofbeldi leikstjórans Woo-
dys Allens gagnvart barni vekur það athygli
mína hve margir hafa tekið upp hanskann fyrir Allen og þá
beitt sömu gömlu rökunum sem dregin eru fram hvað eftir
annað – þetta er misskilningur eða lygi eða rangtúlkun,
móðir barnsins var geðveik, lauslát og hefnigjörn og barnið,
sem nú er orðið fullorðið, er bara að ljúga. Í þessari umræðu
verður mönnum líka tíðrætt um svokallaðan „dómstól göt-
unnar“ sem sé að dæma snillinginn Woody Allen að ósekju.
Eru þeir sem taka til varna fyrir frægðarmennin þó ekki að
fella dóm sjálfir, dæma fórnarlömbin sem lygara, gera þeim
upp annarlegar og jafnvel illar hvatir? Hvað eigum við að
kalla slíkan dómstól? Dómstól reykfylltu bakherbergjanna?
arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Dómur úr reykfylltu bakherbergi
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
„Mér finnst það skína í gegn
að það þurfi einhverja veiði-
stjórnun. Hún þarf að byggjast
á reynslu og þekkingu á verk-
efninu sem verið er að skipu-
leggja,“ segir Snorri Jóhann-
esson, refaskytta á Auga-
stöðum. Hann tekur fram að
mikil krafa sé frá veiðimönnum
um allt land að fá veiðiráðgjöf,
og þá frá einhverjum sem skil-
ur út á hvað veiðarnar ganga.
Snorri er ekki sannfærður
um skipan eins starfshópsins
enn um þessi mál. Það góða
við þá skýrslu sem um-
hverfisráðherra hefur
fengið er að nú séu
menn þó farnir að
ræða saman. Mikið hafi
vantað á góð samskipti
ríkis og sveitarfélaga
enda ríkið oft breytt
forsendum sam-
starfsins ein-
hliða.
Nýta reynslu
og þekkingu
FORMAÐUR VEIÐIMANNA
Snorri H.
Jóhannesson