Morgunblaðið - 05.02.2014, Síða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014
þessa samnings og
nokkrum dögum fyrir
fall bankans í október
voru 100 milljón pund
flutt frá Íslandi til
Bretlands. Það er því
rangt sem Guðrún
sagði í viðtalinu að
engir peningar hafi
komið frá Íslandi þeg-
ar KSF í samráði við
FSA óskaði eftir því að
draga á 1.100 milljón
punda lausafjárskipta-
samninginn í október
2008. Þá voru aðstæður þannig á Ís-
landi og í heiminum að Kaupþing
gat ekki staðið við samninginn í
heild. Reyndar var þá staðan þannig
í hinum vestræna heimi að flestir
stærstu bankarnir voru þrotnir að
lausu fé og ríkisstuðningur var eina
ástæða þess að þeir fóru ekki sömu
leið og íslensku bankarnir.
Eins og margir vita gerði breska
fjármálaeftirlitið ítarlega rannsókn
á aðdragandanum að falli KSF. Eft-
irlitið hélt því aldrei fram að starfs-
menn KSF hefðu komið óheiðarlega
fram og taldi sannarlega ekki að það
hefði verið blekkt. Slík niðurstaða
hefði verið kærkomin fyrir fyrrver-
andi forsætis- og fjármálaráðherra
Breta í ljósi þeirra hæpnu yfirlýs-
inga sem þeir höfðu haft í frammi.
Þessu til viðbótar skal upplýst að
gert er ráð fyrir að hátt í 90% af öll-
Í viðtali Egils Helgasonar við
Guðrúnu Johnsen í RÚV þann 27.
janúar fer Guðrún, í umfjöllun sinni
um Kaupthing Singer & Friedl-
ander (KSF), rangt með um fjöl-
mörg atriði. Undirritaður sér sig
knúinn til að koma á framfæri eft-
irfarandi leiðréttingum:
1) Guðrún segir að upphaflega
hafi netinnlánin, sem markaðssett
voru undir nafninu Kaupthing
Edge, verið undir íslensku lausa-
fjáreftirliti, en að breska fjármála-
eftirlitið (FSA) hafi krafist þess að
lausafjáreftirlitið væri í þeirra
höndum.
Þetta er ekki rétt. Kaupthing
Edge innlánin voru frá upphafi
skuldbindingar KSF, en það var
ekki gert að kröfu FSA heldur tóku
stjórnendur Kaupþings og KSF þá
ákvörðun. Bæði útibú Kaupþings
(móðurfélagsins á Íslandi) og KSF
höfðu heimild til að markaðssetja
innlán í Bretlandi. Stjórnendur
bankans ákváðu á endanum að safna
ekki innlánum í útibúið (sem hefðu
þá verið tryggð af tryggingasjóði
innstæðueigenda á Íslandi) heldur í
KSF, sem var að sjálfsögðu undir
eftirliti FSA. Þetta var ákveðið
einkum vegna stærðar íslenska inn-
stæðutryggingasjóðsins, sem hafði
þá þegar tekið á sig skuldbindingar
sem voru langt umfram það sem
hann gat staðið undir.
2) Guðrún fjallar um
lausafjárskiptasamning
milli KSF og Kaup-
þings á Íslandi eins og
um hafi verið að ræða
bókhaldsbrellu, sem
dulin hafi verið fyrir
FSA, og að samning-
urinn hafi verið notaður
til að „koma peningum
upp til Íslands“.
Þetta er rangt.
Skiptasamningur þessi
var gerður að beiðni
KSF til þess að bankinn hefði að-
gang að meira lausu fé og gæti upp-
fyllt þær kröfur um lausafjárhlutföll
sem bankinn starfaði eftir. Aldrei
var reynt að blekkja FSA. Í lausa-
fjárskýrslum KSF til eftirlitsins var
þessi samningur tilgreindur sér-
staklega og FSA var sendur svo-
kallaður „off-set“ samningur milli
bankanna, sem fjallaði um skulda-
jöfnun á grundvelli lausafjárskipt-
anna.
Enginn peningur fór frá KSF til
Kaupþings á Íslandi á grundvelli
þessa samnings og burtséð frá hon-
um „kom“ KSF aldrei neinum pen-
ingum upp til Íslands. Hinsvegar
fóru peningar tvisvar frá Íslandi til
Bretlands á grundvelli þessa lausa-
fjárskiptasamnings. Um vorið 2008
„dró“ KSF um 300 milljón pund frá
Kaupþingi á Íslandi á grundvelli
um ótryggðum kröfum á hendur
bankanum verði greidd (skulda-
bréfaeigendur og tryggðir kröfuhaf-
ar fá 100% af kröfum sínum) og
þetta sama hlutfall er um 100% hjá
systurbanka KSF á Mön.
Niðurstaða rannsóknar FSA var
hins vegar að bankinn hefði átt að
tilkynna eftirlitinu þremur dögum
fyrr en hann gerði, að ólíklegt væri
að Kaupþing á Íslandi gæti efnt
samninginn. Í ljósi þess að KSF til-
kynnti FSA sérstaklega, daginn
sem Glitnir var þjóðnýttur, um
áhyggjur sínar af stöðu mála á Ís-
landi og áhrif hennar á bankann,
auk þess að setja lausafjáráhættu
sína á „rautt ljós“, er þessi nið-
urstaða umdeilanleg.
3) Guðrún jánkar síðan spurningu
Egils, í kjölfar umræðu þeirra um
Kaupþing í Bretlandi, hvort það hafi
verið fyllilega réttmæt aðgerð hjá
Bretum að setja hryðjuverkalög á
Ísland. Burtséð frá réttmæti þeirrar
aðgerðar, sem ég tel að margir séu
ósammála Guðrúnu um, þá er óskilj-
anlegt að tengja KSF við þá ákvörð-
un. KSF var breskur banki undir
eftirliti FSA. Setning hryðjuverka-
laganna hafði engin áhrif á bankann
eða heimildir Breta til að ráðskast
með hann.
Það er erfitt að lýsa því fyrir
fólki, sem ekki var á staðnum,
hversu vandasamt það var að reka
banka eftir að lausafjárkreppa skall
á í heiminum sumarið 2007. Hlut-
skipti íslensku bankanna og dótt-
urfélaga þeirra var sérstaklega erf-
itt vegna þess að íslenski
seðlabankinn var alltof lítill (og
bankarnir of stórir) til þess að
styðja við þá svo einhverju máli
skipti. Á meðan flestar bankastofn-
anir Evrópu og Bandaríkjanna lágu
á spenum seðlabanka sinna höfðu ís-
lensku bankarnir ekkert athvarf.
Það er auðvelt að gagnrýna eftir á
þær aðgerðir sem bankarnir réðust
í við þessar aðstæður, en til að það
megi draga einhvern lærdóm af
slíkri gagnrýni þá verður hún að
byggjast á staðreyndum. Sér-
staklega þegar verið er að dylgja á
ósmekklegan hátt um að fólk hafi
verið óheiðarlegt.
Eftir Ármann Þorvaldsson »Það er auðvelt að
gagnrýna eftir á þær
aðgerðir sem bankarnir
réðust í við þessar að-
stæður, en til að það megi
draga einhvern lærdóm
af slíkri gagnrýni þá
verður hún að byggjast
á staðreyndum.
Ármann Þorvaldsson
Höfundur er fyrrverandi forstjóri
Kaupthing Singer & Friedlander.
Athugasemdir við staðhæfingar Guðrúnar Johnsen
Sjálfstæðisflokkur-
inn stendur sterkt að
vígi í Suðvesturkjör-
dæmi – Kraganum.
Skoðanakannanir
benda til þess að flokk-
urinn haldi góðum
meirihluta í þremur
sveitarfélögum og
bæti jafnvel við sig
fylgi. Í Kópavogi er
flokkurinn í mikilli
sókn og í Hafnarfirði gera sjálfstæð-
ismenn sér vonir um góðan sigur eft-
ir glæsilegt prófkjör.
Í Reykjavík á Sjálfstæðisflokk-
urinn hins vegar erfitt uppdráttar.
Borgarfulltrúum og frambjóðendum
í komandi kosningum hefur ekki
tekist að ná eyrum kjósenda. Eftir
tæplega fjögurra ára stjórn Besta
flokksins og Samfylkingarinnar
hefði mátt ætla að jarðvegurinn fyr-
ir málflutning sjálfstæðismanna
væri frjór.
Ekki glæsilegt
Arfleifð meirihluta borgarstjórnar
er ekki sérlega glæsileg. Skuldir og
skuldbindingar A-hluta borgarsjóðs
hækkuðu um tæp 80% að nafnvirði
frá ársbyrjun 2010 til ársloka 2012.
Skuldasöfnunin jafngildir liðlega 900
þúsund krónum á hverja fjögurra
manna fjölskyldu. Á sama tíma
lækkuðu skuldir Garðabæjar um
rúmlega 5% og skuldir Seltjarn-
arness um 10%.
Reykvíkingar hafa ekki fengið að
njóta betri þjónustu þrátt fyrir
skuldasöfnun og auknar tekjur (og
hærri álögur). Árið 2012 voru tekjur
borgarsjóðs um 2,9 milljörðum
króna hærri en 2009.
Í könnun Capacent Gallup á við-
horfi íbúa sextán sveitarfélaga kom í
ljós að Reykvíkingar eru almennt
ekki ánægðir með þjónustu borg-
arinnar. Höfuðborgin er í þriðja
neðsta sæti þegar spurt er um þjón-
ustuna í heild. Aðeins helmingur
borgarbúa virðist ánægður með
þjónustu grunnskóla en íbúar allra
hinna sveitarfélaganna eru ánægð-
ari og Garðbæingar og Seltirningar
eru ánægðastir. Reykjavík er á
botninum þegar kemur að leik-
skólum.
Reykjavíkurborg fær ekki háa
einkunn þegar kemur að þjónustu
við eldri borgara og fatlaða. Höf-
uðborgin er í langneðsta
sæti.
Betra færi gefst ekki
Minnihluti getur varla
beðið um betri færi í
kosningum. Skuldir hafa
aukist stórlega, íbúar
eru ekki sáttir við þjón-
ustuna og álögur eru í
hámarki. Meirihlutinn
ræðst í gæluverkefni í
ósátt við íbúa, hundsar
athugasemdir, sinnir
ekki eðlilegri umhirðu og
leggur steina í götur þeirra sem vilja
fara á milli heimilis og vinnu á eigin
bíl. Áhersla Besta flokksins og Sam-
fylkingarinnar er á 101 og Vesturbæ,
þar sem 20% borgarbúa eiga heimili.
Hagsmunir annarra hverfa – 80%
íbúa – sitja á hakanum, allt frá sam-
göngum til skóla og annarrar þjón-
ustu.
Þrátt fyrir allt þetta nær Sjálf-
stæðisflokkurinn sér ekki á strik í
höfuðborginni og fengi aðeins 25%
atkvæða samkvæmt könnun Fé-
lagsvísindastofnunar fyrir Morg-
unblaðið. Þetta er 23% undir með-
alfylgi flokksins í Reykjavík frá
árinu 1930 og liðlega 35% frá mesta
fylgi flokksins árið 1990.
Slök staða sjálfstæðismanna í
Reykjavík, sem áður var höfuðvígi
þeirra, á sér margar skýringar.
Íbúasamsetningin hefur breyst og
borgarasinnað fólk velur sér fremur
heimili í öðrum sveitarfélögum af
ástæðum sem ættu að vera aug-
ljósar. En þó óhagstæðari samsetn-
ing geri það ólíklegt að Sjálfstæð-
isflokkurinn komist aftur í hreinan
meirihluta, getur hún aldrei skýrt út
þá erfiðu stöðu sem flokkurinn glím-
ir við. Annað vegur hér þyngra.
Að rugla kjósendur
Borgarbúar eiga erfitt með að átta
sig á því fyrir hvað sjálfstæðismenn í
Reykjavík standa.
Eru þeir hlynntir eða andvígir
flugvellinum? Eru sjálfstæðismenn
fylgjandi þeirri áherslu að þétta
byggðina á kostnað úthverfa og
þjónustu við þau? Eru þeir talsmenn
þess að þrengja að einkabílnum,
gera samgöngur milli borgarhverfa
erfiðari og tímafrekari? Hvernig
ætla sjálfstæðismenn að styrkja
grunnskólana? Vilja þeir óbreyttar
álögur á íbúa og hámarksútsvar?
Þannig má lengi telja.
Á undanförnum árum hafa borg-
arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gef-
ið kjósendum misvísandi skilaboð.
Engu er líkara en að frambjóðendur
flokksins í komandi kosningum ætli
að halda því áfram. Borgarstjórn-
arflokkur og frambjóðendur sjálf-
stæðismanna hafa ekki komið fram
sem ein heild – samhentur hópur
með sömu sýn á framtíðina. Afleið-
ingin er sú að kjósendur eru ringl-
aðir.
Ætli Sjálfstæðisflokkurinn að ná
árangri í borgarstjórnarkosning-
unum í vor, verður stefnan að vera
skýr. Og fyrirmyndirnar eru allt í
kringum Reykjavík.
Góður árangur nemenda í grunn-
skólum Garðabæjar er ekki tilviljun.
Þar hafa sjálfstæðismenn lagt
áherslu á fjölbreytni og raunveru-
legt val. Nemendur í Garðabæ komu
afburðavel út úr stærðfræðihluta
PISA-könnunarinnar líkt og Gunnar
Einarsson bæjarstjóri benti á í
blaðagrein:
„Ef Garðabær væri sjálfstætt ríki
væri það í 6.-12. sæti af 65 þátt-
tökulöndum PISA … Það er ljóst að
kennsla í grunnskólum Garðabæjar
er á heimsmælikvarða þegar kemur
að læsi á stærðfræði.“
Í Kópavogi hafa sjálfstæðismenn
sýnt hvernig hægt er að ná tökum á
erfiðum skuldabagga en um leið
taka ákveðin skref í að minnka álög-
ur á íbúana.
Á Seltjarnarnesi og í Garðabæ
hefur verið gætt hófsemdar í álögum
og skuldir lækkaðar á sama tíma og
íbúarnir fá góða þjónustu sem þeir
kunna að meta.
Sjálfstæðismenn í Reykjavík geta
því lært margt af félögum sínum í
hinum bláa öryggiskraga sem lagður
hefur verið að höfuðborginni.
Eftir Óla Björn
Kárason
»Minnihluti getur
varla beðið um
betri færi í kosningum.
Skuldir hafa aukist
stórlega, íbúar eru ekki
sáttir við þjónustuna og
álögur eru í hámarki.
Óli Björn Kárason
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Blár öryggiskragi um Reykjavík
Fylgi Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
skv. könnunum Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið
Seltjarnar-
nes
Garðabær Mosfells-
bær
Kópavogur Hafnar-
fjörður
Reykjavík
70
60
50
40
30
20
10
0
64,4%
58,8%
54,4%
41,4%
33,6%
25,0%
Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
borgarstjórnarkosningar 1930 - 2010
65
60
55
50
45
40
35
30
25
19
30
19
38
19
46
19
54
19
62
19
70
19
78
19
86
19
94
20
02
20
10
53,5%
33,6%
47,97%
Meðaltal
Fylgi í %
Morgunblaðið/ÞÖK
„Slök staða sjálfstæðismanna í Reykjavík á sér margar skýringar. Íbúasamsetningin hefur breyst og borgarasinnað
fólk velur sér fremur heimili í öðrum sveitarfélögum af ástæðum sem ættu að vera augljósar, “ segir í greininni.