Morgunblaðið - 05.02.2014, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014
Tökum að okkur trjáklippingar,
trjáfellingar og stubbatætingu.
Vandvirk og snögg þjónusta.
Sími 571 2000
www.hreinirgardar.is
Matthew Elliot,
stofnandi Tax payers
Alliance í Bretlandi,
kom og hélt framsögu
um mikilvægi gagnsæ-
is í ríkis- og sveit-
arstjórnarmálum í
september síðast-
liðnum. Heimsókn
hans var á vegum
Samtaka skattgreið-
enda en efnahags og
viðskiptanefnd Sjálfstæðisflokksins
ásamt fjárlaganefnd fékk Matthew
til að halda framsögu um mikilvægi
þess að skera niður ríkisútgjöld.
Hann fór víða yfir sviðið og sagði frá
ýmsum leiðum til þess
að auka gagnsæi slíkra
aðgerða sem og hvernig
hinn almenni þegn get-
ur átt þátt í að hafa áhrif
á útgjaldaliði.
Þessi samtök hafa
unnið ýmis afrek, til að
mynda í Bretlandi, og
vegna „lobbýsima“
þeirra er það svo að
engin útboð yfir 500
GBP mega fara fram án
þess að slíkt sé upplýst
á netinu. Þau hafa með-
al annars sett fram
skemmtilegan samanburð ýmissa út-
gjaldaliða í stjórnsýslunni við útgjöld
hjá venjulegri breskri fjölskyldu.
En að okkur, hér í Kópavogi. Við
höfum vissulega dregið úr út-
gjaldaliðum eftir „hrun“. Slíkt hefur
verið gert í góðri samvinnu við bæj-
arbúa og starfsmenn Kópavogsbæjar
hafa axlað sína ábyrgð í öllum mála-
flokkum með mikilli reisn. Núna þeg-
ar við sjáum loks fram á bjartari tíma
er nauðsynlegt að fara ekki í of-
fjárfestingar án þess að slík mál séu
hugsuð af yfirvegun en vissulega er
tilefni til þess að efla ýmsa þjón-
ustuliði nú þegar. Gagnrýni und-
anfarið hefur á köflum miðast við að
við séum ekki nógu fljót til og allt sé
sett í nefndir. Ég tel að ef efnahags-
hrun landsins ætti að geta kennt okk-
ur eitthvað þá sé það einmitt að
hlaupa ekki til án þess að gefa okkur
tíma til samstarfs og leiða hugann að
langtímamarkmiðum frekar en
skammtíma-popúlisma.
Með því að efla gagnsæi stjórn-
sýslunnar og upplýsingagjöf á netinu
fæst þetta aðhald sem ég held að við
viljum að bæjarsjóður fái. Það mætti
til dæmis sjá fyrir sér að útgjaldaliðir
skólanna okkar væru settir á skýran
hátt fram til þess að foreldra-
samfélagið gæti sett sig betur inn í
þá fjárhagsliði sem þarf til þess að
reka hér skóla. Skólarnir fengju
einnig með þessu aukið fjárhagslegt
sjálfstæði og skilning til þess að efla
skólastarfið enn frekar. Slíkt hið
sama mætti segja um menning-
arstofnanirnar og annan rekstur sem
bærinn okkar Kópavogur stendur
fyrir. Nauðsynlegt er fyrir okkur
sem bæjarfélag að huga að lang-
tímamarkmiðum sem miðast við að
efla innviði bæjarins og létta á
skuldastöðu hans.
Ég tel að sá meirihluti sem hefur
ráðið ríkjum í Kópavogi undanfarið
hafi unnið gott starf og nauðsynlegt
sé að halda áfram á sömu leið. Vissu-
lega hefur menn greint á um einstök
atriði en iðulega er niðurstaða allra
átaka sú að heildarhagsmunir bæj-
arbúa eru hafðir að leiðarljósi. Það er
leitt að utanaðkomandi fólki finnst
við gera lítið annað en að deila um
smáatriði og persónur, en ég get
staðfest að í um 90% tilfella er svo
ekki. Hins vegar er ekki að afneita
þessum fjölmiðlasirkus sem stundum
verður ofan á í hita leiksins en verkin
undanfarin ár ættu einfaldlega að yf-
irskyggja þann farsa.
Best að búa í Kópavogi
Eftir Karen
Elísabetu
Halldórsdóttur
Karen Elísabet
Halldórsdóttir
»Ég tel að sá
meirihluti sem
hefur ráðið ríkjum í
Kópavogi undanfarið
hafi unnið gott starf og
nauðsynlegt sé að halda
áfram á sömu leið.
Höfundur er varabæjarfulltrúi og
sækist eftir öðru sæti á lista Sjálf-
stæðisflokksins í Kópavogi.
Það hefur þótt vin-
sælt að tala um að
gera Kópavog að betri
stað fyrir ungt fólk og
er undirritaður fylgj-
andi því, þó má ekki
gleyma að í Kópavogi
búa fleiri þjóðfélags-
hópar sem ber að taka
tillit til. Það er gríð-
arlega mikilvægt að
Kópavogur sé bæj-
arfélag fyrir alla bæj-
arbúa og verðum við að huga að
þeim öllum.
Það er ekki sjálfgefið að þjóðfélag
með öll okkar lífsgæði og tækifæri
verði til, það hefur verið erfiðisvinna
að ná lífskjörum á þann stað sem
þau eru á í dag. Þrek og þor fyrri
kynslóða hefur skilað gífurlegum
lífskjarabótum frá því að landið öðl-
aðist sjálfstæði og verðskulda þeir
aðilar sem að þessari vinnu hafa
staðið að geta notið efri ára.
Við verðum að sýna eldri kyn-
slóðum þá virðingu að tryggja þeim
möguleika á að geta lifað með reisn
og tryggja þeim þá þjónustu sem
þær eiga skilið. En það hefur lengi
staðið til að færa þjónustu aldraðra
til sveitarfélaga, en það gæti í fyrsta
lagi gerst í ársbyrjun 2015. Áður en
flutningur málaflokksins á sér stað
þarf að meta kostnaðaráhrif fjölg-
unar aldraðra, greina veikleika í
fjármögnun þjónustunnar í dag,
tryggja að fjármögnun fylgi frá rík-
inu og að löggjöf um þjónustu við
aldraðra sé fullnægj-
andi. Þó þarf að
tryggja að ekki verði of
mikil miðstýring þann-
ig að sveitarfélög hafi
sveigjanleika og að-
gerðafrelsi sem getur
mætt kröfum íbúa.
Kópavogsbær verður
að hafa þá framtíð-
arsýn að auka valfrelsi,
til að mynda þeirra sem
nýta sér heimilisþjón-
ustu, en í þeim efnum
hefur tilraunaverkefni í Ósló skilað
miklum árangri. Í stuttu máli snýst
það um að þeir sem eru notendur
heimilisþjónustunnar velji hvaða að-
ili það er sem framkvæmir. Þá fá
þeir einstaklingar sem nota þjón-
ustuna lista yfir einkaaðila sem
bjóða upp á heimilisþjónustu og
geta valið hvaða aðili hentar þeim,
en hið opinbera er einnig einn þess-
ara framkvæmdaraðila. Þá fjár-
magnar hið opinbera þjónustuna
eins og áður, en kerfið hefur sýnt
aukna ánægju aldraðra með þjón-
ustuna og aukna ánægju starfsfólks.
Einnig hefur þetta gefið starfsfólki
betri launakjör.
Hugsum vel um
eldri kynslóðir
Eftir Gunnlaug
Snær Ólafsson
Gunnlaugur Snær
Ólafsson »Kópavogsbær
verður að hafa
þá framtíðarsýn að
auka valfrelsi.
Höfundur sækist eftir 3. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Verkið lofar meist-
arann er sagt um það
sem er faglega unnið.
Byggðin í Úlfarsárdal
er metnaðarfull og dal-
urinn er sannarlega
fallegur staður. Þar var
ákveðið í Aðalskipulagi
Reykjavíkur 2001-2024
að byggja glæsilegt
íbúðahverfi og öflugt
atvinnusvæði með
góðri tengingu við stofnbrautir
höfuðborgarsvæðisins. Hverfið teng-
ist við og styrkir íbúðabyggðina í
Grafarholti og var hugsuð sem byggð
handan við atvinnusvæðin við Vest-
urlandsveg nálægt Bauhaus. Um-
hverfi dalsins er fallegt frá náttúr-
unnar hendi, byggðin snýr á móti
suðri með glæsilegu útsýni yfir Graf-
arholtið til Heiðmerkur, Bláfjalla og
allt til Suðurnesja. Í miðjum dalnum
rennur laxveiðiáin Korpa með brúm
yfir í Grafarholt. Vestast í hlíðinni
eru starfræktar gróðrarstöðvar þar
sem gróðurinn hefur vaxið og eflst
og veitir byggðinni bæði fegurð og
skjól. Byggðin er vel tengd sam-
göngukerfi borgarinnar og sem
dæmi má nefna eru fyrstu umferð-
arljós frá Úlfarsárdal við Grens-
ásveg. Þetta fallega landsvæði getur
tekið við miklu magni bygginga,
bæði fyrir íbúðir og fyrirtæki og hef-
ur borgin möguleika á að úthluta
margskonar byggingarlóðum á
þessu svæði. Þrátt fyrir landgæði og
staðfest skipulag hefur borgarstjórn
ákveðið að ekkert verði af fyrirhug-
aðri uppbyggingu í dalnum. Þessi
órökstudda og óábyrga ákvörðun
hefur farið ótrúlega hljótt í fjöl-
miðlum eins og margt
annað miður gáfulegt
sem komið hefur frá
borgarstjórn Reykja-
víkur á undanförnum
fjórum árum.
Fólk fjárfesti á
grundvelli skipulags
Í nýsamþykktu að-
alskipulagi Reykjavík-
ur 2010-2030 er stað-
fest að hætt verði við
fyrirhugaða byggð í
Úlfarsárdal. Enginn
rökstuðningur er fyrir þessari
stefnubreytingu og ekkert nýtt
byggingarsvæði tekur við, nema þá
helst þéttingarreitir í miðborginni
sem flestir eru í eigu banka og bygg-
ingarfyrirtækja. Það er eins og borg-
arfulltrúar í dag láti sér í léttu rúmi
liggja sú fjárhagslega ábyrgð sem
einstaklingar og fyrirtæki hafa lagt í
á grundvelli skipulagsákvarðana sem
almenningur hefur fram að þessu
getað reitt sig á. Eins er ábyrgð
borgarfulltrúa gagnvart sameig-
inlegum sjóðum Reykvíkinga mikil
þar sem búið er að leggja í gríð-
arlegan kostnað við hönnun, veitu-
kerfi og gatnagerð sem var hugsuð
áratugi fram í tímann, en verður ekki
nýtt nema að litlu leyti. Fyrirhug-
aðar tekjur af þeim fjárfestingum
sem fyrir liggja munu ekki skila sér
eins og ráð var fyrir gert. Lítið hefur
farið fyrir umræðu og engin fyr-
irspurn hefur komið fram um sokk-
inn kostnað borgarinnar vegna
stefnubreytingar sem hreinsar
hundruð byggingalóða útaf borðinu.
Hér þarf pólitíska ákvörðun
byggða á faglegum forsendum
Í síbylju umræðunnar glymur það
æ oftar að það sem er pólitískt sé
ófaglegt og það sem er ópólitískt sé
faglegt. Besti flokkurinn skilgreinir
sig sem ópólitískt afl og reynir að
láta líta út að hann tengist meira því
faglega og skemmtilega. Þessi
trumbusláttur hefur glumið nokkuð
lengi og aðrir flokkar í borgarstjórn
virðast vera komnir með hlustaverk
af þessu. Jafnvel slegnir pólitískri
skákblindu því þeir virðast ekki þora
að taka slaginn þó að staðreyndirnar
blasi við. Ef vinnubrögðin við
ákvarðanatökurnar í Úlfarsár-
dalnum eru eingöngu skoðuð faglega
og án allrar pólitíkur þá blasa við
ófagleg vinnubrögð: Fjárfesting
borgarinnar í hönnun, gatnagerð og
veitukerfi á grundvelli rammaskipu-
lags er ekki lögð til grundvallar við
stefnubreytinguna. Forsendubrest-
ur þeirra sem fjárfestu í fyrstu
áföngum nýs hverfis virðist ekki
skipta máli. Fyrirhugað heildar-
umfang byggðar Reykjavíkur sem
keypt var dýru verði til uppbygg-
ingar virðist ekki skipta máli. Knatt-
spyrnufélagið Fram sem lagði fram-
tíð sína undir þegar ákvörðun um
skipulag þessa hverfis var tekin situr
uppi með meira en helmingi minna
hverfi en reiknað var með í upphafi.
Engin efnisleg rök virðast liggja til
grundvallar þessari ákvörðun sem
hefur umtalsverð áhrif á fjárhag
allra þeirra sem að málinu hafa kom-
ið. Borgarstjórnin sem gefur sig út
fyrir að vera ópólitísk er sannarlega
ekki fagleg svo mikið er víst. Ef
grannt er skoðað þá virðist upphaf
þess að hætta við byggð í dalnum
liggja í prívatskoðunum þeirra sem
sitja í borgarstjórn um þessar mund-
ir, búa flest í sama hverfinu og vilja
að næsta íbúahverfi Reykjavíkur rísi
þar sem miðstöð innanlandsflugsins
er nú. Miklu á að fórna til að draum-
sýn þeirra nái fram að ganga. Það
sem blasir við í þessu máli eins og
fleiri skipulagsmálum í borginni er
að þessari ákvörðun þarf að breyta.
Hér þarf pólitíska ákvörðun byggða
á faglegum forsendum. Það verður
að taka upp aðalskipulagið og leið-
rétta þann forsendubrest sem íbúar
og hagsmunaaðilar í Úlfarsárdal
hafa orðið fyrir. Það eru ekki bara
hagsmunaaðilar í Úlfarsárdal sem
hafa orðið fyrir forsendubresti, því
Reykvíkingar allir bera skaðann af
því að sú fjárfesting verði ekki nýtt
eins og til stóð. Nýtum fallegt land til
uppbyggingar, gefum íbúunum stað-
festingu á því að hverfið þeirra muni
byggjast upp og klárum það verk
sem hafið er í Úlfarsárdalnum.
Byggjum Úlfarsárdalinn
Eftir Óskar
Bergsson » Það eru ekki bara
hagsmunaaðilar í
Úlfarsárdal sem hafa
orðið fyrir forsendu-
bresti, því Reykvíkingar
allir bera skaðann.
Óskar Bergsson
Höfundur er oddviti
Framsóknarflokksins fyrir
borgarstjórnarkosningarnar.