Morgunblaðið - 05.02.2014, Side 25

Morgunblaðið - 05.02.2014, Side 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 SMELLT EÐA SKRÚFAÐ, VIÐ EIGUM BÆÐI Þú getur verið afslappaður og öruggur við grillið með AGA gas. Öruggur um að þú ert að nota gæðavöru og að þú fáir góða þjónustu þegar þú þarft áfyllingu á gashylkið, hvort sem þú nýtir þér heimsendingarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu eða þegar þú heimsækir söluaðila AGA. Farðu á www.gas.is og finndu nálægan sölustað eða sæktu öryggisleiðbeiningar og fáðu upplýsingar um AGA gas. www.GAS.is Vesturvör 32, 200 Kópavogur, Sími 564 1600 islyft@islyft.is - www.islyft.is Vöruhúsatæki Linde býður upp á fjölmargar gerðir af vöruhúsatækjum. Örugg og góð þjónusta. Allir foreldrar óska þess að börnum þeirra vegni vel í skóla. Menntun eyk- ur lífsgæði og fjölgar kostum þegar kemur að starfsvali og stefnu í lífinu al- mennt. Til að ljúka því námi sem ein- staklingur stefnir að á fullorðinsárum er mikilvægt að grundvöllur náms sé traustur en hann er lagður fyrst í leikskóla og síðan grunnskóla. Sveitarfélög eru rekstaraðilar leik- og grunnskóla og því á þeirra könnu að búa þannig um hnútana að fagfólki og stjórnendum skól- anna sé gert kleift að skapa nem- endum sem bestar aðstæður til náms. Stærsti áhrifavaldur í námi nemenda er starfshættir kennara og skólastjóra. Margt annað hefur einnig áhrif líkt og aðkoma for- eldra, félagsstaða og menntun for- eldra en eftir sem áður vega starfshættir fagfólks þyngst. Þeg- ar rætt er um árangur nemenda verður ekki hjá því komist að ræða jafnframt um starfshætti skólastjóra og kennara og stefnu- mörkum sveitarfélaga. Um þessa þætti verður umræðan því að snú- ast. Við verðum að leita svara við því hvernig skólastjórar ætla að bregðast við núverandi stöðu, hvað kennarar telja að skili betri árangri hjá nemendum og hvort sveitarfélög hyggist grípa til að- gerða til að bæta árangur nem- enda. Árangur af skólastarfi er mæld- ur í ljósi margra þátta en það sem rætt er mest um á opinberum vettvangi eru niðurstöður PISA- prófanna sem lögð eru fyrir á þriggja ára fresti og samræmdra prófa sem haldin eru árlega í 4., 7. og 10. bekk. Í ljósi þeirra gagna þurfum við hér á Akureyri að gera betur, því við getum það. Við höfum á að skipa öflugu fag- fólki sem bæði getur og vill stíga framfara- skref nemendum til hagsbóta og hafa því alla burði til að gera vel. Þrennt vil ég nefna hér sem hefur afger- andi áhrif á árangur nemenda: Setja skrifleg viðmið um árangur nemenda sem eru metin með reglubundnum hætti, efla sam- starf fagfólks til að nemendur nái þeim viðmiðum og leggja fram skýra stefnu hvers skóla og sveit- arfélags sem styður við þá starfs- hætti sem kennarar og skólastjór- ar þurfa að viðhafa. Skóladeild Akureyrar hefur nú þegar hafið vinnu við að innleiða slíka starfs- hætti og samhliða því mun skóla- stefna sveitarfélagsins verða end- urskoðuð, samanber nýlega samþykkt skólanefndar. Áfram- haldandi vinna að þessu marki mun skila okkur þeim árangri sem við sækjumst eftir fyrir börnin okkar og mikilvægt að mynda samstöðu skólasamfélagsins til að tryggja framfarir og árangur nemenda í leik- og grunnskólum. Það er besta veganestið sem hægt er að gefa börnum okkar til fram- tíðar. Árangur í skólastarfi Eftir Gunnar Gíslason Gunnar Gíslason » Við höfum á að skipa öflugu fagfólki sem bæði getur og vill stíga framfaraskref nem- endum til hagsbóta. Höfundur er fræðslustjóri á Akureyri og býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Ég tók þá ákvörðun fyrir fjórum árum að gefa kost á mér á lista Sjálfstæðisflokksins og fékk kosningu í 3. sæt- ið. Síðan þá hef ég lagt mig allan fram sem varabæjarfulltrúi og gegnt ýmsum trún- aðarstörfum á þeim tíma. Ég tel að miðað við hvernig núverandi kjörtímabil hefur þróast sé eðlilegt að gefa kost á mér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosn- ingar. Það er algjörlega ótækt að bæjar- félagið hafi verið rekið með halla síð- astliðin þrjú ár. Skuldastaða Akur- eyrar er þannig að ekkert má út af bregða í rekstri. Með beinni aðkomu að málefnum Akureyrarbæjar hef ég átt greiðari leið en áður að tala fyrir þeim mál- efnum sem ég tel mikilvæg fyrir bæ- inn. Þar hef ég meðal annars lagt mikla áherslu á samgöngubætur: Styttingu þjóðvegarins á milli Ak- ureyrar og Reykjavík- ur; uppbyggingu Ak- ureyrarflugvallar til millilandaflugs; Vaðla- heiðargöng og nýjan Kjalveg. Þá hef ég ver- ið í forystu fyrir þeirri baráttu landsbyggð- arfólks að framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni verði tryggð. Ég tel að þessi bar- átta fyrir betri sam- göngum styðji með beinum eða óbeinum hætti brýn hagsmunamál bæjarins svo sem uppbyggingu atvinnulífsins, ekki síst á sviði ferðaþjónustu. Þótt þessi málefni skipti miklu, er það ekki svo að þau séu mun brýnni en önnur. Áhersla á atvinnu- uppbyggingu og nýsköpun er Ak- ureyri þar einnig mikilvæg. Við þurfum að virkja betur þau tækifæri sem fylgja því hæfileikaríka unga fólki sem vill búa í bænum en fær ekki störf við hæfi. Koma þarf vinnu- fúsum til verka. Þar er af mörgu að taka. Halda áfram uppbyggingu ferðaþjónustu, meðal annars með áherslu á að nýta tækifæri sem liggja í vetrarferða- þjónustu með áframhaldandi upp- byggingu skíðasvæðisins í Hlíð- arfjalli. Það er sannfæring mín að upp- bygging norðurslóða sé á næstu misserum tækifæri Akureyringa. Þar er mikilvægt að líta til mögu- leika á Grænlandi á næstu árum og áratugum. Því tengd er uppbygging þjónustuhafnar á Dysnesi til að þjónusta möguleg umsvif á Græn- landi í tengslum við námavinnslu og olíuleit við austurströnd Grænlands og á Drekasvæðinu. Þeir sem mig þekkja vita að ég er mjög bjartsýnn á framtíðina hér í Akureyri. En til að byggja upp at- vinnutækifæri, innviði og góða þjón- ustu við bæjarbúa er það grundvall- aratriði að bæjarfélagið sé vel rekið og skuldum þess stillt í hóf. Svo hef- ur ekki verið undir forystu núver- andi meirihluta. Það er algjörlega ótækt að bæjarfélagið hafi verið rek- ið með halla síðastliðin þrjú ár. Skuldastaða Akureyrar er þannig að ekkert má út af bregða í rekstri. Fái ég umboð til að leiða Sjálf- stæðisflokkinn til sigurs á Akureyri, mun ég halda áfram að vinna að upp- byggingu bæjarins fyrir alla Ak- ureyringa. Akureyri er mér hugleikin Eftir Njál Trausta Friðbertsson » Það er algjörlega ótækt að bæjar- félagið hafi verið rekið með halla síðastliðin þrjú ár. Skuldastaða Akureyrar er þannig að ekkert má út af bregða í rekstri. Njáll Trausti Friðbertsson Höfundur er varabæjarfulltrúi á Ak- ureyri og í framboði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Ak- ureyri sem fer fram 8. febrúar nk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.