Morgunblaðið - 05.02.2014, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 05.02.2014, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 ✝ Unnur Zóp-hóníasdóttir fæddist í Ásbrekku í Gnúpverjahreppi þann 20. mars 1940. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 23. jan- úar 2014. For- eldrar hennar voru Zóphónías Sveins- son bóndi í Ás- brekku, f. 3. mars 1891, d. 15. desember 1960 og Ingveldur Guðjónsdóttir hús- móðir í Ásbrekku, f. 28. júní 1898, d. 16. janúar 1972. Systk- ini Unnar eru Steindór, f. 9. júlí 1923, d. 17. mars 2008, Grétar, f. 4. júní 1925, Guðrún, f. 18. mars 1927 og Ragnheiður, f. 26. ágúst 1930. Unnur giftist Hákoni Hall- dórssyni húsasmíðameistara, f. 7. mars 1937, frá Heiðarbæ í Flóa, 16. apríl 1960. Foreldrar hans voru Halldór Guðbrands- son, f. 1. nóvember 1903, d. 10. apríl 1976 og Heiðrún Björns- dóttir, f. 31. október 1911, d. 30. Ólafur Björn, f. 26. október 1999. 3) Hörður rafeindavirki, f. 29. maí 1970, maki Guðlaug Anna Gunnlaugsdóttir sjúkra- liði, f. 20. apríl 1971. Börn þeirra: a) Gunnar Olgeir, f. 12. febrúar 2001, b) Gyða Dröfn, f. 9. mars 2004. Dóttir Guðlaugar og Stefáns Hlyns Erlingssonar, f. 15. júní 1968, d. 5. desember 1991 er Alda Lind Stefánsdóttir, verslunarmaður, f. 19.1. 1991. Unnur ólst upp og vann við bú foreldra sinna í Ásbrekku. Hún sótti sína barnafræðslu í Ása- skóla og var síðan tvö ár í Hér- aðsskólanum að Laugarvatni. Hún flutti að Selfossi 1957. Þau Unnur og Hákon hófu búskap sinn að Lyngheiði 20. Þau byggðu húsið sitt við Engjaveg 34 og fluttu í það 1963 og hafa búið þar síðan. Unnur vann mest við verslunarstörf fyrst eftir að hún kom að Selfossi en á miðjum aldri hóf hún nám við Fjöl- brautaskóla Suðurlands og síð- an við Sjúkraliðaskóla Íslands og lauk þaðan prófi 1985. Hún var starfandi sjúkraliði við Heil- brigðisstofnun Suðurlands til ársins 2010 að hún lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Útför Unnar fer fram frá Sel- fosskirkju í dag, 5. febrúar 2014 kl. 13.30. maí 1988. Börn Unnar og Hákonar eru þrjú. 1) Heið- rún, kennari, f. 5. janúar 1960, maki Björn Þrastar Þór- hallsson tann- læknir, f. 3. sept- ember 1955. Börn þeirra: a) Björney Inga fjármála- hagfræðingur, f. 22. janúar 1986, sambýlismaður Rúnar Bragi Kvaran, læknir, f. 25. október 1986, b) Hákon Þrastar hugbún- aðarverkfræðingur, f. 7. nóv- ember 1989, c) Harpa Ósk menntaskólanemi, f. 12. apríl 1994. 2) Sverrir rafmagnsverk- fræðingur, f. 19. maí 1962, maki Sigþrúður Inga Jónsdóttir sjúkraþjálfari, f. 23. janúar 1963. Börn þeirra: a) Unnur há- skólanemi, f. 30. október 1990, sambýlismaður Ýmir Óskarsson háskólanemi, f. 17. október 1990, b) Arnþór Helgi há- skólanemi, f. 12. ágúst 1993, c) Elskuleg tengdamóðir mín, Unnur Zóphóníasdóttir, er fallin frá eftir stutta og erfiða baráttu við krabbamein. Margar góðar og ljúfar minn- ingar koma upp í hugann þegar horft til baka, enda samfylgdin orðin 28 ár. Mér er minnisstæð fyrsta heimsóknin á Engjaveginn þegar Unnur vildi forvitnast um ætt mína og ég hálfskammaðist mín fyrir fáfræði mína í þeim efn- um. Fljótlega kom í ljós að Unnur hafði mikinn og einlægan áhuga á fólki. Hún var mjög ættfróð og gat tengt fólk saman langt aftur og innbyrðis , oft líktist þetta glímu við stærðfræðidæmi sem hún hafði gruflað í en svo fundið leiðina og allt small þetta saman. Unnur var stálminnug og óbrigð- ult að leita til hennar til að rifja upp menn og málefni. Unni var alla tíð mjög annt um velferð sinna nánustu og sérstak- lega barnabarnanna. Hún fylgd- ist grannt með þeim öllum, hafði mikinn metnað fyrir þeirra hönd og gladdist innilega þegar vel gekk í starfi og leik. Það sem Unnur gerði í hönd- unum vann hún af mikilli natni og vandvirkni. Hún bakaði kökur og tertur sem voru bæði fallegar og góðar. Hún var snögg að reiða fram hlaðborð af glæsilegum veit- ingum jafnvel þó fyrirvarinn væri stuttur. Hún framleiddi peysur, sokka og vettlinga á barnabörnin og handbragðið á því var sérstak- lega fallegt og vandað. Oft kom hún við í Búlandinu með fullan poka af vettlingum og sokkum af ýmsum stærðum og gerðum og krakkarnir gátu valið það sem passaði, þetta voru hlýjar og góð- ar gjafir. Unnur hafði óskaplega gaman af því að ferðast um landið sitt með Hákoni. Hún þekkti landið vel og fannst einstaklega skemmtilegt að komast á staði sem hún hafði ekki séð áður. Und- anfarin 20 ár höfum við Sverrir farið árlega í nokkurra daga gönguferð upp á hálendi og það brást ekki að þegar við komum heim úr ferðinni var Unnur búin að grandskoða leiðina á korti og vissi nákvæmlega hvaða fjöll þurfti að klífa, hvaða ár þurfti að vaða og hún mundi betur örnefnin á leiðinni heldur en við. Það var Unni mikils virði að vera innan um sitt fólk og hún lagði talsvert á sig nú í veikindum sínum til þess. Hún komst heim til sín á annan í jólum og aftur í þrettándaboð heim til okkar Sverris. Þetta gerði hún meira af vilja en mætti og sýndi hversu mikill dugnaðarforkur hún var. Þessar stundir eru okkur núna ótrúlega dýrmætar og þökkum við fyrir þær. Elsku Unnur, það er komið að hinstu kveðjustund. Ég vil þakka þér fyrir samfylgdina og tryggð- ina, mikið eigum við öll eftir að sakna þín. Guð geymi þig. Sigþrúður Inga Jónsdóttir (Dúa). Elsku amma mín. Nú þegar komið er að kveðju- stund er þakklæti það fyrsta sem mér dettur í hug. Þakklæti fyrir að hafa átt þig að, svona hlýja og góða. Ég á ótal góðar minningar frá heimsóknum til ykkar afa á Selfossi. Það var alltaf mikið til- hlökkunarefni að fá að gista á Sel- fossi því þá var dekrað við mann. Þú eldaðir alltaf svo góðan mat, við fórum í sund saman, fengum að kaupa nóg af nammi (á laug- ardögum) og svo kíktum við oft í sumarbústaðinn í Kimanum. Mesta stuðið var þau skipti þegar Björney stóra frænka var með líka. Allar heimsóknir á Engja- veginn einkenndust af gestrisni þinni, drekkhlaðið kaffiborð þar sem mátti finna að minnsta kosti eina ef ekki tvær kökur á mann. Það var undantekning ef við náð- um að smakka á öllum sortum. Ég tala nú ekki um jóla- og páskaboð- in. Ekki einungis varstu snilling- ur í eldhúsinu heldur líka í hönd- unum. Allt sem þú fjöldaframleiddir af ullarpeysum, sokkum og vettlingum er ótrú- legt. Alls staðar fæ ég hrós fyrir fínu ullarpeysurnar og vett- lingana sem þú prjónaðir fyrir mig enda allt einstaklega fallegt. Elsku amma, þér þótti svo vænt um alla í kringum þig og fjölskyldan var þér alltaf númer eitt. Það vissum við sem stóðum þér næst. Þú spurðir nánast í hvert skipti sem við hittumst hvort allt gengi ekki vel og það gladdi þig allaf jafn mikið að heyra að svo væri, hvort sem það var að fá góðar einkunnir, vinna fótboltaleik eða hvað sem var að gerast í lífi mínu þá stundina. Ég á eftir að sakna þín svo inni- lega. Veikindin komu eins og þruma úr heiðskíru lofti og allt gerðist svo hratt. En þú stóðst þig allan tímann eins og hetja. Mér þykir svo vænt um heimsóknina þína í Búlandið núna í byrjun jan- úar þar sem þú gast verið með okkur allan daginn og þú hafðir orð á því sjálf hvað það væri ótrú- legt að þú skyldir vera þarna með okkur. Ég er líka svo þakklát fyr- ir það að þú gast verið með okkur á Engjaveginum annan í jólum, borðað með okkur og horft á okk- ur dansa í kringum jólatréð. Ég er viss um að þú ert komin á betri stað núna þar sem þú get- ur áfram fylgst með okkur öllum því ég veit að fjölskyldan er það sem skiptir þig öllu máli. Elsku amma mín, ég vil að lokum þakka þér af öllu hjarta fyrir allar góðu minningarnar sem við eigum saman og allt það sem þú hefur gefið mér og kennt mér. Þú varst einstök. Þín nafna. Unnur Sverrisdóttir. Elsku Unnur amma. Nú ert þú farin frá okkur og við söknum þín strax. Við systkinin erum ótrúlega þakklát fyrir tím- ann sem við áttum með þér og þær minningar um þig sem við eigum. Okkur þykir svo vænt um þann einlæga áhuga á okkar dag- lega lífi sem þú sýndir. Þú vissir ávallt upp á hár hvernig okkur gekk í skólanum, hvaða áhugamál við höfðum hverja stundina og hvað allir vinir okkar hétu. Þegar við vorum yngri þótti okkur sérstaklega gaman að fá að gista hjá ykkur afa á Selfossi. Þá var sko heldur betur dekrað við okkur. Við fengum að velja uppá- haldskvöldmatinn okkar, þú kenndir okkur að spila ný spil, við fórum með ykkur afa upp í sum- arbústað þar sem við lékum okk- ur úti í náttúrunni og svo bakaðir þú handa okkur góðu pönnukök- urnar þínar. Elsku amma, þú varst sannur listakokkur, hafðir svo góða tilfinningu fyrir mat- reiðslu og gerðir bestu súkku- laðiköku í heimi. Þú sast og prjón- aðir og til varð hvert meistarastykkið á fætur öðru, vettlingar, húfur, ullarsokkar og fallegustu lopapeysur í heimi sem við erum svo heppin að eiga. Þær voru ófáar gleðistundirn- ar sem við áttum með þér, amma. Annar í jólum og páskadagur þegar fjölskyldan kemur saman á Engjaveginum eru fastir liðir í lífi okkar. Þú sást alltaf til þess að haldið væri í hefðirnar og það skipti þig miklu máli að allir kæmu. Annan í jólum passaðirðu upp á að jólalögin væru sungin, að við dönsuðum í kringum jólatréð og að við spiluðum púkk og á páskadag passaðirðu að öll barna- börnin fengju páskaegg. Björneyju þykir einstaklega vænt um sunnudaginn sem þið áttuð saman í Vesturbænum þeg- ar þú komst í heimsókn á Ein- imelinn. Þá skoðuðuð þið saman hverfið, heimsóttuð háskólann og hún kenndi þér að elda grænmet- isrétt með hnetusósu sem þér fannst ansi nýstárlegur en spenn- andi. Þrátt fyrir að vera dugleg að halda í gamlar og góðar hefðir hafðirðu líka sérlegan áhuga á nýjungum og varst dugleg að prófa nýjar uppskriftir og leyfa okkur að smakka. Þótt heimsóknum Hákonar hafi fækkað með hækkandi aldri þá fannst honum alltaf notalegt að koma í heimsókn á Selfoss. Ferðir sem byrjuðu sem stuttir skreppir breyttust iðulega í lang- ar heimsóknir, þar sem þú hleypt- ir engum til baka yfir Hellisheið- ina á fastandi maga. Þið rædduð saman um hitt og þetta, en ekkert viðfangsefni heillaði þig meira en barnabörnin sjálf, þeirra líf og þeirra áætlanir. Hörpu fannst alltaf jafn róandi að komast frá óróa borgarinnar heim til ykkar afa. Þar kenndirðu henni að prjóna vettlinga, baka kleinur og spila kasínu. Sérstak- lega þótti henni gott að koma til ykkar yfir vetrartímann. Hjá ykkur var ró og næði til þess að ná upp skólabókalestri og fá að borða á sig gat. Hún gat líka alltaf treyst á að sjá ykkur afa í áhorf- endahópi þegar hún söng á tón- leikum. Þú hafðir svo gaman af tónlist og naust þess að syngja. Elsku amma, við erum einstak- lega lánsöm að hafa fengið að eiga þig sem ömmu. Þau lífsviðhorf og gildi sem þú kenndir okkur eru fjársjóður sem við munum ávallt búa að. Þín barnabörn, Björney Inga, Hákon Þrastar og Harpa Ósk. „Hún er dáin, hún Unnur syst- ir mín.“ Með þessum orðum sagði mamma mér frá andláti móður- systur minnar. Unnur lést eftir stutt en snörp veikindi tæplega 74 ára. Mér finnst það alltof fljótt, tiltölulega nýhætt störfum og framundan tími til að sinna af- komendum og áhugamálum. Þegar litið er um öxl er margs að minnast. Unnur og Hákon byggðu sér hús í nágrenni við hús foreldra minna á Engjaveginum. Mikill samgangur var á milli fjöl- skyldnanna þar sem þær systur voru báðar heimavinnandi meðan við börnin uxum úr grasi. Ég minnist laufabrauðsbaksturs, jólaboða og ýmissa samvista í Ás- brekku eða á Selfossi í áranna rás og ættarmóta þar sem Unnur var ætíð hrókur alls fagnaðar. Unnur var hláturmild og naut samvista við sína nánustu. Hún var söng- elsk og hafði fallega sópranrödd og sérstaklega fallega rithönd. Hún hafði yndi af börnum og barnabörnin voru henni afar kær. Síðasta spjall okkar fyrir nokkr- um dögum var um þau. Unnur frænka mín er nú lögð af stað í það ferðalag sem bíður okkar allra. Ég veit að hún ætlaði sér ekki að fara strax en varð að ferðbúast og gerði það af æðru- leysi. Góða heimkomu, Unnur mín, það mætti segja mér að það hafi orðið fagnaðarfundir þegar þú hittir móður þína líkt og þegar þú lítil stúlka í Ásbrekku beiðst eftir að sjá hana koma norðan við Skarðsfjallið úr ferðalagi og hljópst í fang hennar við Skarðs- hliðið. Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. (Steingrímur Thorsteinsson) Ingibjörg Stefánsdóttir. Ég horfi á myndina af þér og minningarnar hrannast upp. Á æskuárum mínum má segja að heimilið ykkar Hákonar hafi verið mitt annað heimili þar sem við Heiðrún vorum saman alla daga, allan daginn. Ég minnist þess þegar þú varst að koma heim úr vinnunni og ekki alltaf ánægð með hvað við vorum búnar að vera að bralla einar heima á með- an, óttalegt vesen minnir mig að þér hafi stundum fundist vera á okkur. Ég minnist þess þegar við Heiðrún vorum að þvælast niðri í kaupfélagi og þú að vinna þar, skildum ekki af hverju þú vildir ekki að við værum að hangsa þar, skiljum það núna. Ég minnist þess þegar ég fór með ykkur Hákoni upp í Ás- brekku og ég ætlaði að vera í sveitinni með Heiðrúnu í nokkra daga. Sú dvöl var ekki löng því um kvöldið var ég komin með heimþrá og vildi fara heim með ykkur aftur. Ég sat skömmustu- leg í bílnum en sagði svo um leið og ég kom heim að ég ætlaði aftur daginn eftir. Sem ég gerði og var í einhverja daga. Ég minnist þess þegar ég, um sjö ára, kom einu sinni sem oftar heim til ykkar að vetri til, hringdi dyrabjöllunni og þegar þú opnaðir hafði ég sett tunguna á hurðarhúninn, festist og fór þannig inn með hurðinni. Hvað þér brá og ég fann til. Minn- ist þess að sjá þig oft í eldhús- glugganum þegar ég gekk framhjá húsinu ykkar á leið í og úr skólanum. Minnist þess að sitja við eldhúsborðið ykkar og fá eitthvað gott að borða, sérstak- lega man ég góðu kökuna þína með góða kreminu, reyndi seinna að baka hana en tókst ekki að gera hana eins góða og þér. Nú ætla ég að reyna að baka hana aft- ur fljótlega og rifja upp í leiðinni góðar stundir. Ég minnist þess hvað var gott þegar við hittumst sem var of sjaldan eftir að ég full- orðnaðist, þú virtist svo glöð að hitta mig og spurðir mig frétta af mér og mínum. Heyri fyrir mér skemmtilegan hlátur þinn. Við áttum það sameiginlegt frænk- urnar að hafa áhuga á fólki, ég vil ekki kalla það forvitni. Ég minnist þess hvað þú varst stolt af öllum krökkunum þínum og fjölskyld- um þeirra. Minnist þess líka hvað mér fannst flott hjá þér að drífa þig í að fara í sjúkraliðanám eftir að börnin voru orðin fullorðin og fara síðan að vinna við það. Já, á svona stundum staldrar maður við og rifjar upp góðar minningar. Þá langar mann til að setja eitt- hvað niður á blað fyrir sig og ætt- ingja – rifja upp saman. Ég þakka þær stundir sem við áttum og bið Guð að vera með ykkur, kæru Há- kon, Heiðrún, Sverrir, Hörður og fjölskyldur og styðja í sorginni. Megi góðar minningar um Unni lifa með okkur um ókomin ár. Vilborg. Unnur Zóphóníasdóttir Borinn hefur ver- ið til grafar skips- félagi okkar hann Olli, sem fallinn er frá í blóma lífsins. Margs er að minnast þau ár sem hann var með okkur í áhöfn, en þegar þeir bræður, Olgeir og Lúð- vig, komu til okkar var að mynd- ast sú áhöfn sem fylgst hefur að allt fram til þessa dags. Vinskapur hefur myndast milli manna og því kveðjum við hann Olla okkar með miklum söknuði. Það má segja að þann tíma sem Olgeir var með okkur hafi verið mikill mótunar- tími í hans lífi, hann fór í að stofna heimili og fannst honum mikl ábyrgð því samfara. Hann eignað- ist myndarlegan dreng, hann Brynjar Jón, með þáverandi sam- býliskonu sinni henni Sóleyju, hann fékk hann reyndar í afmæl- isgjöf en þeir feðgar eiga sama af- mælisdag. Hann sagði einhverju Olgeir Már Brynjarsson ✝ Olgeir MárBrynjarsson fæddist 30. júlí 1981. Hann lést 28. desember 2013. Út- för hans fór fram 8. janúar 2014. sinni að drengurinn hefði nú alveg mátt bíða einn dag, en for- lögin hafa nú hagað því þannig að nú verður afmælisdag- ur Brynjars Jóns dagur sem hann get- ur bæði fagnað og um leið minnst föður síns sem því miður kvaddi alltof fljótt. Það er alltaf sárt að horfa á eftir ungu fólki sem fer í blóma lífsins og fyrir áhöfn skips er stórt skarð höggvið því á aðeins sjö mánuðum höfum við áhöfnin á Sturlaugi H. Böðvarssyni fylgt tveimur frábærum skipsfélögum til grafar, en í maí fórst hann Beggi okkar í hörmulegu slysi. Við trúum því að hann muni taka vel á móti Olla og hugsa um hann eins og hann gerði þegar þeir voru báð- ir á lífi. Við sendum fjölskyldu og syni Olgeirs okkar innilegustu samúðarkveðjur og geymum í huga okkar mynd af góðum dreng sem var umfram allt góður sjó- maður og skipsfélagi. Fyrir hönd áhafnar Sturlaugs H. Böðvarssonar AK 10, Eiríkur Jónsson skipstjóri. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, EINAR S. H. ÞORBERGSSON kennari, leikari, leikstjóri, Melabraut 25, Seltjarnarnesi, lést miðvikudaginn 29. janúar á Landspítalanum við Hringbraut. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. febrúar kl. 15.00. Stefanía Ósk Ásgeirsdóttir, Örn Einarsson, Þorbergur Ásgeir Einarsson, Ástrós Bryndís Björnsdóttir, Kristinn R. Einarsson, Rósalind H. Einarsdóttir, Eyrún M. Einarsdóttir, Sólon P. Einarsson og barnabörn. ✝ Elskulegur frændi minn, ADAM JÓNSSON frá Tóvegg, Hvammi – heimili aldraðra, Húsavík, lést þriðjudaginn 28. janúar á Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga, Húsavík. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 8. febrúar kl. 14.00. F.h. aðstandenda, Pálína Stefánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.