Morgunblaðið - 05.02.2014, Qupperneq 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús í Bláskógabyggð til
langtímaleigu, hentar vel fyrir
hestamenn. Uppl. í síma: 866 3114,
sigmar48@gmail.com
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Bókhald
! " "#$ % !
&$"'"(## ) ***+
+
Bílar
Góður bíll
Til sölu - Suzuki Grand Vitara
árg. 2006
Keyrður 126.000 km, bensín, sjálf-
skiptur. Tilboð 1500 þús. mikið yfir-
farinn, negld vetrardekk fylgja.
Uppl. í síma 669 1170.
Nýr Chrysler Town & Country
Diesel. Eftirársbíll 2012 modelár á
2,1 milljón lægra verði en 2013.
Leðurinnrétting. Álfelgur. Sæti fellan-
leg niður í gólf. ofl. Eyðsla 7,9L í
blönduðum akstri. Verð: 8.790.000,-
www.sparibill.is
Fiskislóð 16 - sími 577 3344.
Opið kl. 12-18 virka daga.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Bílaleiga
HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU
með eða án bílstjóra.
--------16 manna--------
--------9 manna---------
Fast verð eða tilboð.
CC.BÍLALEIGA S. 861 2319.
Húsviðhald
Húsaviðgerðir
www.husco.is
Sími 555-1947 | Gsm 894-0217
Ég sendi þér kæra
kveðju
nú komin er lífsins
nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hvíldu í friði, elsku pabbi.
Sigríður Lilja Sigmunds-
dóttir og Sigurður
Sigmundsson.
Nú ertu kominn á betri stað
elsku afi okkar. Það er sárt að
hugsa til þess að við munum ekki
hittast í langan tíma. Minningarn-
ar um þig eru óteljandi og er ein
besta minningin hversu góður
vinur þú varst okkur. Það var
hægt að tala við þig um allt milli
himins og jarðar. Aldrei höfum
við hitt manneskju eins og þig,
ávallt í góðu skapi og mikill
brandarakarl. Þú kenndir okkur
margt og alltaf gátum við hlegið
með þér eins og þegar þú kenndir
okkur að dansa kúrekadans. Það
var alltaf svo mikil gleði í þér og
munum við sakna þess mikið,
yndislegi afi okkar. Við sjáumst
þegar okkar tími kemur.
Nú hefur það því miður gerst
að vond frétt til manns berst
Kær vinur er horfinn okkur frá
því lífsklukkan hans hætti að slá
Rita vil ég niður hvað hann var mér kær
afi minn góði sem guð nú fær
Hann gerði svo mikið, hann gerði svo
margt
og því miður get ég ekki nefnt það allt
Að tala við hann var svo gaman
á þeim stundum sem við eyddum
saman
Hann var svo góður, hann var svo klár
æ, hvað þessi söknuður er sár
En eitt er þó víst
og það á við mig ekki síst
að ég sakna hans svo mikið,
ég sakna hans svo sárt
hann var mér góður afi,
það er klárt
En alltaf í huga mínum verður hann
afi minn góði sem ég ann
í himnaríki fer hann nú
þar verður hann glaður,
það er mín trú
Sigmundur
Eiríksson
✝ Sigmundur Ei-ríksson fæddist
7. desember 1938.
Hann lést hinn 16.
janúar 2014. Útför
Sigmundar fór
fram 27. janúar
2014.
Því þar getur hann vak-
að yfir okkur dag og
nótt
svo við getum sofið
vært og rótt
hann mun ávallt okkur
vernda
vináttu og hlýju mun
hann okkur senda
Elsku afi, guð mun þig
geyma
yfir okkur muntu
sveima
en eitt vil ég þó að þú vitir nú
minn allra besti afi, það varst þú.
(Katrín Ruth)
Rakel Ýr Sigurðardóttir,
Claude Cutjar, Grétar Már
Sigurðarson, Thelma Ósk
Kristjánsdóttir, Sigurður
Andreas og Stefán Mikael.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr
en misst hefur, segir máltækið.
Smátt og smátt rennur það upp
fyrir mér að þú ert ekki lengur á
meðal okkar. Minningarnar
hrannast upp svo ljúfsárar. Þegar
ég var lítil stelpuskotta þótti mér
afar skemmtilegt að koma á
Sléttahraunið, ekki bara vegna
þess að dekstrað var svoleiðis við
mig heldur einnig vegna þess að
þú gafst þér tíma fyrir mig og til
að vera með mér. Gaman þótti
mér að fá að fara með þér í sund-
laugina og síðan heim að borða
kornflex þar sem ég mátti fá
ómældan sykur út á bara ef amma
vissi ekki; þegar þú fórst með mér
út á róló og ýttir mér í rólunni og
lékst við mig í timburhringhúsinu
eða þegar ég mátti taka heila
ferðatösku af barbídótinu mínu til
ykkar og raða því út um öll gólf.
Þegar langafabörnin þín komu til
þín upplifðu þau það sama og ég
gerði, leikur og umhyggja alltaf í
fyrirrúmi. Minningarnar okkar
eru endalausar og verða geymdar
á góðum stað í hjartanu. Elsku
afi, þú varst frábær og munum við
sakna þín sárt.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Margrét Ruth Sigurð-
ardóttir, Ísold Emma Vikt-
orsdóttir og Rafael Bjarni
Viktorsson.
✝ Guðjón BenSigurðsson
fæddist 4. ágúst
1947 í Árnessýslu.
Hann lést 17. des-
ember 2013. For-
eldrar hans voru
Martha Oddsdóttir,
fædd 16. september
1908 að Tumastöð-
um í Fljósthlíð, lát-
in 21. nóvember
1980 og Sigurður
Guðjónsson, fæddur 9. júní
1903, dáinn 18. janúar 1949.
Bróðir Guðjóns var Sigurður
Ben Sigurðsson, fæddur 6. jan-
úar 1944, látinn 5. ágúst 1981.
Eiginkona Guðjóns var Ólína
Kjartansdóttir,
fædd 4. júlí 1951,
dáinn 29. janúar
2005. Foreldrar
hennar voru Kjart-
an Helgason, fædd-
ur 10. júní 1922, dá-
inn 19. maí 2009 og
Ingibjörg Ein-
arsdóttir, fædd 26.
maí 1926, dáin 24.
febrúar 2012.
Barn Guðjóns og
Ólínu var Guðmundur Guð-
jónsson, fæddur 13. febrúar
1978 dáinn 14. febrúar 1978.
Útför Guðjóns fór fram í
kyrrþey þann 17. janúar síðast-
liðinn.
Okkur langar að minnast
frænda okkar, Guðjóns Ben Sig-
urðssonar, en hann lést 17. des-
ember 2013 eftir langvarandi
veikindi. Guðjón fæddist 4. ágúst
1947. Foreldrar hans voru
Martha Oddsdóttir, fædd 1908,
dáin 1980 og Sigurður Guðjóns-
son, fæddur 1903, dáinn 1949.
Guðjón átti einn albróður, Sigurð
Ben Sigurðsson, fæddan 1944, dá-
inn 1981. Faðir Guðjóns dó þegar
hann var aðeins 2 ára gamall.
Martha móðir hans var einstak-
lega glaðlynd og skemmtileg kona
sem barðist af hörku við að sjá
sonum sínum farborða. Það var
erfitt á þessum tíma að vera ein-
stæð móðir en hún átti góða að,
bæði foreldra sína og bræður.
Martha bjó seinna með Jóni Jóns-
syni. Jón var matsveinn á Herðu-
breið, en hún var þerna á sama
skipi og kynntust þau þar. Jón
lést 1964. Guðjón var lengst af
sendibílstjóri. Kona Guðjóns var
Ólína Kjartansdóttir fædd 1951,
dáin 2005. Þau eignuðust einn son,
Guðmund Guðjónsson, fæddan
13.02. 1978, dáinn 14.02. 1978. Það
var mikil sorg að missa drenginn
og reyndist þeim erfitt. Foreldrar
Ólínu voru Kjartan Helgason og
Ingibjörg Einarsdóttir, þau eru
bæði látin. Guðjón og Ólína
bjuggu lengst af á Langholtsvegi.
Þau byggðu sér sumarbústað við
Gíslholtsvatn og var það þeirra
paradís í mörg ár. Eftir lát Ólínu
fór að halla undan fæti hjá Gauja
frænda. Hann missti lífsviljann og
jafnframt barðist hann við
krabbamein. Ég man fyrst eftir
þessum frænda mínum þegar
hann kom í sveit hjá Lofti bónda á
Vestri-Hellum en þar var hann
nokkur sumur. Siggi Ben bróðir
hans var í sveit hjá Páli á Baugs-
stöðum þannig að þeir komu oft til
okkar í heimsókn. Faðir minn,
Benedikt Oddsson, var móður-
bróðir þeirra og bjuggum við í
Tungu á þeim tíma. Það var alltaf
tilhlökkunarefni að fá þá í heim-
sókn. Guðjón var glæsilegur ung-
ur maður og vel liðinn af öllum.
Hann var jarðaður í kyrrþey þann
17. janúar síðastliðinn. Guð blessi
minningu Guðjóns og Ólínu.
Háa skilur hnetti himingeimur,
blað skilur bakka og egg,
en anda sem unnast ,
fær aldregi eilífð að skilið.
(JH )
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi.
Sigríður V. Benediktsdóttir
og systkini.
Guðjón Ben
Sigurðsson
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta
og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra
horninu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birt-
ingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minning-
argreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem aðstandendur
senda inn. Þar kemur fram hvar
og hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann lést
og loks hvaðan og hvenær útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn, svo og
æviferil. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum,
sem er feitletraður, en ekki í
minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
skal senda hana með æviágripi í
innsendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent má senda mynd-
ina á netfangið minning@mbl.is
og gera umsjónarfólki minning-
argreina viðvart.
Minningargreinar
✝ Karl KristinnÞórðarson
fæddist á Stóru-
Vatnsleysu 18. júlí
1933. Hann lést á
bráðadeild Land-
spítalans í Fossvogi
11. janúar 2014.
Foreldrar hans
voru Þórður Krist-
inn Jónasson frá
Skrautási í Hruna-
mannahreppi, f.
4.8. 1895, d. 8.12. 1959, og Þór-
unn Einarsdóttir frá Brands-
húsum í Gaulverjabæjarhreppi,
f. 1.7. 1892, d. 9.2. 1985. Hann
var yngstur systkinanna, en
systkini hans eru Eyþóra Þórð-
ardóttir, f. 5.4. 1922, d. 25.2.
1987, Guðríður Þórðardóttir, f.
15.5. 1923, d. 18.12. 2007, Sig-
rún Þórðardóttir, f. 1.6. 1924,
Jónas Þórðarson, f. 30.5. 1926,
d. 17.3. 2005, Sæmundur Þórð-
arson, f. 27.9. 1927, Sigríður
Auðbjörg Þórðardóttir, f. 12.12.
1929, d. 30.12. 1953, Einar
Guðni Þórðarson, f. 4.10. 1931,
d. 19.9. 1999. Samfeðra er Unn-
ur Ingibjörg Þórðardóttir, f.
5.7. 1933.
Þann 17. júní 1961 kvæntist
Karl eftirlifandi konu sinni,
Valgerði Guðmundsdóttur, f.
býliskona Antons er Þórdís
Anna Björnsdóttir. Heiða Björk
Karlsdóttir, f. 15.1. 1964. Eig-
inmaður hennar er Sigurjón
Heiðar Hreinsson, f. 9.9. 1965.
Börn þeirra eru Guðný Rut og
Benedikt Parmes. Guðmundur
Karl Karlsson, f. 15.1. 1966.
Eiginkona hans er Anna Kára-
dóttir, f. 10.7. 1974. Börn þeirra
eru Kári Jón, Stefán Logi og
Ásrún Eva. Þór Karlsson, f.
15.8. 1967. Sambýliskona hans
er Tinna Lárusdóttir, f. 11.11.
1968. Börn hans eru Karl Krist-
inn, Ásgeir Örn og Gígja Rut.
Börn Karls Kristins eru Katrín
og Óðinn. Sambýliskona Ás-
geirs er Aníta Runólfsdóttir og
dóttir þeirra er Þóra Gabríella.
Freyr Karlsson, f. 6.10. 1972.
Sambýliskona hans er Rósa
Kristín Jensdóttir, f. 7.4. 1974.
Börn þeirra eru Sindri Jens,
Thelma Dögg, Hrafnhildur Ýr,
Freydís Rós og Laufey Ösp.
Karl Kristinn var fæddur á
Stóru-Vatnsleysu og ólst þar
upp. Hann sótti sjó og vann við
bústörf. Árið 1962 fluttu hann
og Valgerður upp að Gunn-
arshólma og voru þar með bú-
skap í þrjú ár. Svo flytja þau á
Hliðsnes 1965 og stundaði hann
búskap og útgerð. Hann tók
einnig próf í járniðn og vann
við það hjá Vélaverkstæði Jó-
hanns Ólafs, Norma og Nor-
mex.
Útför Karls Kristins fór fram
frá Garðakirkju 22. janúar
2014.
19.12. 1938. For-
eldrar hennar voru
Guðmundur Guð-
mundsson frá Skál-
eyjum, f. 15.5.
1906, d. 31.1. 1979
og Júlíana Guð-
mundsdóttir frá
Gillastöðum, f. 6.7.
1902, d. 22.8. 1997.
Börn þeirra Karls
og Valgerðar eru:
Júlíana Karls-
dóttir, f. 19.12. 1961, eig-
inmaður hennar er Víðir Jó-
hannsson, f. 1.10. 1948. Börn
þeirra eru Sandra Ósk, Guð-
mundur Víðir og Steinunn Júl-
ía. Sandra er gift Lois M. Perez
og saman eiga þau Alexöndru
Líf og Kekoa Víði. Þórunn Haf-
dís Karlsdóttir, f. 27.11. 1962.
Eiginmaður hennar er Bjarni
Guðmann Ólafsson, f. 30.9.
1959. Börn þeirra eru Val-
gerður Katrín, Alma Rós, Hera
Lind og Anton Már. Valgerður
er gift Sigurði T. Tryggvasyni
og saman eiga þau dæturnar
Ísabellu Ósk og Sóleyju Ösp.
Sambýlismaður Ölmu er Peter
Jones og saman eiga þau Mo-
niku Vivien og Noa Henry.
Sambýlismaður Heru er Freyr
Marinó Valgarðsson og sam-
Elsku afi minn, þú veist ekki
hversu sárt þín verður saknað.
Ég vildi óska þess að þú og
dóttir mín hefðuð getað kynnst
betur, hún var algjör langafas-
telpa. Ég mun segja henni marg-
ar sögur af þér eins þegar við fór-
um hringinn í kringum landið
með ömmu, Guðnýju og Stein-
unni.
Þú gerðir mikið grín að mér
því ég hafði róið bátnum öfugt.
Þú varst duglegur við að smíða
og skera út. Ég á marga fallega
hluti eftir þig og lærði ég mikið af
þér. Svo má ekki gleyma öllum
ættarmótunum, ferðalögunum og
grillveislunum úti í garði. Þú skil-
ur eftir þig mjög góða og sam-
henta fjölskyldu. Þú varst alltaf
tilbúinn í að rétta fram hjálpar-
hönd ef einhvern vantaði hjálp.
Þú og amma jöfnuðuð ykkur
vel út. Ég er afar þakklátur fyrir
að hafa fengið að eyða síðustu
tveimur vikum hjá ykkur ömmu
áður en ég fór aftur til Noregs,
það er mér ómetanlegt. Ég veit
þér líður vel þarna uppi, himna-
ríkið er ríkara að hafa þig hjá sér.
Þó vildi ég geta knúsað þig og
kysst aftur.
Þú ert alltaf og hefur alltaf átt
stað í mínu hjarta.
Þitt barnabarn,
Ásgeir Örn Þórsson.
Karl Kristinn
Þórðarson