Morgunblaðið - 05.02.2014, Page 35

Morgunblaðið - 05.02.2014, Page 35
aftur 1989-9l, hagfræðingur í Bún- aðarbanka 1991-99, hjá Burnham International á Íslandi til 2001 og IMG-Deloitte (Capacent) til 2004. Bolli sinnir fjármálaráðgjöf og sit- ur í stjórnum nokkurra innlendra og erlendra fyrirtækja auk þess að kenna hagfræði, fjármál og reikn- ingshaldsgreinar við Tækni- og verkfræðideild HR og Við- skiptafræðideild HÍ. En hvað gerir Bolli við frítímann? „Sá tími fer mest í bóklestur auk þess sem ég reyni að rækta garðinn minn í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Foreldrar mínir dóu á þeim aldri sem ég er að ná núna. Það er áminning um að lifa lífinu lifandi og njóta þess sem er satt og fagurt. Á þessum aldri áttar maður sig enn betur á mikilvægi þess að lifa í sátt við alla menn, ekki síst fjöl- skylduna og þá góðu vini sem ég hef kynnst á lífsleiðinni, allt fólk sem er mér afar hjartfólgið. Við hjónin njótum samveru hvort annars, ferðumst eftir því sem við höfum tök á og erum eins og kostur er með börnunum okkar, tengda- dætrunum og sonarsonunum sex.“ Fjölskylda Eiginkona Bolla er Ásta St. Thor- oddsen, f. 24.4. 1953, prófessor við Hjúkrunarfræðideild HÍ. Foreldrar hennar voru Einar Thoroddsen, f. 23.5. 1913, d. 13.5. 1991, yfirhafn- sögumaður í Reykjavík, og Ingveld- ur Bjarnadóttir, f. 31.10. 1924, d. 4.2. 2013, fótaaðgerðafræðingur. Börn Bolla og Ástu eru Einar G. Guðmundsson (stjúpsonur Bolla) f. 29.3. 1972, viðskiptafræðingur í Reykjavík en kona hans er Arna Hauksdóttir, dósent í lýðheilsu við HÍ, og eru barnabörnin Hlynur, f. 1999, Haukur, f. 2001, og Kolbeinn, f. 2006; Sverrir Bollason, f. 30.1. 1980, verkfræðingur í Reykjavík en kona hans er Inga Rún Sigurðardóttir blaðamaður og eru börnin Oddur, f. 2007, Örvar, f. 2009 og Hjalti Sig- urður, f. 2013; Atli Bollason, f. 2.5. 1985, MA í bókmenntum, í Reykja- vík en kona hans er Ásrún Magn- úsdóttir dansari; Brynhildur Bolla- dóttir, f. 12.1. 1989, laganemi við HÍ. Systkini Bolla eru Lilja Héðins- dóttir, f. 26.5. 1952, framhaldsskóla- kennari, búsett í Hafnarfirði; Sverr- ir Héðinsson, f. 29.6. 1957, d. 1.4. 1964; Böðvar Héðinsson, f. 6.11. 1963, viðskiptafræðingur, búsettur í Kópavogi; Sigríður Héðinsdóttir, f. 6.11. 1963, starfsmannastjóri, búsett í Reykjavík Foreldrar Bolla voru Héðinn Finnbogason, f. 10.5. 1923, d. 23.2. 1985, lögfræðingur í Reykjavík, og Auður Böðvarsdóttir, f. 19.8. 1922, d. 9.5. 1982, bókavörður í Bústaðasafni. Úr frændgarði Bolla Héðinssonar Bolli Héðinsson Jónína Halldórsdóttir húsfreyja í Tjaldanesi Árni Árnason bóndi í Tjaldanesi í Auðkúluhr. V-Ísafj.sýslu Lilja Árnadóttir húsfreyja á Bakka, síðar á Bíldudal Auður Böðvarsdóttir bókavörður og húsmóðir í Reykjavík Böðvar Pálsson kaupfélagsstjóri og bóndi á Bakka og Bíldudal Arndís Pétursdóttir Eggerz húsfreyja í Vatnsfirði Páll Ólafsson prófastur í Vatnsfirði, Ísafjarðardjúpi Kristín Bergþórsdóttir húsfreyja á Meiðastöðum og í Rvík Teitur Pétursson skipasmiður á Meiðastöðum í Garði og Reykjavík Sigríður Teitsdóttir ljósmóðir í Hítardal Finnbogi Helgason bóndi í Hítardal í Mýrasýslu Héðinn Finnbogason lögfræðingur í Reykjavík Guðný Hannesdóttir húsfreyja á Kvennabrekku Helgi Helgason bóndi á Kvennabrekku í Miðdölum og víðar Guðrún Pálsdóttir húsfr. á Bíldudal Guðrún Þorbjarnardóttir húsfr. í Rvík Broddi Broddason aðstoðarfréttastj. RÚV Þorbjörn Broddason prófessor við HÍ Kristín Þorbjarnardóttir húsfr. í Rvík Þórður Ingvi Guðmundss. sendiráðunautur SIgurður Guðmundsson fyrrv. landlæknir Þórður Þorbjarnarson forstjóri Þórður Þ. Þorbjarnarson borgarverkfræðingur Guðríður Helgadóttir húsfr. á Kvenna- brekku Haukur Jóhannesson Lynge loftskeytam. í Kópav. Leifur Hauksson dagskrárgerðar- maður Afmælisbarnið og eiginkonan Bolli og Ásta. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 Jón Auðuns dómprófastur fædd-ist á Ísafirði 5.2. 1905. For-eldrar hans vom Jón Auðunn Jónsson, framkvæmdastjóri og alþm. á Ísafirði, og k.h., Margrét Guðrún Jónsdóttir húsfreyja. Jón Auðunn var sonur Jóns Ein- arssonar, bónda á Garðsstöðum, og k.h., Sigríðar Jónsdóttur húsfreyju, systur Baldvins, föður Jóns, alþm. og formanns Alþýðuflokksins. Margrét var dóttir Jóns Jóns- sonar, prests á Stað á Reykjanesi, og k.h., Sigríðar Snorradóttur. Systir Jóns dómprófasts var Auð- ur Auðuns alþm. en hún var fyrsta konan í embætti borgarstjóra í Reykjavík og jafnframt fyrsta ís- lenska konan sem varð ráðherra. Jón lauk stúdentsprófi í Reykja- vík 1924, guðfræðiprófi við HÍ 1929 og stundaði framhaldsnám í saman- burðarguðfræði og helgisiðafræði í Marburg og í París. Jón var forstöðumaður Frikirkju- safnaðarins í Hafnarfirði 1930, var forstöðumaður Frjálslynda safn- aðarins í Reykjavík frá 1941, var skipaður prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík 1945 og gegndi því emb- ætti til 1973. Hann var skipaður dómprófastur í Reykjavíkur- prófastsdæmi 1951, var kirkjuþings- maður 1958-62 og var formaður Safnaðarráðs Reykjavíkur 1953-73. Hann gegndi auk þess ýmsum öðr- um trúnaðarstörfum, var t.a.m. for- maður Ekknasjóðs Reykjavíkur 1953-73, formaður stjórnar Kirkju- byggingarsjóðs Reykjavíkur, sat í stjórn Barnaverndarfélags Reykja- víkur í mörg ár og í Barnavernd- arráði og var formaður Reykjavík- urdeildar Rauða kross Íslands 1951-67. Jón og kollegi hans, Bjarni Jóns- son vígslubiskup sem þjónaði dóm- kirkjusókninni til 1951 aðhylltust gjörólíka guðfræði. Séra Bjarni var íhaldssamur guðfræðingur en séra Jón var hins vegar í framvarðarsveit mjög frjálslyndra guðfræðinga. Eins og margir aðrir sóknarprestar þessa tíma var hann lengst af sannfærður spíritisti og var forseti Sálarrann- sóknarfélags Íslands á árunum 1939-63. Jón lést 10.7. 1981. Merkir Íslendingar Jón Auðuns 90 ára Sigurbjörg Jóh. Þórðardóttir 85 ára Ingunn Ingvarsdóttir Svava Gunnarsdóttir Sveinn Helgason 80 ára Garðar Hólm Gunnarsson Guðrún Björgvinsdóttir Helgi H. Sigurðsson Hjördís Björnsdóttir Sigfús Jóhannsson Sigríður Grímsdóttir Sigurlaug Gunnlaugsdóttir Valur S. Thoroddsen 75 ára María Hrólfsdóttir Ragnheiður Erlendsdóttir 70 ára Bernt H. Sigurðsson Birgir Þórbjörnsson Hermann Isebarn Hrafn Þórhallsson Ísólfur Sigurðsson Jóna Sólveig Ólafsdóttir Jón Helgi Jóhannsson Kolbrún Jósepsdóttir Sigurður Jens Jakobsson 60 ára Borgar Jens Jónsson Jón Róbert Newman María Friðriksdóttir Sigríður Jónsdóttir Sigurvaldi Sigurjónsson Steingrímur E. Kristmundsson Ægir Jóhannsson 50 ára Elín Ragnarsdóttir Eydís Þuríður Jónsdóttir Géné Kurmiené Jenný Hugrún Wiium Karl Sigurðsson Kristján S. Bjarnason Maria Nemia Tolo Bibit Ragnar Arnarson Sigurður Fáfnir Ívarsson Sólveig Hafsteinsdóttir Steinar Þórarinsson Þorsteinn Sveinsson Þóra Sveinsdóttir Þuríður E. Þorsteinsdóttir 40 ára Anna Elísabeth Gísladóttir Ásdís Lilja Hilmarsdóttir Birute Skibickiene Björgvin Richter Elvar Bragason Ewa Kotowska Grettir Rúnarsson Jacek Borkowski Magnús Friðjón Ragnarsson Marija Boskovic Snorri Valdimar Krist- jánsson Sólrún Sverrisdóttir Vignir Brynjólfsson Þorvarður Lárusson 30 ára Carmen Jósefa Jóhanns- dóttir Dagný Jónsdóttir Guðný Skúladóttir Heimir Hjartarson Inga Þórunn Waage Jóhanna S. Sigurbjörns- dóttir Martyna Lozinska Olgeir Pétursson Ólafur Freyr Ólafsson Til hamingju með daginn 30 ára Hugrún ólst upp í Reykjavík, er þar búsett og er bankastarfsmaður. Systur: Heiðdís Ragn- arsdóttir, f. 1982, leik- skólakennari á Egils- stöðum, og Heiða Kristín Ragnarsdóttir, f. 1991, nemi í Svíþjóð. Foreldrar: Ragnar Heiðar Harðarson, f. 1958, rakari í Reykjavík, og Kristjana Guðbjörg Grímsdóttir, f. 1959, bankastarfsmaður í Reykjavík. Hugrún Inga Ragnarsdóttir 40 ára Hanna ólst upp í Ólafsvík, er búsett í Reykjavík og er versl- unarmaður í Cosmo í Kringlunni. Maki: Ólafur Már Gunn- laugsson, f. 1979, mat- reiðslumaður. Börn: Eyþór Andri, f. 2006, og María Ólína, f. 2012. Foreldrar: Víkingur Hall- dórsson, f. 1947, og Sól- brún Guðbjörnsdóttir, f. 1949. Hansína Metta Víkingsdóttir 40 ára Katrín ólst upp í Oddakoti í A-Landeyjum, er búsett á Selfossi, lauk MA-prófi í lestrarfræðum og kennir við Flóaskóla. Maki: Þórir Erlingsson, f. 1973, prófessor við KSU í Atlanta í Georgíu í Banda- ríkjunum. Börn: Eydís Líf, f. 1998, og Eyþór Ás, f. 2001. Foreldrar: Kristín Sigurð- ardóttir, f. 1947, og Þráinn Þorvaldsson, f. 1945, d. 2002. Katrín Ósk Þráinsdóttir mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón www.nortek.is Sími 455 2000 Nortek sérhæfir sig í öryggislausnum sem þú getur treyst hvort heldur er að degi eða nóttu, miklir möguleikar bæði fyrir lítil og stór fyrirtæki. Meira en 16 ára reynsla í sölu og þjónustu á öryggiskerfum. Nortek ehf | Eirhöfði 13 og 18 | 110 Reykjavík Hjalteyrargötu 6 | 600 Akureyri | nortek@nortek.is FYRIRTÆKJAÖRYGGI • Aðgangsstýring • Brunakerfi • Myndavélakerfi • Innbrotakerfi • Slökkvikerfi / Slökkvitæki • Öryggisgirðingar / Hlið / Bómur • Áfengismælar / fíkniefnapróf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.