Morgunblaðið - 05.02.2014, Qupperneq 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014
8V
HAPPDRÆTTI!
Poolborð í
vinning.
Allir sem kaupa
Milwaukee vél
fá að setja nafn
sitt í pottinn.
Dregið verður
28. febrúar 2014.
Poolborðið
afhendist eins
og myndin sýnir
með fylgihlutum.
Síðumúla 11 - 108 Reykjavík
Sími 568-6899. Heimasíða: www.vfs.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert friðsæl/l og í góðu jafnvægi og
hefur því góð áhrif á alla í kringum þig. Dað-
ur, skemmtanir og aukin vellíðan munu ein-
kenna líf þitt á næstunni.
20. apríl - 20. maí
Naut Það getur skipt sköpum að beita rétt-
um aðferðum til þess að ná árangri. Ef þú
færð stöðugt fleiri til samstarfs við þig, verð-
urðu að standa þig sífellt betur.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ekki er allt sem er heilt aðdáun-
arvert. Hlutlaust yfirbragð þitt er svo áhrifa-
ríkt til að laða að þér það sem þú þráir að
það gæti breytt aðferðafræðinni til fram-
búðar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Láttu það nú eftir þér að hrinda
draumum þínum í framkvæmd þótt það kosti
einhverjar fórnir. Ef þig langar á slíkar slóðir
skaltu undirbúa þig mjög vel.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Best er að skipuleggja hlutina um morg-
uninn, óvæntar uppákomur og hvatvísi gera
kvöldið skemmtilegt. Það ætti að vera nóg og
þú þarft að hafa þrek til þess að segja nei.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ástvinir taka púlsinn á þér. Grasið er
ekkert grænna handan girðingarinnar, þótt
þú haldir það. Skipuleggðu vinnutímann bet-
ur og leitaðu aðstoðar með það sem þarf.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú ert uppfull/ur af hugmyndum um
endurbætur og fegrun heimilisins í dag.
Gættu þess því að leita ekki langt yfir
skammt, lykillinn liggur nær en þú heldur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er upplagt að eyða smá
tíma í það að sýna sig og sjá aðra. Samstarf
þitt við aðra byggist á því að þú getir breytt
til. Þú gætir freistast til þess að kaupa eitt-
hvað í dag.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þér mun farnast vel í viðræðum
sem þú getur þurft að eiga við embættis-
menn og forstjóra í dag. Hvers vegna ekki?
Gættu þess bara að sökkva þér ekki í skuldir.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú kynnist einhverjum í dag sem
kemur eins og stormsveipur með ýmsar nýjar
hugmyndir. Gefðu þér tíma til að sinna þér
líka og leyfðu ímyndunaraflinu að leika laus-
um hala.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Oft skýtur hlutum upp í hugann
án þess að maður sé beint að hugsa um þá.
Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Góðir hlustendur lifa sig inn í sög-
urnar sem þeir heyra. Geta þín til þess að
komast að hinu sanna er jafnframt mikil.
Umsjónarmanni áskotnaðistbráðskemmtileg ljóðabók,
Húnvetnskt bros í augum, með
kveðskap eftir Rögnvald Rögn-
valdsson, en fjölskylda hans gaf
bókina út á Akureyri árið 2002. Það
var dótturdóttir skáldsins sem
gaukaði henni að umsjónarmanni,
en hún var aðeins þriggja ára þeg-
ar hún lærði þessa vísu um sjálfa
sig:
Þú ert eina yndið mitt
okkar treinist vaka;
brosið hreina bræðir þitt
bæði stein og klaka.
Í inngangi Ragnars Inga Aðal-
steinssonar segir meðal annars: „Í
kveðskap Rögnvalds er hláturinn
aldrei langt undan, hvað svo sem
gengur á, og skal hér í lokin tilfært
dæmi um það hve æðruleysið og
grallaraskapurinn fóru ljómandi
vel saman í vísum hans. Rögnvaldur
fékk hjartaáfall, blóðtappa, og var
fluttur nær dauða en lífi á Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri.
Starfsliðinu þar tókst að lífga hann
við og ekki var hann fyrr kominn til
meðvitundar en hann orti:
Letin slappar líkamann,
leikni er kappans prýði.
En æðatappatogarann
ég teldi happasmíði.“
Nóg er af lífsspeki í vísum Rögn-
valds eins og þessari:
Róginn syngur rætin sál,
reytir slyngur mannorðs akur,
flytur kynngi flárátt mál,
fer í kringum efnið vakur.
Í þessari fer saman gaman og al-
vara:
Eitt við spilum óskalag
yfir tæmdum brunnum.
Líður á þennan dýrðardag.
Drottinn hjálpi þunnum.
Og gott ef þetta er ekki ákvæða-
vísa:
Stjórnin á úr vöndu að velja
vinnu þó að haldist friður.
Illa gengur enn að telja
óðaverðbólguna niður.
Hjartað gefur hreinust svörin
hér þarf ekki að fletta blöðum:
Vigdís okkar verður kjörin
vorar enn að Bessastöðum.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af Rögnvaldi, grallara-
skap og Vigdísi forseta
Í klípu
„ÞAÐ SEM ÞETTA FYRIRTÆKI ÞARF ER
HETJA. EKKI OFURHETJA. ÞÚ ERT OF
HÆFUR Í STARFIÐ.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ ÞÚ ÆTTIR
EKKI AÐ NOTA RÓÐRARVÉLINA!“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... það sem kemur þér í
gegnum daginn.
NEYÐARMÓTTAKA
EN EF ÞEIR
HÓTA AÐ
MEIÐA MIG?
MUNDU
NÚ ...
... EF ÓVINIRNIR HAND-
SAMA ÞIG, EKKI GEFA
ÞEIM NEINAR VIÐKVÆMAR
UPPLÝSINGAR SEM GETA
SKAÐAÐ OKKUR.
ÉG
VEIT.
AUMINGI!Víkverji er mikið fyrir ís, en hanner búinn að fá sig fullsaddan á
ísnum á götum Reykjavíkur. Finnst
honum klakinn með ólíkindum þaul-
sætinn. Þótt hitinn í Reykjavík hafi
mestan part verið yfir frostmarki á
höfuðborgarsvæðinu sér vart högg á
vatni. Klakinn virðist einfaldlega
ekki bráðna. Víkverji hefur engar
spurnir haft af að frostmarkið hafi
færst til og telur ástæðu til að rann-
saka ísinn á götum borgarinnar og
efnagreina. Hann grunar að í honum
sé óþekkt hulduefni, sem orðið gæti
Íslendingum slík féþúfa að skapað
gæti skjól fyrir kreppum um
ókomna framtíð.
x x x
Víkverja hugnast sú hugmyndstjórnenda listasafnsins Hafnar-
borgar í Hafnarfirði að gefa almenn-
ingi kost á að velja verk til sýningar.
Þitt er valið nefnist sýningin og
verður verkum skipt út reglulega.
Hægt er að velja myndir með því að
fara inn á sarpur.is. Þar eru myndir
af verkum í eigu Hafnarborgar og
ýmissa annarra safna. Víkverji skoð-
aði sýninguna um helgina og var
gaman að sjá verkin, sem höfðu ver-
ið valin, og skýringar þeirra, sem
völdu. Beint lýðræði í verki.
x x x
Jamie Dimon, framkvæmdastjóribandaríska bankans JPMorgan,
mun hafa fengið 8,5 milljónir dollara
(tæpur milljarður króna) í launa-
hækkun árið 2013. Í fyrra var bank-
inn sektaður um 20 milljarða dollara
(2.322 milljarða króna) fyrir að
beita blekkingum og hafa átt þátt í
því að kreppa á húsnæðismarkaði
varð að alþjóðlegri fjármálakreppu.
Dimon hefur gegnt stöðunni frá 2005
og var einnig stjórnarformaður
bankans um tíma. Hann hefur
örugglega verið vel að launahækk-
uninni kominn.
x x x
Víkverji hefur tekið eftir því aðþegar aðþrengdir læknar kvarta
undan kjörum sínum á Íslandi í
blaðaviðtölum og segja að nú eigi
þeir ekki annars kost en að flýja land
vegna þess að í útlöndum fái þeir svo
vel borgað láta þeir aldrei fylgja sög-
unni hvað þeir séu með í laun.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Jesús sagði þeim: „Ég er brauð lífsins.
Þann mun ekki hungra sem til mín
kemur og þann aldrei þyrsta sem á
mig trúir.“ (Jóhannesarguðspjall 6:35)
mbl.is
alltaf - allstaðar