Morgunblaðið - 05.02.2014, Qupperneq 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég er að færa mig 30 ár aftur í tím-
ann og jafnframt að færast nær
sjálfum mér við það að vinna í þess-
um hliðarfantasíuheimi,“ segir
Bjarni Ólafur Magnússon um sýn-
ingu sína Óradrög sem opnuð hefur
verið í Gerðubergi. Á sýningunni
gefur að líta teikningar sem Bjarni
Ólafur hefur unnið með viðarkolum
og litkrít, en myndefnið er mann-
eskjur, draumkenndar verur úr
ósögðu ævintýri og persónur tengd-
ar æskuminningum listamannsins.
„Ég vinn myndirnar í lögum og í
raun er strokleðrið það sem ég
teikna mest með. Þetta er sama lóg-
ík og gildir með skúlptúra. Ég legg
niður fleti og móta með því sem ég
tek af, þannig að teikningin byggist
jafnfætis upp af því sem ég set á
hana og tek af myndfletinum,“ segir
Bjarni Ólafur aðspurður um
tæknina sem hann notast við.
Meiri nærveru í stórum fleti
Bjarni Ólafur stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla Íslands
og lauk BFA-listnámi við Kansas
City Art Institute 1990. Hann var
gestanemandi við San Francisco Art
Institute og stundaði framhaldsnám
við Goldsmith’s College á Englandi
þaðan sem hann lauk námi með
Postgraduate Diploma árið 1992
„Þegar ég fór út í nám varð ég þess
fljótt áskynja að það þætti ekki fínt
að vinna með fígúratífar teikningar.
Í framhaldinu fór ég að vinna með
abstraksjónir þar sem myndir eru
byggðar upp á litum og birtu. Í
Bandaríkjunum var mikil áhersla á
fígúratíf verk og abstrakt-express-
jónisma sem og handverkið, en þeg-
ar ég fór til Englands var áherslan
öll á konseptlistina,“ segir Bjarni
Ólafur og tekur fram að sú kenning
hafi ekki fangað sig.
„Fyrir rúmum tveimur árum fór
ég að líta aftur á gömlu hetjurnar
mínar, m.a. Moebius og Beksinski,
sem eru teiknarar og vinna í fant-
asíulist,“ segir Bjarni Ólafur og tek-
ur fram að hann hafi orðið sér betur
meðvitaður um að styrkur hans sem
listamaður lægi í óljósri tengingu við
súrrealisma, fantasíur og myndasög-
urnar. „Það má líkja þessu við að ég
hafi farið að æfa frjálsar fyrir 30 ár-
um og þá þegar vitað að styrkur
minn fælist í hlaupum, en einhver
bent mér á að það væri ekki nógu
merkilegt heldur þyrfti ég að fara að
kasta kúlum í staðinn. Og síðan er
maður búinn að vera að böðlast við
að gera eitthvað annað en þar sem
helsti styrkur manns liggur,“ segir
Bjarni Ólafur og tekur fram að þeg-
ar hann fór að vinna hinar fígúratífu
fantasíumyndir sínar hafi hann end-
uruppgötvað hina einlægu gleði sem
hann fann fyrir í myndlistarsköpun
sinni á sínum yngri árum.
Myndirnar á sýningu Bjarna
Ólafs eiga það allar sameiginlegt að
vera fremur stórar. Aðspurður seg-
ist listamaðurinn alltaf hafa verið
með öfgar í stærðum verka sinna.
„Annaðhvort vinn ég mjög smátt eða
mjög stórt,“ segir Bjarni Ólafur og
tekur fram að sér finnist gaman að
vinna stórar myndir í skorpum þar
sem það reyni mjög á hann líkam-
lega. „Þegar maður er búinn að
teikna í langri törn er maður svartur
upp fyrir haus og alveg búinn á því.
Mér finnst heillandi að vera með
stóran myndflöt, því þá verður nær-
veran meiri,“ segir Bjarni Ólafur
sem löngum hefur heillast af stórum
andlitsmyndum Chucks Close.
Eins ólíkt og það gerist
Bjarni Ólafur hefur starfað sem
lögreglumaður með námshléum sl.
30 ár og segir störfin tvö passa vel
saman. „Meðan myndlistarmaðurinn
starfar einn og grúskar í höfðinu á
sér er lögreglumaðurinn alltaf að
vinna með fólki að verkefnum sem
liggja utan við mann. Þetta er því
eins ólíkt og það gerist, en skapar
gott mótvægi,“ segir Bjarni Ólafur
og bætir við: „Það felst ákveðinn
munaður og frelsi í því að geta unnið
að myndlistinni alfarið á eigin for-
sendum án þess að það sé nokkur
pressa um sölu eða fjárhagslegan
ávinning af þessu,“ segir Bjarni
Ólafur og viðurkennir að sumum
finnist skrýtið að hann sé bæði
myndlistarmaður og lögreglumaður.
„Öðrum lögreglumönnum finnst
þetta ekkert skrýtið heldur bara já-
kvætt en sumu listafólki finnst þetta
ekki alveg ganga upp. Þannig að um-
burðarlyndið er í reynd meira meðal
lögreglumanna.“
Fantasían heillaði mest
Bjarni Ólafur Magnússon sýnir Óradrög í Gerðubergi
Listamaðurinn segist teikna mest með strokleðrinu
Morgunblaðið/Kristinn
Draumkennt Verk Bjarna Ólafs Magnússonar sýna draumkenndar verur úr
ósögðu ævintýri og persónur tengdar æskuminningum listamannsins.
Bandaríski rithöfundurinnWilliam Faulkner (1897-1962) var fæddur í Miss-issippi-ríki og fjallaði í öll-
um höfuðverkum sínum um einstaka
veröld suðurríkjanna; hann skapaði
úr henni sértstæðan sagnaheim,
Yoknapatawpha-sýslu, og hélt áfram
að fylla í heildarmyndina með hverri
nýrri bók.
Faulkner hlaut
Nóbelsverðlaunin
árið 1949 og er
einn af merkustu
höfundum lið-
innar aldar. Ekki
hafa þó margar
bækur hans kom-
ið út á íslensku;
Griðastaður kom
út árið 1969, í
þýðingu Guðrúnar Helgadóttur, og
síðan liðu þrír áratugir þar til þýðing
Rúnars Helga Vignissonar, Ljós í
ágúst, kom á prent. Nú hefur Rúnar
Helgi þýdd annað höfuðverka Faulk-
ners, Sem ég lá fyrir dauðanum (As I
Lay Dying), og gerir það meist-
aralega. Þessi margradda saga kom
upphaflega út árið 1930 og hefur
löngum verið talin illþýðanleg, svo
sérstæður er stíll sögunnar og radd-
irnar sem hljóma ólíkar, með alls-
kyns slettum og uppbrotnu hug-
arflæði, en afraksturinn er
framúrskarandi.
Sem ég lá fyrir dauðanum er
margradda hópsaga, eins og þýðand-
inn greinir í vönduðum eftirmál-
anum. Bókin er í 59 köflum og
skiptast 15 persónur á að segja sög-
una sem snýst um Bundren-
fjölskylduna, fátækt alþýðufólk sem
býr í sveit. Í upphafi sögunnar liggur
Addie Bundren fyrir dauðanum og
fyrir utan gluggann vinnur elsti son-
urinn að því að smíða fyrir hana lík-
kistu. Addie hefur látið eiginmann-
inn, hinn sérhlífna Anse, heita sér því
að grafa sig í fjölskyldugrafreitnum
Einstök saga og
frábærlega þýdd
sem er í 40 mílna fjarlægð, og þegar
hún gefur upp öndina hefst epískt
ferðalag eiginmanns og barna með
líkið á vagni. Þegar Addie er að skilja
við rignir gríðarlega, fljótið vex og
hrífur með sér brýrnar sem fara á yf-
ir, og fyrir vikið teygist á ferðalaginu
með rotnandi líkið um sveitirnar.
Fjölskyldumeðlimirnir hafa oftast
orðið í frásögninni, synirnir fjórir,
dóttirin og eiginmaðurinn – og Addie
hefur sjálf orðið í einum kaflanum
þótt hún sé látin. Þá leggja sam-
ferðamenn einnig orð í belg.
Það eru mislangir textar og ólíkir,
sem hafðir eru eftir fólkinu, og sýna
vel hvað þau eru að hugsa og hvernig
þeim líður. Oftast hefur sonurinn
Darl orðið, í alls 19 köflum, og er
hans frásögn hvað skýrust og mest
upplýsandi, þótt í ljós komi að hann
gengur ekki heill til skógar. Kafl-
arnir geta verið ljóðrænir, hryss-
ingslegir, kaldhamraðir, flæðandi
eða afar blátt áfram. Atburðarásin er
einföld og snýst um ferðalagið, en
smám saman fær lesandinn fyllri
mynd af hverri persónu fyrir sig,
löngunum þeirra, vandræðum og
bakgrunni. Örlagaríkt framhjáhald í
fortíð, sifjaspell, yfirgangur, mis-
skilningur, áfall í kjölfar andláts
móðurinnar, draumur um falskar
tennur; allt kemur þetta við sögu,
þótt það nái ekki endilega upp á yf-
irborðið, og spennan magnast milli
miseinfaldra persónanna og fjöl-
skyldumyndin er breytt þegar
áfangastaðnum er loksins náð.
Sem ég lá fyrir dauðanum er frá-
bær saga, eitt af hinum klassísku og
tímalausu bókmenntaverkum tutt-
ugustu aldar, en jafnframt verk sem
var ekki sjálfgefið að við fengjum að
njóta á íslensku. Rúnar Helgi kallar
textann „tilraun til þýðingar“. Hann
útlistar í eftirmálanum einkenni fjöl-
breytilegs og flæðandi frumtextans,
og þau vandamál sem þýðandinn
þarf að takast á við, vandamál sem
hafa fengið suma þýðendur til að ein-
falda textann og jafnvel sleppa hlut-
um hans. En blessunarlega hefur
Rúnar Helgi tekið verkið alla leið og
er frumtextanum trúr, án þess að ís-
lenskan verði á nein hátt ankanna-
leg. Því eins og hann segir réttilega,
þá „jafnast ekkert á við að lesa á
móðurmáli sínu … Vera kann að eitt-
hvað tapist í þýðingu, eins og oft er
sagt, en um leið fæðist eitthvað nýtt
og ávinningurinn þess vegna ótví-
ræður …“ Eins og svo sannarlega er
raunin hér.
William Faulkner Rúnar Helgi Vignisson
Nanna Bryndís Hilmarsdóttir úr Of
Monsters and Man valdi lögin á
Nordic Playlist sem birtur var í
fimmta sinn fyrr í vikunni. Hún seg-
ist hafa átt erfitt með að velja á
milli uppáhaldslaga sinna frá Ís-
landi. Á lista Nönnu eru „I Feel
You“ með Hjaltalín og „Ströndin“
með Mammút ásamt tveimur lögum
frá hverju hinna Norðurlandanna.
Frá Finnlandi valdi hún „No
Death“ með Mirel Wagner og „Es-
cape in the Afternoon“ með French
Films. Frá Svíþjóð valdi hún
„Mountain Crave“ með Önnu von
Hausswolff og „Killing Switch“
með Last Lynx .
Það eru Indians
and Mø sem eiga
lögin „Magic
Kids“ og „Pil-
grim“ frá Dan-
mörku. Lagið
„Sudden Sick-
ness“ með
norska tónlistar-
manninum Nils
Bech er á listan-
um ásamt „Finally 1982“ með
Philco Fiction. Í viðtali sem fylgir
spilunarlistanum útskýrir Nanna
nánar val sitt á lögunum.
Nanna velur Nordic Playlist vikunnar
Nanna Bryndís
Hilmarsdóttir
Skáldsaga
Sem ég lá fyrir dauðanum bbbbb
Eftir William Faulkner.
Rúnar Helgi Vignisson íslenskaði og rit-
aði eftirmála.
Uppheimar, 2013. Kilja. 276 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR