Morgunblaðið - 05.02.2014, Qupperneq 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014
MÚSÍK Í
LJÓSVAKA
Guðmundur Emilsson
ge224@simnet.is
Sýnishorn tónbókmennta frá 874 til 2014.
Höfundur lýsir aðdáun á músík í net-
heimum.
Fleira bar við. Tíkur, sextán
barna, grömsuðu í ruslahaug – úr
sögunni. Arnheiður Böðvarsdóttir
huggaði með dýru brauði. Það húm-
aði að. Hvolparnir aflífaðir, mann-
úðlega, handan fjóss. Bæn og
blómstrið eina. Refaskytta kemur
með yrðling að Efri-Brú. Kreistur
um Lyngdalsheiði svo dýrbítum
fækkaði austur að Laugarvatni. Þar
óð Laxnesið mýrarfláka. Blána. Svo í
gufubað og skeggræddi skurðgröft
bænda, vaðfugla og blóm í hættu. Við
kynntumst á sóldekki – um borð í
Gullfossi – rugguhesti – í loftköstum.
Barn að horfa í djúp. Kemur þá ekki
skáldið og tyllir sér með sígar og ull-
arteppi. Áttu þú ekki að vera til kojs?
Ha? Eldri höfundur kenndi svona
sjólag við Fárviðri. Gufubaðs- og
skógarvarsla gengur í erfðir; emb-
ætti ruslamálaráðherra. Starfanum
fylgir hótelflygill. Og nú er spurt:
Ertu góður í Bach? Ha? Nei –
kannski Czerny. Skáldið lék þá JSB
á flygilinn. Ólafur Ketilsson stein-
hætti að hræra í kaffibolla. Ingunn
og Böðvar gáfu þjóðinni ættaróðalið
1928 í þágu menningar. Einnig
Vígðulaug hvar líkamsleifar Jóns
Arasonar og sona váru þváðar. Mesti
glæpur Íslandssögu segir frægur
tónsmiður áratugum síðar. Krökkum
stóð stuggur af hauslausum stað. Al-
veg merkilegt að Lúther hafi látist
1546 en Jón biskup og synir hans líf-
látnir 1550. Græðgi ríður ekki við
einteyming. Þá þurfti að hleypa
stökkhestum. Þeir reyndu með sér
nafnarnir – Guðmundur Birkir, síðar
skólameistari á Húsavík, sonur Þor-
kels, sonur Bjarna – og Guðmundur
fulltrúi reiðskóla Fáks með „öku-
skírteini“ frá Rosemarie. Lokaæfing.
Ótemjan Stjarna (frá Fjalli, Skeið-
um) stakk sér – nennti þessu ekki –
en reiðmaður tók flugið. Lúpulegur.
Veðhlaupafrægð Þingvalla fyrir bí.
Gulur (frá Torfum, Eyjafirði), Ís-
landsmethafi, fékk hjartaáfall í sam-
úðarskyni. Nafni Birkir hleypti hon-
um 800 metra niðrá Flötum þá um
kvöldið. Fráfall Guls kom í útvarps-
fréttum – ekki heilahristingurinn.
Það er þarna álfhóll – sögðu íbyggnir
aldavinir – skólameistari og óháður
prestur. Voru strákarnir að trufla
aftansöng? Næst. Þarf sjúkrabíl?
Bannað segir héraðslæknir. Þyrni-
gerðið hóf sig – og sofið í öld. Loks
upprisa – og svo beint í flygilinn. Við
það opinberast hvað þeir á Þröm og
Glúfrasteini eiga við með kraftbirt-
ingarhljómi guðdómsins. Svo var
Stjörnu klappað á stalli, blessuðum
málleysingjanum. Kaffi hjá Böðvari
og frú í kjölfarið. Vill prestur vera
vænn og jarðsyngja gamalmenni? –
sagt oní skegg og skrog. Hitti alltaf
dallinn. Sjálfsagt Böðvar minn – ef
þér farið á undan. Loforð efnt 1966.
Héraðið er gjöfult – í sæld og þraut-
um. Er það ekki ritað í Landnáma-
bók Sturlu? Páll tók við knapanum –
með hundaþúfu, haf, svart hljómborð
og HCAB.
Um tóndæmi:
1 HKL lék dans Önnu Magdalenu
af nærgætni.
2 Lokaþáttur óperu Puccinis:
Sveitastrákur syngur í fjarska (í 6/8).
Morgunstjarna Jesú á himni – lýsir
hjörð með náð. Pípur, kirkjuklukkur
og bjöllur búpenings bjóða góðan dag
í sjö mínútur – reyndar níu. Pastoral!
Þá koma miklar aríur og melodrama
(alls um 25 mín.). Maria Callas og
önnur stórmenni.
3 Sálmalag Lúthers frá 1530.
4 Þjóðlag úr Hólabók 1619 (þekkti
biskup þetta?).
Dans, ópera, sálmur, þjóðlag
YouTube slóðir:
Anna Magdalena Bach - BWV 114 -
Minuet in G Major – piano Murat Yusuf
Bisgen
Tosca: Act III Published on 5 Mar 2013
AlexTorres
Ein feste Burgh ist unser Gott - Martin
Luther - Rodney Jantzi
Schola cantorum - Jesú mín morg-
unstjarna hannavala
Hundaþúfan og hafið II
Minnisvarði um Jón Arason og syni í Skál-
holti. „Vor Guð er borg á bjargi traust.“
Jólaljósmyndakeppni mbl.is og Can-
on lauk fyrir stuttu og verðlaun voru
veitt fyrir þrjár bestu myndirnar að
mati dómnefndar keppninnar.
Verðlaun fyrir bestu myndirnar
hlutu Einar Rúnar Sigurðsson, sem
fékk fyrstu verðlaun, Canon EOS
100D ljósmyndavél með EF-S 18-55
STM linsu, fyrir myndina Eldur og
ís, Piotr Slawomir Latkowski
hreppti önnur verðlaun, Canon IX-
US 140 myndavél, fyrir myndina
Strandarkirkja og Elín Edda Sig-
urðardóttir hlaut þriðju verðlaun,
Canon PIXMA MG5550 prentara,
fyrir mynd af Jóhönnu Kötlu dóttur
sinni sem hún nefndi Jólabarn.
Þátttakendur í jólaljósmynda-
keppninni að þessu sinni voru ríflega
þrjúhundruð, en alls barst á fjórt-
ánda hundrað mynda.
Þema keppninnar var jóla- og
vetrarlegar myndir, en keppendum
var annars frjálst að senda inn
hvernig myndir sem er.
1. verðlaun Myndin Eldur og ís sem Einar Rúnar Sigurðsson tók í íshelli í Vatnajökli í nóvember sl.
Sigurmyndir í ljósmyndakeppni
3. verðlaun Mynd Elínar Eddu Sigurðardóttur af jóla-
barninu Jóhönnu Kötlu Kristjánsdóttur.
Morgunblaðið/Þórður
Kristín Guðnadóttir, móðir Elínar
Eddu Sigurðardóttur, tekur við
verðlaunum fyrir hennar hönd hjá
Halldóri J. Garðarssyni.
2. verðlaun Mynd Piotrs Slawomirs Lat-
kowskis af Strandarkirkju og Vetrarbrautinni.
Kvikmyndafyrirtækið Tenderlee
MPC hefur tryggt sér kvikmynda-
rétt skáldsögunnar Glæpurinn -
Ástarsaga eftir Árna Þórarinsson.
Sagan kom út í haust og fékk góða
dóma gagnrýnenda – rýnir Morg-
unblaðsins gaf henni fjórar stjörn-
ur. Hún gerist einn örlagaríkan
vordag í Reykjavík, á 18 ára afmæl-
isdegi Fríðu. Þennan sama dag
höfðu foreldrar hennar lofað að
upplýsa hana um leyndarmálið sem
sundraði fjölskyldunni.
Tenderlee hefur framleitt kvik-
myndirnar Rokland og XL en Árni
er hvað þekktastur fyrir bækur um
blaðamanninn Einar. Hann réri þó
á ný mið með Glæpnum.
Marteinn Þórsson skrifar handrit
myndarinnar auk þess að leikstýra
en ráðgert er að hún verði tekin
upp á næsta ári.
Stefnt á að kvikmynda
Glæp Árna Þórarinssonar
Morgunblaðið/Golli
Höfundurinn Samið hefur verið um
kvikmyndaréttinn að Glæpnum.
–– Meira fyrir lesendur
.
PÖNTUNARTÍMI
AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16,
þriðjudaginn
18. febrúar.
Morgunblaðið gefur út sérblað
tileinkað Food and Fun matarhátíðinni
laugardaginn 22. febrúar
NÁNARI UPPLÝSINGAR
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Food and Fun
verður haldin í
Reykjavík
27. febrúar
- 3. mars.