Morgunblaðið - 06.02.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.02.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2014 Einrúm Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Sófi úr hljóðísogsefni sem býr til hljóðskjól í miðjum skarkala opinna skrifstofurýma, auk þess að bæta hljóðvist rýmisins Sturla Már Jónsson Húsgagna- og innanhússarkitekt hannaði Einrúm með mínum mannskap og svo tekur hin áhöfnin næstu fjóra daga. Þetta gefur góða raun Að áhafnirnar séu tvær gefur góða raun. Menn þurfa að taka pásur inn á milli, sjó- mennskan er hark, þetta er talsvert púl. Við förum út oft um klukkan tvö á nóttunni og eru sjaldnast komnir í land fyrr en undir kvöldmat og þá er eftir að landa,“ útskýrir Sigurgeir. Hann segir misjafnt frá degi til dags, á hvaða mið er sótt. Stundum séu menn að fiska í Ísafjarðardjúp- inu eða við Rit. Besta raun gefi þó að stíma talsvert á haf út. Þar sé veiðin mest og besta fiskinn að fá. Höfum frjálsar hendur Fríða Dagmar er með 800 hestafla vél og gengur um tólf mílur á klukkustund. „Við erum rúmlega tvo klukkuíma út á Halamið. Þar er oft fínn afli. Þá sækjum við austur í Drangál, austur og norður af Horn- bjargi. Annars höfum við skipstjór- arnir alveg frjálsar hendur með hvert við sækjum. Megum láta eðl- isávísunina ráða því hvert við sækj- um í fisk,“ útskýrir Sigurgeir. Bætir við að mest áhersla sé lögð á að ná þorski enda hafi útgerðin rúmar aflategundir í þeirri fisktegund. Í fyrra bar Fríða Dagmar að landi alls 1.120 tonn af þorski sem allur var verkaður í Bolungarvík. Þau 600 tonn af ýsu sem veiddust – sem og steinbíturinn – hafa hins vegar að talsverðu leyti farið til annarra verk- enda eða á fiskmarkaði. „Ég efst um að við náum aflameti síðasta árs nokkru sinni aftur. Slíkt kæmi mér að minnsta kosti talsvert á óvart. Annars get ég sagt þér að undanfarið er minna af ýsu á grunn- slóðinni en áður. Núna í svartasta skammdeginu erum við gjarnan fimm til tíu mílur frá landi og núna er þar þorskur svo til eingöngu. Því má ætla að ýsan sé komin dýpra út í kantana,“ segir Sigurgeir, sem er fimmtugur að aldri. Hann byrjaði á sjónum árið 1977, þá fjórtán ára. Hefur verið skipstjóri síðastliðin 23 ár á ýmsum Bolungarvíkurbátum. Við Fríðu Dagmar ÍS tók hann fyrir um tveimur árum. Afkoman fín þegar fiskast vel „Já, vissulega eru vinnudagarnir langir,“ segir Sigurgeir um þetta lifi- brauð sitt. „Á móti kemur hins vegar að þegar við erum þrír um borð þá getur einn úr áhöfninni alltaf brugð- ið sér frá og farið í koju, svo þetta er ekki alveg stanslaust púl. Og árið hefur ekki farið vel af stað. Hér var bræla fyrir vestan stóran hluta jan- úarmánaðar. Við komumst aðeins sautján daga á sjó og oftast var farið stutt. En annars snýst sjómennska bara um að vera útsjónarsamur og leggja sig allan fram. Og þegar fiskast vel og best tekst til er afkom- an fín. Aflamet síðasta árs er því engin hetjudáð.“ Aflametið er engin hetjudáð  Fiskuðu um 2.000 tonn í fyrra á 15 tonna bát í Bolungarvík  227 sjóferðir  Sækjast eftir þorski og ýsan er dýpra úti  Á Halamiðum, við Rit og Hornbjarg  Skipstjórinn byrjaði til sjós fjórtán ára Ljósmynd/Ágúst Svavar Hrólfsson Sjósóknarar Skipstjórarnir Sigurgeir Þórarinsson, t.v, og Hagbarður Marinósson við Fríðu Dagmar í Bolungar- víkurhöfn. Vinnudagur kappanna er langur en sjómennskan snýst um að leggja sig allan fram, segir Sigurgeir. VIÐTAL Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Að vera á góðum bát, með fínan mannskap og hafa þær aflaheimildir að maður geti róið hvern þann dag sem veður leyfir eru í raun forrétt- indi,“ segir Sigurgeir Þórarinsson, skipstjóri á Fríðu Dagmar ÍS 103 frá Bolungarvík. Tvær áhafnir eru á bátnum sem fiskuðu öðrum meira á síðasta almanaaksári, það er í flokki smábáta sem eru 13 til 30 tonn. Alls komu skipverjar að landi með 1.992 tonn af fiski, eftir 277 sjóferðir. Áhafnir tólf báta í áðurnefndum út- gerðarflokki komust yfir 1.000 tonn- in borið saman við níu báta árið 2012, að því er fram kemur á afla- frettir.is. Fiskuðu 26 tonn á einum degi Fríða Dagmar ÍS er gerð út á veg- um Salting ehf. í Bolungarvík. Segja má að útgerð smærri báta sé hryggj- arstykkið í útgerð í Víkinni, þaðan sem sótt er á sjóinn á fjölda slíkra, enda þarf oft ekki langt að sækja svo komið sé á fengsæl mið. „Oft komum við að landi með á bilinu 6-7 tonna afla eftir daginn. Alls erum við með 48 línubala og 450 króka í hverjum þeirra, 21.600 króka í það heila. Líkurnar á því að fiskur bíti á agnið eru því talsverðar. Í fyrra fiskuðum við alveg sérstaklega vel í júní og einn daginn alls 26 tonn og það er okkar allra besti dagur. Þetta var meira að segja helst til of mikið sé horft til gæða aflans,“ segir Sigurgeir. Á sjóinn klukkan tvö á nóttinni Með Sigurgeiri í áhöfn eru Gunn- ar Þórisson og Rúnar Geir Guð- mundsson. Hinn skipstjórinn Hag- barður Marinósson og strákarnir hans eru Ágúst Svavar Hrólfsson og Þorlákur Ragnarsson. Þá skapar út- gerð bátsins átta störf í landi við beitingu, þar sem vanda þarf til verka. „Fyrirkomulagið í útgerðinni er þannig að ég tek fjóra daga í röð Áhöfnin á Fríðu Dagmar gerði það gott í fyrra. Í júní voru alveg ein- stakar gæftir og þá fiskuðu strák- arnir alls 273 tonn í 21 róðri, sem þýðir að þeir komu að jafnaði með þrettán tonn í land eftir daginn. Bátarnir tólf sem komust yfir 1.000 tonna markið eru gerðir út víða frá. Í öðru sæti varð Hálfdán Einarsson ÍS í Bolungarvík en báð- urinn hét áður hét Hrólfur Ein- arsson. Fleiri bátar í Bolungarvík eru á þessum lista en þar má sjá happafley sem gerð eru út frá Grindavík og úr höfnum á Snæ- fellsnesi. Þá voru alveg einstakar gæftir SJÓMENNIRNIR GERA ÞAÐ GOTT Bátur Fríða Dagmar ÍS við bryggju. „Það er alveg ljóst að það hafa verið mikil brögð að undanskotum í þessari atvinnugrein,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri, um út- leigu á húsum, íbúðum og her- bergjum til ferðamanna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heimsótti 35 íbúðir í desember í sam- starfi við ríkisskattstjóra. Þetta voru íbúðir þar sem gisting hafði verið auglýst í fjölmiðlum og á samfélags- miðlum á borð við Facebook og air- bnb.com. Um var að ræða leiðbeinandi eft- irlit með gistileyfum og skattskilum vegna tekna af sölu á gistingu og verður unnið úr þeim gögnum sem söfnuðust. Skúli Eggert segir að húsaleiga hafi löngum verið erfið at- vinnugrein hvað það varðar að fá menn til þess að gefa upp tekjur af henni og erfiðara sé við þetta að eiga þegar húsnæði er leigt út tilfallandi frá degi til dags. Í mörgum tilfellum nær leigu- starfsemin til ferðamanna ekki veltu- mörkum og þá gera menn grein fyrir starfseminni á skattframtali eftir árið að sögn ríkisskattstjóra en í öðrum tilfellum virðist útleigan vera nokkuð umfangsmikill atvinnurekstur. „Það var farið til 35 aðila í desem- ber sem vísbendingar voru um að væru nokkuð umfangsmiklir. Farið var yfir málin með þeim, minnt á skattskyldu og skoðuð tekjuskrán- ingargögn og aðrar upplýsingar eftir atvikum. Menn tóku þessu misjafn- lega. Flestir voru jákvæðir en einn og einn mætti þessu óvinsamlega,“ segir hann. Skúli Eggert segir að þessi starf- semi færist í vöxt samhliða fjölgun ferðamanna. Menn séu ýmist að leigja út heilu íbúðirnar, hluta úr íbúðum eða jafnvel herbergi inni í íbúðum til ferðamanna. Lögreglan og ríkisskattstjóri ætla að halda eftirliti þessu áfram. omfr@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Gistihús Undir eftirliti. Mikil brögð að undanskotum  Áfram eftirlit með útleigu á húsnæði til ferðamanna, segir skattstjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.