Morgunblaðið - 06.02.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.02.2014, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2014 Elsku mamma mín, ég vil þakka þér fyrir öll þau 46 ár sem ég fékk með þér og alla þá hjálp sem þú veittir mér, þú hefur alltaf verið minn mikli klettur í lífinu og fyrirmynd. Þrátt fyrir að við höfum verið sjö systkinin þá vorum við oftast fjög- ur í heimili en um helgar var oft yfirfullt af systkinum og barna- börnum og á ég endalausar minn- ingar í gleði yfir æskuárum mín- um. Með stórfjölskyldunni að gera laufabrauð, fara í útilegur með frændfólki eða í kósý með Ingibjörg Margrét Kristjánsdóttir ✝ Ingibjörg Mar-grét Kristjáns- dóttir, Donna, fæddist 4. október 1926. Hún lést 18. janúar 2014. Jarð- arför Ingibjargar fór fram 29.1. 2014. þér, pabba og Ölla í rafmagnsleysi með kerti að spila. Þú varst ótrúlega dug- leg, kraftmikil og ósérhlífin. Þrátt fyr- ir áföll og stundum erfitt líf þá stóðst þú alltaf upp án þess að kveinka þér. Eftir að pabbi dó og við vorum bara þrjú eftir í heimili þá vannst þú eins og ofurmenni á mörgum vöktum með aukavinnu og náðir að láta okkur líða vel. Þegar við tvær vorum eftir heima þá áttum við dýrmætar stundir saman að mála postulín, sauma, flosa eða föndra þegar ég var ekki úti með vinkonum mínum. En þeim fannst reyndar mjög gaman að koma heim til mín þar sem þú varst svo skemmtileg og mikill stuðbolti. Og þeim fannst þú miklu orkumeiri og hressari en mæður þeirra þrátt fyrir að þú værir miklu eldri en þær. Ég fann aldrei fyrir því að þú værir 42 árum eldri en ég og var stolt þegar ég sagði hvað þú værir gömul, þar sem fólk trúði mér yf- irleitt ekki. Enda barstu aldur þinn einstaklega vel og þóttir mjög ungleg. Ég man eftir því þegar þú 67 ára gömul fórst á gömlu dansana og komst heim fljótlega aftur að sækja nafnskír- teinið þitt en þú hafðir ekki komist inn þar sem það var 60 ára aldurs- takmark og þú ekki talin nógu gömul. Við vinkonurnar hlógum svaka- lega, okkur fannst þetta svo fynd- ið og ég sagði þetta út um allt þar sem mér fannst þetta svo skemmtilegt og var svo ánægð að eiga svona unglega mömmu þrátt fyrir háan aldur og oft erfitt líf. Þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn og flutti heim aftur þá studd- ir þú mig skilyrðislaust og við Sindri Björn bjuggum hjá þér og varst þú við hann nánast eins og við þitt eigið barn. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og reyndist mér vel og síðar mínum börnum og eiga þau öll ljúfar minningar um þig. Ég ákvað að feta í þín spor og koma með eina litla stelpu fyrir tæpum þremur árum og þér fannst hún mikill gleðigjafi. Þú varst líka svo upp með þér að eiga svona ungt barnabarn því þú varst eina amman á Eir sem átti 2 ára barnabarn, verandi orðin 87 ára. Ég mun passa upp á að hún muni alltaf eftir ömmu Donnu en þið áttuð margar ljúfar stundir saman. Tjörvi, Sindri Björn, Daníel Leó, Óliver Goði, Styrmir Sturla og Aþena Kristín þakka þér fyrir yndislegar stundir og ómetanleg- an stuðning í gengum árin. Elsku, fallega og góða mamma mín, þín verður sárt saknað en ég held að þú hafir verið tilbúin að hitta pabba, Dabba bróður, Rakel Báru, Árna, foreldra þína og systkini. Hvíl í friði, elsku mamma mín, ég elska þig óendanlega mik- ið. Lífið verður ekki eins án þín. Þín dóttir, Nína Hrönn. Elsku amma Donna, við sökn- um þín svo mikið núna þegar þú ert farin til himna en við trúum því að þér líði betur og sért núna með afa og öllum hinum sem eru þar. Við söknum þess að geta ekki lengur komið í heimsókn til þín og okkur finnst það skrítið að geta ekki hitt þig aftur. Hvíldu í friði, elsku amma, við söknum þín svo mikið. Þínir Þorgeir og Krummi. Við viljum minnast Ingibjargar Kristjánsdóttur, sambýliskonu pabba okkar, sem féll frá 18. jan- úar síðastliðinn. Við kynntumst Ingibjörgu eftir að hún og pabbi tóku saman en þau hófu sambúð 1994. Þau voru þá bæði búin að missa maka sína. Ingibjörg og pabbi áttu góð ár saman, þau kynntust á gömlu dönsunum og voru dugleg að stunda þá. Eins ferðuðust þau töluvert hér innanlands, oft með Friðriki, bróður pabba, og Ingi- björgu konu hans. En eins ferð- uðust þau erlendis og þá helst með Möggu, dóttur Ingibjargar, og Þorgeiri, manni hennar. Auðvitað urðu breytingar á heimilinu þegar þau tóku saman en það var ávallt tekið vel á móti okkur eins og öllum öðrum. Ingi- björg var mikið í föndri og var hún búin að gefa okkur systrunum handverk eftir sig. Seinustu æviárin áttu hún og pabbi heima á hjúkrunarheimilinu Eir. Þar vex eitt blóm sem hvorki gróður grær né gefast stormahlé, þó viðri hart. En glaðast alls það móti himni hlær, hreinna en hreint og bjartara en bjart. Þeim hjarta berst í brjósti fast og hratt sem bernskudraum sinn rætast hefur eygt. Og meir en blóm það getur ekkert glatt, grennra en grannt og veikara en veikt. Ó, Drottinn, heyr þá bæn sem bljúgum róm er beðin lágt en innilega hlýtt. Lát ekki storminn brjóta þetta blóm, blárra en blátt og hvítara en hvít. (Kristján frá Djúpalæk) Við vottum fjölskyldu Ingi- bjargar samúð okkar. Börn Árna Hermannssonar, Jóhanna, Magnea, Ólafur, Sigurlaug, Jón Ingi, Her- mann Valur og Þórunn. Mig langar í ör- fáum orðum að minnast góðs vin- ar, Viggós Valdi- marssonar frá Bíldudal, sem ég var svo heppin að kynnast á Hlaðhömrum, íbúðum aldraðra í Mosfellsbæ, þar sem ég starfa. Viggó var frábær maður, skemmtilegur og fróður og hafði alveg einstaka frásagnar- gáfu; maður gat setið tímunum saman og hlustað á hann og alltaf var nóg af sögum. Allir höfðu gaman af að hlusta á hann segja frá og þá voru það helst hestasögur, enda var Viggó mikill hestamaður og áttu þeir hug hans allan. Við vorum góðir vinir, við Viggó Valdimarsson ✝ Viggó TómasAðalsteinn Valdimarsson fæddist 4. apríl 1924. Hann lést 19. janúar 2014. Útför Viggós fór fram 28. janúar 2014. Viggó, sátum og töluðum saman um alla heima og geima, ferðina sem hann fór með föður sínum, frá Bíldudal yfir fjallið til Sveinseyrar á Tálknafirði þar sem hann ólst upp, þá 4 ára gamall. Hann var haf- sjór af fróðleik og það kom sér vel fyrir mig að eiga svo góðan vin eins og Viggó, ég átti að skila ritgerð í skólanum um einstakling sem kominn væri yfir áttrætt og myndi tímana tvenna og mér datt strax Viggó í hug. Og ekki stóð á svari, hann hefði bara gaman af því. Við sátum heima hjá honum nokkur yndisleg kvöld og þar sagði hann mér alla sína sögu. Frá uppvaxtarárum sínum á Sveinseyri, skólagöngu í barna- skóla og þegar hann fór í Bændaskólann á Hvanneyri, þegar hann fór til Reykjavíkur og kynntist henni Klöru sinni sem er látin, lést stuttu eftir að þau fluttu að Hlaðhömrum, og börnunum sínum Ásdísi og Baldvin þegar þau komu inn í líf þeirra hjóna, hvað það var gaman að fá þau, hvað þau gáfu þeim mikið, og margt margt fleira sem væri hægt að skrifa um. Viggó var vinur góður, það eru forréttindi að hafa kynnst honum, hann skilur eftir stórt skarð á Hlaðhömrum, en minn- ingin lifir í hjörtum okkar. Hvíl í friði, kæri vinur, og hafðu þökk fyrir allt. Ásdís og Baldvin, ég sendi ykkur og fjölskyldum ykkar mínar dýpstu samúðarkveðjur. Ef að vængir þínir taka að þyngjast, þreyttir af að fljúga í burtu-átt, hverf þú heim! og þú munt aftur yngjast orku, er lyftir hverri fjöður hátt. Jafnvel þó við skilnað kannske skeður skyndi-depurð grípi róminn þinn, sem á hausti er heiðló dalinn kveður, hugsun um að það sé efsta sinn. Hlægir þig að hér var steinum þungum hnykkt úr leið ef aðstoð þína brast. Vissa ljós að leika á yngri tungum ljóðin sem þú aldrei kveðið gast. Þrár og óskir þroskast, vaxa, fyllast, þína hönd sem aldrei fær þú léð. Engin leið á von-spám nú að villast. Víkja frá en hafa aldrei séð. Þegar vorar vinnst þeim fleygu og ungu vaxin þrá í nætursólar glóð móinn þann að sjá þar mæður sungu sinna hreiðra glöðust vögguljóð og hjá lind og laut og klettasprungu liðka aftur þessi förnu hljóð. Láta horfinn hljóm í nýja tungu heimanfylgjur kveða vestur-þjóð. Yður hjá, sem hugsuðum oss saman, hjartað skilur gesturinn, sem fer, varmt og heilt – að hverri stund var gaman. Hönd hans óveil – sé hún kulda-ber – rétt er þeim sem lánast á að erfa æsku vorrar stærri þrár og dug. – – – Seint úr landi hinst að hverfa loks með söknuð – þó með glöðum hug (Stephan G. Stephansson) Margrét Jakobína Ólafsdóttir. Elsku afi minn, að þú skulir vera farinn er virkilega mikill missir og ég trúi því ekki ennþá að þú sért dáinn. Það eina sem ég get í raun huggað mig við er það að þú lifðir löngu og góðu lífi og loksins ferðu til hennar ömmu Klöru og fáið þið að vera hlið við hlið það sem eftir er. Þú hefur alltaf verið góður afi og góð manneskja, þú sást það góða í öllum og þú gast alltaf fundið eitthvað skemmti- legt að tala um við hvern sem þú hittir. Mér fannst æðislegt hvað þú hafðir mikið af sögum að segja af því sem þú og amma höfðuð gert í lífinu og hef ég þann heiður að vera skírð í höfuðið á henni elsku ömmu. Það gleður mig að þú hafir átt skemmtilegt og langt líf og ég hef fengið að eiga þig að í 20 ár sem afa minn og þú varst ávallt góður við mig og veit ég að pabbi hefði ekki getað fengið betri foreldra en þig og ömmu. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Mér þykir vænt um þig og hvíldu í friði, elsku afi. Kær kveðja, Klara Dögg Baldvinsdóttir. Starfsfélagi til margra ára, bif- hjóla-og vegalög- gæslumaðurinn Eric J. Steinsson, fv. lögreglu- varðstjóri, er látinn. Á slíkri stundu leitar hugurinn til góðra samstarfstíma með Eric. Eric James Steinsson ✝ Eric JamesSteinsson fæddist 4. apríl 1927. Hann lést 24. janúar 2014. Útför Erics James fór fram 31. janúar 2014. Eric var einn af þeim lögreglu- mönnum sem eftir var tekið þegar hann ók um götur borgarinnar á lög- reglubifhjóli og síðan um vegi landsins á vegalög- gæslubifreið til fjölda ára ásamt því að sinna öðrum löggæsluverkefn- um síðustu starfsárin. Snyrtimennska var ávallt í fyrirrúmi hjá Eric, hvort sem var í klæðaburði eða umhirðu löggæslutækja sem hann hafði með að gera, allt var hreint, fægt og í toppstandi. Það sama var með heimilið, sem hann unni mjög. Eric var skemmtilegur sam- starfsmaður og ávallt léttur í lund, sanngjarn við samborg- arana þótt hann gæti verið fastur fyrir þegar á þurfti að halda. Hann hafði eiginleika lögreglumanns sem fólk virti eftir tilsögn sem betur mátti fara og/eða með frekari aðgerð- um sem oft verður að grípa til í starfi lögreglumanns. Eric var einnig áhugabissnissmaður og tók sér ýmislegt fyrir hendur í því sambandi og þá aðallega til að eiga skemmtileg samskipti við fólk. Ef hann keypti bíl sem ekki var í fullkomnu standi, þá lét hann gera við allt sem hugs- anlega var að áður en bíllinn var seldur aftur og afrakstur- inn því oft ekki mikill. Ég minnist þess þegar hann taldi grind í einum slíkum bíl ekki vera 100 prósent trygga, þá lét hann afskrá bílinn þótt hann liti vel út og gaf eða seldi til niðurrifs. Eric var mikill fjölskyldu- maður og hafði gaman af því að ferðast erlendis sem innanlands sem og áhugamaður um veiði og útiveru. Hann var hrókur alls fagnaðar í vinahópi sem oftar og hvellur hlátur hans skemmtilegur þegar sögur voru sagðar úr leik og starfi. Með þökk og virðingu kveð ég skemmtilegan og traustan samferðamann og votta eigin- konu hans og fjölskyldu samúð mína. Guð verndi minningu Er- ics. Ómar G. Jónsson. Vinatengsl fjöl- skyldu minnar við Björneyju urðu þegar amma mín Ása Eiríksdóttir lærbrotnaði og var lögð inn á handlækningadeild Landspítal- ans við Hringbraut á haustdög- um 1953. Þar var þá til staðar Björney Björnsdóttir nýútskrif- uð hjúkrunarkona, 29 ára göm- ul, og tókst með henni og ömmu ævarandi vinátta og virðing sem varði til æviloka ömmu 9. ágúst 1967, sem er fæðingardagur Björneyjar, en eftir það með móður minni, yngri bróður mínum og mér. Þær vinkonurnar hringdust á eftir að Björney flutti á Ísa- fjörð, aðallega á afmælisdögum og við bræður komum ávallt við ef við áttum leið um Ísafjörð. Björney Jóna Björnsdóttir ✝ Björney JónaBjörnsdóttir fæddist 9. ágúst 1924. Hún lést 3. janúar 2014. Útför hennar fór fram 18. janúar 2014. Árið 1969 kom yngri bróðir minn á Gullfossi til að heimsækja hana þar sem hann var bakari um borð, eftirminnileg heim- sókn það. Við hjónin höf- um svo farið árlega í heimsókn til Björneyjar undan- farin fimm ár og stundum tvisvar á ári og notið hins hlýja viðmóts og elskuleg- heita hennar. Svo var það 2012 að dóttir okkar og tengdasonur litu við hjá henni þannig að tengslin erfðust í þriðja lið afkomenda Ásu ömmu, sem uppgötvaði þessa gæðakonu sem Björney reyndist okkar fjölskyldu sem öðrum. Þetta trygglyndi vil ég þakka þér fyrir, kæra Björney og allt sem þú gerðir fyrir okk- ur og fjölskylduna á Öldugötu 28. Ég vil votta eftirlifandi skyldfólki hennar samúð. Benedikt G. Sigurðsson. Lokað Skrifstofur Kennarasambands Íslands verða lokaðar frá klukkan tólf í dag vegna útfarar HRAFNHILDAR KRISTBJÖRNSDÓTTUR. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN ÁRNASON fv. félagsmálastjóri, Suðurgötu 8, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 18. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, fimmtudaginn 6. febrúar, kl.13.00. Sigurður Björgvinsson, Þórdís Guðjónsdóttir, Svala Björgvinsdóttir, Baldur Kristjánsson, Árni Björgvinsson, Friðbjörg Helgadóttir, Sveinn Vopnfjörð Björgvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN HALLGRÍMSSON rafeindavirkjameistari, Kringlumýri 2, Akureyri, er lést að heimili sínu þriðjudaginn 21. janúar verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 7. febrúar kl. 13.30. Guðmundur Stefánsson, Sunna Jaroensuk, Guðrún Hörn Stefánsdóttir, Sverrir Þór Kristjánsson, Tómas Bergmann, Halla Pálsdóttir, Hallgrímur Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.