Morgunblaðið - 06.02.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.02.2014, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2014 ✝ Vera Páls-dóttir fæddist 12. janúar 1919. Hún lést 27. janúar 2014. Foreldrar Veru voru Krist- jana Ólafsdóttir, f. 28. september 1893, d. 27. maí 1979, og Páll Andr- ésson, f. 1899, d. 1955. Hinn 12. júlí 1941 giftist Vera Torfa Ásgeirs- syni, f. 11. mars 1908, d. 31. jan- úar 2003. Börn þeirra: 1) Ásgeir, f. 31. október 1941. Börn hans og Önnu Sigríðar Ingvarsdóttur eru Ingunn Ásgeirsdóttir Fisch, f. 1965, og Torfi, f. 1967. Dóttir Ás- geirs og Jensínu Matthíasdóttur er Vera, f. 1979. Sonur Ásgeirs og Jensínu Matthíasdóttur er Matthías, f. 1980. Dóttir Jensínu og uppeldisdóttir Ásgeirs er Anna Margrét Sonderegger, f. 1971. Barnabörn Ágeirs: Elías nóvember 2012. Dóttir hennar og Júlíusar Magnússonar er Vera, f. 1973. 3) Ólafur, f. 14. maí 1951. Synir hans og Gunn- hildar Bjarnadóttur eru Ásgeir, f. 1981, og Gunnar Örn, f. 1979. Sonur Ólafs og Oktavíu Guð- mundsdóttur er Torfi Karl, f. 1992. Barnabörn Ólafs: Theódór Bjarni Ásgeirsson, f. 2007, móð- ir Arabella Ýr Samúelsdóttir. Áróra Gunnarsdóttir, f. 2004, Auðunn Gunnarsson, f. 2008, og Oktavía Gunnarsdóttir, f. 2012, eru barnabörn Oktavíu Guð- mundsdóttur og foreldrar þeirra eru Gunnar Andreas Kristinsson og Guðrún Hrund Harðardóttir. Loki Davíðsson, f. 2009, er barnabarn Oktavíu Guðmundsdóttur og foreldrar hans eru Laufey Guðnadóttir og Davíð Kristinsson.4) Ragnheið- ur, f. 13. september 1952. Sonur hennar og Stefáns Eiríkssonar er Stefán Davíð, f. 1987. Sonur Stefáns og Sigurbjarkar Steins- dóttur er Davíð Arnar Stef- ánsson. Útför Eru fer fram frá Neskirkju í dag 6. febrúar 2014 kl. 15 Ásgeir Fisch, f. 2002, sonur Ing- unnar Ásgeirs- dóttur. Thelma Torfadóttir Ás- geirssonar, f. 1997.Ásgeir Axel Torfason Ásgeirs- sonar, f. 2003, Ca- mille Ósk, f. 2007, dóttir Veru Ásgeirs- dóttur. Embla Örk Matthíasdóttir, f. 2010. Embla er dóttir Nínu Bjarkar Gunnarsdóttur. Helena Margrét Sonderregger, f. 2001, dóttir Önnu Margrétar. Paul Emil Sonderegger, f. 2007, dótt- ursonur Önnu Margrétar. Egill Orri, f. 2000, sonur Nínu Bjarkar Gunnarsdóttur. Eva er uppeld- isdóttir Torfa Ásgeirssonar, móðir Kolbrún Einarsdóttir. Georg er uppeldissonur Torfa Ásgeirssonar, móðir Kolbrún Einarsdóttir. 2) Anna Krist- janna, f. 25. janúar 1949, d. 30. Það er vor í lofti, árið er 1939. Unga fólkið streymir á vinsæl- asta samkomustað Reykjavíkur, Hótel Borg, stígur dans, sýnir sig og sér aðra. Þar er vítt til veggja, gylltir listar prýða danssalinn. Vera situr ásamt vinkonum sínum við hringborð. Hljómsveit- arstjórinn hættir skyndilega að stjórna sveitinni, grípur hljóð- nemann og syngur djúpri röddu: „Somewhere over the rainbow“. Vera hafði ekki setið lengi þegar herramaður gengur rólega til hennar og býður upp í dans. Henni finnst maðurinn myndar- legur og ekki skemmdu óskap- lega falleg jakkafötin fyrir. Hún svífur út á dansgólfið og lagið um regnbogann liðast um loftið með dulúð. Þau taka tal saman eftir að laginu lýkur og hún segir frá fyr- irhugaðri ferð sinni til Kaup- mannahafnar og ekki væri ákveð- ið hvenær hún komi tilbaka. Verslunarskólanámi hafði hún nýverið lokið og vildi hún spreyta sig á dönskunni þar ytra. Veru fannst góð tilfinning að vera frjáls eins og fuglinn, enda rétt tvítug. Hún siglir skömmu seinna yfir hafið. Þegar komið var til kóngsins Kaupmannahafnar leigði hún litla risíbúð við Bredgade með tveimur stúlkum. Búskapurinn gekk vel enda þaulskipulagt hjá ungmeyjunum. Húsreglur voru tvær. Matseld og þrifum skiptu þær jafnt á milli sín. Herraheim- sóknir voru leyfðar, ekki þó leng- ur en til kl. 22. Veru líkaði lífið í Kaupmannahöfn, hún fékk vinnu á saumastofu við Strikið þar sem efnin bókstaflega dönsuðu í höndunum á henni. Hún var fljótt færð til í vandasamari sauma- skap. Vera hafði næmt auga fyrir fegurð og nýjustu tískustraum- um. Nasistar réðust inn í Dan- mörku árið 1940. Þeir hertóku allar bestu íbúðirnar í stóra hús- inu við Bredgade. Myndir af Hitler prýddu ganga hússins og umhverfið gjör- breyttist og varð þrúgandi. Vera komst heim eftir mikið umstang, því hún var ein af Petsamóförun- um, sem sigldu frá Petsamó í Finnlandi. Skipið var 25 daga á leiðinni fram og til baka. Hinn 15. október 1940 lagðist „Esjan“ að bryggju við Reykja- víkurhöfn. Veðrið var milt, skin og skúrir. Bjartur regnboginn skartaði sínu fegursta yfir sjón- um og ástvinir biðu á hafnar- bakkanum. Vera sá móður sína og móðursystur, hún kom allt í einu auga á dansherrann á Hótel Borg. Hann stóð þar með fangið fullt af rauðum rósum. Veru hitn- aði í kinnum. Herramaðurinn tók ofan hatt- inn og bauð ungfrúna velkomna til föðurlandsins. Hann hafði beð- ið og vonað á annað ár. Það varð ekki aftur snúið. Skömmu eftir heimkomuna varð til fallegt par. Maðurinn var Torfi Ásgeirsson, ungur hag- fræðingur. Vera sagði seinna að hún hefði ekki getað fengið betri eiginmann. Hann bar hana á höndum sér, alltaf jafn þolinmóð- ur og skapgóður, líka þegar Vera fór í verslunarleiðangra. Eitt sinn voru Vera og Torfi í París. Hún skaust inn í tískuhús og sá rán- dýra Chanel-dragt. Næsta morg- un fór hún aftur í sömu verslun en í þetta skiptið hafði hún með sér blýant og blokk og rissaði upp dragtina, en lét nægja að kaupa nákvæmlega eins dragtarefni. Þegar heim var komið vatt hún sér í saumaskapinn. Engum hefði dottið í hug að dragtin væri „home made in Iceland“, jafnvel ekki Coco Chanel sjálfri. Takk fyrir samfylgdina Vera mín og allar skemmtilegu sög- urnar. Ég veit það verður vel tek- ið á móti þér af Önnu og Torfa, sem hefur áður beðið þolinmóður eftir þér. Hann tekur eflaust ofan hattinn með fangið fullt af rauð- um rósum sem hann færir þér. Þín Oktavía. Skipið leggur að höfn í Reykja- vík. Á hafnarbakkanum bíður Kristjana langamma mín óþreyjufull eftir að fá að faðma að sér einkadóttur sína eftir rúm- lega eins árs aðskilnað. Nett en svipmikil ung kona í glænýrri pelskápu og hælaskóm birtist efst í landganginum. Reykjavík- urmærin er komin heim. Ég hef búið í útlöndum í mörg ár og alltaf spurði Vera amma mín mig hvenær ég ætlaði nú að flytja heim. Á Íslandi væri svo gott að dvelja. Amma leit á það sem forréttindi að búa í landi þar sem ekki geisaði stríð, og hún vissi um hvað hún var að tala. Tvítug að aldri fór hún sjálf til Kaupmannahafnar á vit ævintýr- anna með verslunarskólapróf í farteskinu. Hún leigði íbúð með nokkrum íslenskum stúlkum og vann á saumastofu. Hún þótti lagin við saumaskapinn, naut lífs- ins með vinkonum sínum í stór- borginni og hefði sennilega ílengst þar ef stríðið hefði ekki brotist út. Í apríl 1940 hernámu Þjóðverjar Kaupmannahöfn. Líkt og margir aðrir var amma bjartsýn og þótti heldur ólíklegt að stríðið myndi vara lengi. Fyrir fortölur ættingja sinna ákvað hún þó að grípa tækifæri sem Íslendingum gafst til þess að fá far heim með strandferðaskip- inu Esju frá Petsamo í Finnlandi. Þetta var hin fræga Petsamoför. Skömmu eftir komuna til landsins beið Reykjavíkurdöm- unnar nýtt ævintýri með afa Torfa sem varði ævina á enda. Afi og amma voru einstaklega sam- hent hjón og ástin og kærleikur- inn sem ríkti á milli þeirra leyndi sér ekki. Saman áttu þau ýmis áhugamál eins og brids, bóklest- ur og utanlandsferðir. Á þeim var 11 ára aldursmunur en þau voru alltaf jafningjar. Afi var ekki eins og flestir aðrir heimilisfeður á þeim tíma, hann tók mikinn þátt í umönnun barnanna og heimilis- störfunum, jafnvel að löngum vinnudegi loknum. Amma sagði að vinkonur sínar hefðu oft öf- undað sig af þessu. Eftir að börn- in fjögur uxu úr grasi hélt heimili afa og ömmu í áfram að vera fast- ur punktur í tilveru barnanna og barnabarnanna. Þar áttu allir öruggt skjól og athvarf. Umræð- ur voru oft líflegar og björt og hljómfögur rödd ömmu ómaði um stofurnar. Amma lagði mikið upp úr því að vera fallega klædd og var pjattrófa í besta skilningi þess orðs. Hún hafði næmt auga fyrir efnum, áferð og litasamsetning- um og af henni lærði ég ýmis skemmtileg orð eins og „sjetter- ingu“. Á miðjum aldri tók amma upp á því að fara á frönsku- námskeið og las franskar skáld- sögur upp frá því. Hún var heims- dama en elskaði líka borgina sína, Reykjavík, af öllu hjarta og vildi hvergi annars staðar búa. Þegar afi Torfi lést fyrir 11 ár- um skildi hann eftir sig stórt skarð. Fyrir ári reið svo annað áfall yfir þegar eldri dóttir henn- ar, Anna mamma mín, lést fyrir aldur fram. Dótturmissirinn var henni þungbær. Amma minntist þó oft á hvað hún ætti góða fjöl- skyldu og var þakklát fyrir lífsins gjafir. Nú leggur skipið frá höfn á ný, komið er að kveðjustund. Það er napurt á hafnarbakkanum, hóp- urinn tekinn að þynnast. Á þil- farinu stendur ung kona í pel- skápu og veifar til okkar brosandi. Vera Júlíusdóttir. Vera Pálsdóttir ✝ Sævar AntonHafsteinsson fæddist í Reykjavík 25. ágúst 1951. Hann lést á heimili sínu, Völvufelli 22 í Reykjavík, þann 20. janúar 2014. For- eldar hans voru Hafsteinn Þor- steinsson, bifreið- arstjóri, f. 29.12. 1927, d. 5.1. 2014 og Jóhanna Sigríður Björns- dóttir, f. 6.5. 1931, d. 13.7. 1993. Systkini Sævars eru: a) Björn, f. 7.5. 1948, d. 17.4. 1999, kvæntur Sigrúnu Óskarsdóttur, f. 21.9. 1944. Barn þeirra er Óskar Páll, f. 6.12. 1971. Börn Björns eru Þorgrímur, f. 14.9. 1966, Gerð- ur, f. 2.5. 1968 og Guðmundur, f. 2.7. 1969. b) Hörður, f. 3.7. 1949. Börn hans og Jónu Jónsdóttur eru Margrét, f. 6.8. 1970, Jó- hann, f. 8.2. 1973, Hafdís, f. 23.1. Börn Elsu eru Jón Ómar, f. 5.7. 1973 og Svanfríður Ósk, f. 4.7. 1977. f) Ægir, f. 10.4. 1954. Börn hans og Emilíu Fannbergs- dóttur eru Jóhann Bragi, f. 24.5. 1979, Elsa Marý, f. 2.9. 1990 og Freydís, f. 19.5. 1993. Barn Emelíu er Sylvía, f. 19.10. 1973. g) Hafsteinn, f. 15.8. 1962. Stjúp- dóttir Sævars er Sara Berglind Jónsdóttir, f. 21.1. 1988. Sævar fór ungur að árum að vinna hjá Skipadeild Sambandsins sem síðar varð Samskip. Þar vann hann í yfir 40 ár með smá hléum. Hann var háseti á And- vara VE 100 um tíma og einnig stundaði hann grásleppuveiðar með móðurbróður sínum á Rauf- arhöfn. Fyrstu ár ævi sinnar bjó hann á Bústaðarvegi 3 en flutti svo með foreldrum sínum og systkinum að Meistaravöllum 21 árið 1963. Hann flutti síðar að Súluhólum 2 í Reykjavík og bjó þar í nokkur ár. Síðustu æviár sín bjó hann að Völvufelli 22. Sævar kvæntist Auði Regínu Friðriksdóttur árið 2000, en þau skildu nokkrum ár- um síðar. Útför Sævars var gerð frá Fossvogskirkju 4. febrúar 2014. 1977 og Berglind, f. 17.4. 1982. Núver- andi maki Harðar er Þórunn Erla Guðmundsdóttir. c) Þorsteinn, f. 6.8. 1950. Kvæntur Marsibil Bald- ursdóttur, f. 31.8. 1952. Börn þeirra eru Anna Birna, f. 16.7. 1972, Bryndís Huld, f. 4.8. 1974 og Hafsteinn, f. 31.12. 1975. Barn Þorsteins er Eva Dögg, f. 19.6. 1978. d) Anna María, f. 12.9. 1952. Gift Einari Guðmunds- syni, f. 7.4. 1945. Börn þeirra eru Jódís Hanna, f. 16.4. 1972, d. 25.3. 2001, Ásta Guðbjörg, f. 16.5. 1973 og Guðmundur, f. 5.10. 1978. e) Elsa, f. 10.4. 1954. Gift Einari Axel Kristinssyni, f. 25.5. 1950. Börn þeirra eru Helga Kristín, f. 19.12. 1981 og Jóhanna María, f. 12.3. 1987. Það er laugardagur. Ég stend við eldhúsgluggann hjá Ægi bróðir og sé hvítan Musso koma að húsinu. Sævar bróðir er kom- inn í heimsókn. Þegar ég opna fyrir honum er hann rosalega móður eftir að ganga upp tröpp- urnar. Ég heilsa honum og segi: Þú þarft að láta athuga þig, Sæv- ar minn, það er ekki eðlilegt hvað þú ert mæðinn. Hann játar því og svo ræðum við það ekki frek- ar. Síðar birtast fleiri af mínum systkinum og þeirra makar. Við eigum notalega stund saman eft- ir erfiðan dag, daginn áður, þeg- ar faðir okkar var jarðsunginn. Þegar Sævar stendur upp til að fara, kveð ég hann með þeim orð- um að við verðum í bandi. Hringi í þig fljótlega, Sævar minn, segi ég. Við hjónin komum heim á Veðramót á sunnudagskvöldið kl. 9. Á mánudagsmorgun hringir síminn, ég svara. Það er Daddi bróðir sem tilkynnir mér að Sæv- ar bróðir sé dáinn, bráðkvaddur. Hvernig getur maður tekist á við svona áföll? Ég á engin svör við því. Líklega verður maður bara að læra að lifa með þeim eins og svo margir þurfa að gera. Sævar var góður maður. Stundum sagði ég að hann væri of góður. Hann var ávallt tilbú- inn til að hjálpa öðrum ef á þurfti að halda. Í mörg sumur hér áður fyrr kom hann til okkar og hjálp- aði til við heyskap og annað. Hann undi sér vel í sveitinni og okkur þótti alltaf svo vænt um að hann skyldi vilja koma. Stundum fannst mér sumarið eiginlega ekki komið fyrr en hann birtist. Og þó svo að heimsóknirnar yrðu stopulli í seinni tíð þá var alltaf mjög gott samband á milli okkar. Fyrir nokkrum árum fór heilsa Sævars versnandi. Hann varð illa haldinn af iktsýki (liða- gigt), sem virtist oft leggjast á alla liði í líkama hans, og átti hann marga mjög slæma daga. Suma daga komst hann varla fram úr rúmi. En góðir dagar komu líka, sem betur fer. Þá reyndi hann að gera ýmislegt, s.s. að ferðast með bræðrum sín- um. Þá litu þeir stundum inn hjá Maju systir. Það þótti mér alltaf vænt um. Svo fór að honum var ráðlagt að hætta að vinna. Þá fór nú um minn bróður. Hann hringdi til mín og sagði mér frá þessum ráðleggingum læknisins og sagði svo: Maja, hvað á ég af mér að gera ef ég hætti að vinna? Ég þekki ekkert annað en að vinna. Sævar þurfti svo endanlega að hætta að vinna síðastliðið haust. Hann var aðeins byrjaður að huga að breytingum á baðher- berginu hjá sér og ég var eins og biluð plata, alltaf að segja honum að passa sig á að fara ekki of geyst. Þennan örlagaríka mánu- dag ætlaði Steini bróðir að fara til hans og hjálpa honum við bað- herbergisvinnuna, en það fór á annan veg. Mig langar til að kveðja hann Sævar bróður minn með þessu minningarljóði: Á kveðjustund er þungt um tungutak og tilfinning vill ráða hugans ferðum. Því kærum vini er sárt að sjá á bak og sættir bjóða Drottins vilja og gjörð- um. En Guðs er líka gleði og ævintýr og góð hver stund er minningarnar geyma. Farðu vel, þér fylgir hugur hlýr á ferð um ljóssins stig, og þagnarheima. (Sigurður Hansen) Guð geymi þig, Sævar minn. Þín systir, Anna María (Maja.) Hvar á maður að byrja þegar minnst skal bróður síns? Við systkinin ólumst upp að Bústaða- vegi 3, eða í gamla Bústaðahverf- inu eins og við köllum það alltaf. Gamla Bústaðahverfið var byggt fyrir kanadíska offiséra á her- námsárunum og var frekar ein- angrað, að minnsta kosti fannst okkur krökkunum langt í aðra byggð. Kringlumýrin og Borgar- mýrin voru óbyggðar á okkar æskuárum, en þar var þó golf- völlur sem amerískir hermenn notuðu mikið. Við krakkarnir fengum oft að draga fyrir þá golfkerrurnar og var okkur borgað fyrir í dollurum eða því sem okkur fannst verðmætara, tyggjói. Sævar bróðir var dug- legur í þessum golfkerrudrætti og sömuleiðis að finna golfkúlur sem amerísku hermennirnir höfðu tapað. Í hverfinu var mikið um dúfnarækt og voru margir dúfnakofar byggðir og átti Sæv- ar einn slíkan. Hann var einstak- lega natinn við dúfurnar og er til kvikmynd sem faðir okkar tók þar sem dúfurnar eru svo hænd- ar að Sævari að þær borða úr hendi hans. Óhætt er að segja að það að alast upp í gamla Bú- staðahverfinu hafi verið paradís fyrir okkur krakkana. Árið 1963 flutti fjölskyldan vestur að Meistaravöllum 21, í allt annað umhverfi. Við Sævar vorum saman á Andvara VE 100 vertíðina 1974 ásamt Jóni Kristbergsyni (Nonna), en hann var einn besti vinur Sævars bróður og unnu þeir saman fyrst hjá Skipadeild Sambandsins og síðar hjá Sam- skipum í yfir 40 ár. Nonni vinnur þar enn en Sævar varð að hætta 15. september 2013 sökum heilsubrests. Sævar hafði alltaf mikinn áhuga á stangaveiði. Farið var eins oft og kostur var á norður á Raufarhöfn til veiða í Deildar- vatni í landi Grashóls á Sléttu, en þar var æskuheimili móður okk- ar. Sömuleiðis voru ættmennin ávallt heimsótt í leiðinni. Sævar var eina grásleppuvertíð með Ingimundi heitnum, bróður mömmu. Sævar eyddi mörgum sumarfríum að Veðramóti í Skagafirði hjá Mæju systur og Einari mág. Þar vann hann við heyskap sem honum líkaði af- skaplega vel. Einnig fór hann til veiða í ám í Skagafirði. Stærsta fiskinn sinn fékk hann hinsvegar í Vatnamótum í Meðallandi, en þar var hann í veiði með okkur Hafsteini bróður og pabba heitn- um. Hann missti hins vegar enn stærri fisk í sömu veiðiferð, en viðureignin við þann stóra var ævintýri út af fyrir sig en Haf- steinn bróðir tók þátt í þeirri við- ureign með Sævari en dugði ekki til, sá stóri slapp. Það verður sár söknuður þeg- ar við kveðjum Sævar bróður. Hann var ljúfur bróðir, orðheld- inn, hjálpsamur, góður drengur sem vildi öllum vel og mátti aldr- ei neitt aumt sjá. En nú er komið að leiðarlokum. Sævar bróðir er kominn heim til Drottins, en við sem eftir erum eigum góðar minningar um yndislegan bróð- ur. Ægir Hafsteinsson, Hafsteinn Hafsteinsson. Sævar Anton Hafsteinsson Morgunblaðið birtir minn-ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Neðst á for- síðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skila- frest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skila- frests. Lengd | Hámarkslengd minn- ingargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einn- ig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín undir grein- unum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviá- gripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent má senda myndina á netfangið minning@mbl.is og gera um- sjónarfólki minningargreina við- vart. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.