Morgunblaðið - 06.02.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.02.2014, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2014 Major Lazer, þ.e. plötusnúðurinn Diplo, mætir á Sónar með hópi twerk-ara og samstarfs- mönnum sínum nýjum, Walshy Fire og The Jillionaire og má búast við mikilli dansveislu. Major Lazer flytur rafskotna popptónlist með suðrænum keim en áhrifa gætir m.a. frá Ja- maíku. Major Lazer starfaði m.a. með Bruno Mars, Flux Pavillion og Ezra Koenig á nýjustu breiðskífu sinni, Free the Universe, og má bú- ast við því að fluttir verði smellir af henni, m.a. „Get Free“, lag með söngkonunni Amber úr Dirty Projector. Major Lazer kemur fram laugardaginn 15. febrúar í Silfurbergi kl. 00.50. Vefsíða Major Lazer: majorlazer.com. Valdir tónleikar á Sónar Reykjavík sem gestir ættu ekki að láta fram hjá sér fara Major Lazer Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Sónar er tónlistarhátíð með áherslu á nýja tónlist og það sem er að koma upp í heiminum í dag. Við erum ekki beint að selja rokktónlist, við erum að selja dansvæna popptónlist og svolítið „alternative“ tónlist. Þetta er ný og fersk tónlist, tónlist sem er að komast í gegn og verða vinsæl, í bland við það besta sem við þekkjum hérna heima,“ segir Björn Steinbekk, framkvæmda- stjóri tónlist- arhátíðarinnar Sónar Reykjavík sem hefst fimmtu- daginn 13. febrúar og stendur í þrjá daga, til og með 15. febrúar. Fjöldi heimskunnra tónlistar- manna kemur fram á hátíðinni í ár og má þar m.a. nefna Major Lazer, Trentemöller, Ryuichi Sakamoto og Jon Hopkins. Alls koma 67 tónlist- armenn, hljómsveitir og plötusnúðar fram á hátíðinni og þar af fjöldi Ís- lendinga, m.a. Gus Gus, FM Belfast, Ojba Rasta, Hjaltalín, Vök, Sísý Ey, Moses Hightower og Högni Eg- ilsson. Þegar rennt er yfir lista flytj- enda er greinilegt að tónlistin kemur úr ýmsum áttum og því ekki hægt að eyrnamerkja hátíðina einni tegund tónlistar. „Við breytum Hörpu í rauninni í risastóran næturklúbb, það er það sem við erum að gera, með mis- stórum sviðum,“ segir Björn en tón- leikar hátíðarinnar fara fram á fimm sviðum, m.a. í bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. Silfurberg er stærsti tónleikasal- urinn, rúmar um 1.500-1.600 gesti en aðrir tónleikastaðir færri gesti, Norðurljósasalur um 1.100 manns og Kaldalón, bílakjallarinn og Flói öllu færri. Stórir listamenn, lítið rými Nú eru nokkrir þeirra sem leika á hátíðinni vanir því að koma fram á mun stærri tónleikastöðum og leika fyrir þúsundir manna, en í Hörpu er allt miklu smærra, nándin mun meiri. Er það eitt af markmiðum há- tíðarinnar, að skapa þessa nánd? „Já, okkar markmið er í raun að Sónar verði á næstu árum hátíðin þar sem stórir listamenn koma fram í litlu rými. Við teljum að það sé sú leið sem við getum farið með hátíð- ina til að stækka hana efnahagslega. Við getum hækkað miðaverðið, feng- ið fleiri erlenda ferðamenn til lands- ins sem eru tilbúnir til að borga það miðaverð sem þarf til að reka svona hátíð. Íslendingar eru alltaf að biðja um mjög góða listamenn og vilja oft á tíðum fá það besta en eru oftast nær ekki til í að borga það miðaverð sem þekkist annars staðar í Evrópu. Okkar hlutverk sem tónleikahald- ara, mitt og annarra, er að hluta til að fræða fólk um það hvernig þessi markaður er og um hvað hann snýst, hvar peningarnir liggja,“ segir Björn. Hann segir hátíð á borð við Sónar dýra í framkvæmd og að að- göngumiði á hana myndi kosta 150- 170 evrur að lágmarki væri hún haldin erlendis. Miði á hátíðina alla í Hörpu kosti 109 evrur eða 17.900 krónur. „Það eru 3.000 miðar í sölu, þetta eru þrjú kvöld og David Gu- etta, svo ég taki nærtækasta dæmið, er einn listamaður með plötuspilara og það kostar 9.900 krónur á hann,“ segir Björn og á þar við tónleika Gu- etta sem haldnir verða í Laugardals- höll 16. júní nk. Miðasala 40% meiri Spurður að því hvernig miðasalan á Sónar Reykjavík hafi gengið segir Björn að um 400 miðar séu eftir. „Við erum að selja 40% fleiri miða en í fyrra og það var markmiðið en auð- vitað viljum við að þeir klárist og helst áður en hátíðin byrjar.“ Spurður að því hvernig hafi geng- ið að selja útlendingum miða á hátíð- ina í ár miðað við í fyrra segir Björn að 915 miðar hafi verið keyptir af út- lendingum (viðtalið fór fram þriðju- daginn sl. og gæti talan því hafa hækkað). „Við vitum nákvæmlega hverjir þeir eru, hvaðan þeir koma og nokkurn veginn hvað þeir verða hérna lengi. Þetta er aukning frá því í fyrra um 350 ferðamenn, sýnist okkur og við vorum búnir að setja okkur það markmið að hingað kæmu þúsund erlendir ferðamenn þannig að enn vantar 85 upp á. En við seld- um t.d. 25 miða í Bretlandi á síðustu þremur dögum sem er mjög óvenju- legt og við erum ennþá að selja miða rétt fyrir hátíð fólki sem þarf að kaupa sér flug og hótel.“ Nú er hátíðin varla fjármögnuð eingöngu með miðasölu? „Nei, við erum í samstarfi við Víf- ilfell og Carlsberg, RÚV og Ice- landair og svo fáum við styrk frá Reykjavíkurborg næstu þrjú árin, fjórar milljónir á ári úr borg- arhátíðasjóði. Þannig og með miða- sölu fjármögnum við hátíðina núna en við reiknum frekar með því að hún skili einhverju tapi á þessu ári eins og hún gerði í fyrra. Við verðum kannski komin á núllið á þriðja eða fjórða ári, það er markmiðið,“ svarar Björn. Það kosti sitt að koma hátíð á borð við Sónar Reykjavík á mark- aðinn þó hátíðin sé löngu orðin þekkt erlendis, en hún hóf göngu sína í Barcelona árið 1994 og hefur verið haldin víða um lönd síðan. Margt spennandi á dagskrá Björn hefur í nógu að snúast við skipulagningu Sónar því auk hátíð- arinnar í Reykjavík hefur hann um- sjón með öðrum Sónar-hátíðum á Norðurlöndum, þ.e. hátíðinni í Stokkhólmi og mun þriðja borgin að öllum líkindum bætast við í haust, að sögn Björns. Svo önnum kafinn er hann að hann mun missa af þeim at- riðum sem hann langaði mest að sjá á Sónar Reykjavík. „Ég hlakkaði mikið til að sjá Bonobo og Paul Kalkbrenner. Ég er búinn að sjá Major Lazer og það var ótrúleg upp- lifun, þau voru frábær. Átta manns á sviði og 90 mínútna sturlun. Ég hlakka til að sjá Högna Egilsson með sólóverkefnið sitt, ég held að það sé 20-30 manna kór með honum og hann hefur aldrei komið fram áð- ur með þetta verkefni. Ég hlakka líka mikið til að sjá Vök, það er eitt af mínum uppáhaldsböndum í dag. Svo er það James Holden og Trente- möller er mjög spennandi, kemur hingað með fimm manna hljómsveit. Ég er mest að skoða íslensku tónlist- armennina, er búinn að sjá marga af hinum,“ segir Björn. Hörpu breytt í risastóran næturklúbb  Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fer fram í annað sinn í Hörpu 13.-15. febrúar  Trentemøller, Major Lazer, Paul Kalkbrenner, Bonobo, Starwalker og Ryuichi Sakamoto meðal flytjenda Dansbolti Þjóðverjinn Paul Kalkbrenner er einn af risum evrópsku danstónlistarsenunnar og þykja tónleikar hans stórkostleg skemmtun. Kalkbrenner leikur í Silfurbergi föstudaginn 14. febrúar og hefjast leikar á miðnætti. Eftirtaldir listamenn, hljómsveitir og plötusnúðar koma fram á Sónar Reykjavík 2014: Árni², Bernd- sen, Bonobo, Cell7, DADA, Daphni, Diplo, DJ Frí- mann, DJ Hendrik, DJ Margeir, DJ Yamaho, Downliners Sekt, Einóma, Eloq, Evian Christ, Exos, Fknhndsm, FM Belfast, Fura, Futuregrapher, Gísli Pálmi, Gluteus Maximus, Good Moon Deer, Gus- Gus, Halleluwah, HE, Hermigervill, Highlands, Hjaltalín, Housekell, Introbeats, James Holden, Jon Edvald, Jon Hopkins, Kenton Slash Demon, Kiasmos, Kid Mistik, Kiriyama Family, Kölsch, Kristinn Bjarnason, Low Roar, Major Lazer, Mind In Motion, Moses Hightower, Muted, Ojba Rasta, Orang Volante, Paul Kalkbrenner, Re-Pete and the Wolfmachine, Ryuichi Sakamoto & Taylor Deupree, Sachiko M, Sísý Ey, Skurken, Sometime, Starwalker, Steindor Jonsson, Stereo Hypnosis, Steve Sampling, Sykur, Tanya & Marlon, Ter- rordisco, The Mansisters, Tonik, Trentemøller, Viktor Birgiss, Vök og When Saints Go Machine. 67 atriði á þremur dögum ÞEIR SEM LEIKA Á SÓNAR REYKJAVÍK 2014 HE, þ.e. Högni Egilsson Björn Steinbekk Dagskrá Sónar Reykjavík, upplýs- ingar um flytjendur og tóndæmi má finna á vefsíðu hátíðarinnar, sonarreykjavik.com. Þar má einn- ig finna upplýsingar um miðasölu. Daninn Andreas Trentemøller hefur leikið áð- ur á Íslandi og þá sem skífuþeytir með fjölda plötuspilara að vopni en mætir nú með hljóm- sveit. Hann mun m.a. leika efni af nýjustu plötu sinni, Lost, en meðal þeirra sem komu við sögu á henni eru Low, Jana Hunter, Kazu Makino úr hljómsveitinni Blonde Redhead og Johnny Pierce úr The Drums. Trentemøller þykir hafa tekið nýja stefnu með Lost án þess að glata kraftinum sem hann er þekktur fyrir og þeim hæfileika að koma hlustendum sínum á óvart. Trentemøller leikur í Norðurljósasal Hörpu laugardaginn 15. febrúar kl. 00.45. Vefsíða Trentemøllers: anderstrentemoller.com. Trentemøller Breski tónlistarmaðurinn Simon Green, sem kallar sig Bonobo, er meðal brautryðjenda þegar kemur að rafrænni tónlist í rólegri kant- inum. Bonobo á um tíu ára feril að baki og hef- ur veitt mörgum tónlistarmanninum inn- blástur með verkum sínum, m.a. Gold Panda og Shigeto. Síðasta plata Bonobo, The North Borders, kom út í mars í fyrra og hlaut mikið lof gagn- rýnenda, m.a. í tónlistarritinu Clash. Tónlist Bonobo hefur verið leikin í fjölda kvikmynda, tölvuleikja og auglýsinga. Bonobo kemur fram föstudaginn 14. febrúar kl. 21.45 í Silfurbergi. Vefsíða Bonobo: bonobomusic.com. Bonobo Jon Hopkins er einn af þeim stóru í heimi raf- tónlistar og hefur starfað með mönnum á borð við Brian Eno, David Holmes og hljómsveitinni Coldplay. Hopkins hélt tónleika á Íslandi í fyrra og snýr nú aftur þannig að þeir sem misstu af honum geta tekið gleði sína á ný. Síð- asta plata Hopkins, Immunity, kom út í fyrra og þótti en besta raftónlistarplata ársins. Fyrir hana var hann tilnefndur til Mercury-tónlistar- verðlaunanna líkt og fyrir plötu sína Diamond Mine árið 2011. Tónleikar Hopkins þykja ekki síður sjónræn upplifun en tónlistarleg. Hopkins kemur fram á Sónar föstudaginn 14. febrúar kl. 01.15 í Norðurljósasal. Vefsíða Hopkins: jonhopkins.co.uk. Jon Hopkins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.