Morgunblaðið - 15.02.2014, Síða 1

Morgunblaðið - 15.02.2014, Síða 1
L A U G A R D A G U R 1 5. F E B R Ú A R 2 0 1 4 FULLTRÚI ÍS- LANDS Í EURO- VISION VALINN ÍSLENSKIR MIÐLAR SEGJA SÖGU SÍNA SKIPTIR MÁLI HVORT ÆFT ER INNI EÐA ÚTI? SUNNUDAGUR GUNNÞÓRA ÓLAFSDÓTTIR 10SÖNGVAKEPPNIN 2014 48 Morgunblaðið/Árni Sæberg Hópur Sjömenningarnir sem leigja saman.  „Þetta er eini kosturinn fyrir fólk sem hefur ekki miklar tekjur, því stærra og því fleiri sem leigja sam- an því ódýrara er það fyrir mann,“ segir Haukur Berg Guðmundsson sem leigir stórt einbýlishús á höf- uðborgarsvæðinu ásamt sex öðrum. Fæst þeirra þekktust áður en þau fluttu inn í húsið en í dag eru þau góðir vinir og segja sambúðina ganga vel. Það er ekki sjálfgefið. Haukur á þrjú ung börn sem koma til hans um helgar og eru þá íbúar hússins tíu. Hann segir það aldrei hafa verið neitt vesen en það sé aftur á móti ekki algilt á leigu- markaðinum að hægt sé að taka börnin til sín, ekki nema að leigja einn og það sé alltof dýrt, þá sé næsti kostur að komast inn í komm- únu þar sem allir eru sáttir. »20 Kemur vel saman í kommúnunni Breytt deiliskipulag » Umhverfis- og skipulagsráð fjallaði í vikunni um athuga- semdir við breytt deiliskipulag Austurhafnar. » Harpa gerir t.d. athugasemd við fækkun bílastæða og skert aðgengi að bílakjallara. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Landbakki, eigandi lóðar á bygging- arreit 2 við Austurhöfn og Hörpu- reit, milli Geirsgötu og Tryggvagötu, gerir alvarlegar athugasemdir við breytingar á deiliskipulagi Austur- hafnar. Áskilur félagið sér rétt til skaðabóta frá borginni. Byggingarmagn á reitnum var minnkað um 4.500 fermetra vegna færslu á Geirsgötu til suðurs, þar sem nú á að mynda T-gatnamót við Lækjargötu og Kalkofnsveg. Landbakki keypti byggingarrétt á lóðinni af Sítusi hf. í apríl í fyrra. Í kaupsamningi var talað um lóð og byggingarrétt fyrir skrifstofubygg- ingu allt að 14.500 fermetrum auk 1.000 fermetra bílakjallara. Í lok síð- asta árs var gildandi skipulagi frá árinu 2006 breytt og byggingar- magnið á reitnum minnkað í 10.000 fermetra. Bílakjallari er áfram 1.000 fermetrar en hámarksfjöldi bíla- stæða minnkaður úr 414 í 286. Með breyttri tillögu stækkaði til muna reitur 6, sem er gegnt lóð Land- bakka. JP lögmenn sendu margháttaðar athugasemdir, fyrir hönd Land- bakka, í bréfi til umhverfis- og skipu- lagráðs. Þar segir m.a. að um „gríð- arlega“ skerðingu sé að ræða á réttindum lóðarhafa og þau hafi ver- ið færð öðrum. „Engar veigamiklar ástæður geta réttlætt svo mikla skerðingu á eignarréttindum hans og svo verulegt frávik frá gildandi deiliskipulagi svæðisins með þeim hætti sem gert er,“ segir í bréfinu. Júlíus Vífill Ingvarsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis- flokksins, á sæti í skipulagsráði. Hann segir alvarlegt mál hér á ferð- inni, og líklega í fyrsta sinn sem borgin fari af stað með breytingar á skipulagi þar sem fyrirséð er að þær muni kalla á háar bótakröfur lóðar- hafa. „Ég hef varað við því í borg- arráði og skipulagsráði að fara af stað með mál, sem borgin getur stórskaðast á fjárhagslega. Auðvitað verður að tryggja hagsmuni borgar- innar fyrirfram en ekki eftir á. Ann- ars verður að endurskoða þetta skipulag upp á nýtt,“ segir Júlíus. Áskilja sér rétt til bóta frá borginni  Lóðarhafi við Austurhöfn gerir alvar- legar athugasemdir við deiliskipulag Tölvumynd/Batteríið Austurhöfn Byggingarreitur 2 er milli Geirsgötu og Tryggvagötu. Ljósmynd/Karin Törnblom Annasamt ár Edda Magnason er orðin stórstjarna í Svíþjóð. „Faðir minn er íslenskur og býr reyndar á Íslandi sem og öll föð- urfjölskyldan mín,“ segir hin hálf- íslenska Edda Magnason sem unnið hefur hug og hjörtu Svía með frammistöðu sinni sem Monica Zet- terlund í kvikmynd um ævi sænsku djasssöngkonunnar. Edda var valin leikkona ársins 2013 í Svíþjóð þegar hún hlaut Gull- bjölluna fyrir aðalhlutverkið í kvik- myndinni en síðasta ár var einkar viðburðaríkt hjá Eddu því hún und- irritaði einnig plötusamning við Warner Music og Sony/AtV- tónlistarútgefandann. Edda er þekktur tónlistarmaður í Svíþjóð og ný plata í nafni Warner Music kem- ur út með vorinu. Faðir Eddu er Hjörtur Magna- son, dýralæknir á Egilsstöðum, og segir síðustu misseri hjá Eddu vera eins og öskubuskusögu. „Hún er valin þarna, ómenntuð leikkona, úr stórum hópi fagfólks til að fara með hlutverk Monicu Zetterlund. Þann- ig að já, þetta kom manni svolítið á óvart. Ég vissi auðvitað hversu góð tónlistarkona hún er en hafði minni vitneskju um þetta með leikinn,“ segir Hjörtur í samtali við Morg- unblaðið. Edda er í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Hún kemur reglulega til Íslands en hún fæddist og ólst upp í Svíþjóð. Hún segir Ísland vera stað sem hún hvílist á og nýti til að hlaða batt- eríin. Eins og öskubuskusaga  Leikkona ársins í Svíþjóð, Edda Magnason, er hálfíslensk Séu menn vel búnir, með húfu og vettlinga og helst á nagladekkjum, er frá- bært að geta nýtt sér góðviðrisdaga til að hjóla, til vinnu eða til heilsubót- ar. Töluvert hefur bæst við af hjólastígum í Reykjavík undanfarið og á þessu ári á að verja 490 milljónum til viðbótar í slíkar framkvæmdir. »6 Viðrar vel til hjólreiða Morgunblaðið/Golli Húfa og vettlingar nauðsynleg í góða veðrinu  Áætlað er að allt að 1.000 tonn af blautu kjúk- lingafiðri komi frá sláturhúsum á hverju ári. Þar af eru um 500 tonn af vatni. Sorpstöð Rangárvallasýslu tekur á móti 250 til 500 tonnum af blautu fiðri á ári frá sláturhúsi Reykjagarðs á Hellu. Sorpstöðin lét nýlega gera tilraun með að breyta kjúklingafiðrinu í moltu, en fiðrið er nú urðað. »16 Gera tilraun til að gera moltu úr fiðri Fiður Mikið leggst til frá sláturhúsum. Sala á raftækjum var ríflega 32% meiri í janúar en í sama mánuði í fyrra. Þá seldist tæplega 28% meira af hús- gögnum í janúar en árið áður. Sala á farsím- um hefur rokið upp. Hún var þannig rúmlega 54% meiri í janúar en í sama mánuði 2013 og salan á stærri raftækjum jókst um 16,8%. Þetta má lesa út úr þróun veltu- vísitölu smásölu sem unnin er af Rannsóknasetri verslunarinnar. Leiða tölurnar í ljós að sala áfeng- is jókst um 13,2% milli ára, þrátt fyr- ir hækkun áfengisgjalds um áramót. Verð stærri tækja gæti lækkað Gestur Hjaltason, framkvæmda- stjóri Elko, segir svigrúm hafa skap- ast til verðlækkana á raftækjum vegna styrkingar krónunnar. Það séu einkum stærri raftæki sem kunni að lækka í verði á næst- unni, þegar núverandi birgðir verða seldar og ný tæki keypt inn á hag- stæðara gengi. Almennt hafa farsímar lækkað í verði um 2,9% og tölvur um 13% á sl. 12 mánuðum. Sala á tölvum eykst um tæplega 32% milli ára. »6 Sala á raftækjum hefur aukist mikið Vinsælt Sala á far- símum tók kipp. Stofnað 1913  39. tölublað  102. árgangur 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.