Morgunblaðið - 15.02.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.02.2014, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2014 Jæja pabbi, þá ert þú farinn út í bláinn án mín. Þeg- ar ég var lítil fannst mér alltaf svo spennandi að setjast inn í aftursætið og spyrja þig: „Hvert erum við að fara?“ og þú svaraðir: „Út í blá- inn“. Staðurinn skipti svo sem ekki máli, bara að við fjölskyld- an værum saman. Ég veit svo sem ekki hvar út í bláinn er, en kemst væntanlega að því einn góðan veðurdag. Í raun skiptir það ekki máli, heldur sú stað- reynd að ég átti frábæran pabba, endalaust tilbúinn til að hvetja mann, styðja og hjálpa ef hjálpar var þörf. Þegar þú tókst utan um mann til að kveðja mann og hvíslaðir að manni hve þakklátur þú værir fyrir að eiga mann og hve vænt þér þætti um mann var ómet- anlegt. Að fara með ykkur mömmu í gegnum veikindi þín var ómetanleg reynsla, ekki síst að sjá hvað þið elskuðu hvort annað mikið og báruð virðingu hvort fyrir öðru. Þú gerðir þitt besta til að geta tekið þátt í öllu með okkur til að skapa minn- ingar sem við getum tekið með okkur áfram í gegnum lífið. Takk fyrir, pabbi minn. Þinn miðlungur, Jóna Bryndís. Elsku besti pabbi minn. Þótt við höfum vitað í góðan tíma að svona færi er maður aldrei tilbúinn, maður vill bara fá smátíma enn. Ég er samt alltaf að segja mér hvað ég er heppin að hafa fengið að eiga þig sem pabba í 44 ár og að öll börnin mín hafa fengið að þekkja þig og elska þig eins og ég enda ekki hægt annað. Það var í raun ekkert sem þú vildir ekki gera fyrir okkur. Alltaf varstu fyrst- ur á svæðið ef þú gast gert eitt- hvað fyrir okkur. Nú ef það var Gísli Bergsveinn Ólafur Lárusson ✝ Gísli Berg-sveinn Ólafur Lárusson fæddist 11. júní 1940. Hann lést sunnudaginn 2. febrúar 2014. Útför Gísla fór fram 10. febrúar 2014. ekkert sérstakt að gera þá komstu við, svona rétt til að sjá hvernig við hefðum það í dag og fá kannski einn kaffibolla. Þér fannst skemmtilegast að hafa fjölskylduna í kringum ykkur mömmu og við átt- um ótal stundir saman, hvort sem það var heima hjá ykkur eða okkur systrunum nú eða uppi í bústað eða í ferðalögum saman. Þú sagðir okkur alltaf ótal sögur um allt og ekkert sem við skemmtum okkur vel yfir. Þegar þú varðst veikur aftur og það varð strax ljóst að þetta væri spurning um tíma varstu strax ákveðinn í að nýta hann vel. Við fórum yfir það hvað þú vildir helst gera og sjá og við gerðum það. Þetta var frábært sumar og ég er svo þakklát fyr- ir þennan tíma, öll samtölin og gleðistundirnar sem við fengum í viðbót, það hjálpar okkur nú. Þér fannst erfiðast að þurfa að fara frá mömmu sem þú þreyttist aldrei á að segja hvað þú elskaðir mikið. Reyndar varstu óspar að láta okkur öll vita hvað þér þætti vænt um okkur og værir stoltur af okkur enda engin spurning að við vor- um að þínu mati bara best í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Dætur mínar voru svo heppnar að fá að kynnast þér vel og sakna þín nú mikið. Nú ert þú ekki lengur hér til að taka létt dansspor við þær eins og þú varst vanur og segja þeim eitthvað skemmtilegt. En ég veit að þú munt vaka yfir okkur og þótt það sé erfitt að hafa þig ekki lengur hjá okk- ur þá kenndir þú okkur það að maður á að þakka fyrir það líf sem manni er gefið og reyna að njóta þess og láta fjölskylduna sína alltaf vera í fyrsta sæti. Ég lofa að við pössum upp á elsku mömmu. Takk fyrir allt, elsku pabbi, þar til við sjáumst á ný. Þín dóttir, Sigrún. Í dag kveð ég elskulegan föð- ur minn. Elsku pabbi, takk fyr- ir samveruna og góðu minning- arnar sem eftir standa. Á stundu sem þessari er margt sem kemur upp í hugann á mér en þó sendur sumt eftir sterkara en annað, eins og elt- ingarleikurinn í Vestmanneyj- um þar sem þú og mamma leit- uðuð að mér um alla eyjuna því aldrei gat ég verið kjur og vildi bara vera niðri á bryggju, allar stundirnar á bryggjunni þar sem þú sagðir mér frá bátunum og hvernig ég ætti að þekkja þá, enda þekktir þú þá alla á möstrunum í órafjarðlægð. Montinn var ég, 8 ára, er við fórum aleinir saman í Austur- bæjarbíó í fyrsta skiptið, eða þegar þú varst að passa okkur syskinin eins og þú orðaðir það, þegar mamma var að vinna í Drífu á kvöldin. Þá áttirðu að gefa okkur að borða og leystir þú það á einstakan hátt. Til að hafa það sem auðveld- ast gafstu okkur hráar pylsur, því það stóð soðin vara á pakk- anum og pakkinn var bara skorinn upp skellt á borðið og málið var leyst. Í dag finnst mér alltaf gott að fá mér er eina og eina beint úr pakkan- um. Ekki gleymi ég bílferðunum þar sem ég stóð á milli sætanna og bað þig að taka fram úr bíl- unum því enginn mátti taka fram úr okkur. Öll árin sem við unnum saman hjá bygginggar- samfélaginu, en þar kenndir þú mér að vinna og ekki var mér hlíft enda kröfurnar miklar þar sem ég var sonur þinn. Sumarið sem ég var 16 ára gleymist seint en þá fór ég með þér til sjós, á Sóma VE 28, og var ég mjög sjóveikur og lausn- in var einföld. Kjötsúpa, allra meina bót og var hún á borðum allan túrinn enda er hún bara betri daginn eftir. Þessi sam- vera okkar er eitt af því skemmtilegasta sem við áttum saman, enda gat ég alltaf leitað til þín eftir góðum ráðum, t.d. þegar ég var að byggja, enda töluðum við saman í síma nán- ast á hverjum degi í mörg ár. Svona gæti eg haldið endlaust áfram enda minningabankinn fullur af broslegum augnablik- um og stundum sem við áttum saman. Elsku pabbi, minning þin lifir áfram um ókomna tíð. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Jóhannes úr Kötlum.) Hvíl í friði, elsku pabbi minn, þinn sonur. Þórarinn. Ég kynntist Gísla fyrir nærri aldarfjórðungi, um það leyti sem við Sigrún felldum hugi saman. Ég ímynda mér nú sem faðir þriggja dætra, barna- barna hans, að það sé ekki sjálfgefið að samband milli tengdaföður og tengdasonar sé hnökralaust allt til enda. Það er mér því afskaplega ljúf minning að eiga um samskipti okkar Gísla. Sú gagnkvæma virðing sem í milli okkar lá hélt alltaf. Karlinn var dugnaðarforkur og alltaf að, ósérhlífinn, elju- samur og kvartaði aldrei, um- burðarlyndið mikið. Tilbúinn til aðstoðar við allt sem til kom, með tengdamömmu styrka sér við hlið. Hjálpsemin var hans stóra einkenni. Ekki bara við sína nánustu, heldur líka út í samfélagið. Enda búa þau Gunna að stórum vinahópi m.a eftir áratuga veru í Lionsklúbb- unum Ýri og Munin, Kópavogi. Ég minnist þeirra tíma er Gísli var verkstjóri í bygging- argeiranum. Tíðar ferðir seint á kvöldin til eftirlits á bygging- arsvæðum hvers tíma. Ábyrgð- arkenndin firnasterk. Alltaf með sitt á hreinu. Manna fyrst- ur að dásama og hæla því sem vel var gert. En aldrei hampaði hann sjálfum sér þótt aðrir upp til hans litu. Nærvera hans var styrkjandi. Það er því segin saga. Hitti maður í dagsins amstri samferðamann Gísla koma alltaf upp hlý orð í hans garð. Hans er og verður minnst fyrir gæsku og heiðarleika og verður sárt saknað af sinni fjöl- skyldu og stórum hópi vina. Ég leyfi mér að gera orð afa míns að mínum: Kveðjan er hljóðlát og harmi þrung- in, en huggun er okkur það, að góður drengur með göfugt hjarta grær nú á æðri stað. Þar munu kostirnir skærir skarta, sem skaparinn honum gaf. Við kveðjum þig öll með kærleik í huga, kveðjum með ástúð og þrá. Að aftur megum við endurfinnast, þar sem enga skugga má sjá. Við þökkum þér allt, en margs er að minnast, sem minnir þig horfinn á. (Ragnar S. Helgason) Hvíl í friði elsku vinur. Bjarni Þór Hjaltason. Í dag kveð ég elskulegan tengdapabba minn. Elsku Gísli, takk fyrir samveruna og allt spjallið sem við áttum og takk fyrir fallegu orðinn sem þú sagðir við mig er við sátum ein saman við eldhúsborðið og þú yfirheyrðir mig um allt milli himins og jarðar til að fá að kynnast mér betur. Verst þykir mér hvað kynni okkar voru stutt en þau voru góð og er ég þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit komið er sumar og fögur er sveit. Sól er að kveðja við bláfjalla brún brosa við aftanskin fögurgræn tún. Seg mér hvað indælla auga þitt leit íslenska kvöldinu í fallegri sveit. (Guðm. Guðm. skólaskáld) Elsku Gísli, hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Karen. Elsku afi. Ég vildi óska að við hefðum fengið lengri tíma saman. En ég er svo þakklát fyrir allar góðu minningarnar sem ég á með þér. Þú varst allt- af til staðar fyrir mig og hjálp- aðir mér ef ég þurfti á að halda. Kærasta minning mín með þér er þegar ég var lítil og Ragn- hildur frænka bauð mér að kaupa Blíðu fyrir 100 krónur, ég leit á þig og sagðist ekki vera með pening og þú fallegi afi minn tókst upp 100 krónur og sagðir elsku Guðrún mín ég skal lána þér fyrir Blíðu, eða þegar ég vildi ekki fara ein í reiðtúr og staulaðist á bak til að koma með mér. Ekkert hindr- aði þig í að gleðja mig. Það var æðislegt að sjá stolt- ið skína úr augunum þínum þegar ég sýndi þér myndir af verkunum mínum, þú varst svo stoltur af mér. Þið amma hafið HINSTA KVEÐJA Elsku besti afi minn. Ég er þakklát fyrir allar stund- irnar með þér ég vildi samt að þær hefðu verið fleiri. Ég elska þig og sakna þín og ég hugsa til þín. Þín, Sandra Björk. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa, EINARS JÓNSSONAR húsgagnabólstrara, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði, áður Móabarði 18. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sólvangs fyrir góða umönnun í veikindum hans. Þóra Valdimarsdóttir, Hörður Einarsson, Ólöf Þórólfsdóttir, Jón Hjörtur Einarsson, Margrét Þorvaldsdóttir, Guðríður Einarsdóttir, Gunnar Kristjánsson, Ingigerður Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANN GÍSLASON tannlæknir, Flókagötu 47, Reykjavík, lést á Landakoti laugardaginn 8. febrúar. Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 17. febrúar kl. 13.00. Magný Gyða Ellertsdóttir, Ellert Þór Jóhannsson, Sabrina Hussain, Guðrún Jóhannsdóttir, Matthieu Saillant og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRGVINS ÁRNASONAR, Suðurgötu 8, Keflavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Hlévangs og HSS fyrir góða umönnun. Sigurður Björgvinsson, Þórdís Guðjónsdóttir, Svala Björgvinsdóttir, Baldur Kristjánsson, Árni Björgvinsson, Friðbjörg Helgadóttir, Sveinn Vopnfjörð Björgvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Bróðir okkar, SIGURÐUR BRIEM JÓNSSON dvalarheimilinu Hvammi, Húsavík, lést þriðjudaginn 11. febrúar. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju fimmtudaginn 20. febrúar kl. 14.00 Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á dvalarheimilið Hvamm. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Jónsdóttir, Halla Jónsdóttir, Sólrún Jónsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, tengdadóttur, ömmu og langömmu, ELÍNAR SIGURÐARDÓTTUR, Ártúni 15, Selfossi. Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunarfólks og allra sem önnuðust hana í gegnum baráttu hennar við krabbamein um langt skeið. Birgir Jónsson, Ari Birgisson, Súsanna Valsdóttir, Jón Þór Birgisson, Kathrina Andersen, Aðalheiður Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Bróðir okkar, fósturbróðir, mágur og frændi, KLEMENZ EGGERTSSON, Miðskógum 20, Álftanesi, lést á Grensásdeild Landspítalans fimmtu- daginn 6. febrúar. Útför hans fer fram frá Bessastaðakirkju þriðjudaginn 18. febrúar kl. 13.00 Auðbjörg Eggertsdóttir, Sigurður Eggertsson, Erla Stringer og fjölskyldur. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, HILMAR SÆVALD GUÐJÓNSSON teiknari, varð bráðkvaddur þriðjudaginn 11. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Pétur Sævald Hilmarsson, Snorri Freyr Hilmarsson, Axel Viðar Hilmarsson. ✝ Okkar elskulega MARÍA ÁSGEIRSDÓTTIR hjúkrunarkona, Birkimel 6b, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sunnudaginn 9. febrúar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. febrúar klukkan 15.00. Hildur Gunnarsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.